Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 31 Fréttir úr borgarstjórn „Rekstrar- og viðgerðar- kostnaður skálans of mikill“ — sagöi formaöur íþróttaráös við afgreiðslu á sölu Skíðaskálans í Hveradöium MEIRIHLUTI borgarstjórnar samþykkti á fímmtudag aó selja Skíðaskálann í Hveradölum og er kaupandinn núverandi leigutaki hússins. Fyrir rúmu ári var Skíðaskálinn með tilheyrandi og skíðalyftu leigður til 5 ára. í þeim leigusamningi voru ákvæði um að leigutaka væru heimilar endurbætur á eigninni, sem borgarsjóður hefði kauprétt á að leigutíma loknum. Ef borgin neytti ekki þess kaupréttar ætti leigutaki kauprétt á skálanum með þeim kjörum að hann mætti greiöa verðið á 15 árum með verðtryggöu skuldabréfí, er beri 2,5% vexti. Leigutakinn hefur unnið að endurbótum á húsinu og óskaði hann nýlega eftir því að borgarsjóður félli þegar frá kauprétti sínum og að hann fengi að kaupa skálann með þeim kjörum sem getur í leigusamn- ingum. Sala skálans var samþykkt með 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 8 at- kvæðum borgarfuiltrúa minni- hlutans. Katrín Fjeldsted og Sig- urður E. Guðmundsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Til þess að finna út verðmæti skálans var byggingardeild borg- arinnar fengin til að reikna út verð á húsinu fyrir þær breyt- ingar, sem leigutaki hefur gert, en að frádregnum áætluðum viðgerð- arkostnaði miðað við úttekt sem gerð var á árinu 1984. Miðað var við verðlag 1.1. 1985. Niðurstaða mats á eignum borgarsjóðs í Hveradölum var að skálinn er metinn á 2,2 milljónir króna og skíðalyftan á 800 þúsund krónur eða samtals krónur 3 milljónir. Gerður Steinþórsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins gerði tillögu um það í borgar- stjórn að Skíðaskálinn yrði frið- lýstur og afgreiðslu málsins yrði frestað og því vísað til húsfriðun- arnefndar. Fékk sú tillaga ekki nægan stuðning. Sagði Gerður að hún hefði lýst því yfir, að hún ætti erfitt með að sætta sig við að skál- inn yrði seldur, en ef af því yrði væri það algert skilyrði að skálinn yrði friðlýstur áður. Borgin gæti a.m.k. sett slíka skilmála í sölu- samninginn sem jafngiltu friðun hússins. Sagði hún að skálinn hefði á undanförnum árum verið látinn drabbast niður, því væri áætlaður viðgerðarkostnaður svo hár nú. Menn hefðu einblínt á framkvæmdir í Bláfjöllum og ekk- ert verið sparað til að auglýsa það skíðasvæði. Lýsti hún hneykslun sinni á af- greiðslu málsins í borgarstjórn. Með þessari afgreiðslu hefði meirihlutinn, með einni undan- tekningu, hundsað álit Skíðasam- bands íslands, Skíðaráðs Reykja- víkur, forseta ÍSÍ og Skíðafélags Reykjavíkur, sem mæltu gegn sölu skálans og með friðun hans. Kvað hún leigutakann hafa byggt Stuttar fréttir Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag var samhljóða sam- þykkt, að endurvekja nefnd, sem starfaði á síðasta kjörtímabili og hafði það verkefni m.a. að vinna að úrbótum í atvinnumálum fatlaðra. { nefndinni munu sitja fulltrúar úr borgarstjórn, svæðisstjórn, Sjálfs- björg í Reykjavík og Öryrkja- bandalaginu. Samsvarandi nefnd var skipuð á vegum Reykjavíkur- borgar á ári fatlaðra og var hún þá skipuð fulltrúum allra flokka í borgarstjórn ásami. fulltrúum frá Öryrkjabandalaginu og Sjálfs- björg. Beitti nefndin sér fyrir ýmsum úrbótum og kom því m.a. til leiðar að veitt var 3ja milljóna smekklausan glerskála í heimild- arleysi, sem ylli umhverfismengun og nú væri hann verðlaunaður ' með því að selja honum skálann á tombóluprís. Júlíus Hafstein formaður íþróttaráðs sagði m.a. að vegna kostnaðarsams rekstrar og mikils viðhaldskostnaðar væri eðlilegt fyrir borgina að selja skálann að- ila sem gæti annast hann betur en borgin. 