Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 29 100 ára afmæli skóla- halds í Þingeyrarhreppi Þingeyri. GESTAKOMUR gerast tíðar í Grunnskóla Þingeyrar. Á undanfórn- um árum hafa foreldri barna þegiö, í auknum mæli, boö skólastjóra, Hall- gríms Sveinssonar, um að koma í skólann og fylgjast meö námi barn- anna. í haust komu aö venju náms- stjórar i íslensku og stæröfræði, þær Anna Skarphéðinsdóttir frá Bolung- arvík og Ragnheiöur Gunnarsdóttir frá ísafiröi. Síðar kom fræöslustjóri Vestfjarða, Pétur Bjarnason, ásamt sérkennslufulltrúa, Valborgu Odds- dóttur og sálfræðingi. Skólastjóri og kennarar Grunnskólans á Flateyri komu í kynnisferð i skólann í nóvember þeirra erinda að skoða bókasafnið og aðbúnað allan í skólanum. Ger- um skólann heimilislegan er „mottó“ skólastjóra og kennara og hefur verið á undanförnum árum. Nú eru 4 ár síðan flutt var í við- byggingu gamla skólans og hefur margt breyst á ekki lengri tíma. Hreppsnefnd Þingeyrarhrepps sýndi stórhug er skólinn var stækkaður, engu minni stórhug en forverar þeirra 1908, þegar skólinn var byggður. Miklum fjármunum hefur verið varið til þess að gera skólann heimilislegan. Aukið og bætt bókasafn er brennandi áhugamál skólastjóra og að sögn fræðslustjóra er þetta safn eina skólabókasafnið á Vestfjörðum er stendur undir nafni. Er það dugn- aði og harðfylgi Hallgríms að þakka ásamt skilningi þeirra er með fjármál hreppsins fara. Þótt safnið sé enn ekki mikið að vöxtum borið saman við söfn í skólum Reykjavíkur, er aðbúnaður hér með ágætum og námið þar er þeg- ar farið að skila árangri að dómi okkar kennara. Börn og unglingar orðnir áræðnari í öflun heimilda, (og) kynning barnabókahöfunda stendur nú yfir. Mjór er mikils vís- ir segir máltækið og sannast það hér. Heimsóknir þessar hafa þó ekki truflað skólastarfið og engin frí hafa verið gefin vegna þeirra. Séra Gunnar Björnsson og kona hans, Ágústa Ágústsdóttir söngkona, heimsóttu skólann fimmtudags- morguninn 17. janúar og lék séra Gunnar á selló fyrir eldri bekki skólas. Einnig fræddi hann þau um ýmislegt, s.s. hljóðfæri sitt, gildi tónlistar og tónlistariðkunar. Rabbaði hann við þau um þetta o.fl. á léttan og auðskilinn hátt og var þetta góð og gagnleg kennslu- stund og ánægjuauki börnum og kennurum. Slík heimsókn er sannkallaður hvalreki, því hér er „skarð fyrir skildi“. Skólann prýðir „píanó", en lærður tónmennta- kennari er enginn á staðnum. Tómas Jónsson, fyrrverandi skóla- stjóri, sem gerst hefur kennari á nýjan leik við skólann, annast þó kennslu í flautuleik og söng í yngstu bekkjunum svo ekki ríkir algert svartnætti í þeim efnum. Á þessu ári minnumst við 100 ára af- mælis skólahalds í Þingeyrar- hreppi, en Matthías ólafsson fyrr- verandi alþingismaður stofnaði skóla sinn í Haukadal 1885 en Þingeyrarskóli hóf göngu sína 1897. Leyfi ég mér að birta hér staf- rétta frétt úr blaðinu ísafold mið- vikudaginn 2. desember 1885 er segir frá upphafi skólahalds I Haukadal ásamt ljóði Sighvats Grímssonar Borgfirðings: „Barnaskóli í Haukadal í Dýra- firði. Skrifað að vestan 6. f.m.: Laugardaginn var, 31. okt., var vígður barnaskóli í Haukadal, stórt og vandað og fagurt timbur- hús, sem 4 menn í Haukadal, bú- lausir allir, hafa byggt af eigin efnum og stofna skólann. Andrjes skipstjóri Pjetursson hefir sjálfur lagt fram allan aðalkraptinn, og á þó ekkert barn. Hann vinnur fyrir aðra. Þar flutti síra Kristinn Daní- elsson ræðu og aðra skólakennar- inn Matthías Olafsson er lært hef- ir á Möðruvöllum; ennfremur mennta- og fræðimaðurinn Sig- hvatur Grímsson Borgfirðingur, er flutti