Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 15 Hvar á húsið að rísa? Formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur hefur orðið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur var beðinn að segja nokkur orð um hugsanlega staði fyrir tónlistarhús og hvaða at- riði þarf að hafa í huga við stað- arvalið. Mjög ítarleg athugun hefur verið gerð hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur á staðsetningu lóð- ar undir tónlistarhús. Hafa margir staðir verið kannaðir mjög rækilega með það í huga að nýtt tónlistarhús félli sem best inn í borgarmyndina. Á fundi sínum þann 13. nóv. sl. lýsti borgarráð Reykjavíkur þvi yfir að það væri reiðubúið til viðræðna við forsvarsmenn um byggingu tónlistarhúss um eftir- talda lóðarmöguleika, sem þó hefðu ekki verið kannaðir til þrautar. Lóð í Laugardal vestan Glæsibæjar, lóð í Vatnsmýri, þ.e. austan Njarðargötu, norðan þess svæðis þar sem tívolí var hér áð- ur fyrr, lóð í öskjuhlíð, þ.e. aust- an og norðaustan við lóð nýja keiluspilshússins. Nú er verið að kanna þessa þrjá mögugleika nánar. For- svarsmenn um byggingu tónlist- arhúss hafa mestan áhuga á lóð í Öskjuhlíð. Borgaryfirvöld hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um lóðina, en hennar er að vænta fljótlega. Ljóst er að staðarval undir tónlistarhús í borginni skiptir miklu máli. Því er ekki óeðlilegt að ákvörðun taki nokkurn tíma, enda mörg atriði sem þarf að taka tillit til, svo sem aðkoma, umferð, bilastæði, almennings- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vagnar og tengsl húss við nán- asta umhverfi. Öskjuhlíðin hefur upp á marga góða kosti að bjóða. Tón- listarhús í Öskjuhlíð er í góðum sjónrænum tengslum við mið- borgina og þar er náttúrufegurð og glæsilegt útsýni. Hins vegar er nokkuð erfið aðkoma að svæð- inu og engin bílastæði fyrir hendi, en fyrir hús af þessari stærð, þ.e. rúmlega 5000 fm fyrir 1600 manns, þarf um 500—700 bílastæði. Laugardalslóðin er mjög miðsvæðis í vaxandi höfuðborg. Góð tengsl eru við Laugardals- svæði en þar á eftir að koma margvísleg starfsemi í framtíð- inni. Svæðið er vel staðsett gagnvart samgöngum og í næsta nágrenni er nokkur fjöldi bíla- stæða. Útsýni er þar fagurt og húsið gæti sett mikinn svip á Laugardalinn og umhverfi hans. Helstu kostir lóðar í Vatns- mýri er nálægð við miðbæinn og Háskólasvæðið. Hins vegar tel ég það töluverðan ókost hve flugbrautin er skammt undan og ennfremur er umferð erfið á þessum stað. Bygging tónlistarhúss er afar spennandi framkvæmd og ánægjulegt að myndast hefur fjölmennur áhugamannahópur um þetta verkefni. Ég vona að hönnun og bygging nýs tónlist- arhúss takist vel og verði að- standendum þess og höfuðborg- inni til sóma. Tónlistarskólar starfa víðs vegar um landið, þar sem sígild tónlist er kynnt og iðkuð. Hún er þýð- ingarmikið framlag til aukins þroska einstaklinganna, jafn- framt því að vera einn af horn- steinum menningar okkar. En rökin eru fleiri. Þrátt fyrir tónleikahald, þá er húsnæðið oftast ófullnægjandi. Sinfóníu- hljómsveit íslands, kjölfesta ís- lenzks tónlistarlífs, vantar betri aðstöðu, það vantar húsnæði fyrir litla tónleika og svo vantar