Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 7

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Keppni haldin í hjólastólaakstri SJÁLFSBJÖKG, landssamband fatlaðra, efnir til firmakeppni í hjólastóla- akstri í Laugardaishöll 3. mars nk. kl. 14:00. Tilefnið er 25 ára afmæli samtakanna á síðastliðnu sumri. Tilgangurinn er sá að vekja at- hygli á þeim erfiðleikum, sem illa skipulagt umhverfi veldur fólki, sem þarf að nota hjólastóla, svo og að minna á önnur baráttumál fatl- aðra og starfsemi samtakanna yf- irleitt. Þessi hjólastólakeppni er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er reyndar ekki kunnugt um hliðstæður í nágrannalöndunum. Þátttakendur skiptast í þrjá hópa, í einum verða stjórnmálamenn, í Málfundur blaðamanna um íslensku Blaðamannafélag íslands gengst fyrir opnum málfundi um „Málfar í fjölmiðlum — hlutverk og ábyrgð blaðamanna" í veitingasalnum Litlu-Brekku í Bankastræti 2 á laug- ardaginn kl. 16:30. Málfundurinn verður haldinn í lok íslensku- námskeiðs, sem Blaðamannafélagið heldur fyrir félaga sína um helgina í samvinnu við Háskóla íslands. Málshefjendur á fundinum verða Þórarinn Eldjárn rithöfund- ur, Árni Böðvarsson málfarsráðu- nautur, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaöur, Sigurður G. Tómas- son íslenskufræðingur og blaða- maður og Guðmundur Krist- mundsson, námstjóri í íslensku. Þeir varpa fram ýmsum spurning- um um málfar og máinotkun í fjölmiðlum, meðal annars hvort það sé hlutverk blaðamanna að ganga á undan með góðu fordæmi, hvort þeir eigi að ryðja nýyrðum braut eða hvort tungunni stafar mest hætta af erlendum tökuorð- um. Rætt verður hve mikla áherslu blaðamenn geti lagt á málfar í daglegum störfum með hliðsjón af tímaskorti og afkasta- kröfum. Hafa blaðamenn yfirleitt ráðrúm til að láta ætíð frá sér fara góðan texta? Einnig verður rætt hvernig sé háttað yfirlestri texta og umræðum um málfar á einstökum ritstjórnum, hverskon- ar leiðsögn byrjendur fái og hvaða stefnu ætti að taka í mennta- málum blaðamanna í þessum og skyldum efnum. Fundurinn er öllum opinn. Tommi í við- ræðum við McDonald’s TÓMAS Á. Tómasson, matreiðslu- maður, sem á sínum tíma stofnaði fyrirtækið „Tomma-hamborgara", hefur að undanlornu átt í viðræðum bandarísku McDonald's-hamborg- arasamsteypuna um hugsanlegan nafnleigusamning, en eins og greint hefur verið frá í frétt Morgunblaðs- ins hyggst fyrirtækið setja upp McDonald's-hamborgarastað í fyrir- hugaðri verslunarmiðstöð Hagkaups í nýja miðbænum í Kringlumýri. Gengið hefur verið frá teikning- um af fyrirhuguðu húsnæði McDonald’s í nýju verslunarmið- stöðinni en að öðru leyti er málið á viðræðu- og undirbúningsstigi. Tómas Á. Tómasson mun vænt- anlega fara utan nú á næstunni til frekari viðræðna við forráðamenn McDonald’s-hamborgara og eftir þær viðræður verður úr því skorið hvort af þessu samstarfi verður. Fyrirhugað er að hin nýja versl- unarmiðstöð Hagkaups verði opnuð um mitt ár 1987. öðrum kunnir íþróttamenn og í þriðja hópnum fatlað fólk og má segja að sá hópur keppi á heima- velli. Eins og fyrr segir er þetta firmakeppni og greiða fyrirtækin ákveðið gjald, sem rennur til fjár- mögnunar keppninnar. Auk sjálfr- ar keppninnar verða skemmtiat- riði. „Nikkelfjallið" — frumsýnt í Bíóhöllinni í dag í DAG hefjast sýningar á íslenzk-bandaríku kvikmynd- inni „Nikkelfjallið" en myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu John Gardner. Kvikmyndin er afrakstur samstarfs íslendinga og Bandaríkjamanna en það var David Shanks sem fór þess á leit við Jakob Magnússon að hann sæi unv framkvæmd og framleiðslu á umræddu verki eftir Drew Denbaum leikstjóra. Jakob fékk m.a. til liðs við sig allmarga íslendinga auk Bretans Davids Bridges og fór kvikmyndatakan fram í Mið-Kalif- orníu. Fjallar myndin um átök fólks í litlu samfélagi á Nikkelfjalli. Meðal leikara eru Michael Cole, Grace Zabriskie og Patrick Cassidy. RENAULT SUÐURLANDSBRAUT 20 LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.10 - 5 RENAULT 25 Konungur Renault bílanna RENAULT 11 Ást við fyrstu kynni Þú fellur í stafi þegar þú sérð hann. Renault 25 er glæsivagn sem á fá sína líka. Bíll framtíðarinnar sem engan lætur ósnortinn. Renault 11 hefur fengið margar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun og fjöðrunin er engu lík. Rými og þægindi koma öllum í gott skap. RENAULT9 Nútímabíll með framtíðarsvip **» » i P TRAFIC 4X4 Fjölhæfur til allra verka Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður. Auk þess er hann framhjóladrifinn.sem ogaðrir Renault bílar. Fallegt og stílhreint útlit vandaður frágangur, öryggi og ending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða um lönd. Renault Trafic 4x4 í fyrsta sinn á Islandi. Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis. Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl. Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél. Komið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika. Það hafa orðið geysilegar framfarir á Renault bifreiðum siðustu árin. Renault er einn af stærstu framleiðendum bila í Evrópu. Ástæðan er augljós. Renault hefur tekist að framleiða bíla sem hafa flesta kosti draumabílsins. Við sýnum fleiri bíla en getið er hér að ofan, m.a.: TRAFIC, LENGRIGERÐ, vinsælan og lipran sendibíl, MASTER, rúmgóðan og stóran sendibíl með miklum möguleikum,tilvalinn fyrir sendibílstjóra og fyrirtæki. RENAULT 4 VAN, sem flestir kannast við og er sérstaklega hagstæður í rekstri. RENAULT 11 VAN, sem er tilvalinn fyrirtækisbíll í borgarumferðina. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Komdu heldur og sjáðu hvað við erum að reyna að segja þér. 6 ARA O V.oö>' ð* ?V Fáðu að taka í Renault, þá veistu hvað við meinum. voe Vv'" KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 RYÐVARNARABYRGÐ Á RENAULT BÍLUM ÞÚ GETUR REITT ÞIG Á RENAULT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.