Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjaid 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Launadeila kennara Idag, föstudag, eru aðeins tvær vikur til 1. mars. Þann dag rennur út 3ja mánaða upp- sagnarfrestur um 400 fram- haldsskólakennara. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, hefur nú neytt þess rétt- ar sem mælt er fyrir um í lög- um og framlengt uppsagnar- frestinn um þrjá mánuði, eða fram yfir lok skólaársins. Óvíst er hvort kennarar sætti sig við þessa framlengingu. Lögskýr- ingar af hálfu forystumanna þeirra um réttleysi mennta- málaráðherra í málinu eru ekki sannfærandi, en kunna þó að hafa áhrif á einhverja. ólafur Oddsson, kennari í ís- lenskum fræðum við Mennta- skólann í Reykjavík, ritar grein um kennaradeiluna í Morgun- blaðið í fyrradag og segir meðal annars: „Við vildum líklega flest heldur vera kennarar við góðan skóla en allt annað og höfum hingað til talið það sóma vorn og heiður að kenna ungum íslendingum. En því miður eru nú alvarlegar blikur á lofti. Framtíð skólahalds á fram- haldsskólastigi er í hættu. Þetta er mál sem einkum snert- ir ungmenni hér á landi, for- eldra þeirra og aðra vanda- menn. Það er þjóðarnauðsyn að þessari hættu verði bægt frá.“ Morgunblaðið tekur undir þessi orð ólafs Oddssonar. Reynslan frá því í haust er til marks um að hörð kjaraátök skila sjaldan þeirri niðurstöðu sem að er stefnt — allir tapa að lokum. Flest bendir til að þann- ig fari einnig ef starf fram- haldsskólanna verður lamað með brottgöngu kennara 1. mars næstkomandi. Hér er um launadeilu að ræða, þótt menntamálaráðu- neytið hafi beitt sé fyrir leið- réttingu á öðrum málum kenn- ara til að greiða fyrir lausn. Miðað við þær forsendur sem forvígismenn kennara vísuðu til þegar uppsagnirnar voru skipulagðar í lok nóvember síð- astliðins er ástæða til að ætla, að ýmsum kennurum þyki of fljótt af stað farið nú með því að hætta störfum 1. mars. Stað- reynd er, að málshöfðun BHM fyrir Kjaradómi hefur breytt þeim tímasetningum sem menn höfðu í huga í lok nóvember. Niðurstöðu Kjaradóms er ekki að vænta fyrr en 22. febrúar. Ekki var unnt að hefja viðræð- ur um sérkröfur kennara fyrr en eftir að launamálaráð BHM hafði lagt greinargerð sína fyrir Kjaradóm, sem gerðist í lok janúar. Síðan hefur gengið erfiðlega að funda um sérkröf- ur kennara og eiga fulltrúar þeirra ekki síður sök á því en samningamenn fjármálaráðu- neytisins. þessi, atriði hljpta að vega þungt, þegar kennarar meta það að lokum, hvort þeir ganga frá störfum sínum 1. mars. Lýðræðið er tímafrekt og þá ekki síst þegar tekist er á um kaup og kjör í frjálsum samn- ingum. Heppilegasta niðurstað- an í slíkum þrætum fæst jafn- an þegar menn fylgja leikregl- um lýðræðisins, virða lög og taka eðlilegt tillit til hagsmuna gagnaðilans og þeirra sem mest eiga í húfi. Það er ekki heppi- legt fyrir launadeilu fram- haldsskólakennara að hún skuli nú hafa snúist upp í hótana- stríð, þar sem nemendur eru fórnarlömbin. Því skal enn ítrekað: „Það er þjóðarnauðsyn að þessari hættu verði bægt frá.“ Það er ekki síður undir kennurum komið en viðsemj- endum þeirra. Allt er þegar þrennt er? risvar sinnum hefur frétta- stofa hljóðvarps ríkisins getað flutt sömu „fréttina" af William Arkin. í fyrsta sinn þegar hann afhenti íslenskum ráðherrum slitur úr banda- rískri skýrslu, sem átti að sýna, að Bandaríkjaforseti hefði heimilað flutning á kjarnorku- vopnum til íslands á ófriðar- tímum. í annað sinn þegar þessi skýrsla Arkins var til um- ræðu í Kanada. Og í þriðja sinn þegar ritað var um skýrslu Arkins í New York Times. í öll skiptin lét fréttastofan eins og um nýja heimsfrétt væri að ræða. Minni áhersla hefur verið lögð á það, að í hvert sinn sem fréttin er endur- sögð verður minna úr stóryrð- um Arkins. Hér var því strax lýst yfir, að