eins konar höfuðstöðvar fyrir tónlist- arlíf í landinu. Ekki má gleyma að nýtt tónlistarhús eykur möguleika á að fá hingað alþjóðlega lista- menn. Fullkomið tónlistarhús lyftir tónlistarlífinu, eykur á þroska tónlistarmanna hér, jafnt flytj- enda sem tónskálda. Öll þjóðin nýtur svo góðs af. 2 Ég vil sjá listræna byggingu rísa uppi í Öskjuhlíð og sem væri veglegur minnisvarði þessarar listgreinar, sem sumir telja göfug- asta í heimi hér. Um fyrirkomulag vísa ég í félagssamþykkt Samtaka um byggingu tónlistarhúss: „Tón- listarhús á að fullnægja ýtrustu kröfum um góðan hljómburð og afnot hússins eiga að auðga tón- listarlíf þjóðarinnar. Miða skal við, að hægt sé að flytja í húsið öll verk tónbókmenntanna." Mín skoðun er að við eigum að setja markmiðið hátt, því verði svo náð í áföngum eftir þörfum og getu. Forsagnarhópur samtakanna hefur kynnt sér tónlistarhús er- lendis í leit að hugmyndum, sem hentuöu hér, og sett fram hug- myndir um stærð, sali og baksvið hússins. Þar virðist of dýrt að gera ráð fyrir óperuflutningi strax, en ég álft að óperan hafi haslað sér völl hér svo að finna verði framtíðarlausn á húsnæð- ismálum hennar. Hún hefur náð aðdáunarverðum árangri. Ingi R. Helgason 3 Ég á von á að farnar verði svipaðar leiðir og þegar félaga- samtök hafa staðið í framkvæmd- um. Trúlega verður einkum leitað til almennings, þannig hafa t.d. kirkjur verið byggðar á undan- förnum árum. Fjármögnun húss- ins leiðir hugann að nýlegum til- lögum um stofnun samnorræns menningarsjóðs. Formaður vinnu- hóps um hann er Lars Smidt, sem er heimsþekktur fyrir uppsetn- ingu leiksýninga. Hann flutti er- indi fyrir Gyllenhammer-nefnd- ina, sem ég á sæti í og sem vinnur að eflingu norræns efnahags- samstarfs. Tillaga hans er að hvert Norðurlandanna setji lög um heimild til fyrirtækja um að draga megi frá skatti framlög til Menningarsjóðsins. Það hefði mikla þýðingu ef það sama ætti við hér um framlög einstaklinga og fyrirtækja til tónlistarhúss, þó tekjuafgangur fyrirtækja sé að vísu minni hér en á hinum Norð- urlöndunum. 4 Ég er ekki kunnugur hvernig þessum málum er háttað annars staðar, en trúlega er hægt að leita fyrirmynda til útlanda. Góð nýt- ing er markmiðið, og þá er líklega vænlegt að hafa þar fundi og ráðstefnur. í Konserthúsinu í Stokkhólmi, aðaltónlistarhúsinu þar, eru haldnar margvíslegar samkomur, t.d. úthlutun Nóbels- verðlaunanna. Hlutafélag gæti verið um rekst- urinn, eigendur hlutafjár gætu verið einstaklingar, félög og fyrir- tæki, auk Reykjavíkurborgar og ríkis. Stjórn væri kosin þannig að afnot hússins auðgaði tónlistarlíf þjóðarinnar. Ingi R. Helgason forstjóri: 1 Ég vil sjá tónlistarhúsið rísa sem fagra byggingu, sem setji svip á Reykjavík og sé borgarprýði. Ég ólafur Stephensen vil góðan arkitektúr og umfram allt góðan hljómburð. Eg vil hins vegar ekki prjálhýsi eða höll. 2 Tónlistarhúsið í Reykjavík á að verða mikil lyftistöng tón- menntar og tónlistarlífs á Islandi. Tónlistarhúsið verður fyrst og fremst heimili Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, en húsið á jafn- framt að vera opið öllum, sem telja sig hafa tónlist að flytja. Mikil gróska er nú í íslenzku tónlistar- lífi og húsið á að verða sannkall- aður vermireitur þeirrar grósku. Tónlistarhúsið býður upp á mjög mikla möguleika til að tengja það sem þar fer fram lifandi böndum við tónlistarkennsluna í landinu og gildi hússins til eflingar tón- listarlífi liggur ekki sízt í þeim möguleikum. 