Morgunblaðið - 15.02.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.02.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖ8TUDAQUR 15. FEBRÚAR 1»65 r«7 I Símamynd AP. Fahd og fyrrum forsetarnir Fahd konungur Saudi-Arabíu hefur verid í Washington síðustu daga og rætt þar viö háttsetta embættismenn, m.a. forseta Bandaríkjanna, um friðarhorfur og aðgerðir í Mið-Austurlöndum. Fahd gaf sér einnig tíma til að skiptast ú skoðunum við tvo fyrrum forseta Bandaríkjanna, þá Gerald Ford og Jimmy Carter sem hér sjást á mynci með konunginum. Mannréttindabrot flest austantjalds Wawhington, 14. febrúar. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið sagði í dag s árlegri skýrslu um mann- réttind ' heiminum aö pólitísk kúgun væri alvarlegust í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra, en ekki mætti líta út fyrir að Bandaríkjamenn hefðu aðeint. áhyggjur af mannréttindabrotum í þeim löndum einum. Ellioti Abrams aðstoðarutan- ríkisráðherra sagði að trúarof- sóknum hefði verið haldið áfram í Sovétríkjunum í fyrra og að þær hefði. meðal annars beinzt gegn kaþólskum mönnum, hvítasunnu- söfnuðum, baptistum og Gyðing- um. í skýrslunni er einnig bent á strangt eftirlit með fólki í Víet- nam og því haldiö fram að stjórn landsins beri hluta ábyrgðarinnar á aftökum og mannréttindabrot- um í Kambódíu. Abrams sagði að breyting hefði orðið tii batnaðar í mannréttinda- málum og það væri mikilvægasta þróunin á þessu sviði. Á fimm ár- um hefði verið horfið frá einræði og lýðræði tekið upp f niu löndum í vesturheimi. Hins vegar hefði ekki verið tekið upp einræði í nokkru landi, þar sem lýðræði hefði ríkt áður. „Þetta er athyglis- verð þróun," sagði hann. Ástandið er sagt mjög alvariegt i Úganda, þar sem tugþúsundir hafi verið myrtir vegna hryðju- verka uppreisnarmanna og gagn- ráðstafana stjórnvalda. Önnur lönd, sem sérstaklega er minnzt á vegna þess aö ástandið þar er talið sérstaklega slæmt, eru Albanía og Norður-Kórea. Evrópubandalagið: ísraelar óttast aðild Spánverja og Portúgala Straæborn, 12. febrúar. AP. CHAIM Herzog, forseti ísraels, sagði í dag, að aðild Spánar og Portúgals aö Evrópubandalaginu gæti haft efna- hagslegar hörmungar í för með sér fyrir ísrael. Fór hann fram á „stuðn- ingsaðgerðir“ til aö vernda ísraelskar útflutningsvörur á Evrópumarkaði. f ávarpi sem Herzog flutti á Evr- ópuþinginu kvaðst hann fara þess á _ leit, að þingmenn, og þar með Evr- ópulöndin, iokuðu ekki augunum fyrir þessu vandamáli. Ef ekki yrði við því brugðist, gæti það leitt til mikilla hörmunga fyrir ísrael. Áætlað er að Spánn og Portúgal gangi í Evrópubandalagið einhvern tímann á næsta ári, en ekki hefur verið fullgengið frá ýmsum sam- komulagsatriðum. Frakkar og ítalir hafa einnig áhyggjur vegna fyrirhugaðrar inn- göngu Spánar og Portúgals. Beinist ótti þeirra einkum að því, að ódýr- ar landbúnaðarafurðir frá þessum löndum gæti vaidið frönskum og ít- ölskum bændum tjóni. Herzog sagði, að efnahagslegri undirstöðu lands síns væri ógnað, tækju Evrópubandalagslöndin ekki tillit til israelskra hagsmuna að því er landbúnaðarvörurnar varðaði. Og þar með væri „brostinn draum- ur kynslóðanna". ísrael, sem nú á í miklum efna- hagsþrengingum, á ekki í önnur hús að venda en til Evrópu, þegar finna skal markað fyrir sítrus- ávexti, jarðarber og blóm, sagði Herzog. Perú: Vinstri-skæruliö- ar vógu 15 manns Tingo Marii Perú, 13. febrúar. AP. VINSTRI skæruliðar stöðvuðu á mánudagkvöld nokkra flutningabíla og áætlunarbfl, sem ekið var eftir þjóðvegi í norðanverðu Mið-Perú, og réðu 15 manns bana, að því er lög- reglan sagði á þriðjudag. Var haft eftir bílstjórum flutn- ingabíla, sem tókst að komast í gegnum vegahindranir skærulið- anna, að þarna hefði verið að verki hópur úr samtökum maóista. Lögreglan kvað líkin hafa fund- ist nærri borginni Aucayacu, um 563 km norðaustur af höfuðborg- inni, Lima. Hafði fólkið ýmist ver- ið skotiö eða stungið til bana. Höfðu skæruliðarnir brennt kosningaskírteini fórnarlamb- anna til að mótmæla forseta- kosningunum, sem fara eiga fram 14. apríl nk. Persaflóastríðiö: Irakarréðust á grískt olíuskip [Ugdad, 12. tebrúar. AP. ÍRASKAR herþotur gerðu i dag árás á grískt olíuflutningaskip, sem var á siglingu í Persaflóa, en skipið var að flytja 230 þúsund tonn af hráolíu frá Kharg-eyju, sem er aðalolíuútflutn- ingshöfn írana. Áhöfn skipsins, 14 Grikkir og 12 Pakistanar, réð niöurlögum elds, sem kom upp um borð eftir að eldflaugum hafði verið skotið að olíugeymi á stjórnborða. Engan mun hafa sakað og skipið sigldi án hjálpar til Dubai. þar sem gera á við það. Þetta er í þriðja sinn, sem grískt olíuflutningaskip verður fyrir árás íraka í Persaflóa frá því stjórnin i Bagdad lýsti banni viö öllum siglingum í nágrenni Kharg-eyju. HVERFAFUNDIR BORGARST JÓRA1985 Hvert stefnum við?_________ Hvað hefur áunnist? I DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU i OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 2.FUNDUR i 1 I Nes- og Melahverfi — Vestur- og Miðbæjarhverfi Sunnudaginn 17. febrúar kl. 14.30 í Átt- hagasal Hótel Sögu. Fundarstjóri: Valgarö Briem hrl. Fundarritari: Birgir Ármannsson menntaskólanemi. Á fundinum verða sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. V REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA. KOMID SJÓNARMIDUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.