Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 4
4~ B> MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÍJAR 1985 Fyrst kemur vers, svo kemur viðlag Fræknir knattspyrnukappar úr ÍBK sem seinna áttu eftir aA gera garðinn frægan. I»riðji frá vinstri er Karl Hermannsson, sem um skeiA söng meA Hljómum, þá kemur Rúni Júl. og þar næstur er Gunni 1'órAar. ENN BYGCÍT A SÖMU FORMULUNNI Þegar Gunnar fer fram í eldhús til að hella upp á könnuna laumast ég til að kíkja á plötuna sem er á fóninum og sé að þar er sjálfur Pavarotti. Hlustar hann mikið á klassik ? „Ég hlusta sjaldan á klassíska músik. Pavarotti er þarna af sér- stöku tilefni. Yfirleitt hlusta ég ekki mikiö á músík. Að vinna í músík allan daginn og fara heim að hlusta, það gengur ekki. Það kemur að vísu fyrir ef eitthvað sérstakt er á döfinni. Ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast í músíkinni í dag, hlusta á rás 2, — með öðru eyranu. En það er þá frekar í sambandi við upptökutrix og ný sánd.“ Finnst þér dægurtónlistin í dag mikið breytt frá því sem áður var? „Það hafa orðið miklar framfar- ir í upptökutækni, en það hefur ekki orðið mikil breyting á sjálfri músíkinni. Þetta er enn byggt upp á sömu formúlunni: Fyrst kemur vers, svo kemur viðlag og aftur vers og viðlag. Lög sem verða vin- sæl eru yfirleitt með þessum sterku viðlögum. Ef þú ert með sterkt og grfpandi viðlag gengur dæmið upp. Þetta hefur ekkert breyst frá því sem áður var. Hins vegar er miklu meira framboð hér heima af góðum hljóðfæraleikur- um í dag, en var til dæmis á bítla- árunum. Margir hafa farið út að Hljómsveitarstjórinn aA störfum. nótur. Mér fannst ég þá vera kom- inn með nokkuð góða hljómaþekk- ingu og næsta skrefið væri að geta sett þetta niður á blað. Ég tók þetta í törnum og það var ekki fyrr en ég kom á Broadway að ég komst verulega niður f að skrifa músfk. Og mér finnst þessi vinna þrælskemmtileg. “ VISSI EKKERT HVAÐ EG VILDI Talið berst nú að „gömlu góðu Hljómar í Cavcrn-klúbbnum í Liverpool, þar sem Bftlarnir hófu frægöarferil sinn. — Hljómaárunum“ og ég spyr Gunn- ar hvort hann sakni þess tíma ? „Nei, það geri ég ekki. Maður á að vísu þægilega minningu frá þessum árum, en ég sakna þeirra ekki. Enda þýðir það lítið,“ segir hann og brosir og mér finnst ekki laust við að hann verði ofurlítið dreyminn á svipinn, eins og minn- ingarnar togi í hann: „Jú, maður á margar ljúfar minningar frá þess- um árum, en í dag myndi ég ekki vilja fara aftur út í þennan bransa. Áhugi minn beinist nú meira að útsetningum og upptök- um og ég gæti varla hugsað mér að fara að flengjast um landið þvert og endilangt, standadi uppi á sviði heilu kvöldin, alltaf f stuði. En mikið helvíti var nú oft gaman í „den tid“. Gunnar sleit barnskónum norð- ur í Hólmavík, næstelstur af sjö systkinum. Hann var sá eini sem lagði tónlistina fyrir sig. Kveðst aldrei hafa dottið það í hug að j þetta ætti eftir að liggja fyrir sér. Raunar bjóst hann við því að verða sjómaður, eins og flestir strákarnir sem hann ólst upp með. Níu ára gamall flutti hann til Keflavíkur. „í Keflavík hlustuðu allir á Kanann og að geta spilað þótti dá- lítið sniðugt. Frænka mín átti gít- ar sem var heima fyrir tilviljun og af einhverri rælni fór ég að fikta við hann og lærði