Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 1

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 38. tbl. 72. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins VEÐURBLlÐA Á ÞORRA Morgunblaðið/Ol.K.Mag. Nú fer þorri að kveðja og góa að ganga í garð og alltaf er sama veðurblíðan, dag eftir dag. Myndin var tekin í Laugardalslauginni af fólki, sem lætur sér líða vel í heita pottinum. Arafat og Hussein vilja friðmælast við ísraela — gegn því að stofnað verði ríki Palestínumanna Amman, Jórdaníu, 14. febrúar. AP. Jórdaníumenn og PLO, Frelsisfylking Palestínumanna, hafa náð sam- komulagi um að semja sátt við ísraela gegn því að Palestínumenn fái að stofna sitt eigið ríki í nánum tengslum við Jórdaníu. Ekki hefur enn veriö greint formlega frá samkomulaginu en Keagan, Bandaríkjaforseti, sagði í dag, að sér virtist það marka tímamót og Peres, forsætisráðherra Israels, sagði, að það væri skref í rétta átt. Pólland: Verkfall undirbúið — þrátt fyrir handtökur Samstöðumanna Varsjá, 14. febrúar. AP. LECH Walesa og aðrir Samstöðu- menn ætla að vinna áfram að undir- búningi 15 mínútna allsherjarverk- falls í Póllandi 28. febrúar nk. þrátt fyrir að lögreglan hafi í gær hand- tekið sjö frammámcnn í samtökun- um. Að sögn yfirvalda voru mennirn- ir sjö handteknir vegna þess, að þeir tóku þátt í „ólöglegum fundi“ en eftir embættismönnum er haft, að þeir muni ekki verða formlega ákærðir, a.m.k. ekki að sinni. Wal- esa var á fundinum en honum var strax sleppt. í viðtali við Walesa í dag kvaðst hann hafa átt annan fund í morgun með Samstöðumönnum og að þar hefði verið unnið að undirbúningi allsherjarverkfallsins 28. febrúar. „Við ræddum líka um að endur- skipuleggja starf samtakanna og gera það árangursríkara. Okkar leið liggur til sigurs þvi að aðra leið eigum við ekki,“ sagði hann. Þegar Walesa hvatti til allsherj- arverkfallsins sagði hann, að fólk skyldi nota 15 mínúturnar til að skrifa bréf til stjórnvalda og krefj- ast þess, að lögreglan færi að lög- um, að hatursáróðrinum gegn kirkjunni yrði hætt og að komið yrði í veg fyrir algera örbirgð með- al almennings. Walesa Samkomulagið náðist á fundi Husseins, Jórdaníukonungs, og Yasser Arafats, leiðtoga PLO, í Amman á mánudag en opinber- lega hefur ekki verið sagt frá því enn. Dagblaðið Al-Anba í Kuwait sagði hins vegar í gær, að með því væri fallist á allar ályktanir SÞ og jafnframt ítrekað, að Israelar yrðu að skila herteknu svæðunum. Komið yrði á fót sérstöku ríki Pal- estínumanna í nánum tengslum við Jórdaniu og sest að samninga- borði með ísraelum. Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði í dag, að enn væri margt á huldu um samkomulagið en að sér virtist það marka tímamót í við- leitni manna til að koma á friði í Miðausturlöndum þótt enn væri mikið verk óunnið. Peres, forsæt- isráðherra ísraels, sagði í viðtali í gær, að samkomulagið væri skref í rétta átt en þó ekki nógu stórt til að koma á raunverulegum friðar- viðræðum. Stærstu marxistasamtökin inn- an PLO undir forystu dr. George Habash sögðu í dag um samkomu- lagið, að það væri svik og gefið var í skyn, að öllum tengslum við PLO og Arafat yrði slitið vegna þessar- ar „uppgjafar". Frakkland: Bylting í fræðslumálum Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu: Karpov „andlega örmagna“ og einvíginu líklega frestað Moskvu, 14. febrúar. AP. í MOSKVU er nú mikill orðrómur um, að heimsmeistaraeinvíginu milli þeirra Karpovs og Kasparovs verði aflýst, a.m.k. í bili. Campomanes, forseti FIDE, kvaðst í dag hafa „í krafti forsetaembættisins“ frestað 49. skákinni fram á föstudag en hún átti að teflast í gær, miðvikudag. Hann sagði ekki hvers vegna en haft er Karpov sé örmagna og líklega sjúkur. Síðustu fimm dagana hefur verið orðrómur í Moskvu um að til stæði að t'resta einvíginu, sem staðið hefur i fimm mánuði, og taka aftur til við það seinna og hefur AP-fréttastofan það efíir áreiðanlegum heimildum, að Campomanes muni skýra frá því á fréttamannafundi á föstudag. Þessir sömu heimildamenn segja. eftir áreiðanlegum heimildum, að að Karpov hafi verið til meðferð- ar á stofnun í Moskvu þar sem eingöngti er hlynnt að mestu gæðingum kommúnistaflokksins og vegna þess, að hanr sé „and - lega örmagna“. Sagt er, ao aðstoðarmem. Karpovs haf komið aö mál? viö menn Kasparovs eftir að Kasp- arov vann aðra skák sína 30. janúar sl. og farið fram á, að ein- víginu yrði frestað og tekið aftur til við það í september. Þá yrðu tefldar 24 skákir mest. Kasparov aftók þetta með öllu en fram á þetta var aftur farið þegar hann hafði unnið þriðju skákina. Á mánudag frestað: Karpov 49. skákinni til miðvikudags eins og hann hafði rétt á en á miðviku- dag kom Campomanes tii skjal anna og frestaði henn!. fram á föstudag. Campomanes vildi ekkert segja um hvers vegna hann frestaði skákinni en kvaðst hafa rætt um hve einvígið hefði dregist. á lang- inn. „Reglur eru reglur og reglur FIDE eru mjög skýrar. Það er hins vegar engin regla án undan- tekninga," sagði hann. Talið er, að Campomanes hafi líklega vald til þess sem forseti FIDE að fresta einvíginu og er til þess vitnað, að valdsviði embætt- isins séu settar mjög óljósar skorður. Ef al' verður mtin það hugmyndin, að Karpov byrji með tvo vinninga í 24 skáka einvíginu en Kasparov engan. FRANSKA stjórnin hefur boðað til byltingar í menntamálum þjóðarinn- ar og er að því stefnt, að öll börn verði fær um að lesa, skrifa og reikna þegar þau Ijúka grunnskóla- námi. Hefur tillögunni verið fagnaö ákaflega jafnt af hægrimönnum sem vinstri enda hafa Frakkar haft af því áhyggjur árum saman, að þrátt fyrir sívaxandi útgjöld til menntamála útskrifast úr skólun- um unglingar, sem varla eru læsir, hvað þá skrifandi. Eiga blöð og fjölmiðlar varla nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni með, að nú skuli heilbrigð skynsemi aftur leidd tii öndvegis i frönskum menntamálum. Tillaga mennta- málaráðherrans, Jean-Pierre Chevenement, miðat að því, að nemendum verið kennt að lesa og skilja ritaö mál kunn stafsetn- ingu og málfræði og síðast en ekki síst, að þeir geti talað skammlaust sitt eigið móðurmál. Sjá „Bylting ... “ á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.