Morgunblaðið - 15.02.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.02.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 25 Sex létust eftir árekstur 30 bíla Nýlega lentu 30 bflar saman í árekstursbendu á hraðbrautinni millí Miinchenar og Niirnberg. Var ástæðan sú, að flutningabfl hvolfdi skyndilega á flughálli brautinni. Sex manns létu lífið í slysi þessu. Á myndinni sést lík eins bflstjór- anna ofan á braki úr flutningabfl, en björgunarmenn eru að störfum. Engin kjarnorkuvopn án sam- þykkis ríkisstjórnar landsins Utanríkisráðherra Kanada: Andúð á afskiptum af kjarnorkuvopn- um veldur áhyggjum í Bandaríkjunum JOE Clark, utanríkisráðherra Kanada, áréttaði í þingræðu á mið- vikudag, að bandarísk kjarnorku- vopn verða ekki flutt til landsins án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar héldu því fram, að því hefði verið haldið leyndu fyrir ráðherranum að samkvæmt sér- stakri áætlun Bandaríkjastjórn- ar um notkun kjarnorkuvopna ætti að flytja kjarnorkudjúp- sprengjur til Kanada og fleiri ríkja ef neyðarástand skapaðist. Dagblaðið The New York Tim- es greindi frá því í gær, að slík áætlun hefði verið til í a.m.k. áratug og ríkisstjórnum viðkom- andi landa, sem auk Kanada væru ísland, Bermúda og Puerto Rico, hefði ekki verið skýrt frá henni. Heimild blaðsins var leyndarskjal, sem William Ark- in, sérfræðingur um vígbúnað- Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada. armál hjá Institute for Policy Studies í Washington, lét því í té. Jafnframt hafði blaðiö eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum, að sam- kvæmt áætlun þessari yrði að leita leyfis ríkisstjórna viðkom- andi landa áður en til flutnings kjarnorkuvopnanna kæmi. Clark sagði enn fremur í þing- ræðu sinni, að eftir að Arkin hefði komið skjali sínu á fram- færi við ríkisstjórn Kanada í síð- asta mánuði, hefði hann leitað skýringa hjá Bandaríkjastjórn og fengið fullvissu um, að engum áætlunum um flutning kjarn- orkuvopna til Kanada yrði hrint í framkvæmd án samþykkis rík- isstjórnar landsins. Stofnun sú í Washington, sem Arkin starfar við, og þykir vinstri sinnuð og gagnrýnin á ríkjandi stjórnarstefnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem segir að löndin, sem heim- ildin um flutning kjarnorku- djúpsprengna nær til, séu sjö, en ekki fjögur. Löndin þrjú, sem nefnd eru að auki, eru Azoreyj- ar, Spánn og Filippseyjar. Segir stofnunin, að áætlanir um að senda kjarnorkuvopn til íslands, Kanada og Spánar stangist á við yfirlýsta stefnu ríkisstjórna landanna um að þar skuli ekki geymd kjarnorkuvopn. The New York Times fjallar um mál þetta á ný í forsíðufrétt í gær, og segir að embættismenn í utanríkis- og varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna séu um þessar mundir að reyna að átta sig á því hvernig bregðast eigi við vaxandi andúð meðal banda- manna þeirra á Vesturlöndum á hvers kyns afskiptum af kjarn- orkuvopnum. Hefur blaðið eftir háttsettum embættismanni, sem ekki er nafngreindur, að Banda- ríkjastjórn muni ítreka það við ráðamenn bandalagsþjóða sinna, að þeim verði gerð grein fyrir öllum ákvörðunum um kjarn- orkuvopn, sem snerta lönd þeirra, og verði hafðir með í ráð- um um þær. GENGI GJALDMIÐLA Lát á hækkun dalsins Lundúnutn, 14. febrúar. AP. GENGI bandaríkjadals gagn- vart franska frankanum og ít- ölsku lírunni hækkaði í dag ní- unda daginn í röð, en gengi dals- ins gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum var svipað og í gær eða lægra. Orðrómur er á kreiki um að vestur-þýski seðlabankinn kunni að grípa til einhverra ráðstafana í næstu viku til að reyna að bæta stöðu marksins gagnvart dalnum, nú þegar lát er á hækkun hans. Fyrir hvert sterlingspund fengust í lok viðskipta í dag 1,0930 bandaríkjadalir, en í gær fengust 1,0838 dalir. í lok viðskipta í Tókýó í dag fengust 262,55 yen fyrir hvern dal (í gær 262,55), en í lok viðskipta í Lundúnum fengust 260,77 yen fyrir hvern dal. Gengi bandaríkjadals gagn- vart öðrum helstu gjaldmið- lum var sem hér segir í lok viðskipta í gær: 3,2905 vestur- þýsk mörk (í gær 3,3010); 2,80075 svissneskir frankar (2,8047); 3,7295 hollensk gyll- ini (3,7360); 1,33995 kanada- dalir (1,3400). Fyrsta hjarta- igræðslan í Finnlandi Helsinki, 14. febrúar. AP. FYRSTA hjartaígræðslan í Finn- landi var framkvæmd á háskólahús- inu í Helsinki á miðvikudagskvöld- ið, að því er blaðið Helsingin San- omat skýrir frá í dag. Sjúkrahúsið vill hvorki skýra frá nafni hjartaþegans né hjarta- gjafans, en sagði að aðgerðin, sem Iauk á miðnætti, hefði tekist vel. í aðgerðinni tóku þátt 20 læknar og hjúkrunarkonur undir forystu dr. Severi Mattila læknis. Talið er að þörf sé fyrir 5—10 hjartaígræðslur árlega í Finn- landi. HVERFAFUNDIR BORGARST JÓRA1985 Hvað hefur áunnist? Hvert stefnum við? DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 1.FUNDUR Langholtshverfi — Laugarneshverfi Laugardaginn 16. febrúar kl. 14.30 í Veitingahúsinu Glæsibæ. Fundarstjóri: Gunnlaugur G. Snædal háskólanemi. Fundarritari: Erla Wigelund kaupmaöur. Á fundinum verða sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFIJNDI BORGARSTJÓRA. KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.