nokkra hljóma. Ég stóð mig fljótlega að því að geta pikkað út hljóma í lögunum sem voru mest spiluð í Kananum og það þótti mikið afrek í þá daga. Ég man alveg hvaða „taktík" ég notaði til að pikka upp hljómana, því ég nota hana jafnvel enn í dag. Ég hlustaði á bassann og fann út bassanóturnar á gítarinn og síðan var lagið annaðhvort í dúr eða moll. Ég fór þó ekki að spila neitt að ráði fyrr en ég var orðinn 16 ára gamall. Og jafnvel þá datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að verða hljóðfæraleikari. Ég var ráðvilltur og vissi eiginlega ekkert hvað ég vildi. Ég vissi bara það að ég vildi ekki fara í almenna verkamanna- vinnu eða vinna einhvers staðar frá 9 til 5. Ég þvældist á milli starfa og líkaði ekki neitt. Ég byrjaði að spila í skólahljómsveit og kom fyrst fram í skemmtiatriði á skólaballi. Þetta er gamla dæmi- gerða byrjunin hjá svo mörgum. Svo langaði mann auðvitað að komast í eitthvað alvöru-band og Ein útgáfan af Trúbroti. spila fyrir dansi verðum við að gera okkur grein fyrir því að við erum að skemmta fólki og við verðum að taka tillit til óska gest- anna og setja metnaðinn aðeins til hliðar. Ég reyni hins vegar að finna milljveg, þannig að strákun- um í bandinu leiðist ekki og það er kannski galdurinn við að stjórna hljómsveit í dag, að reyna að finna meðalveginn svo að allir séu ánægðir." Gunnar veltir þessu fyrir sér um hríð og ég spyr hann hvort það sé ekki á margan hátt erfitt að stjórna svona stórri hljómsveit, hvort ekki sé hætta á að upp komi afbrýðisemi á milli einstakra liðs- manna um mikilvægi, sólóhlut- verk og þess háttar? „Ég hef ekki orðið var við það. Ég held að strákarnir geri sér grein fyrir að þetta er eins og hver önnur vinna og þeir ganga að þessu með því hugarfari. Og þá skiptir engu máli hvort menn eru í blásarasveitinni eða rythmadeild- inni, allir hafa mikilvægu hlut- verki að gegna." Nú ertu með þrjá stórsöngvara, sem allir hafa skapað sér nafn, — mætast þar aldrei stálin stinn ? „Nei, ég hef ekki lent í neinum svoleiðis vandamálum. Ég tók þá stefnu strax í upphafi að reyna að gera þeim öllum jafnhátt undir höfði þannig að enginn einn yrði forsöngvari og hinir eingöngu með bakraddir. Ég held að þetta hafi tekist nokkurn veginn, allavega hef ég ekki heyrt neinar óánægju- raddir, og er þó raddsvið söngvaranna samanlagt bæði breytt og mikið." Fyrstu Hljómarnir. Kinar Júlíusson byrjaði að syngja með hljómsveit- inni. læra og lesa eins og að drekka vatn. „Standardinn" er miklu hærri. Við erum til dæmis með mest allt skrifað á Broadway. Mönnum er þó auðvitað frjálst að spila eftir sínum „fíling", innan ákveðins ramma. Þetta flýtir mikið fyrir í sambandi við æfingar. Á bítlaár- unum lærðu menn þetta allt utan- bókar. En það leysir ekki allan vanda að skrifa músíkina þótt það sé gott tæki til að flýta fyrir. Til- finningin verður líka að vera fyrir hendi. Það er ekki beinlínis líflegt að sjá það á sviði þegar menn eru of bundnir við nóturnar og kannski er millivegurinn bestur í þessu eins og svo mörgu öðru.“ Gunnar kveðst hafa lært nótna- lestur af sjálfum sér: „Þetta kom svona smátt og smátt. Þegar kom- ið var fram á árið 1968 fannst mér ekki nógu sniðugt að kunna ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.