Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 6

Morgunblaðið - 15.02.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Anna Júlíana w Eg tel ekki vænlegt að fjalla eingöngu í þessu þáttarkorni um þau atriði er hæst ber í út- varps- og sjónvarpsdagskránni hverju sinni, svo sem þekktar bíómyndir, vinsæla framhalds- þætti, umræðuþætti um þjóðmál og annað í þeim dúr. Lággróður- inn má ekki gleymast því hann býr oft yfir meira lífsmagni en það sem hæst fer á líðandi stund. Þannig fór ekki mikið fyrir henni Önnu Júlíönu Sveinsdóttur óperusöngkonu í Morgunþætti rásar 2 síðastliðinn miðvikudag. Hún birtist klukkan 11 og sagði frá lífi sínu, svo valdi hún nokkur lög og hvarf síðan af öldum ljós- vakans. Eftir situr minningin um frábæra smekkvísi þessarar mik- ilhæfu konu sem í senn sinnir heimilisstörfum, kennslu og syngur Carmen í óperuhúsi. Að sjálfsögðu var Anna Júlíana beð- in að velja lög af „léttara taginu" í þennan þátt rásar 2. Og hvílíkt val. Raddirnar er fluttu lögin hennar Önnu Júlíönu streymdu frá því hljóðfæri er guð einn get- ur fullkomnað og þannig urðu hin „léttu" lög er hún valdi í raun klassík, jafnvel Nina Hagen varð hér eins og þeir söngfuglar er syngja á La Scala og Metropolit- an enda lýsti Anna Júlíana því yfir að ... hvaða óperusöngvari sem væri gæti verið fullsæmdur af sliku raddsviði. Hógvœrð Satt að segja kom mér á óvart hversu hógvær Anna Júlíana var í þessum þætti, því svo sannar- lega er hún prímadonna af bestu gerð. Suður á Italíu fara slíkar konur um í glæsivögnum og glitklæðum, og skammast sín ekki hið minnsta fyrir að rísa uppúr múgnum. Þær eru tignaðar eins og drottningar enda bera þær i brjósti hinn eina sanna tón. Hér eltast menn við prímadonnur vopnaðir „hafnarfjarðarbröndur- um“. Og þeir sem af einhverjum ástæðum hafa náð góðu taki á starfi sínu og leyfa sér því að horfa svolítið vítt til allra átta, eru vændir um oflátungsskap eða í besta falli um heimsku. En það er víst hlutskipti æði margra i voru litla samfélagi að dragnast með slíka hælbíta, er ég vil nefna hér einu sinni „framsóknar- maddömur". Önnur prímadonna En það eru til allrar hamingju fleiri prímadonnur hér á landi en Anna Júlíana Sveinsdóttir. Þann- ig sópar að honum Kristjáni Jó- hannssyni óperusöngvara hvort sem við sjáum hann skálma niður Bankastræti eða uppá svið. Slíkt kalla sumir mont, en guð minn góður, maðurinn er stórsöngvari og hvernig á hann að komast uppá stjörnuhimininn ef hann horfir aldrei til stjarnanna? Samt er Kristján enn að vissu marki fangi þess litla samfélags sem hann sprettur úr, þannig segir hann hér í blaðinu í opnu- viðtali frá í gær: Það er nú lítið eftir af magahnútnum. Það er helst hér heima sem ég er dálítið nervös, ekki veit ég hvers vegna." Við skulum vona að Kristján losni alfarið við magahnútinn er hann kemur næst í heimsókn, þá losnar kannski smápláss fyrir hann á sviðinu í Gamla bíói. Þar mega prímadonnurnar helst ekki víkja úr sessi fyrir framsókn- armaddömunni. ólafur M. Jóhannesson Jeanne Crain, Ann Southern og Linda Darnell fara með hlutverk eiginkvennanna þriggja. Þrjár konur fá bréf — bandarísk gamanmynd ■i Föstudags- 30 mynd sjón- ““ varpsins er bandarísk gamanmynd í svart/hvítu frá árinu 1949 og nefnist Þrjár konur fá bréf (A Letter to Three Wives). Myndin gerist í smábæ einum í Bandaríkjunum. Addie Ross er fallegasta stúlkan í bænum, hún vekur aðdáun meðal karl- mannanna en öfund með- al kvennanna. Dag einn fá þrjár eiginkonur í bæn- um, Deborah, Rita og Lora, dularfullt bréf frá þokkadísinni Addie þar sem hún segist vera farin úr bænum fyrir fullt og allt. Þær stöllur geta þó ekki glaðst eins mikið og ella yfir fréttinni því Addie kveðst hafa tekið eiginmann einnar þeirra með sér. Konurnar þrjár finna allar við nánari athugun einhverja brotalöm á hjónabandinu og verða á nálum um eiginmenn sína. Spurningin er hver eiginmannanna fór með Addie þó að þær voni allar að um uppspuna í henni sé að ræða. Leikstjóri er Joseph L. Mankiewicz en með aðal- hlutverk fara Jeanne Crain, Ann Southern, Linda Darnell og Kirk Douglas. KASTUÓS — bjórinn og myndbanda- leigur í brennidepli Kastljós er á Ofl 55 dagskrá sjón- — varps í kvöld kl. 20.55. Þátturinn er að þessu sinni um innlend málefni og er umsjónar- maður hans Sigrún Stef- ánsdóttir. í kvöld verður fjallað um tvö mál, bjórinn og myndbandaleigur á ís- landi. Reifuð verður stað- an í bjórmálum, þar sem frumvarpið er statt og hvernig áfengisverslunin væri í stakk búin til þess að selja hér bjór. Rætt verður við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins, Helga Seljan alþingismann og Gunnar