Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 21 sem margir vona og vinna að, verður það ekki sízt fyrir framtak hans og það yrði honum óbrot- gjarn minnisvarði. Svo að í lokin sé minnzt aðeins á æviferil próf. Jóns Steffensen, þá er hann fæddur hér í Reykjavík 15. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Valdemar Steffensen læknir og Jenny kona hans. — Jón lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1930, stund- aði síðan framhaldsnám erlendis og starfaði um hríð sem héraðs- læknir, en árið 1937 var hann skipaður prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði við Háskóla fs- lands og gegndi því embætti þar til hann sagði því lausu nokkru fyrir sjötugt. — Háskóli íslands hefur sæmt hann heiðursdokt- orsnafnbót fyrir vísindastörf sín. Kona Jóns var Kristín Björnsdótt- ir frá Mýrarhúsum á Seltjarnar- nesi, sem lézt árið 1972. Við hér í Þjóðminjasafninu höf- um lengi litið á próf. Jón Steffen- sen nánast sem einn úr okkar hópi. Lengi hefur hann starfað í nánum tengslum við safnið og með árunum hafa böndin styrkzt eftir að hann fór að hafa vinnustað sinn tíma og tíma innan veggja safnhússins. En þessi bönd milli hans og safnsins eru áratuga göm- ul. Hann tók til rannsóknar mannabein þau, sem fundust við uppgreftri og greindi þau, og fyrir kom, að hann rannsakaði sjálfur fornkuml úti um landið og síðast en ekki sízt tók hann drjúgan þátt í rannsóknunum í Skálholti fyrir um þremur áratugum. Hann er virtur fræðimaður er- lendis og á þar góðan kunningja- hóp meðal þeirra, sem fást við sams konar rannsóknir. Og ekki skal því gleymt, að hann var for- maður Hins íslenzka fornleifafé- lags um árabil og lagði margar greinar til árbókar þess. Ég færi próf. Jóni Steffensen árnaðaróskir á þessum tímamót- um og óska þess, að ekki séu enn í bráð uppi samskipti hans og Þjóð- minjasafnsins. Þór Magnússon Steinullarverksmiðjan fokheld Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki varð fokheld fyrir nokkrum dögum og er búist við að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni innan fram kom í Mbl. á miðvikudag. Morgunblaðið/OÞ. hálfs árs, eins og Bankaeftirlitið: Agreiningur vegna vaxta á inn- heimtuskuldabréfum í athugun BANKAEFTIRLITIÐ í Seðlabank- anum hefur nú til athugunar ágrein- ing á milli Seðlabankans annarsveg- ar og Landsbankans og fleiri inn- lánsstofnana hinsvegar um vaxta- töku af skuldabréfum sem bankarn- ir hafa til innheimtu fyrir viðskipta- vini sína. Ágreiningurinn snýst um það hvort rétt hafi verið hjá bönkun- um að innheimta hæstu vexti af inn- heimtuskuldabréfum sem gefin eru út fyrir 11. ágúst sl. en þá gaf Seðla- bankinn út fyrirmæli um tvenns- konar hæstu vexti eftir því hvort skuldaviðurkenningarnar voru gefn- ar út fyrir eða eftir þann tíma. Þetta telja bankarnir að standist ekki og hafa innheimt hæstu vexti af öllura þeim skuldabréfum sem þeir eru með til innheimtu. Benedikt Guðbjartsson, lög- fræðingur hjá Landsbankanum, sagði i samtali við Mbl. að strax eftir 11. ágúst hefði bankinn þurft að taka afstöðu til þess hvaða vexti ætti að innheimta af þeim skuldabréfum sem viðskiptamenn hefðu komið með til innheimtu og höfðu að geyma ákvæði um hæstu leyfilegu vexti. Eftir vandlega at- Símon Steingrímsson, forstjóri anna, veitti tækjunum formlega hendi Magnúsar Tryggvasonar, Lionsklúbbsins Freys. Nýja æðarannsoKnaiæKio i notKun. Landspítalanum gefið æðarannsóknatæki Lionsklúbburinn Freyr hefur fært Landspítalanum að gjöf fullkomið æðarann- sóknatæki. Tæki þetta er í raun 8 aðskilin tæki, sam- tengd í eina heild, og kosta með tollum og aðflutn- ingsgjöldum u.þ.b. 3 millj- ónir króna. Lionsklúbburinn Freyr aflar sér aðallega fjár til slíkra gjafa með sölu jóladagatala. Nota má hvert tæki sam- stæðunnar um sig sem sjálf- stæða einingu og gefur tækja- búnaðurinn kost á meira en 20 mismunandi sjálfstæðum rannsóknum á slagæða- og bláæðakerfi líkamans. Margar þessara rannsókna eru al- mennt viðurkenndar sem mjög nákvæmar og öruggar til greiningar á ýmsum sjúkdóm- um í æðakerfinu. Tveir læknar Landspítalans, þeir Guðmundur S. Jónsson og Halldór Jóhannsson, hafa þeg- ar sótt námskeið í Bandaríkj- unum um meðferð og notkun þessa tækjabúnaðar. Tækin eru staðsett í rannsóknastofu fyrir hjarta- og æðarannsókn- ir á 4. hæð nýja spítalans. Rannsóknaþjónusta með tækj- unum verður rekin af þremur deildum Landspítalans sam- eiginlega, þ.e. eðlisfræði- og tæknideild, handlækninga- deild og lyflækningadeild. Við afhendingu tækjanna þ. 23. janúar sl. flutti Guðmund- ur