Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Hér gefur að líu óperuhúsið í Sidney. Það er teiknað af dönskum arkitekt. Byggingin var alveg að sliga þarlenda. Þeim tókst þó að Ijúka henni og þurfa ekki að iðrast þess því hún hefur vakið heimsathygli og komið borginni á landakort tónlistarfólks. Hvað viu menn um Ástralíu annað en að þar eru kengúrur og glæsilegt óperuhús? kennileita borgarinnar, þegar það rís í Öskjuhlíð. 4 Það er ljóst að húsið mun að stórum hluta nýtast til tónleika- halds og æfinga, auk þess sem þar þyrfti að vera kennsluaðstaða. Það mætti hugsa sér að leigja húsið til óperuflutnings eða söngleikjasýn- inga. Listahátíð gæti komið inn í myndina. Til að létta undir við reksturinn væri hægt að koma upp kerfi fastra styrktaraðila, einstaklinga og fyrirtækja, sem greiddu árlega myndarlega fjárupphæð. Bragi Jónsson framkvæmdastjóri: 1 Það er einfalt mál. Hér verð- ur að vera til gott hús svo Sinfóníuhljómsveitin okkar og önnur tónlistarstarfsemi dafni. Það er heldur ekki vansalaust að þurfa að bjóða góðum gestum, eins og t.d. hljómsveitinni Fílharmóníu upp á Laugardalshöll, sem hefur þann eina kost að hún er stór. 2 Ég ímynda mér að í svona húsi þurfi að vera tveir salir, ann- ar stór með sætum fyrir allt að 1800 manns, hinn fyrir um 250 manns. Mér finnst mjög mikil- vægt að svona hús sé opið allan daginn og iðandi af lífi. Slíkt yrði Hvað segja áhugamenn um byggingu tónlistarhúss? Grieghallen f Bergen. Glerveggir gefa húsinu svip, rétt eins og fleiri nýjum tónlistarhúsum. Húsið er því opið og öndvert og á að gefa gestum og gangandi þá tilfinningu að þeir séu hjartanlega velkomnir. Aðalsalur- inn tekur 1500 manns í sæti. Hljómburður í tónleikasal Fyrsta hugsun varðandi tón- leikahús er góður hljómburður. Án hans skiptir allt annað harla litlu máli. Hljómburðarfræði er sérstök fræðigrein. Núorðið er salurinn teiknaður inn á tölvu. Hún látin líkja eftir hljómbyigjum tónlist- ar og athugað hvernig þær dreif- ast um salinn. Þannig á að vera hægt að laga til þá agnúa sem k unna að vera á salnum áður en hann er byggður og innréttaður. Góðir hljómburðarfræðingar segja það vandalaust að segja fyrir um hljóm í sal eftir að hafa séð teikningu og unnið úr henni. Það er býsna margt sem hefur áhrif á umferð hljóðsins um tónleikasal. Lögun hans, t.d. svalir, loft og annað efni sem eru í honum, hversu margir eru í honum, þ.e. að finna réttan sætafjölda miðað við stærð, og svo hefur áhrif hvort hann er fullur eða tómur. Einhvern tíma átti að flytja verk Hándels. Hon- um var sagt að fáir væru mættir. Gott, sagði hann. Þá hljómar músíkin vel. Núorðið er farið að klæða sætin þannig að þau taki í sig álíka mikið hljóð hvort sem þau eru auð eða setin. En hljóðið þarf ekki aðeins að berast vel um salinn, heldur þurfa tónlistarmennirnir að heyra vel hver í öðrum og hafa það á tilfinningunni að hljóðið berist greiðlega frá þeim án átaka Það eru til ýmsir góðir salir í heiminum og ekki allir teiknaðir með hjálp tölvu. Concertge- bouw-salurinn í Amsterdam og Musikverein-salurinn í Vín frá síðustu öld þykja einstakir og eru gjarnan hafðir að fyrirmynd. Vonandi verða væntanlegir tón- leikasalir hér eitthvað í átt við þá víðrómuðu sali. SD Kftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir nokkra áhuga- menn um tónlist: 1) Hvers vegna finnst þér að eigi aö byggja tónlistarhús í Reykjavík? 2) Hvernig hús viltu sjá reist? 3) Hvaða hugmyndir hefur þú um fjármögnun hússins? 4) Hvaða hugmyndir hefur þú um nýtingu og rekstur svona húss? Svör þeirra fara hér á eftir. Auður Eydal kennari: 1 f hverri viku eru haldnir margvíslegir tónleikar víðsvegar um borgina, í kirkjum, leikhúsum, kvikmyndahúsum og jafnvel í íþróttahöll, þegar sérlega góðir gestir koma til landsins. Þessi ólíku hús eiga aðeins eitt sameig- inlegt: Þau eru ekki byggð sér- staklega með tónleikahald í huga. Hljómburður er því þegar bezt lætur sæmilegur. Við svo búið verður ekki unað lengur og því reisum við tónlistarhús. 2 Ég sé fyrir mér „fjölhæfn- ishús", þar sem aðstaða er til fjöl- breytts tónleikahalds, a.m.k. tveir salir, stór og annar minni. Slíkt hús, þar sem aðstaða er öll hin fullkomnasta, hlýtur að verða lyftistöng fyrir tónlistarlíf hér, sem nú þegar er aflmikið og vax- andi. 3 Til þess að fjármagna þessa byggingu þarf fyrst og fremst al- mennt átak. Ein leiðin er fjársöfn- un, þar sem einstaklingar, fyrir- tæki og stofnanir leggja fram fjárupphæðir. Reynt yrði að fá framlög frádráttarbær til skatts. Tónlistarhappdrætti og tónleiká- hald, þar sem listamenn gæfu framlag sitt, eru einnig möguleik- ar. Þar má láta sér detta í hug 50—100 kr. aukagjald á aðgöngu- miða að tónleikum og sem rynni til byggingarinnar. Ekki efast ég um að Alþingi taki bygginguna inn á fjárlög, svo sjálfsagt sem það er hverri þjóð að hlúa vel að tónlistarlífi sínu. Einnig má ætla að borgaryfirvöld styrki bygginguna, sem fyrir utan menningarlegt gildi verður eitt lyftistöng fyrir húsið. Þess vegna væri sjálfsagt að hafa stórt and- dyri, sem væri tilvalið fyrir veit- ingarekstur og aðra starfemi. Hér er ég með í huga líflegt hús eins og Barbican Center og Royal Festival Hall í London og einnig Lincoln Center í New York. 3 Það er sjálfsagt að einkaað- ilar fjármagni bygginguna, a.m.k. til að byrja með. Eftir stórhug hljómsveitarinnar Fílharmoníu getum við ekki látið okkar eftir liggja. Hið opinbera þarf vafa- laust síðar meir að hlaupa undir bagga. Starfsemi SÁÁ og Krabba- meinsfélagsins og framkvæmdir þeirra eru gott dæmi um hvað hægt er að gera þar sem skipulag er gott og áhuginn brennandi. 4 Svona hús verður ekki gróða- fyrirtæki. En það nýtist fyrir fleira en sígilda tónlist, svo húsið getur haft tekjur af því að leigja salinn út, þegar húsið er á annað borð risið. Erlendur Einarsson forstjóri: 1 Sérstakt tónlistarhús er tímamótamál fyrir tónlistarlíf all- rar þjóðarinnar. Gróska í tónlist- arlífi hér, þ.e. sígildri tónlist, rennir sterkum stoðum undir sér- stakt tónlistarhús í höfuðborginni. Audur Eydal Bragi Jónsson Erlendur Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.