Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 43 Fljótlega veröur myndin Hótel New Hamshire tekin til sýninga í Regnboganum. Margir kveikja eflaust ó nafninu, því myndin ber heiti metsölubókarinnar e. John Irwing, sem hún er gerð eftir. Var hún á metsölubókalista The NY Times röskt hálft ár, og hefur lengi prýtt hillur bókaverslana hér í borg. Hótel New Hampshire segir frá merkilegri fjölskyldu. í upphafi er fjölskyldufaöirinn, Win Berry (Beau Bridges), kennari viö skóia í New Hampshire, en aösóknin dregst saman meö hverju árinu. Þar kem- ur aö hann ákveöur aö kaupa skólahúsiö og breyta í hótel. Þar meö kemur fyrsta Hótel New Hampshire til sögunnar. Reksturinn gengur rysjótt. Og Þegar boð kemur frá gömlum fjöl- skylduvin, sem rekur afdankaö hótel í Vínarborg, ákveöur Win, í samráöi viö fjölskylduna, aö taka viö rekstri þess. Þá er komiö aö Hótel New Hampshire nr. II. Ekki komast allir heilu og höldnu til Vinar, því móöirin og yngsta barniö farast á leiöinni. Eftirlifandi fjölskyldumeölimir reyna aö hressa uppá imynd hótelsins, sem aö mestu er byggt hórkonum og hryöjuverkamönnum. Og „björn- inn“ Susie (Nastassia Kinski) bæt- ist í fjölskylduhópinn. En þetta samkrull endar meö heljarinnar miklum ósköpum og aftur er haldiö til Bandaríkjanna. Þar kaupir fjölskyldan aö lokum gamalt og niðurnýtt lúxushótel — þar sem Win og kona hans voru á sokkabandsárunum — og upp rís Hótel New Hampshire nr. III. Sagan er sögö meö sérstöku skopskyni. Yfirboröiö er harla fyndiö, sögupersónurnar hinn sundurleitasti hópur furöufugla sem bundnir eru einlægum, sterk- um fjölskylduböndum. En undir niöri blundar alvaran og kald- hæönin. Persónurnar eru svo litríkar og margbrotnar aö best er viö hæfi að berja þær augum. En meö aö- alhlutverkin fer álitlegur hópur leikara; Jodie Foster, Beau Bridg- es, Rob Lowe, Nastassia Kinski, Wilford Brimley, Paui McCrane og Jennifer Dundas. Leikstjóri er Tony Richardson, sem virtist vera aö ná sér á strik aö nýju meö næstu mynd sinni á und- an þessari, The Border. Hótel New Hampshire, sem frumsýnd var á fyrri hluta síöasta árs, er sögö trú bókinni, og því geta aðdáendur Johns Irwing átt von á betri kvikmyndagerð en i myndinni The World According to Garp. S.V. Stórleikarinn Dustin Hoffman í 8 hlutverkum Lítíö hefur heyrst frá Dustin Hoffman síðan hann lák í Tootsie sælla minninga. Nema hvaö hann hefur aö undanförnu leikiö Wolly Loman í „Sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller á Broadway. En nú hefur Dustin hugsaö sér til hreyf- ings og er þegar byrjaöur aö plana næstu myndir. Lengi stóö til aö Dustin léki í „The Yellow Jersey“ sem hinn óheppni Michael Cimino ætlaöi aö gera. Sú mynd fjallar um hjólreiöa- keppni í Frakklandi. Cimino geröi Hjartarbanann (The Deer Hunter) en fjármálamenn í Hollywood eru litiö hrifnir af Cimino eftir aö hann geröi Heaven’s Gate áriö 1981. Dustin Hoffman ætlar aö leika sama leikinn og Sir Alec Guinn- íss geröi í „Kind Hearts and Cor- onets". Þessa sígildu mynd er hægt aö fá hjá nokkrum mynd- bandaleigum. Þess í staö ætlar Dustin að leika í mynd sem nefnist „Kind Hearts and Coronets“, en þaö mun vera endurgerð á þrjátíu og fimm ára gamalli mynd meö Sir Alec Guinn- ess. Þaö var Robert Hamer sem gerði þessa mynd á vegum Eal- ing-kvikmyndaversins breska, byggö á bók eftir Roy Horniman. Þaö óvenjulega viö þessa mynd er aö Guiness lék hvorki fleiri