3 Það verður mikið fjárhags- legt átak að byggja tónlistarhúsið og fjárhæðirnar hlaupa á hundruð milljóna króna. Hér þurfa tónlist- armenn, áhugafólk um tónlist og opinberir aðilar að sameinast. Með samtökum um tónlistarhúsið er mikill fjöldi fólks að koma til móts við opinbera aðila, bæði borg og ríki, í því skyni að sinna mjög þýðingarmiklu menningarhlut- verki. Þess er ekki að vænta, að húsið verði reist fyrir samskotafé eingöngu, en menn skulu samt ekki vanmeta möguleika Samtak- anna í þessum efnum, eins og ljóst er þegar af aðgerðum tónlistar- fólks innan lands og utan, til að leggja fram sinn skerf. Þegar svo lóðarsamningur hefur verið gerð- ur við Reykjavíkurborg, fá Sam- tök öfluga viðspyrnu í fjáröflunar- aðgerðum sínum. 4 Ég verð að játa að hugmynd- ir mínar um rekstur hússins eru enn ekki fullmótaðar. Mér er þó ljóst það grundvallaratriði að rekstur verður að standa undir sér, þ.e.a.s. rekstrartekjur undir gjöldum. Það ætti að vera hægt ef ekki þarf að taka af því í afborg- Sigurður Helgason anir og vexti af byggingarkostn- aði. Við í Samtökunum höfum talað um að stofna sérstakt rekstrarfé- lag og séð áætlanir fagmanna um hagnýtingu hússins þar sem fylli- lega er gert ráð fyrir að hægt sé að fullnægja þessu grundvallaratriði. Auðvitað verður í þeim efnum að sækja út fyrir tónlistina sjálfa til nýtingar, þann tíma sem músíkin er ekki við völd. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri 1 Tónlistarhús á íslandi á helzt af öllu að vera eins og heim- ili stórrar, samrýndrar fjölskyldu. Það verður tekið á móti gestum eftir efnum og ástæðum, en alltaf með reisn. Þar eiga börnin að mótast af foreldrum sínum, við- horfum þeirra og gesta þeirra, elsku og aðhaldi. 2 Það er nokkurn veginn sama hvernig húsið verður útlits — við- ur, steinsteypa, stál og gler eru dauð hugtök þegar rætt er um hús tónlistarinnar. Húsið verður að vera lifandi. Það verður að hafa sál. Sálin í tónlistarhúsum er í daglegu tali nefnd hljómburður. Ef hljómburður tónlistarhúss er gallaður er húsið dautt. 3 Mér er ómögulegt að hugsa mér tónlistarhús á íslandi öðru- vísi en í almenningseign. En í huga mínum er ríkiseign og al- menningseign tvö mismunandi hugtök. Tónlistarhús á að vera sjálf- stætt hlutafélag — eign allra þeirra sem láta sér annt um tón- listarverðmæti okkar og afkom- enda okkar — nokkurs konar Eim- skipafélag íslenzks tónlistarlífs. 4 íslenzkt tónlistarhús má ekki verða tónleikahöll. Vissulega þarf allur aðbúnaður að uppfylla helztu kröfur sem gerðar eru til hvers kyns hljómleika. En í tón- listarhúsi þarf líka að sinna þeim, L Þórður Harðarson sem vilja fá lánaðar hljóðritanir, myndbönd, bækur og blöð. Starf- semi hússins á einnig að gera ráð fyrir áhugamannahópum, fræðslufundum, fyrirlestrum, sýningum, tónlistarfélögum, æf- ingaherbergjum, útgáfustarfsemi og erlendum samskiptum. Sigurður Helgason forstjóri: 1 Sem ein af hinum fögru list- um á tónlistin að skipa vegiegan sess í menningarlífi þjóðarinnar. Það verður ekki gert án þess að fyrir hendi sé gott tónlistarhús. 