Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 ...... »■' fr..; .......(iM '*■ 1 ■1 *'í1 tí> fi;S /7 <Áff IRAUNIR RIKA FOLKSINS Haugar af gulli og erf- ingjarnir hundóánægðir Fyfir 25 árum sendi Paul heit- inn Getty, einn af æðstu að- stoðarmonnum sínum til Miðaust- urlanda, til einskismannslands á mörkum Saudi Arabíu og og Kuw- aits, og var erindið að innheimta skuld hjá olíuauðugum fursta. Aðstoðarmaðurinn sem var raunar Gordon, yngsti sonur auð- jöfursins, hafði hins vegar ekki er- indi sem erfiði. Ökumaður hans, sem var Arabi, klessti bílinn utani olíuleiðslu og forðaði sér síðan á burt en Gordon, sem þá var 24 ára, féll í hendur manna furstans og var settur í fangelsi. Getty gamli var ekkert hrifinn af frammistöðu son- ar síns en keypti hann þó lausan. „Pabba fannst þetta mesti aum- ingjaskapur," segir Gordon nú. „Þú klúðraðir öllu, held ég það hafi heitið hjá honum." Getty treysti ekki syni sínum fyrir öðru ábyrgðarstarfi og við samstarfsmenn sína sagði hann, að Gordon, sem hafði meiri áhuga á óperusöng en olíu, væri „allt of mikill draumóramaður". Hvað sem þessu líður hafa örlög- in hagað því svo skemmtilega, að Gordon Peter Getty, sem er rétt rúmlega fimmtugur, er nú eini um- sjónarmaður Getty-eignanna, sjóðs, sem hefur yfir að ráða fjór- um milljörðum dollara, og hefur tekið við af pabba sínum sem rík- asti maður í Ameríku. „Það var nú ekki alveg það, sem vakti fyrir Getty gamla," segir dómari nokkur í Los Angeles og gamall vinur fjölskyldunnar. „Ég er viss um, að hann hringsnýst í gröfinni." Hinir 19 erfingjar þess gamla eru alveg á sama máli. Tveir bræð- ur Gordons, þrjár frænkur og einn frændi hafa höfðað mál á hendur honum og vilja bola honum burt til að tryggja sjálfum sér stærri sneið af kökunni. Gordon sjálfur, sem allur styrr- inn stendur um, er hávaxinn maður og hvers manns hugljúfi, dundar sér við tónsmíðar og er mikill list- vinur. Hann hefur litla reynslu af viðskiptalífinu og játar það bros- andi, að hann hafi meira gaman af tónlistinni en að ráðskast með mestu auðæfi í heimi. Tónlistar- ástríða hans byrjaði þegar móðir hans, Ann, sem skildi við Getty ár- ið 1935 eftir tæplega þriggja ára hjónaband, leigði sér hús í San Francisco en meðal innanstokks- munanna var gamalt Bluthner- píanó. Gordon var ekki neitt plagaður af samvistunum við for- eldra sína. Hann sá föður sinn að jafnaði þrisvar á ári, og móður sína, sem bætti við öðrum þremur eiginmönnum, litlu oftar. Hann hafði því nógan tíma til að æfa sig. Eftir Arabíuævintýrið settist hann í tónlistarháskólann í San Franc- isco og þar hitti hann konuefni sitt, Ann Gilbert, fallega, rauðhærða stúlku frá litlum fjallabæ í Kali- forníu. Líf þessara ríkustu hjóna í heimi er skringileg blanda af óhófi og auðmýkt. Frá húsinu þeirra uppi á hæðinni, sem er í viktoríönskum stíl, er stórkostlegt útsýni yfir borgina en það er enginn bílskúr við það. Jeppinn hans Gordons og Porsche-bifreiðin hennar Ann eru bara á götinni fyrir framan. Þegar Gordon varð fimmtugur í fyrra leigði Ann hluta af Metropol- itan-safninu undir afmælisveisluna og bauð 200 gestum. Uppihald og ferðir voru greiddar fyrir þá, sem áttu um langan veg að sækja, t.d. þá, sem komu með Concorde frá Evrópu, og sígaunahljómsveit var sótt til Vínar. Isaac Stern lék á fiðlu og Pavarotti var fenginn til að syngja „Hann á afmæli í dag ..." Ef einhverjum er um að kenna