Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖ8TUDAQUR 15. FEBRÚAR 1»65 r«7 I Símamynd AP. Fahd og fyrrum forsetarnir Fahd konungur Saudi-Arabíu hefur verid í Washington síðustu daga og rætt þar viö háttsetta embættismenn, m.a. forseta Bandaríkjanna, um friðarhorfur og aðgerðir í Mið-Austurlöndum. Fahd gaf sér einnig tíma til að skiptast ú skoðunum við tvo fyrrum forseta Bandaríkjanna, þá Gerald Ford og Jimmy Carter sem hér sjást á mynci með konunginum. Mannréttindabrot flest austantjalds Wawhington, 14. febrúar. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið sagði í dag s árlegri skýrslu um mann- réttind ' heiminum aö pólitísk kúgun væri alvarlegust í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra, en ekki mætti líta út fyrir að Bandaríkjamenn hefðu aðeint. áhyggjur af mannréttindabrotum í þeim löndum einum. Ellioti Abrams aðstoðarutan- ríkisráðherra sagði að trúarof- sóknum hefði verið haldið áfram í Sovétríkjunum í fyrra og að þær hefði. meðal annars beinzt gegn kaþólskum mönnum, hvítasunnu- söfnuðum, baptistum og Gyðing- um. í skýrslunni er einnig bent á strangt eftirlit með fólki í Víet- nam og því haldiö fram að stjórn landsins beri hluta ábyrgðarinnar á aftökum og mannréttindabrot- um í Kambódíu. Abrams sagði að breyting hefði orðið tii batnaðar í mannréttinda- málum og það væri mikilvægasta þróunin á þessu sviði. Á fimm ár- um hefði verið horfið frá einræði og lýðræði tekið upp f niu löndum í vesturheimi. Hins vegar hefði ekki verið tekið upp einræði í nokkru landi, þar sem lýðræði hefði ríkt áður. „Þetta er athyglis- verð þróun," sagði hann. Ástandið er sagt mjög alvariegt i Úganda, þar sem tugþúsundir hafi verið myrtir vegna hryðju- verka uppreisnarmanna og gagn- ráðstafana stjórnvalda. Önnur lönd, sem sérstaklega er minnzt á vegna þess aö ástandið þar er talið sérstaklega slæmt, eru Albanía og Norður-Kórea. Evrópubandalagið: ísraelar óttast aðild Spánverja og Portúgala Straæborn, 12. febrúar. AP. CHAIM Herzog, forseti ísraels, sagði í dag, að aðild Spánar og Portúgals aö Evrópubandalaginu gæti haft efna- hagslegar hörmungar í för með sér fyrir ísrael. Fór hann fram á „stuðn- ingsaðgerðir“ til aö vernda ísraelskar útflutningsvörur á Evrópumarkaði. f ávarpi sem Herzog flutti á Evr- ópuþinginu kvaðst hann fara þess á _ leit, að þingmenn, og þar með Evr- ópulöndin, iokuðu ekki augunum fyrir þessu vandamáli. Ef ekki yrði við því brugðist, gæti það leitt til mikilla hörmunga fyrir ísrael. Áætlað er að Spánn og Portúgal gangi í Evrópubandalagið einhvern tímann á næsta ári, en ekki hefur verið fullgengið frá ýmsum sam- komulagsatriðum. Frakkar og ítalir hafa einnig áhyggjur vegna fyrirhugaðrar inn- göngu Spánar og Portúgals. Beinist ótti þeirra einkum að því, að ódýr- ar landbúnaðarafurðir frá þessum löndum gæti vaidið frönskum og ít- ölskum bændum tjóni. Herzog sagði, að efnahagslegri undirstöðu lands síns væri ógnað, tækju Evrópubandalagslöndin ekki tillit til israelskra hagsmuna að því er landbúnaðarvörurnar varðaði. Og þar með væri „brostinn draum- ur kynslóðanna". ísrael, sem nú á í miklum efna- hagsþrengingum, á ekki í önnur hús að venda en til Evrópu, þegar finna skal markað fyrir sítrus- ávexti, jarðarber og blóm, sagði Herzog. Perú: Vinstri-skæruliö- ar vógu 15 manns Tingo Marii Perú, 13. febrúar. AP. VINSTRI skæruliðar stöðvuðu á mánudagkvöld nokkra flutningabíla og áætlunarbfl, sem ekið var eftir þjóðvegi í norðanverðu Mið-Perú, og réðu 15 manns bana, að því er lög- reglan sagði á þriðjudag. Var haft eftir bílstjórum flutn- ingabíla, sem tókst að komast í gegnum vegahindranir skærulið- anna, að þarna hefði verið að verki hópur úr samtökum maóista. Lögreglan kvað líkin hafa fund- ist nærri borginni Aucayacu, um 563 km norðaustur af höfuðborg- inni, Lima. Hafði fólkið ýmist ver- ið skotiö eða stungið til bana. Höfðu skæruliðarnir brennt kosningaskírteini fórnarlamb- anna til að mótmæla forseta- kosningunum, sem fara eiga fram 14. apríl nk. Persaflóastríðiö: Irakarréðust á grískt olíuskip [Ugdad, 12. tebrúar. AP. ÍRASKAR herþotur gerðu i dag árás á grískt olíuflutningaskip, sem var á siglingu í Persaflóa, en skipið var að flytja 230 þúsund tonn af hráolíu frá Kharg-eyju, sem er aðalolíuútflutn- ingshöfn írana. Áhöfn skipsins, 14 Grikkir og 12 Pakistanar, réð niöurlögum elds, sem kom upp um borð eftir að eldflaugum hafði verið skotið að olíugeymi á stjórnborða. Engan mun hafa sakað og skipið sigldi án hjálpar til Dubai. þar sem gera á við það. Þetta er í þriðja sinn, sem grískt olíuflutningaskip verður fyrir árás íraka í Persaflóa frá því stjórnin i Bagdad lýsti banni viö öllum siglingum í nágrenni Kharg-eyju. HVERFAFUNDIR BORGARST JÓRA1985 Hvert stefnum við?_________ Hvað hefur áunnist? I DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU i OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 2.FUNDUR i 1 I Nes- og Melahverfi — Vestur- og Miðbæjarhverfi Sunnudaginn 17. febrúar kl. 14.30 í Átt- hagasal Hótel Sögu. Fundarstjóri: Valgarö Briem hrl. Fundarritari: Birgir Ármannsson menntaskólanemi. Á fundinum verða sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. V REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA. KOMID SJÓNARMIDUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.