Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNftLAÐIB, FÖSTIJDAGUR 15. FEBRtJAR 1985 Bjórsamlag Ámunnar fær ekki að auglýsa RÍKISÍJTVARPIÐ stöðvaði _ í g*r auglýsingu frá Bjórsamlagi Ámunn- ar eftir að heilbrigðisráðuneytið hafði vakið athygli á áfengislögun- um og að auglýsingin brjóti í bága við þau, að mati ráðuneytisins. Ingimar Sigurðsson deildarstjóri í ráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að í þessari auglýs- ingu væri verið að vekja athygli á Flugleiðir kaupa þriðju DC-8-þotuna ÚTLIT er fyrir það að um helgina verði undirritaður samningur um kaup Flugleiða á DC-8-63-þotu frá hollenska flugfélaginu KLM. Þotan tekur 249 farþegar og er nákvæm- lega sömu gerðar og tvær aðrar DC-8-þotur Flugleiða sem keyptar voru af KLM í fyrra. DC-8 þotan verður aðallega notuð til flugs á milli íslands og annarra Evrópulanda í sumar en síðan verð- ur væntanlega settur á hana hljóðdeyfibúnaður þannig að hægt verði að nota hana í Ameríkuflugið. Kaupverðið er á annað hundrað milljónir ísl. króna. Búist er við að þotu af gerðinni DC-8-55, sem Flugleiðir hafa verið með á leigu í tvö ár, verði skilað þegar nýja þot- an kemst í gagnið. áfengi í auglýsingu og væri það bannað samkvæmt áfengislögun- um. „Það er nóg að orðið bjór komi fram í auglýsingunni að okkar mati. Við verðum að gæta okkar ákaflega vel að hleypa þessum mál- um ekki of langt, því það er nóg reynt að fara í kringum þetta samt og erfitt að henda reiður á,“ sagði Ingimar. Guttormur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Bjórsamlags Ámunnar hefur sent bréf til út- varpsstjóra þar sem hann mótmæl- ir því að auglýsingin brjóti í bága við lög um auglýsingar á áfengi. Hann segir að í þessari auglýsingu sé aðeins verið að boða félagsmenn í löglega stofnað þjónustu-samlag. Það sé út í hött að halda því fram, að nafn á félagsskap, sem hefur formlega verið tekið til birtingar í Lögbirtingablaðinu og til lögskrán- ingar, sé á nokkurn hátt áfengis- auglýsing. Loðnufryst- ing hafin LOÐNUFRYSTING hófst í Hraðfrystihúsi Vestmannaeyja I gærkvöldi og var áætlað að vinna við frystinguna í alla nótt. Það var úr farmi Heimaeyjar, sem fryst var, en hrognafyllingin í loðnunni er nú rúmlega 12%. Endurgreiðsla af afnotagjöldum: Utvarpseigandi neitar að hún verði dregin af afnotagjaldi 1985 LEIFUR Sveinsson, lögfræóingur, hefur ritað innheimtustjóra Ríkisút- varpsins bréf fyrir hönd eins skjól- stæðings síns, sem ekki sættir sig við þá aðferð útvarps að draga 330 krón- ur frá iðgjöldum ársins 1985 vegna „skróps og verkfalls starfsfólks" í október 1984. f bréfi Leifs, sem skrifað er 11. febrúar sl., segir um uppgjör skjólstæðings hans í afnotagjaldi útvarpsins fyrir árið 1984: Iðfdald fyrri hiuta árs 1984 kr. 1.805,00 Idgjald seinni hluta árs 1984 kr. 2.005,00 Endurgreitt vegna skróps og verkfalls starfsfólks + 380,00 Nettó kr. 3.480,ÖÖ Skjólstæðingur minn getur eigi sætt sig við þá aðferð, sem tilkynnt var í sl. viku, að kr. 330,00 verði dregnar frá iðgjöldum ársins 1985. Hér er um tvö óskyld mál að ræða. Annars vegar uppgjör ársins 1984. Hins vegar fyrirframgreiðslu upp í iðgjöld ársins 1985. Skjólstæðingur minn telur full- víst, að fyrst verði iðgjald fyrri hluta ársins 1985 ákveðið kr. 330,00 hærra en ella hefði orðið og síðan gefinn kr. 330,00 afsláttur af ið- gjaldi. Þetta vill hann ekki láta bjóða sér.