Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 40
40 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 Bjór er Bindindisfélag Menntaskólans í Reykjavík skrifar: Mikið hefur að undanförnu verið rætt og ritað um mjöð þann er bjór er nefndur. En nú teljum vér félagarnir í Bindindisfélagi MR að tími sé til kominn að taka af skarið og út- kljá þetta langa og hatramma þrætumál í eitt skipti fyrir öll. Vér vitum jú öll há sem lág, um þau ógrynni af heimabruggi sem á boðstólum eru og hver hefur ekki einhvern tímann stolist inn á eitt af öldurhúsum þeim sem rísa um borg og bí, örar en auga allt sem þarf fær á fest. Þar er boðið upp á bjórlíki er líkist álíka mikið al- vöru bjór og vatn líkist kóki. Vér félagarnir gerum það að tillögu vorri að hið snarasta verði tekið fyrir ósómann og inn- flutningur leyfður svo vér náum að þroskast líkt og aðrar þjóðir hafa gert frá örófi alda. Látum allt kerlingavæl sem vind um eyru þjóta, látum bjórinn renna í ómældu magni. Víst er að það mun gleðja margt dapurt hjart- að. Vér félagarnir erum hluti af þeim stóra hópi í þjóðfélagi voru er á um sárt að binda þar eð vér erum fátækir námsmenn og eig- um því ekki kost á utanlands- ferðum nema einu sinni til tvisv- ar á ári. Ef innflutningur á um- ræddum miði yrði leyfður liði oss mun betur og sálarheill vorri væri borgið um ókomna tíð. Því skorum vér á þá menn er nú eru í forsvari fyrir þjóð vora að leyfa bjórinn og bjarga þann- ig um leið fjölda ungmenna frá því volæði og þeirri vosbúð er bjórleysinu fylgir. Eitt sinn var sagt: „Viljí er allt sem þarf“, nú segjum vér:„Bjór er allt sem þarf.“ j,V\b lokum cftir ■Fimm míníitur.. Ég óka 1 lána. þcr tcppi." ást er ... ... ad gefa henni gjöf án tilefnis Með morgunkaffinu Það er ekki seinna vænna ad hann Ég er hrædd um aó rafhlaðan sé fari að heiman, orðinn hálftíma tóm! gamall! HÖGNI HREKKVÍSI 1983 McNaught Synd.. Inc VÉG SENDI HANN yFIR MEP f>AU SKILABOE). HVOR.T H£GT V£Rl AE> MltOHKA HAVAÐANW " Kór Langholtskirkju ásamt stjórnanda, Jóni Stefánssyni. Hátíðarblær yfir söngnum Kona úr Laugarneshverfinu skrif- ar: Ég vil þakka Jóni Stefánssyni og kór Langholtskirkju fyrir frá- bæra skemmtun í sjónvarpi. Ég veit að ég tala fyrir munn ákaf- lega margra og mér fannst ég setj- ast með hátíðarblæ fyrir framan sjónvarpið til að syngja með kórn- um. Mér finnst allof lítið um það að fólk hafi hrósað þáttunum því ég veit að svo margir eru ánægðir með þá. Þessir hringdu . . . Top of The Pops í sjónvarpið W'ham.'-aðdáandi hringdi: Fram kom í dagblöðunum um daginn að sjónvarpið hyggist taka til sýningar þættina Top of the Pops. Mæli ég með því að svo verði gert, þættir þessir eru mjög skemmtilegir og það eru ábyggilega fleiri sem vildu sjá þennan þátt. En það er eitt sem ég vildi benda sjónvarpinu á að nú er kominn tími til að sýndir verði tónleikar með Wham! Það er búið að sýna tvo með Duran Duran og nú er komið að Wham! Svo vil ég biðja Morgunblaðið að birta mynd af Wham! og strákn- um sem leikur aðalhlutverkið í myndinni The Karate Kid. Að lokum beini ég þeim til- mælum til Skonrokks-umsjón- armanna að þeir sýni gamla Skonrokksþætti á hálfsmánað- arfresti þegar þá skortir efni. Ungmennin bráö- vantar hjálp Guðrún Jóhannsdóttir, Skipa- sundi 82, hringdi: Mig langar að koma hér að at- hugasemd varðandi grein Krist- ínar Jóhannsdóttur sem birtist í Velvakanda laugardaginn 16. febrúar undir fyrirsögninni Margt óþarfara en kirkjuorgel. Það athvarf fyrir unga fíkni- efnaneytendur sem um er rætt er hugsað sem bráðaaðhlynning fyrir börn og unglinga sem í óvitaskap sínum hafa ánetjast eða eru að ánetiast fíkniefnum og liggja frekar úti en að fara heim til sín. Ástæður fyrir því að þau þora eða vilja ekki fara heim í svona ástandi geta verið margar og misjafnar. Nokkur börn og unglingar munu vera á slikum vergangi hér í borg, sögð gjarna hírast uppi í Öskjuhlíð að næturlagi. Ég mótmæli því algerlega að þessi ungmenni séu kölluð vesal- ingar sem bara vanti viljann til að hjálpa sér. Þau bráðvantar hjálp og það áður en fíkniefnin eni búin að eyðileggja þau fyrir lífstíð. Þau hafa ekki vit á því hvað þau eru að ana út í og okkur ber skylda til að gera eitthvað í málinu á meðan enn er unnt að hjálpa. Orgelsnill- ingarnir hennar Kristínar geta hjálpað sér sjálfir, þar þarf ekk- ert nema viljann. Þó að þeir gætu vafalaust spilað hjart- næma tónlist við jarðarfarir þessara ógæfusömu unglinga þegar fíkniefnin hafa lagt þau að velli ellegar þau orðið úti vegna skorts á athvarfi fyrir þau. Því segi ég: Stofnum athvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur ekki seinna en strax. Það finnst mér mun háleitara markmið og kristilegri hugsunarháttur en að byggja rándýrar kirkjur með til- heyrandi rándýrum orgelum. Það er meira en nóg af kirkjum í Reykjavík. Að ná úr ryöblettum Kona utan af landi hringdi. Mig langar svo mikið til að fræðast um það hvernig hægt er að ná ryðblettum úr fötum, sér- staklega eftir smellur, rennilása o.fl. Vonandi getur einhver gefið mér gott ráð í þeim efnum. Getur sjónvarpið svo ekki sýnt gömlu framhaldsmyndirnar fyrir krakka s.s. Emil í Katt- holti, Línu langsokk o.fl.? Mér fær Wham!-aódáandi birta mynd af strákunum í Wham! en myndina af karate-stráknum áttum við hins vegar ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.