þar einnig kvæði það, er hér fer á eptir. Slík höfðingsverk, sem skóla- stofnun þessi, eru þess verð, að þeim sje haldið á lofpi. Andrjes þessi Pjetursson hefir auk þess gefið nýlega Sandakirkju prýðilega ljósahjálm, er kostaði nær 100 kr., ofan á aðrar gjafir til kirkjunnar áður, sem hafa numið fleiri hundr- uð krónum. Og þó er þetta vinnu- maður og hjú annarra. Betur að hann ætti sjer marga líka. Hjer var ekki verið að hrópa í þing eða landssjóð; en þessi orð Andrjesar dugðu: „Barnaskólinn skal upp í“. Það var orðið viðkvæði hans. Nú er þar fastráðinn kennari í vetur, en börnin líklega of fá, til að fá laun kennarans, svo eigendur skólans mega nú borga honum þar á ofan. Enda er hjer nú versta árferði, sem orðið getur fyrir fólk, að koma börnunum fyrir, alveg kornlaust Flateyri, Þingeyri og Bíldudal, < engin fyrirsjón, að afstýrt ver hungursdauða( ?)“ Áminnzt kvæði við vígslu barn skólans er svo látandi: Leiptri slær á ljósa vesturfjöru lýsir bjarmi Glámu skalla frá. Hver er sá sem hyggst að varna hörðu hrímgum ströndum Dýrafjarðar á? Drenglynt hjarta, dýrstu hjeraðsmanna dáðarík og auðmild styrktar hönd; ósjerplægni sjáum vjer þar sanna, sem að losar vanþekkingar bönd. Ótal þarfir orrar snauðu móður afarmargir finna glöggt og sjá; en að þekkja’ í þrautum vin og bróður, það er optar torveldara’ að fá. Hjer má sjá, að sannreynt göfuglyndi, saman hefir krapta lagt og þor. hús er byggt og búið út í skyndi, barnanna að greiða framaspor. Gninnskóli Þingeyrar Synir íslands! Sjáið nú hvað stoðar, sannur vilji til að stunda gott; fram að austurfjöllum bjarmi roðar, fegurstan er sýnir drengskapsvott. Lyptið brúnum, börn, á þessum degi, blæju sveiflið augum sljófgum frá; horfið áfram óförnum að vegi, upp til þess að líta framför á. Þakkið, börn, og þakkið bjúgt af hjarta, þeim sem vinnur ykkar kjörum bót, mennta sólin brosir ljúf hin bjarta, breiðir sina geisla yður mót. Fetið því á framabraut í skyndi, fljótt og vel, og sýnið andans þor; nú er bæði auðlegð vís og yndi, ef þið greiðið fram til námsins spor.“ Nálega 100 ár skilja hér á milli frétta af skólahaldi í hreppnum og svo sannarlega fátt sameiginlegt, frekar hitt. Nú er verið að vinna að útgáfu á sögu Haukadalsskólans og er það við hæfi að þessa merka framtaks sé minnst á afmælisári. Þar fóru menn sem gerðu meiri kröfu til sjálfra sín en annarra, enda þeirra viðkvæði: Barnaskól- inn skal upp. Hulda Miðað við aðicU' tohm; sem við þekkjum, er einíaldast að læra á og nota Maeintosh Þannig hljóðar niðurstaða blaða- manns Consumer Reports, virtasta neytendablaðs Bandaríkjanna. Þegar hlutlausir aðilar taka svo til orða, í tímariti sem ekki má vamm sitt vita, þá er ljóst að umfjöllunar- efnið er óvenjulegt. Það er Macintosh sannarlega, eins og marka má af niðurlagi greinar- innar: „Macintosh sannar að Apple hefur tekist að smíða tölvu sem er geysilega fjölhæf og sérlega einföld í notkun.“ Við í Radíóbúðinni erum harla ánægð með þennan dóm. En eigin- lega förum við hjá okkur að lesa þessa hástemmdu lýsingu. Við skiljum þó viðbrögð blaðamannsins manna best. Því að þeir sem setjast fyrir framan Macintosh í fyrsta sinn verða hugfangnir. Þú hugsar: „Þetta er tölva sem skilur mig.“ Eftir klukkustund ertu farinn að vinna að raunverulegum verkefnum og að tveimur stundum liðnum eru Macin- tosh og þú orðnir aldavinir. Það er ekkert skrýtið þó blaða- maður Consumer Reports hafi reynt að líkja Macintosh við eitthvað ann- að en tölvu. Hann fann bara ekki nógu góð orð. Skipholti 19, Reykjavik, S: 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.