ófriðurinn í Getty-fjölskyldunni þá er það Getty sáluga sjálfum, sem átti fimm syni með fimm konum á fimmtán árum. Einn þeirra lést barn að aldri en hinir hafa eldað grátt silfur, dyggilega hvattir af mæðrum sínum. Þrjár sonardætur Gettys, Anne, Clarie og Caroline, „Georgetturn- ar“ eins og þær eru stundum kall- aðar, ganga harðast fram í mála- rekstrinum gegn „Gordon frænda" en Eugene Paul, 52 ára gamall bróðir Gordons, sem býr í London, er miklu hófsamari og vill að annar verði skipaður fjárhaldsmaður með Gordon, krefst hann þess í nafni sonarsonar síns, sem er fæddur ár- ið 1968 og var skírður því ömúrlega nafni Tara Gabriel Galaxy Gramo- phone Getty. Móðir Tara, smástirni að nafni Talitha, lést af of stórum heróín- skammti árið 1972. Ári síðar féll elsti sonur Eugene Pauls frá fyrra hjónabandi í hendur mannræn- ingja og var annað eyrað skorið af honum áður en fjölskyldan féllst á að greiða lausnargjald. Seinna sneri drengurinn, J. Paul Getty III, sér að sterkum eiturlyfjum og fékk heilablóðfall aðeins 28 ára gamall. Hann er nú blindur og lamaður. - WILLIAM SCOBIE. BYSSUVALDIÐ: Hér hafa stjórnarhermenn stöðvað langferðabíl í leit sinni að skæruliðum. Daglegt líf í Guatemala i IGuatemala eru fréttir af ofbeld- isverkum nánast daglegt brauð og teljast fyrir vikið svo hvunn- dagslegar að taki því naumast að segja frá þeim. í lok janúar gat ti dæmis að líta eftirfarandi smáfyr- irsagnir í dagblöðum: „Kennari finnst kyrktur" og „Þrír menn háls- höggnir“. En ekki liggja pólitískar ástæður að baki öllum morðum og mannshvörfum. Sendifulltrúi frá vestrænu ríki komst að raun um það fyrir skömmu, að menn sem verið hafa í lögreglunni og hafa enn lögregluskilríki og rétt til að bera skotvopn gerast á stundum leigu- morðingjar. Téður sendifulltrúi átti í einhverjum útistöðum við eigin- konu sína. Honum brá heldur en ekki í brún er bílstjóri hans, sem var fyrrverandi lögregluforingi, bauðst til að drepa hana fyrir þrjú þúsund krónur. „Verðið á morðum virðist ekki hafa hækkað þrátt fyrir alla verðbólguna," voru viðbrögð kunningja hans, bandarísks kaup- sýslumanns, sem dvalizt hefur í Guatemala árum saman. En þrátt fyrir þetta á þorri ofbeldisverka enn sem fyrr rætur að rekja til stjórnmálaástandsins í landinu. Herforingjastjórn fer nú með völd, en hefur heitið því að borgaralegri stjórn verði komið á að nýju. Menn velta því nú fyrir sér, hvort sú breyting muni lægja ófrið- aröldurnar og binda endi á ofbeldis- verkin. Bandaríska sendiráðið í Guate- mala hefur komizt að þeirri niður- stöðu að 993 og þar af 565 óbreyttir borgarar hafi látið lífið vegna póli- tískra ofbeldisverka á síðastliðnu ári. Þessar niðurstöður eru byggðar á upplýsingum skæruliðahópa, dagblaðafréttum og skýrslum frá hernum. Þá hafa 425 manns horfið sporlaust. Aðrir vefengja þó þessar tölur. Heimildarmenn í rómversk-kaþ- ólsku kirkjunni fullyrða til dæmis að a.m.k. fimm þúsund manns hafi verið myrtir á síðasta ári. Ekki er tilkynnt um öll þau morð sem framin eru vegna þess að fólk þorir ekki að snúa sér til yfirvalda, enda telur það þau í mörgum tilvik- um ábyrg fyrir verknaðinum. Til dæmis þar um má nefna íbúa bæjar nokkurs í Chimaltenango- héraði skammt vestur af Guate- mala-borg. Þar bjuggu um þrjú þúsund manns en 10% þeirra hurfu eða voru drepnir í kjölfar hrotta fenginna aðgerða hersins til a knésetja skæruliða á síðari helm ingi