né færri en átta hlutverk í henni, og ætlar Dustin Hoffman sér aö leika þaö eftir. Sjö af þessum átta hlutverk- um eru karlhlutverk á mismunandi aldri, frá ungum kvennabósa upp i aldurhniginn hershöföingja; eitt hlutverkið er öldruö kona og ætti Dustin ekki aö veröa í vandræöum meö þaö eftir alla æfinguna sem hann fékk viö gerö Tootsie. I nýju útgáfunni kemur myndin til með aö heita „The Real Thing“ og á þaö ekkert skylt viö kókakóla þótt Columbia fjármagni myndina. Leikstjóri veröur Sydney Pollock, en hann leikstýröi Dustin einnig í Tootsie HJÓ Mest sóttu kvikmyndir frá upphafi An 1982 1977 1983 1980 1975 1984 1981 1984 1978 1982 1973 1972 1978 1980 1965 1984 1973 1939 1977 1978 1982 1981 1981 1979 1977 1980 1975 1980 1984 1979 1976 1973 1982 1982 1978 1975 1978 1983 1970 Síðastliðinn sunnudag birtist listi yfir 25 mest sóttu kvik- myndir ársins 1984. Nú birtist listi yfir nokkrar mest sóttu myndir frá upphafi. Millj. Titill dalir E.T. The Extra-Terrestrial .............. $209,9 Star Wars ................................ 193,5 Return of the Jedi ....................... 165,5 The Empire Strikes Back .................. 141,6 Jaws ..................................... 129,9 Ghostbusters ............................. 127,0 Raiders of the Lost Ark .................. 115,5 Indiana Jones and the Temple of Doom ... 109,0 Grease .................................... 96,3 Tootsie ................................... 95,1 The Exorcist ............................ 89,0 The Godfather ............................. 86,2 Superman .................................. 82,8 Close Encounters of the Third Kind ........ 82,7 The Sound of Music ...................... 79,7 Gremlins .................................. 78,5 TheSting .................................. 78,1 Gone With the Wind ........................ 76,7 Saturday Night Fever ...................... 74,1 National Lampoon’s Animal House ........... 70,7 Rocky III ................................ 65,8 Superman II ............................... 65,1 On Golden Pond ............................ 63,9 Kramer Vs. Kramer ......................... 59,9 Smokey and the Bandit ..................... 59,8 Nine to Five .............................. 59,1 One Flew Over the Cuckoo’s Nest ........... 59,2 Stir Crazy ................................ 58,3 Beverly Hills Cop ......................... 58,0 Star Trek ................................. 56,0 Rocky ..................................... 55,9 American Graffiti ......................... 55,6 An Officer and a Gentleman ................ 55,2 Porky's ................................... 54,0 Jaws II ................................... 52,4 The Towering Inferno ...................... 52,0 Every Which Way But Loose ................. 51,9 Terms of Endearment ....................... 50,2 Love Story ................................ 50,0 Vinsælasta myndin, ET eftir Spielberg. En ef upphæðirnar eru framreiknaöar, þá reynizt „Gone With the Wind“ vera langvinsæl- asta myndin, því seinni tíma myndir hafa veröbólguna í lið meö sér. Bjöminn State-O-Maine og þjálfari hans, furöufuglinn Freud, koma viö sögu myndarinnar The Hotel New Hampshire, sem væntanleg er í Regnbogann. Hér sjást þeir leika listir sínar fyrir utan hóteliö sem síöar veröur Hotel New Hampshire III. Þrjú hótel nefnd „New Hampshire“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.