væri slík heimild fyrir hendi í Washington væri hún óvirk nema samþykki ís- lenskra stjórnvalda fengist. Þegar málið var rætt í Kanada fékkst staðfesting á því, að heimildin væri þannig skilyrt og kæmi það fram í skjalinu, þótt Arkin hampaði því ekki. I New York Times kemur svo fram, að heimildin er enn frek- ar skilyrt, því að samþykki Bandaríkjaforseta þarf til að leitað sé samþykkis ríkis- stjórna annarra landa! Hvernig hefði „fréttin" um Arkin litið út hér ef hún hefði verið sögð í heild af fréttastofu hljóðvarpsins í upphafi? Það hefði líklega aldrei orðið nein frétt: Nú liggur fyrir, að forseti Bandaríkjanna hefur ekki gefið neina þá heimild sem Arkin básúnaði. Siðbót síðustu ár; — eftir Indriða G. Þorsteinsson Við létum óðin lönd og leið og tókum kaþólska trú; létum af- skiptalaust þótt Jón Arason væri höggvinn og gerðumst lúterstrúar, og hættum að mestu að sækja kirkjur í byrjun tuttugustu aldar og fórum í staðinn að sitja langa fundi verkalýðsleiðtoga og stjórn- málaforingja. Maðurinn hefur löngum gert sér umgjörð, sem hæfði veraldlegri og trúarlegri nægjusemi hans, og jafnframt borið þá ósk fram að þjóðfélög væru réttlát, ýmist undir konung- um eða lýðræðislega kjörnum stjórnmálamönnum — jafnvel þótt við stjórnvölinn sæti forrétt- indahópur öreigavaldsins. Þessi ósk um að fá að vera í friði fyrir stjórnunaráþján var löngum helsta keppikefli almennings, og má öllum ljóst vera hver nauðsyn það var. Með bættu lýðfrelsi á þessari öld og mikilvægum rétt- arbótum almenningi til handa á Vesturlöndum hefði mátt halda, að fólk hefði kosið að fjarlægjast afskipti ríkisstjórna og þinga um sín mál, vegna þess að nógar bú- sifjar hafði það orðið að þola af valdsmönnum fyrir tíma réttar- bótanna. En í stað þess að fjar- lægjast ríkisvaldið vilja menn hafa ríkisstjórn fyrir sjálfsala og Alþingi fyrir afgreiðslustofnun á „félagsmálapökkum" fyrir þrýsti- hópa. Þetta eru alkunn sannindi, sem geta hrundið litlum og stórum samfélögum út í ógöngur yfir- þyrmandi ríkisforsjár, sem ekki getur endað nema á einn veg — með einskonar öreigavafstri og forréttindastétt, þar sem almenn- ingur á ekkert val nema þegja. Því miður er ekki hægt að koma á sýn- ikennslu í þessum stjórnar- háttum, vegna þess að hvergi í heiminum er vitað til þess að þeim hafi verið hrundið eftir að þeir voru komnir á. Á liðnum áratug- um hefur sú þróun orðið mikils- ráðandi hér á iandi — og þykir vænleg til pólitísks ávinnings — að heyja stjórnmálabaráttuna á miklum loforðum. Frá þessu lof- orðastríði stjórnmálaforingja er runninn sá skilningur að ríkið eigi að leysa allan vanda manna, og valda mönnum vanda um leið, þ.e. þeim sem fá ekki úrlausn í það skiptið. Krafan um rækjupillirí ríkisforsjárinnar hefur af sjálfu sér leitt til mikillar einföldunar. Hver einasti þegn — allt niður í unglinga — telur sig fullfæran um að ræða dýpstu rök efnahagslífs- ins, og þá með tilliti til eigin fjár- hagsstöðu — eða með tilliti til þess hvort hann getur keypt íbúð og allt til hennar, og bíl daginn sem hann giftir sig. Þyki honum einhver dráttur verða á þessu fyllir hann þann hópinn sem urrar framan í ríkis- stjórnir og Alþingi út af kjörum sínum, og telur, að með þvi að van- ta íbúð og bíl á heiðursdegi sínum, sé verið að skipa honum í ævilangt samfélag fátæklinga. Fyrir utan þetta skal síðan leysa hvern þann vanda, sem kann að mæða á ein- staklingum, sem hafa ekki með einhverjum hætti kunnað fótum sínum forráð á „glöðu árunum", með þeim afleiðingum að lífsbyrð- in hefur þyngst fyrir tímann. Lengi má telja upp margvislega slíka ógæfu, sem ríkisvaldið og stofnanir þess eru önnum kafnar við að leysa árið út og inn, vegna þess að uppfinningasemin er nú umstundir einkum á sviði efna- hags- og peningamála, sem er ekki nema von. Aldrei hefur lengri lota efnahagsmálaumræðu