Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 38

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 DAIHATSU V Minning: Salome Jónsdótt ir frá Súðavík í dag er borin til hinstu hvíldar frú Salóme Jónsdóttir frá Súðavík, merk kona og mikilhæf húsmóðir í þessa orðs fyllstu merkingu. Ég gleymi aldrei þeim degi, er ég kynntist henni fyrst, og blundandi barnssál mín skynjaði, hvernig Guð notar huga og hendur mann- anna til að framkvæma vilja sinn. Það var um jólin fyrir 63 árum. Hugsanir mínar höfðu verið á reiki, og kvíði sest að í sál minni. Milli vonar og ótta hafði ég starað út á sjóinn, að svo miklu leyti sem það var hægt fyrir snjóhríð og stormi. Ég var hrædd um föður minn. Báturinn sem hann var á hafði ekki komið úr róðri, en þeir höfðu farið á sjó eins og hinir bátarnir fyrir 3 dögum. Fólkið í næsta húsi hafði vitjað okkar, mamma var ein með 6 börn, og ég elst, aðeins 9 ára. Salóme, ein dóttir hjónanna, varð mér minnisstæðust. Hún var þá ung kona, falleg, góð og hjarta- hlý. Henni myndi ég vilja líkjast, þegar ég yrði stór, hugsaði ég. Þegar sorg okkar og kvíði hafði á Þorláksmessumorgun snúist í gleði við hina dásamlegu heim- komu pabba og allra á bátnum, kom hún til að fagna með okkur og bjóða okkur öllum yfir til þeirra á aðfangadagskvöldið. Við krakk- arnir vorum alsæl. Allir voru svo góðir, pabbi heimtur úr helju, og hann og mamma svo hamingju- söm. Þessu jólakvöldi gleymi ég aldr- ei, þó langt sé síðan. Salóme gaf mér fyrstu jólagjöfina, sem ég man eftir að hafa fengið frá vandalausum. Ég var alveg dol- fallin yfir svona fínni gjöf, tveggja hæða pennastokkur með rós á lok- inu. Ég gat ekkert sagt, bara strauk stokkinn og horfði aðdáun- araugum á gefandann. Leiðir okkar lágu saman aftur eftir að við hjónin ásamt börnum okkar komum heim frá Noregi 1946. Alltaf var Salóme jafn höfð- ingleg og sterkur persónuleiki, það sá ég alltaf betur og betur, sem fullorðin kona, þó góðvildin og hjartahlýjan hefðu heillað mig mest sem barn. Ég frétti, að hún hefði átt við erfiðleika að stríða, en staðið af sér alla storma, og hvergi haggast. Dóttirin hafði átt við vanheilsu að stríða, og mann sinn missti hún i blóma lífsins. Fyrir utai: sína eig- in dóttur, ó! hún upp þrjár at dætrun hennar, og börr þeirra áttu ætið athvari hjá Salómt. ömmu um lengr! eða skemmr'. tima. Auk þess ólu þau hjón upp bróðurson eiginmannsins. Salóme var hetja hins daglega lífs, henni var gefinn æðri kraftur til að Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt, með greinar aðra daga. 1 minn- ingargreinum skal hinr látni ekkí ávarpaður. Þess skaí einnig getið, af marggefnu tileíni. afr frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. standast brotsjóa lífsins, enda var hún á margan hátt verkfæri i hendi Skaparans. Við tengdumst um tíma fjöl- skylduböndum, en þau tengsl rofnuðu, en afltaug góðrar vináttu og skilnings slitnar ekki, og að- dáun mín á Salóme hélst óbreytt. Minningin um hana er góð og hlý. Megi Guð blessa hana og hennar kærleiksríku hendur, og gefa henni frið sem er æðri öllum skilningi. Fjölskylda mín og ég vottum ástvinum hennar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Hrefna Samúelsdóttir Tynes Það er skarð fyrir skildi er höf- uð fjölskyldunnar og stórbrotin persóna hverfur yfir móðuna miklu. Þeir sem eftir lifa verða ráðvilltir um stund en með Guðs hjálp og í krafti minninganna náum við fótfestu á ný. Fátækleg verða kveðjuorðin til Salóme Jónsdóttur sem vegna mannkosta sinna varð svo mikill þátttakandi í lífi ástvina sinna. Salóme var i heiminn borinn á síðasta ári aldarinnar sem leið. Dóttir Jóns Jónssonar kaupmanns og ólafíu Margrétar Bjarnadóttur í Súðavík. Við sem nú lifum þekkj- um ekki slík áföll sem þau hjónin máttu sæta að missa sjö börn úr sextán barna hópi. Vina mín sem nú er kvödd hafði þá þrá að leita sér mennta og til Reykjavíkur fór hún í hússtjórn- arnám við Kvennaskóiann. Um þær mundir kynntist, hún eigin- manni sínum, víkingnum og sóma- manninum, Bjarna Hermanni Pálmasyni skipstjóra. Gengu þau i hjónaband árið 1931. Af vörum hennar og af ummælun: annarra hermi ég að sambúö þeirra hafi veriö sérlega farsæi. Bjarn'. lésv. I sinn' síðustu sjóferö árið 1957. Eftir fjögurra ára sambúö réðusí. þau h]6n í þac stórvirki aö reisa sér framtíðarheimili aö Hávalia- götu 25. Rausn og mannúð þeirra hjóna átti sér engin takmörk. Skjól I húsi þeirra áttu margir, móðir Bjarna, systkini Salóme og ungmenni i nauðum. I hluta hússins stofnaði Salóme ásamt systur sinni, Bergþóru, og eiginmanni hennar, ólafi Guð- mundssyni, prjónastofuna Dröfn. Það var byrjað smátt á meðan tökum var náð á faginu en er tím- ar liðu fram óx fyrirtækið og dafnaði. Dröfn sinnti aðallega framleiðslu prjónafata á börn og sjómenn sem stóðu hjarta Salóme nærri. Salóme rak prjónastofuna Dröfn í fjörutíu og fimm ár allt til ársloka 1983. Eina dóttur átti Salóme, Mar- gréti Bjarnadóttur, listræna og fínlega konu. Margrét bar í heim- inn fjórar dætur sem urðu meira og minna skjólstæðingar ömmu sinnar sem þær gjarnan kölluðu mömmu, en það segir meira um tengsl þeirra en mörg orð gera. Einnig átti skjól hjá henni á við- kvæmum aldri Halldór Sigurðsson bróðursonur Bjarna Hermanns. Sá er þessar línur ritar kynntist Salóme er dagur hennar var að kvöldi kominn. Þess stutta tíma er þau kynni vöruðu er minnst með einlægu þakklæti. Drottinn blessi minningu hennar. Ingibergur Elíasson „I friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.“ (Davíðss., 4.9.) í dag kveð ég hinstu kveðju langömmu mína, nöfnu og kæra vinkonu, Salomo Jónsdóttur. Hennar lífsgöngi: laul: aö morgni 7. febrúai sl. 85 ára aö aldri. Hún var íædc Súðavíl; viö Álftafjörö 18. október 1899, dóttir sæmdarhjónann; Margrétar Bjarnadóttur og Jóns Jónssonar kaupmanm. og útvegsbónda, og var hún næstelsv, af 14 börnum þeirra. Maður hennar var Bjarni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.