1983 hefði kostnaður borg- arsjóðs af rekstri skálans numið einni og hálfri milljón króna, sem næmi mun hærri fjárhæð í dag, eða rúmlega 2 milljónum króna samkvæmt framreikningi. Áætl- aður viðgerðarkostnaður væru 5 til 6 milijónir króna, sem væri mikill kostnaður fyrir borgina. Sagði hann þær breytingar sem leigutakinn hefði unnið að við hús- ið vera vel úr garði gerðar og myndarlegar og í þeim tilgangi gerðar að auka þjónustuna við skíðafólk og laða menn að skálan- um og skíðasvæðinu í Hveradöl- um. En aðsókn á þetta skíðasvæði hefði farið hraðminnkandi með árunum. Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins studdi frest- unartillögu Gerðar á afgreiðslu málsins og sagði að sér hefði brugðið í brún þegar hún hefði séð þær útlitsbreytingar, sem gerðar hefðu verið á Skíðaskálanum. Á hitt væri að líta að aðsókn hefði verið lítil að skálanum og skíða- svæðinu í Hveradölum undanfarin ár, en úr því væri nú verið að bæta. Erfitt væri fyrir borgina að beita sér fyrir friðun húsa í öðrum sveitarfélögum, en skálinn til- heyrir Ölfushreppi. Studdi hún frestunartillöguna til nánari at- hugunar á meðferð málsins. króna framlag til verndaðs vinnu- staðar. Tillagan um endurvakn- ingu nefndarinnar var borin upp af borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins. Ný samþykkt um Slökkvilið Reykjavíkur Á fundi borgarstjórnar var ný samþykkt um Slökkvilið Reykja- víkur afgreidd á fimmtudag. Fjall- ar reglugerðin m.a. um hlutverk Slökkviliðs Rvk., starfsemi og starfsmenn. Með þessari sam- þykkt er felld úr gildi Brunamáia- samþykkt fyrir Reykjavík 1953. frá Flutningur Reykja- yíkurflugvallar — Engin efni til þess næsta áratuginn,“ sagði formaður skipulagsnefndar Á FliNDI borgarstjórnar á fimmtudag gerðu borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins tillögu um að gerð yrði ítarleg könnun á möguleikum á nýju flugvall- arsvæði fyrir innanlandsflug í nágrenni borgarinnar. Leitað yrði samstarfs við samgönguráðuneytið og flugmálayfírvöld og könnuninni hraðað svo sem unnt væri. Jafnframt yrðu kannaðir kostir og gallar þess að flytja innan- landsflugið til Keflavíkurflugvallar með hraðsamgöngum við umferðarmið- stöð í Keykjavík. Vilhjálmur l>. Vilhjálmsson for- maður skipulagsnefndar sagði að kostnaður við að byggja nýjan flugvöll væri talinn nema 6 til 7 milljörðum króna, en á því hefði þjóðarbúið varla efni næsta ára- tuginn. Miklu nær væri að veita þeim fjármunum, sem til þessara mála væri varið, til endurbóta á víða bágbornu ástandi flugvalla utan Reykjavíkur. Þegar örygg- iskröfum væri náð gætu verið efni til að velta því fyrir sér hvort byggja ætti nýjan flugvöll í ná- grenni borgarinnar, m.a. íhuga Keflavíkurflugvöll í því sambandi. Engin sérstök atvik gerðu það að verkum í dag að hraða könnun, sem tillaga Alþýðubandalagsins kvað á um. 