staðið á ís- landi en síðustu fimmtán árin eða svo. Fólki hefur því fundist eðli- legt að það gæti rætt um þau mál af ekki minna viti en t.d. þing- menn. Niðurstaðan af þessari um- ræðu er ljós. Ríkið á að sjá til þess að hver einstaklingur í þjóðfélag- inu hafi ekki einasta fulla vinnu, sem er sanngjarnt og eðlilegt, heldur hafi hann einnig einskonar meðallaun ca. 35—40 þúsund pr. mán., hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. Þessi krafa um með- allaun án tillits til starfs, ábyrgðar o.s.frv. er hin nýju trú- arbrögð landsmanna. Það var von- um seinna að við tækjum nýja trú. Horfið er í skuggann atferli Þor- geirs Ljósvetningagoða við Goða- foss og gleymt er höfuð Jóns Ara- sonar. Lifið snýst ekki lengur um lúterskuna heldur meðallaunin. Vel má vera að í framtíðinni verði þeirri skipan komið á, að all- ir hafi sömu laun. Þar sem helst mátti þó búast við því kerfi — í föðurlandi öreiganna — er kjörum lýst þannig: „Efsti hópurinn i „nomenklatura" er aðskilinn frá flestum borgurum af hindrun sem er eins áberandi og Kínamúrinn. Þessi hópur er raunverulegt ríki í ríkinu. Þeim sem þarna er skipað skipta þúsundum. Þeir mynda kjarnann í óbreytanlegri uppbygg- ingu ríkisvalds og samfélags." Og fyrst verið er að tala um forrétt- indastétt má vel vera að öreigaríki „En í stað þess að fjarlægjast ríkisvaldið vilja menn hafa ríkis- stjórn fyrir sjálfsala og Alþingi fyrir afgreiðslu- stofnun á „félagsmála- pökkum“ fyrir þrýsti- hópa.“ sem hefur sitt „nomenklatura" ha- fi í upphafi ætlað að láta gilda sömu laun til féiagans í bílaverk- smiðjunni og forréttindamannsins en þá er að grípa til annarrar til- vitnunar: „Meðlimir forréttinda- stéttarinnar búa við bestu kjör: hátt kaup, góðar íbúðir, sumarhús, bíla með bílstjórum, sérstaka járnbrautarvagna." (Breaking with Moscow.) Þótt siðbót hin nýja hafi beint trú manna á grænni haga: meðal- launin, hefur hinn nýi siður hvergi hald í fyrirmyndum. Kennurum hefur um stund þótt sem laun sín væru svo skammarleg, að þeir hafa kosið að auglýsa — sumir hverjir — að þeir væru lausir og stefndu á opinn vinnumarkað. Mun þá óðara koma ný krafa um að búa til atvinnutækifæri handa þeim fjölda kennara, sem ekki vill Halldór Blöndal um samkomulagið um útvarpslagafrumvarpið: Afskaplega ánægður með breytinguna í nefskatt — Hefði viljað ganga lengra í frjálsræðisátt og heimila auglýsingar einkasjónvarpsstöðva HALLDÓR Blöndal þing- maður Sjálfstæðisflokks og formaður menntamálanefnd- ar neðri deildar Alþingis seg- ist fagna samkomulagi því, sem náðst hefur um af- greiðslu útvarpslagafrum- varpsins. Hann segist þó hafa viljað ganga lengra í frjálsræðisátt, þ.e. að sjónvarpsstöðvum í einka- eign yrði heimilað að aug- lýsa, sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu, en hann vænti. þess að þegar fengin yrði reynsla af auglýsingum útvarpsstöðva í einkaeign fengju einkasjónvarpsstöðv- ar einnig þessa heimild, þó síðar yrði. Halldór sagði að samkomulag hans og Ólafs Þ. Þórðarsonar þingmanns Framsóknarflokks í menntamálanefnd hefði legið fyrir þegar í desembermánuði en afgreiðslu þá verið frestað vegna fjarveru Ólafs. Varðandi breytingarnar sagði hann: „Ég er afskaplega ánægður með þá br^ytingu, að nefskattur skuli tekinn upp í staðinn fyrir afnotagjöldin. Sú ráðstöfun sparar ríkissjóði miklar fjár- hæðir og ætti með því að vera hægt að láta greiðslurnar koma jafnara og réttlátara niður. Ég er núna að vinna að útfærslu á þeirri hugmynd." Halldór sagði síðan, að hann hefði viljað ganga lengra í frjálsræðisátt, eins og að fram- an greinir en sagði síðan: „Eigi að síður tel ég mikilsvert að þetta skref skuli stigið og ég er ekki í vafa um það, að um leið og reynsla fæst á þessu munu þeir, semjnú eru andsnúnir auglýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.