Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Keppni haldin í hjólastólaakstri SJÁLFSBJÖKG, landssamband fatlaðra, efnir til firmakeppni í hjólastóla- akstri í Laugardaishöll 3. mars nk. kl. 14:00. Tilefnið er 25 ára afmæli samtakanna á síðastliðnu sumri. Tilgangurinn er sá að vekja at- hygli á þeim erfiðleikum, sem illa skipulagt umhverfi veldur fólki, sem þarf að nota hjólastóla, svo og að minna á önnur baráttumál fatl- aðra og starfsemi samtakanna yf- irleitt. Þessi hjólastólakeppni er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er reyndar ekki kunnugt um hliðstæður í nágrannalöndunum. Þátttakendur skiptast í þrjá hópa, í einum verða stjórnmálamenn, í Málfundur blaðamanna um íslensku Blaðamannafélag íslands gengst fyrir opnum málfundi um „Málfar í fjölmiðlum — hlutverk og ábyrgð blaðamanna" í veitingasalnum Litlu-Brekku í Bankastræti 2 á laug- ardaginn kl. 16:30. Málfundurinn verður haldinn í lok íslensku- námskeiðs, sem Blaðamannafélagið heldur fyrir félaga sína um helgina í samvinnu við Háskóla íslands. Málshefjendur á fundinum verða Þórarinn Eldjárn rithöfund- ur, Árni Böðvarsson málfarsráðu- nautur, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaöur, Sigurður G. Tómas- son íslenskufræðingur og blaða- maður og Guðmundur Krist- mundsson, námstjóri í íslensku. Þeir varpa fram ýmsum spurning- um um málfar og máinotkun í fjölmiðlum, meðal annars hvort það sé hlutverk blaðamanna að ganga á undan með góðu fordæmi, hvort þeir eigi að ryðja nýyrðum braut eða hvort tungunni stafar mest hætta af erlendum tökuorð- um. Rætt verður hve mikla áherslu blaðamenn geti lagt á málfar í daglegum störfum með hliðsjón af tímaskorti og afkasta- kröfum. Hafa blaðamenn yfirleitt ráðrúm til að láta ætíð frá sér fara góðan texta? Einnig verður rætt hvernig sé háttað yfirlestri texta og umræðum um málfar á einstökum ritstjórnum, hverskon- ar leiðsögn byrjendur fái og hvaða stefnu ætti að taka í mennta- málum blaðamanna í þessum og skyldum efnum. Fundurinn er öllum opinn. Tommi í við- ræðum við McDonald’s TÓMAS Á. Tómasson, matreiðslu- maður, sem á sínum tíma stofnaði fyrirtækið „Tomma-hamborgara", hefur að undanlornu átt í viðræðum bandarísku McDonald's-hamborg- arasamsteypuna um hugsanlegan nafnleigusamning, en eins og greint hefur verið frá í frétt Morgunblaðs- ins hyggst fyrirtækið setja upp McDonald's-hamborgarastað í fyrir- hugaðri verslunarmiðstöð Hagkaups í nýja miðbænum í Kringlumýri. Gengið hefur verið frá teikning- um af fyrirhuguðu húsnæði McDonald’s í nýju verslunarmið- stöðinni en að öðru leyti er málið á viðræðu- og undirbúningsstigi. Tómas Á. Tómasson mun vænt- anlega fara utan nú á næstunni til frekari viðræðna við forráðamenn McDonald’s-hamborgara og eftir þær viðræður verður úr því skorið hvort af þessu samstarfi verður. Fyrirhugað er að hin nýja versl- unarmiðstöð Hagkaups verði opnuð um mitt ár 1987. öðrum kunnir íþróttamenn og í þriðja hópnum fatlað fólk og má segja að sá hópur keppi á heima- velli. Eins og fyrr segir er þetta firmakeppni og greiða fyrirtækin ákveðið gjald, sem rennur til fjár- mögnunar keppninnar. Auk sjálfr- ar keppninnar verða skemmtiat- riði. „Nikkelfjallið" — frumsýnt í Bíóhöllinni í dag í DAG hefjast sýningar á íslenzk-bandaríku kvikmynd- inni „Nikkelfjallið" en myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu John Gardner. Kvikmyndin er afrakstur samstarfs íslendinga og Bandaríkjamanna en það var David Shanks sem fór þess á leit við Jakob Magnússon að hann sæi unv framkvæmd og framleiðslu á umræddu verki eftir Drew Denbaum leikstjóra. Jakob fékk m.a. til liðs við sig allmarga íslendinga auk Bretans Davids Bridges og fór kvikmyndatakan fram í Mið-Kalif- orníu. Fjallar myndin um átök fólks í litlu samfélagi á Nikkelfjalli. Meðal leikara eru Michael Cole, Grace Zabriskie og Patrick Cassidy. RENAULT SUÐURLANDSBRAUT 20 LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.10 - 5 RENAULT 25 Konungur Renault bílanna RENAULT 11 Ást við fyrstu kynni Þú fellur í stafi þegar þú sérð hann. Renault 25 er glæsivagn sem á fá sína líka. Bíll framtíðarinnar sem engan lætur ósnortinn. Renault 11 hefur fengið margar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun og fjöðrunin er engu lík. Rými og þægindi koma öllum í gott skap. RENAULT9 Nútímabíll með framtíðarsvip **» » i P TRAFIC 4X4 Fjölhæfur til allra verka Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður. Auk þess er hann framhjóladrifinn.sem ogaðrir Renault bílar. Fallegt og stílhreint útlit vandaður frágangur, öryggi og ending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða um lönd. Renault Trafic 4x4 í fyrsta sinn á Islandi. Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis. Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl. Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél. Komið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika. Það hafa orðið geysilegar framfarir á Renault bifreiðum siðustu árin. Renault er einn af stærstu framleiðendum bila í Evrópu. Ástæðan er augljós. Renault hefur tekist að framleiða bíla sem hafa flesta kosti draumabílsins. Við sýnum fleiri bíla en getið er hér að ofan, m.a.: TRAFIC, LENGRIGERÐ, vinsælan og lipran sendibíl, MASTER, rúmgóðan og stóran sendibíl með miklum möguleikum,tilvalinn fyrir sendibílstjóra og fyrirtæki. RENAULT 4 VAN, sem flestir kannast við og er sérstaklega hagstæður í rekstri. RENAULT 11 VAN, sem er tilvalinn fyrirtækisbíll í borgarumferðina. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Komdu heldur og sjáðu hvað við erum að reyna að segja þér. 6 ARA O V.oö>' ð* ?V Fáðu að taka í Renault, þá veistu hvað við meinum. voe Vv'" KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 RYÐVARNARABYRGÐ Á RENAULT BÍLUM ÞÚ GETUR REITT ÞIG Á RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.