Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 38. tbl. 72. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins VEÐURBLlÐA Á ÞORRA Morgunblaðið/Ol.K.Mag. Nú fer þorri að kveðja og góa að ganga í garð og alltaf er sama veðurblíðan, dag eftir dag. Myndin var tekin í Laugardalslauginni af fólki, sem lætur sér líða vel í heita pottinum. Arafat og Hussein vilja friðmælast við ísraela — gegn því að stofnað verði ríki Palestínumanna Amman, Jórdaníu, 14. febrúar. AP. Jórdaníumenn og PLO, Frelsisfylking Palestínumanna, hafa náð sam- komulagi um að semja sátt við ísraela gegn því að Palestínumenn fái að stofna sitt eigið ríki í nánum tengslum við Jórdaníu. Ekki hefur enn veriö greint formlega frá samkomulaginu en Keagan, Bandaríkjaforseti, sagði í dag, að sér virtist það marka tímamót og Peres, forsætisráðherra Israels, sagði, að það væri skref í rétta átt. Pólland: Verkfall undirbúið — þrátt fyrir handtökur Samstöðumanna Varsjá, 14. febrúar. AP. LECH Walesa og aðrir Samstöðu- menn ætla að vinna áfram að undir- búningi 15 mínútna allsherjarverk- falls í Póllandi 28. febrúar nk. þrátt fyrir að lögreglan hafi í gær hand- tekið sjö frammámcnn í samtökun- um. Að sögn yfirvalda voru mennirn- ir sjö handteknir vegna þess, að þeir tóku þátt í „ólöglegum fundi“ en eftir embættismönnum er haft, að þeir muni ekki verða formlega ákærðir, a.m.k. ekki að sinni. Wal- esa var á fundinum en honum var strax sleppt. í viðtali við Walesa í dag kvaðst hann hafa átt annan fund í morgun með Samstöðumönnum og að þar hefði verið unnið að undirbúningi allsherjarverkfallsins 28. febrúar. „Við ræddum líka um að endur- skipuleggja starf samtakanna og gera það árangursríkara. Okkar leið liggur til sigurs þvi að aðra leið eigum við ekki,“ sagði hann. Þegar Walesa hvatti til allsherj- arverkfallsins sagði hann, að fólk skyldi nota 15 mínúturnar til að skrifa bréf til stjórnvalda og krefj- ast þess, að lögreglan færi að lög- um, að hatursáróðrinum gegn kirkjunni yrði hætt og að komið yrði í veg fyrir algera örbirgð með- al almennings. Walesa Samkomulagið náðist á fundi Husseins, Jórdaníukonungs, og Yasser Arafats, leiðtoga PLO, í Amman á mánudag en opinber- lega hefur ekki verið sagt frá því enn. Dagblaðið Al-Anba í Kuwait sagði hins vegar í gær, að með því væri fallist á allar ályktanir SÞ og jafnframt ítrekað, að Israelar yrðu að skila herteknu svæðunum. Komið yrði á fót sérstöku ríki Pal- estínumanna í nánum tengslum við Jórdaniu og sest að samninga- borði með ísraelum. Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði í dag, að enn væri margt á huldu um samkomulagið en að sér virtist það marka tímamót í við- leitni manna til að koma á friði í Miðausturlöndum þótt enn væri mikið verk óunnið. Peres, forsæt- isráðherra ísraels, sagði í viðtali í gær, að samkomulagið væri skref í rétta átt en þó ekki nógu stórt til að koma á raunverulegum friðar- viðræðum. Stærstu marxistasamtökin inn- an PLO undir forystu dr. George Habash sögðu í dag um samkomu- lagið, að það væri svik og gefið var í skyn, að öllum tengslum við PLO og Arafat yrði slitið vegna þessar- ar „uppgjafar". Frakkland: Bylting í fræðslumálum Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu: Karpov „andlega örmagna“ og einvíginu líklega frestað Moskvu, 14. febrúar. AP. í MOSKVU er nú mikill orðrómur um, að heimsmeistaraeinvíginu milli þeirra Karpovs og Kasparovs verði aflýst, a.m.k. í bili. Campomanes, forseti FIDE, kvaðst í dag hafa „í krafti forsetaembættisins“ frestað 49. skákinni fram á föstudag en hún átti að teflast í gær, miðvikudag. Hann sagði ekki hvers vegna en haft er Karpov sé örmagna og líklega sjúkur. Síðustu fimm dagana hefur verið orðrómur í Moskvu um að til stæði að t'resta einvíginu, sem staðið hefur i fimm mánuði, og taka aftur til við það seinna og hefur AP-fréttastofan það efíir áreiðanlegum heimildum, að Campomanes muni skýra frá því á fréttamannafundi á föstudag. Þessir sömu heimildamenn segja. eftir áreiðanlegum heimildum, að að Karpov hafi verið til meðferð- ar á stofnun í Moskvu þar sem eingöngti er hlynnt að mestu gæðingum kommúnistaflokksins og vegna þess, að hanr sé „and - lega örmagna“. Sagt er, ao aðstoðarmem. Karpovs haf komið aö mál? viö menn Kasparovs eftir að Kasp- arov vann aðra skák sína 30. janúar sl. og farið fram á, að ein- víginu yrði frestað og tekið aftur til við það í september. Þá yrðu tefldar 24 skákir mest. Kasparov aftók þetta með öllu en fram á þetta var aftur farið þegar hann hafði unnið þriðju skákina. Á mánudag frestað: Karpov 49. skákinni til miðvikudags eins og hann hafði rétt á en á miðviku- dag kom Campomanes tii skjal anna og frestaði henn!. fram á föstudag. Campomanes vildi ekkert segja um hvers vegna hann frestaði skákinni en kvaðst hafa rætt um hve einvígið hefði dregist. á lang- inn. „Reglur eru reglur og reglur FIDE eru mjög skýrar. Það er hins vegar engin regla án undan- tekninga," sagði hann. Talið er, að Campomanes hafi líklega vald til þess sem forseti FIDE að fresta einvíginu og er til þess vitnað, að valdsviði embætt- isins séu settar mjög óljósar skorður. Ef al' verður mtin það hugmyndin, að Karpov byrji með tvo vinninga í 24 skáka einvíginu en Kasparov engan. FRANSKA stjórnin hefur boðað til byltingar í menntamálum þjóðarinn- ar og er að því stefnt, að öll börn verði fær um að lesa, skrifa og reikna þegar þau Ijúka grunnskóla- námi. Hefur tillögunni verið fagnaö ákaflega jafnt af hægrimönnum sem vinstri enda hafa Frakkar haft af því áhyggjur árum saman, að þrátt fyrir sívaxandi útgjöld til menntamála útskrifast úr skólun- um unglingar, sem varla eru læsir, hvað þá skrifandi. Eiga blöð og fjölmiðlar varla nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni með, að nú skuli heilbrigð skynsemi aftur leidd tii öndvegis i frönskum menntamálum. Tillaga mennta- málaráðherrans, Jean-Pierre Chevenement, miðat að því, að nemendum verið kennt að lesa og skilja ritaö mál kunn stafsetn- ingu og málfræði og síðast en ekki síst, að þeir geti talað skammlaust sitt eigið móðurmál. Sjá „Bylting ... “ á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.