Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS ’h iiLrwaiwi/nuo Þessir hringdu . . . Brot á sjálfs- ákvöröunarrétti Ökumaöur hringdi: Fyrir mitt leyti finnst mér það gróft brot á mínum sjálfsákvörð- unarrétti ef að skikka á mig til þess að nota bílbelti. Ég vil fá að ráða því sjálf hvort ég bind mig við bílinn eða ekki. Fyrst for- sjónin er orðin svona hjá ríkis- valdinu þá finnst mér eins að sekta ætti þá sem eyðileggja heilsu sína með reykingum, drykkju og öðru. Barnaefni frá 5 til 6 Móöir hringdi: Væri ekki hægt að hafa eitt- hvert efni sem börn hafa gaman af í sjónvarpinu á sunnudögum frá kl. 5-6? Krakkar horfa á Húsið á slétt- unni, en kl. 5 eru oftast sýndar einhverjar fræðslumyndir með textum sem krakkar skilja ekki. Því þurfa þau að bíða til 6 eftir Stundinni okkar? Væri ekki hægt að sýna einhverjar myndir þarna inn á milli, svo að krakkar geti líka horft á sjónvarpið? Lágmarks- og hámarkshiti R.S. hringdi: Ég hef vakið máls á þessu áð- ur í dálkum Velvakanda en þá bárust engin svör. Því spyr ég aftur: Hvers vegna er ekki gef- inn upp lágmarks- og hámarks- hiti um landið í veðurfréttum sjónvarps í stað þess að gefa bara hitastigið kl. 18? Alls staðar annars staðar tíðkast það að lágmarks- og há- markshiti sé gefinn upp og því er ekki gert slíkt hið sama hér? Búseti tekur í taumana Fyrrverandi íbúi í verkó skrifar: Hámenntaðir og tekjuháir Búsetamenn fara nú hamförum til að ræna því fé, sem ætlað er til byggingar íbúða fyrir tekju- lága meðlimi verkalýðsfélaga. Oft er verkamannabústaður eina vonin fyrir fátækar fjöl- skyldur. Margir af forystu- mönnum verkalýðsfélaganna eru aldir upp í verkamannabú- stöðum og þekkja vel þá gífur- legu breytingu, sem verður á högum og lífsviðhorfi fólks við að eignast eigin íbúð. Þessir forystumenn eru víða í úthlutun- arnefndum verkamannabústaða og er vel treystandi til að út- hluta þessum alltof fáu íbúðum. Nú ætlar Búseti að fækka þessum íbúðum um helming. Framsóknarflokkurinn er linur í þessu máli. Ég skora á verka- lýðsforystuna og Sjálfstæðis- flokkinn að taka höndum saman og stöðva þessa svívirðu í fæð- ingu. Vinnustaðirnir verði gerðir reyklausir Heill og sæll Velvakandi góð- ur! Mig langaði aðeins til að senda opinberum starfsmönnum kveðjur og óska þeim og við- skiptavinum þeirra hjartanlega til hamingju með reykingabann- iö. Þessi nýju lög um tóbaksvarn- ir eru stórum merkilegri en margan grunar. Já, ég leyfi mér að segja að þau séu eitt besta framlag þingmanna okkar til heilbrigðismála í mörg ár. Eiga allir þeir sem að þeim stóðu heiður skilinn. Miðaldra Reykvíkingar muna eftir reykskýinu sem huldi bæ- inn á kyrrum dögum hér áður fyrr. Nú er sú mengun horfin og er andrúmsloftið í höfuðborg- inni frábærlega gott, eins og all- ir vita. Þetta rifjast upp þegar hugsað er um þá byltingu sem nýju lögin munu valda ef vel tekst til. Því að vonandi verður ekki látið staðar numið, lögin þurfa að sjálfsögðu að ná miklu viðar. Ég er nú tekin að gamlast sem á grönum má sjá. Á flestum eða öllum vinnustöðum þar sem ég hef starfað um ævina, hafa verið fleiri eða færri tóbaksþrælar sem sumir reyktu mjög mikið. Aldrei var ég spurð að því hvort reykmökkurinn væri mér til óþæginda. Nýju lögin um tóbaksvarnir eru að mati bréfritara eitt besta framlag þingmanna okkar til heilbrigöismála í mörg ár. Þar sem ég starfa núna hefur vinnuveitandinn varið tugum þúsunda til smiði og endurbóta á loftræstikerfi hússins. Trúlega var það vegna óska starfsfólks- ins að kerfinu var komið upp á sínum tíma, enda hefur það haft óhemjugóð áhrif á andrúmsloft- ið í vinnusölunum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Reykingamennirnir í hópi starfsfólksins menga loftið eins og hverjum þóknast og það hreint ekki svo lítið! Satt að segja erum við hin, sem ekki notum tóbak og sum hver þolum reykinn mjög illa, gersamlega varnarlaus í þessu máli. Þvi að tóbaksmenn vita sem er, að þeir eru í fullum rétti, eru eins konar heilagar kýr, samkvæmt margra ára hefð. Enda ætlast þeir til að hinn þögli meirihluti verði áfram þögull og beri harm sinn í hljóði. Segja má, eldri kynslóðinni til afsökunar, að hún hafi ekki ver- ið ýkja fróð um skaðsemi tób- aksins hér áður fyrr. En síðustu árin hafa samhljóða skýrslur lækna og ýmissa annarra, sem um mál þessi fjalla, verið birtar með stuttu millibili og getur því enginn afsakað sig lengur með því að hann viti ekki hvað er á seyði. Sannleikurinn er sá, að hér er um augljósa eiturlyfjaneyslu að ræða, samfara því óheyrilega ofbeldi að tóbaksþrælarnir þvinga fólkið, sem þeir umgang- ast, til að anda að sér eitrinu — með afleiðingum sem öllum eru kunnar. Verkalýðsfélögin hafa unnið mörg stórvirki til hagsbóta fyrir almenning. En þau gera nær eingöngu kröfur til atvinnurek- enda. Nú ættu þau að beina kröftum sínum inn á við, ef svo mætti segja, og hvetja sitt fólk til dáða og stefna markvisst að því að gera vinnustaöina reykl- ausa! Það væri verðugt verkefni. Með reyklausum kveðjum, Imba Er þröngt á þingi? Hvít-eða svartlökkuð, :U \L'/ / lún 90 sm breið m/svampdýnu 105 sm breið m/svampdýnu 120 sm breið m/svampdýnu kr. 10.185,- stgr. kr. 11.183,- stgr. kr. 12.182,- stgr. Mahogny m/svampdýnu 105 sml Mahogny m/svampdýnu 120 sm breið HvíMakkað m/svampdýnu 105 sm breið Hvítiakkað m/svampdýnu 120 sm breið kr.15.248,- stgr, kr.13441,-stgr. kr. 14442,- stgr. Fururúm m/svampdýnu 105 sm breið 1: kr. mi48,- stgr. Fururum m/svampdýnu 120 sm breið ® kr. 10858,- stgr. Springdýnurúm 90 sm breið Springdýnurúm 105 sm breiö Springdýnurúm 120 sm breið kr. 8829.- stgr. kr. 9.789,- stgr. kr. 10.797,- stgr. Opið til kl. 2000 í kvöld og kl. 10—16 á morgun, laugardag Armúla 1A, 2. haeö. Sími 686112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.