ársins 1982. Síðan liðu tvö ár friði og spekt, en síðastliðið haus birtust sérþjálfaðar baráttusveiti gegn skæruliðum. „Þeir komu til að kanna ástand ið,“ segir einn íbúanna. Skömmi síðar fóru þorpsbúar hinsvegar a< hverfa á nýjan leik. Þeir höfði greinilega verið dregnir í dilka a njósnasveitum leyniþjónustunnar. Þeir sem eftir lifðu báðu þes lengstra orða að ekki yrði gert upp skátt um nöfn þeirra né þorpsins a ótta við að þeir yrðu látnir sæt; hefndaraðgerðum. Baráttumeni mannréttindasamtaka upplýsa Uk; að atvik af þessu tagi eigi sér of stað í fjallahéruðum Guatemala ái þess að það fréttist. Þetta eru af skekkt héruð og landið erfitt yfir ferðar og indíánarnir sem þarn: búa hafa lært að bera harm sinn hljóði. Æðsti maður herforingjastjórn arinnar, sem komst til valda I her foringjabyltingu í ágúst 1983, heitii Oscar Humberto Mejia Victores Hann kennir glæpamönnum o( skæruliðum um ofbeldisverkin sen framin eru. Það mun rétt vera, ai herinn er ekki ábyrgur fyrir fjölda morðum í jafnmiklum mæli og fyrii þremur árum. Sendiherra vestræm ríkis í Guatemala sagði fyrii skömmu, að herinn sýndist vera bú inn að breyta um baráttuaðferð. Ni væru fórnardýrin valin úr af meir kostgæfni og vinnubrögðin „snyrti legri“ en áður. Ein afleiöing ofbeldisverkanna ei sú að götur höfuðborgarinnar eri nánast mannlausar eftir að skyggj: tekur. Eins og sagt er á þessurr stöðum: „Ef þú talar of hátt á veit- ingastað, áttu á hættu að verð: drepinn. En ef þú talar of lágt verðurðu örugglega drepinn." - PAUL ELLMAN ■VILLIMENNSKA Arabísk prinsessa sem húðstrýkti vinnukonur sínar tvær með rafmagns- snúrum og svipu, var fyrir skemmstu dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi af dómstóli í London og að auki gert að greiða sem svarar um 23 þúsund krónum í sekt og 55 þúsund krónum í skaðabætur til fórnarlamba sinna. Prinsessan, sem er 31 árs, er búsett í Kuwait, en dvelst ann- að slagið í húseign sinni í London. Vinnukonurnar sem hún misþyrmdi eru á hinn bóginn frá Sri Lanka og Ind- landi, sú fyrrnefnda 26 ára og starfssystir hennar fertug. Dómarinn tjáði húsmóður þeirra þegar hún hafði játað verknaðinn að framkoma hennar hefði verið „forkast- anleg og jaðrað við villi- mennsku". Vinnukonurnar báru að barsmíðarnar hefðu verið tíð- ar og tilefnið einatt harla lítið. Þannig gátu þær átt von á hirtingu ef þeim varð það á að Flagð bakvið fínan titil horfa út um gluggann eða þóttu fara sér of hægt með sópinn. Saksóknarinn í málinu upp- lýsti að tveir kaupmenn í hverfinu hefðu komist að því hvernig konurnar voru með- höndlaðar. Þeir ákvaðu að gera lögreglunni viðvart þegar þeir sáu að sú yngri var með brunasár á hendinni. Hún sagði að prinsessan hefði haldið hendi hennar yfir glóð- heitri rafmagnshellu. Dómar- anum var sýnd mynd af sárinu sem og fleiri sem sýndu að stúlkan hafði verið strýkt til blóðs og ljósmynd af hinni konunni sýndi hana með glóð- arauga. Þegar lögreglan leitaði í húsi ákærðu fann hún mis- langar rafmagnssnúrur, sen notaðar höfðu verið við hýð ingarnar, svipu og blóði stork inn kjól, sem önnur kvenn anna átti. Við dómsuppkvaðningi tjáði dómarinn prinsessunni„ Hér í landi erum við hætt ai hafa vinnukonur, að ég ní ekki tali um að misþyrm: þeim. Þú mátt prísa þig sæla Það munaði ekki nema hárs breidd að þú hefðir unnið ti tukthúsvistar." — PAUL KEEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.