“ í eftirskrift getur Leifur þess, að hann telji sanngjarnt að vextir og kostnaður af iðgjaldi skjólstæðings hans verði látnir mæta innheimtu- launum Leifs af krónum 21 milljón. Þar vísar Leifur til þess, að bréf hans til innheimtustjóra útvarps- ins dagsett 21. desember sl. hafi orðið til þess, að hver útvarpseig- andi fengi 330 króna endur- greiðslu, sem samtals geri 21 millj- ón króna. Lítið lát á loðnuveiðinni: 5 skip sigla til Fær- eyja og 1 til Skotlands LÍTID lát er enn á loðnuveiðinni þrátt fyrir löndunarbið viða eða langa siglingu á löndunarstaði. Á miðviku- dag varð aflinn 7.760 lestir og siðdeg- is í gær var hann orðinn 17.140 lestir af 23 skipum. Loðnunni er nú landað á svæðinu frá Raufarhöfn suður um til Akraness og auk þess í Færeyjum og Skotlandi. 5 skip eru á leið til Færeyja og eitt til Skotlands, en til þessa hefur verið landað um 15.000 lestum erlendis frá áramótum. Auk þeirra skipa, sem getið hef- ur verið um í Morgunblaðinu, til- kynntu tvö skip um afla á miðviku- dag. Það voru Jón Kjartansson SU með 1.100 lestir og Jöfur KE með 450 lestir. Síðdegis í gær höfðu eft- irtalin skip tilkynnt um afla: Þórð- ur Jónasson EA, 490, Sæberg SU, 610, Svanur RE, 690, Rauðsey AK, 540, Kap II VE, 700, örn KE, 500, ísleifur VE, 730, Pétur Jónsson RE, 790, Albert GK, 600, Hilmir II SU, 530, Helga II RE, 530, Hilmir SU, 1.350, Beitir NK, 1.320, Bjarni Ólafsson AK, 1.100, Guðmundur RE, 930, Skarðsvík SH, 600, Hákon ÞH, 750, Heimaey VE, 300, Gísli Árni RE, 620, Gígja RE, 750, Hug- inn VE, 570, Sjávarborg GK, 770 og Víkingur AK 1.300 lestir Skipin, sem héldu til Færeyja með afla sinn, eru Kap II, örn, fs- leifur, Pétur Jónsson og Albert. Hákon sigldi til Skotlands og verð- ur fyrsta íslenzka skipið, sem land- ar loðnu þar. Morgunblaðið/Bjarni Áhorfendur hafa fylgst af áhuga með skákskýringum, sem þeir Ingvar Ásmundsson og Sævar Bjarnason hafa innt af hendi. Enn er Larsen konungur meðal danskra skákmanna BENT Larsen vann landa sinn Curt Hansen í 3. umferð afmælismóts Skáksambands íslands í gærkvöldi — vann danska krónprinsinn og sannaði að enn er hann konungur meðal danskra skákmanna, þó menn hafi freistast til að afskrifa hann eftir tvö slæm ár við skákborðið. Meira að segja Boris Spassky spáði Larsen slæmu gengi á afmælismótinu, en hann hefur þegar hrakið allar hrakspár. í gærdag samdi hann jafntefli við Helga Ólafsson eftir að hafa lengst af átt í vök að verjast og á miklar vinningslíkur í biðskák sinni við Margeir Pétursson. Því bendir allt til að Larsen hafi 2Vt vinning þegar hann hefur lokið við biðskák sína við Margeir Pétursson og hafi þar með tekið forustu á mótinu. Eftir sigurinn gegn Hansen I gærkvöldi biðu dönsk blöð á lín- unni eftir þessum „nestor“ danskra skákmanna. Danska fjölmiðla þyrsti greinilega i fréttir af viðureign konungsins við krónprinsinn. Blaðamaður Mbl. náði tali af honum milli símtala frá Danmörku og minnti hann á spádóm Spasskys. Larsen bandaði frá sér, brosti kankvís- lega og sagði aðeins: „Ég er mjög þreyttur — mjög þreyttur. Ég hef þurft að tefla tvær mjög erf- iðar skákir, sem fóru I bið. Fyrst gegn Helga Ólafssyni og síðan Margeiri Péturssyni. Ég lenti I miklum erfiðleikum gegn Helga — hafði tapaða stöðu þegar skákin fór í bið, og líklega þegar hún fór í bið öðru sinni. Við sömdum svo jafntefli um miðjan dag í dag þegar Helgi hafði bisk- up og hrók gegn hróki mínum,“ svaraði Larsen. Friðrik Ólafsson vann einu sinni fræga skák af tékkneska stórmeistaranum Pilnik með biskup og hrók gegn hrók. „Já, en ég hef áður lent í endatöflum með biskup og hrók gegn hrók. Fræðilega er það jafntefli og Helgi sagði mér raunar, að hann hefði lent í endatafli gegn Bou- aziz frá Túnis á ólympíuskák- mótinu og þurfti að sætta sig við jafntefli og sjálfur lenti ég I slíku gegn Tal í Niksic í Júgó- slavíu 1983. Það er jafntefli og Helgi sættist á slíkt eftir 20 leikja þóf,“ svaraði Larsen. — Hvað um möguleika þína gegn Margeiri Péturssyni? Margir segja skákina unna og með sigri takir þú forustu á mót- inu? „Það er fjarstæða að hún sé unnin. Ég lá yfir skákinni í marga tíma í nótt. Kóngur minn er berskjaldaður og það gefur Margeiri möguleika — hún er ekki unnin.