S. Jónsson, læknir, erindi um þennan nýja tækjabúnað. Síðan veitti Símon Steingríms- son, forstjóri ríkisspítalanna, tækjunum formlega viðtöku úr hendi Magnúsar Tryggvason- ar, formanns Lionsklúbbsins Freys, og Páll Gíslason, lækn- ir, lýsti gagnsemi þeirra rann- sókna, sem framkvæmdar eru með slíkum tækjum. hugun hefðu lögfræðingar Lands- bankans komist að þeirri niður- stöðu að Seðlabankanum væri ekki stætt á því að fyrirskipa tvennskonar hæstu vexti eftir því hvenær skuldaviðurkenningarnar væru gefnar út og væri það álit stutt af mörgum bankalögfræð- ingum og lögmönnum, meðal ann- ars Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. en grein hans um þetta efni birtist í Morgunblaðinu þann 18. ágúst. Sagði Benedikt að það væri úti- lokað að Seðlabankinn gæti gripið þannig inn í viðskipti fólks á al- mennum viðskiptamarkaði og mismunaði því eftir því hvenær það skrifaði undir skuldaviður- kenningar sínar, allt án tillits til þess hvenær samið var um við- skiptin. Sagði hann að það væri samdóma álit þessara aðila að ekki væri hægt að túlka orðtakið hæstu Iögleyfðu vexti nema á einn hátt, það er hæstu gildandi vexti í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Sagði hann að með þessari túlkum væri þó ekki verið að vefengja rétt Seðlabankans til að ákvarða hæstu vexti, bæði innan banka- kerfisins og utan en þeir yrðu að láta það sama yfir alla ganga. Benedikt sagði að lögfræðingar Landsbankans hefðu strax rætt við Seðlabankamenn um þessa túlkun sína og oft síðan með vaxtatilkynningum sínum án þess að Seðlabankinn hefði séð ástæðu til að gera athugasemdir. Hafi Landsbankinn áréttað þessa túlk- un sina með tilkynningu í Lögbirt- ingarblaðinu dags. 5. nóvember. Þetta mál hefði nú komið upp á borðið vegna þess að maður sem taldi sig krafinn um of háa vexti, sem hann reyndar var búinn að fá endurgreidda hjá skuldareiganda, skrifaði Seðlabankanum bréf til að vekja athygli á málinu þar sem það kynni að varða ótiltekinn fjölda aðila um stórar upphæðir, auk þess sem hann taldi ástæðu til að athuga framkvæmdina hjá öðr- um bönkum. Málið er nú til athugunar hjá bankaeftirlitinu og er niðurstöðu að vænta innan tíðar. Lagði Bene- dikt á það áherslu að bankaeftir- litið felldi engan dóm í þessu máli, heldur væri það dómstóla að skera úr um það hvort bankarnir hefðu innheimt of háa vexti fyrir við- skiptamenn sína. Sagði hann að málið væri ekki fyrir dómstólum og engar kærur verið lagðar fram vegna þessarar vaxtatöku. Ekki taldi Benedikt fært að áætla hvað vaxtamunurinn væri mikill, sagði aðeins að um veru- legar fjárhæðir gæti verið að tefla. í aðalbanka Landsbankans einum væru nú um 8.000 inn- heimtuskuldabréf, og áætlaði hann að 60—70% þeirra væru með ákvæðum um hæstu lögleyfðu vexti. Slík bréf skipta því mörgum tugum þúsunda i bankakerfinu öllu þvi sami háttur hefði verið viðhafður við vaxtatöku í öllum útibúum Landsbankans og í flest- um öðrum innlánsstofnunum. Að- spurður um hver bæri tjónið ef það kæmi í ljós að bankarnir hefðu ofkrafið vexti af innheimtu- skuldabréfum, sagði Benedikt, að ef dómstólar úrskurðuðu það yrðu bankarnir að endurgreiða vaxta- muninn, en ættu væntanlega síðan endurkröfurétt á eigendur bréf- anna, því bankarnir væru aðeins innheimtuaðilar fyrir þá. Eftir vaxtabreytinguna í ágúst munaði 2 prósentustigum á vaxta- töku af verðtryggðum skulda- bréfum með ákvæðum um hæstu lögleyfðu vexti, bankarnir inn- heimtu 7% vexti auk verðtrygg- ingar en Seðlabankinn fyrirskip- aði 5%. Á óverðtryggðum skulda- bréfum munaði 5 prósentustigum, bankarnir innheimtu 28% í stað 23%. Þessi vaxtamunur var mis- munandi eftir vaxtatímabilum og með síðustu vaxtaákvörðun, sem tók gildi þann 1. febrúar sl., var I tilkynningu Seðlabankans ekki gerður greinarmunur á skulda- bréfum í eigu bankanna eftir því hvenær þau eru gefin út. Ríkisskattstjóri: Sammála vaxtaúrskurði ríkisskatta- nefndar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá ríkis- skattstjóra: „í tilefni af grein sem birtist í blaði yðar þann 13. þ.m. varðandi vaxtafrádrátt hjá íbúðaseljendum vill ríkisskattstjóri taka fram, að hann er sammála úrskurði ríkis- skattanefndar nr. 799/1983, enda er niðurstaða úrskurðarins í sam- ræmi við kröfugerð ríkisskatt- stjóra í máli þessu. Ástæða er til að benda á, sbr. orðalag í upphafi greinarinnar, að umræddur úrskurður ríkisskatta- nefndar tekur aðeins til þeirra vaxta og verðbóta sem fallið hafa á lán til söludags og kaupandi yf- irtekur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.