1978—1982 hefðu tölu- verðar umræður farið fram um flugvöllinn, en þá hefði engin til- laga samsvarandi þessari komið fram. Á því tímabili hefði deili- skipulag verið samþykkt að þessu svæði og þáverandi skipulags- nefnd samþykkt að óska eftir staðfestingu Skipulagsstjórnar ríkisins á því til næstu 20 ára. 1981 hefði þáverandi borgarráð samþykkt að önnur nýting á þessu svæði yrði könnuð eftir nánari ákvörðun borgarráðs, en ekkert raunhæft hefði verið gert í því efni af þeirra hálfu. Drög að breytingum á deili- skipulagi þessa svæðis hefðu ný- lega verið kynnt, sem ekki hefðu neinar meiriháttar breytingar í för með sér. Ef flugvöllurinn yrði fluttur síðar, mætti nýta þær byggingar sem á þessu svæði eru undir aðra starfsemi. Sagði Vil- hjálmur að réttast væri að flug- málayfirvöld gengjust fyrir könn- un í líkingu við þá, sem tillaga Alþýðubandalagsins kvað á um. Tillaga Kvenna- framboðsins 1982 Ingibjörg Sólrún Gísládóttir borg- arfulltrúi Kvennaframboðsins rifjaði upp tillögu, sem Kvenna- framboðiö flutti haustið 1982 þess efnis, að borgarskipulag kannaði kosti og galla þess, að flugvöllur- inn væri á núverandi svæði eða það væri tekið undir íbúðarbyggð. Sagði hún m.a. að þar sem það virtist vera álit meirihluta sjálf- stæðismanna að flugvöllurinn yrði ekki í Vatnsmýrinni um ókomna framtíð væri eðlilegt að hefja at- huganir á þessum atriðum og hvar hentugast væri að hafa flugvöll- inn. Borgarbúar ættu rétt á að kannað yrði m.a. um slyshættu af flugvellinum, afleiðingar af slys- um, hávaðamengun og fleira. Sagði hún m.a. að samkvæmt sín- um útreikningum mætti byggja 4.500 íbúðir af mismunandi gerð- um í Vatnsmýrinni, ef flugvöllur- inn yrði fluttur, og svæðið tekið undir íbúðarbyggð. Keflavík samkvæmt yfirlýs- ingum Alþýðubandalagsins ótryggari staður en Reykja- víkurflugvöllur Sigurður E. Guðmundsson borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins sagði tillögu Alþýðubandalagsins óraunsæa m.t.t. þess, að engar efnahagslegar eða atvinnulegar forsendur væru fyrir hendi, sem réttlættu flutning vallarins nú. Vinna ætti að breytingum í því efni samfara breytingum í flug- tækni. Fram að því ætti borgin að athuga um möguleika sína á að hafa áhrif á hvaða tegundir flug- véla það væru, sem notuðu völlinn. Kvaðst hann andvígur því, að eyða stórfé úr borgarsjóði til könnunar af þessu tagi. Varðandi slysahættu sagði Sig- urður, að Alþýðubandalagið hefði mikið fjallað um Keflavíkurflug- völl, sem skotmark af hálfu stór- veldisins í austri ef til átaka kæmi, tryggara ætti að vera að hafa flugvöllinn í Reykjavík mið- að við þann málflutning þeirra. Tillagan fékk atkvæði borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins og ekki nægi- legan stuðning. Ný samþykkt um Slökkvilið Reykjavfkur var afgreidd á fímmtudag. Alvöru jeppi til sölu Dodge Ramcharger Royal SE Prospector 1984, sem nýr. Ekinn aöeins 7.000 km. Tvílitur, koksgrár og silfurgrár. Sjálfskiptur, vökva- og veltistýri, litaö gler, rafmagnsrúður, rafmagnslæsingar, lúxus innrétting, Pioneer-stereo, krómfelg- ur, Firestone ATX radial jeppadekk o.fl. Einn alglæsilegasti jeppi landsins eöa hvaö finnst ykkur? Til sýnis og sölu mánudag og þriöjudag 25.—26. febrúar. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.