“ — Nú beindust augu manna að viðureign þinni við Curt Han- sen, arftaka þínum í Danmörku að margra áliti — ekki síst í Kaupmannahöfn, ef marka má áhuga danskra blaðamanna? Ertu ánægður með sigurinn gegn „krónprinsinum"? Aftur bandaði Larsen frá sér hendinni og gekk snúðugt á brott. „Þannig hugsa ég ekki,“ sagði hann en snéri sér við og brosti: „Ég er ánægður með vinninginn." Úrslit f 3. umferð afmælis- mótsins urðu: Marneir Pétursson—Karl Þorateina 1 —0 Boria Spassky—Guím. Sigurjóns. (4-14 Bent Larsen— Curt Hansen 1—0 Helgi ólafsson—Jóhann Hjartarson 4- 'h Van der Wiel—Vlastimil Hort V4-'/4 Arthur Jusupov—Jón L. Árnaaon V4-V4 Staðan í mótinu eru nú: I. —2. Boris Spassky, Van der Wiel 2. 3. Bent Larsen 1 Vfe og biðskák. 4. -6. Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjart- arson 1 V4. 7. Arthur Jusupov 1 og bið- skák. 8. -9. Vlastimil Hort, Jón L. Árnason 1 og frestuð skák. 10. Karl Þorsteins 1. II. Guðmundur Sigurjónsson 'k og biðskák. 12. Curt Hansen 'k. H.H. Skák Bragi Krlstjánsson 3. umferð: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Karl Þorsteins Móttekið drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 — dxc4 Móttekna drottningarbragðið er ekki eins algengt og 3. — e6, 4. Rc3 — Be7 o.s.frv. 4. Rc3 — Önnur leið er 4. e3 — e6, 5. Bxc4 — c5 o.s.frv. 4. — a6, 5. e4 — b5, 6. e5 — Rd5, 7. a4 — Rb4, 8. Be2 — Ekki gengur 8. axb5 vegna 8. — Bf5 með hótuninni 9. — Rc2+. 8. — Bf5, 9. 0-0 — Rc2, 10. Ha2 — Rb4, 11. Ha3 — Rc2, 12. Ha2 — Rb4, 13. Ha3 - Rc2 Skýringin á þrátefli keppenda í sfðustu leikjum er sú, að þessi flókna byrjun hefur kostað mik- inn tíma og því er gott að eiga færri leiki eftir í framhaldinu til að ná 40 leikjunum. Staðan, sem nú er komin upp, er mjög óvenj- uleg. Hvítur hefur komið flest- um mönnum sínum út á borðið, en svartur einungis tveim. Fyrir þetta forskot í liðskipan hefur hvítur fórnað peði, og vilji hann komast hjá þrátefli, verður hann að fara út í miklar flækjur. 14. Rh4I? — Bd3! Ekki gengur 14. — Rxa3, 15. Rxf5 og svarti riddarinn á a3 er dauðans matur. 15. Bxd3 — cxd3, 16. e6! — Hótunin er 17. Df3, þannig að svartur verður að drepa þetta peð. 16. — fxe6, 17. DH5+ — g6, 18. Rxg6 — hxg6, 19. Dxh8 — b4, 20. Bh6 — Kd7, 21. Bxf8 — bxa3 Sennilega betra en 21. — Rxa3, 22. Re4 o.s.frv. 22. d5! — Margeir reynir að opna leið að kóngi andstæðingsins. 22. — Kc8? Eftir þennan leik verður staða Karls mjög erfið. Betra var 22. - exd5, 23. Dh3+ - e6, 24. Bc5 — Rc6, með mjög flókinni stöðu, sem líklega er hagstæð hvítum. 23. Dg7 — exd5, 24. Bxe7 — De8, 25. bxa3 — Svartur á nú tapað tafl, þVf kóngurinn er berskjaldaður og riddarinn á b8 og hrókurinn á a8 eru ekki komnir í spilið, og að auki eru peðin mjög veik. 25. — d4, 26. Rd5 — Rd7 Hvítur hótaði m.a. 27. Bd6. 27. Bg5 — De6 Afleikur í tapaðri stöðu. Mjög erfitt er að benda á leik til að halda skákinni áfram, t.d. 27. — De5, 28. Re7+ - Kb7, 29. Hbl+ - Ka7, 30. Rc6 mát. 28. Dh8+ — Kb7, 29. Dxa8+ og svartur gafst upp, því hann tapar hrók eftir 29. — Kxa8, 30. Rxc7 4- ásamt 31. Rxe6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.