Schram en hann er með bjórfrumvarpið í Allsherjarnefnd um þess- ar mundir. Þá verður rætt við ólaf Hauk Árnason hjá Áfeng- isvarnaráði, Jóhannes Bergsveinsson og Jón Kjartansson, forstjóra Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. Sjón- varpsmenn brugðu sér til Akureyrar og könnuðu þar stöðu mála varðandi sölu bjórlíkis og fram- leiðslu á sterkum bjór. Þá var rætt við ungt fólk um viðhorf þeirra til bjór- málsins. Þá verður fjallað um þá deilu sem að undanförnu hefur staðið yfir varðandi höfundarrétt á mynd- böndum. Rætt verður við Ingimund Jónsson, for- mann Sambands mynd- bandaleiga, og Friðbert Pálsson, formann Sam- taka rétthafa myndbanda. Þá verður m.a. spjallað við rannsóknarlögregl- una. M.a. verður varpað jjósi á það hvar bjórfrumvarpið er statt í „kerfinu". syeitalínunni ■I Þátturinn Á 15 sveitalínunni er á dagskrá út- varps í kvöld kl. 23.15. Hilda Torfadóttir hjá RÚVAK er umsjónarmað- ur þáttarins. Að þessu sinni spjallar Hilda við Friðbjörn Zoph- aníasson, fyrrum bónda á Dalvík. Hann segir frá því þegar hann ferðaðist með tvær kýr í eftirdragi yfir Heljardalsheiði árið 1946. Voru þetta fyrstu kýrnar hans sem hann hafði ný- keypt og kom hann þeim heim í fjós með þessum hætti. Þá verður spjallað við Sigríði Hafstað, húsfreyju á Tjörn í Svarfaðardal. Hún mun segja frá því þegar hún og bóndi henn- ar, Hjörtur Þórarinsson, ferðuðust frá Kolbeinsdal í Skagafirði upp á jökul. Lentu þau í þoku og ýms- um ævintýrum. Loks ræðir Hilda við Birgi Þórðarson, bónda og oddvita á Öngulstöðum í Eyjafirði. Hann hefur tekið ríkan þátt í leiklist- arlífinu þar fyrir norðan og ætlar hann að rifja upp endurminningar frá leikstarfinu. Mun ýmisl- egt hafa komið upp á, á sýningum, sem áhorfend- um var ekki ætlað að taka eftir. ÚTVARP N FÖSTUDAGUR 15. fébrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Kristján Þorgeirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Plpuhattur galdramanns- ins" eftir Tove Jansson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les þýðingu Steinunnar Briem (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10^*5 .Það er svo margt aö minnast á". Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 .Blessuð skepnan” eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir les hýðingu sína (7). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. Fiðlukonsert nr. 1 I g-moll op. 26 eftir Max Bruch. Anne-Sophie Mutter og Fll- harmonlusveitin I Berlln leika; Herbert von Karajan stj. b. .Konsert I gömlum stll" op. 122 eftir Max Reger. Rlkishljómsveitin I Berlln leik- 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu 9. Feðgarnir Kanadlskur myndaflokkur I prettán þáttum, um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 60 ára afmælismót Skáksambands Islands Skákskýringaþáttur. 20.55 Kastljós ur; Otmar Suitner stj. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 19.50 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. 7Frá safnamönnum. Þáttur um þjóðleg efni. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. 21415 Skonrokk Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.55 Njósnahnettir Bresk heimildamynd sem sýnir hvernig unnt er að fylgjast með atburðum og mannvirkjum á jörðinni frá gervihnöttum stórveldanna I himingeimnum. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. b. Sagnir af séra Hálfdani Einarssyni. Björn Dúason les. c. I vinnumennsku á Kolvið- arhóli. Jón R. Hjálmarsson spjallar við Kristján Guöna- son á Selfossi. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur I umsjón Páls Hannessonar og Vals Páls- sonar. 22.00 Lestur Passlusálma (11). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.30 Þrjár konur fá bréf (A letter to Three Wives) Bandarlsk gamanmynd frá 1949. sh. Leikstjóri Joseph L. Manki- ewicz. Aðalhlutverk: Jeanne Crain, Ann Southern, Linda Darnell og Kirk Douglas. Þrjár konur fínna allar viö nánari athugun einhverja brotalöm á hjónabandinu og veröa á nálum um eiginmenn slna. Þýöandi Kristrún Þórðar- dóttir. 00.10 Fréttir I dagskrárlok Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK.) 23.15 A sveitallnunni Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RAS 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 15. febrúar 10.00—1200 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Siguröur Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir. Stjórnandi: Jón Ölafsson. Hlé. 23.15—03.00 Næturvaktin. Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar aö lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 15. febrúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.