2 Húsið á að vera hæfilega stórt til þess að hægt sé að hafa þar um hönd þá tónlistarstarf- semi, sem nú er á hrakhólum, þar sem ekkert slíkt hús er fyrir hendi. Hæfilegt er að vísu nokkuð teygjanlegt, en þar tel ég að fara eigi bil beggja, að hafa það hvorki of stórt né of lítið. 3 Æskilegt væri að hægt væri að fjármagna húsið að mestu leyti með einkaframlögum. Hins vegar er það svo að í okkar þjóðfélagi taka ríkið og bæjarfélög svo stóran hlut af þjóðartekjum að sennilega verður óhjákvæmi- legt að einhver framlög komi þar til frá þessum aðilum. 4 Hagkvæmnissjónarmið verða að ráða við byggingu húss- ins þannig að þar sé hægt að hafa sem mest af þeirri tónlistarstarf- semi sem nú er vítt og breitt um bæinn. Það er höfuðnauðsyn að húsið geti staðið undir sér fjár- hagslega. Þórður Harðarson yfirlæknir: 1 Bygging myndarlegs tónlist- arhúss yrði tónlistarunnendum að sjálfsögðu mikið gleðiefni, þó að ég sé ekki tilbúinn að segja, hvar það eigi heima í forgangsröð opinberra framkvæmda. Ékki þarf að fjölyrða um annmarka núver- andi húsnæðis til meiri háttar tónleikahalds. 2 Til að nýtast sem bezt, þyrfti tónleikahús að rýma alls konar tónlistarflutning, stofutónlist og hljómsveitarverk, óperur og popp. Ljóslega verður þðrf á tveimur misstórum sölum, en nauðsynlegt er að vera vakandi fyrir öðrum nýtingarmöguleikum, t.d. meiri háttar ráðstefnuhaldi, einkum að sumarlagi, en þá þyrfti fleiri sali. E.t.v. væru aðilar í ferðastarfsemi reiðubúnir til samstarfs um slíkt. Aðalatriðið er að byggja skrumlaust hús, sem styðst við trygg fordæmi erlendis, en ekki eins og aldrei hafi verið byggt tónlistarhús fyrr. Ekki skyldi sækja fyrirmyndir vestur á Mela í hornskökk marmarahús eða rauð- ar kornhlöður í Síberíustíl. Loks má ekki gleyma að góður hljóm- burður fegrar góða spilamennsku en afhjúpar vonda. 3 Æskilegt væri að einkaaðilar legðu sem mest fram til byggingar tónlistarhúss. Auk hefðbundinnar fjáröflunar þyrfti að virkja ís- lenzka auðmenn til verksins. Sú stétt manna hefur á sér mikið slyðruorð í samanburði við stétt- arbræður þeirra í ýmsum ná- grannalöndum. Hugsa mætti sér að slík framlög yrðu skattfrjáls, enda óvíst, hvort slíkt leiddi til tekjutaps fyrir rík- issjóð. Þó er hætt við að einkafjáröflun nægði ekki til svo mikils verkefnis og líklegt, að ríkissjóður og sveit- arfélög á Reykjavíkursvæði þyrftu að leggja til umtalsvert fjármagn. Batnandi hagur borgarsjóðs Reykjavíkur vekur góðar vonir 4 í höfuðatriðum ættu þeir að greiða fyrir listina, sem vilja njóta hennar. Ljóst er þó, að sókn í tón- listarviðburði myndi stórminnka, ef aðgangur væri seldur á kostn- aðarverði. Hér er því einnig nauð- syn á rekstrarframlagi úr opin- berum sjóðum. E.t.v. væru helm- ingaskipti ekki fjarri lagi. Einnig þarf að hafa augun opin fyrir hugsanlegum fjáröflunarleiðum, eins og áður er drepið á, þ.e. leigu hússins á heppilegum tímum til óskyidrar starfsemi, t.d. sýninga og ráðstefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.