Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 i Lóósmyndir/Anna G. Magnúsdóttir Korkvintett Islendmgafélagsins syngur undir stjorn Berglmdar Bjarnadóttur th. Ársæll Guðmundsson, Birna Kristjánsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. 50 ára afmæli íslendinga- félagsi í Stokkhólmi Frá Magnúsi Brynjólfssyni, frétta- ritara Mbl. í Uppsölum, Svíþjóð frá M^dósí Brjnjóirmyni, frétUr. Mbl. I Uppsblum, Svíþjóð. í tilefni 50 ára afmælis þessa elsta félags- skapar íslendinga í Svíþjóð þykir ástæða til að minnast þessara tímamóta með ýmsu móti. Þór- ir Jónsson, formaður íslendingafélagsins í Stokkhólmi, lét því til leiðast að hafa viðtal við blaðamann Morgunblaðsins um starfsemi fé- lagsins. Skýrt er frá vönduðu afmælisriti og afmælishófi félagsins er tókst með eindæmum vel. Rúnar Matthíasson færir Áslaugu Skúladóttur og Hinrik Guðmundssyni hamingjuóskir. Félagsheimili íslendingafélagsins í Stokkhólmi. Það var þungbúið Stokkhólms- veður er blaðamaður Morgun- blaðsins barði dyra hjá Þóri Jónssyni. Ætlunin var að spyrja Þóri nokkurra spurninga í tilefni 50 ára afmælis félagsins. í félaginu eru um 600 meðlimir og er það aðili að Landssambandi íslendingafélaga í Svíþjóð, ÍRIS. Stjórn íslendingafélagsins skipa Þórir Jónsson, formaður, Guðjón Sigurðsson gjaldkeri, Jón Rafns- son, ritari, og Birna Kristjáns- dóttir, Hólmfríður Valdimarsdótt- ir, Einar Valdimarsson, Aldís Yngvadóttir meðstjórnendur. Pélagsstarfið skiptist í fimm þætti, starfsemi Islendingahúss- ins, ÍS-united, útgáfa fréttablaðs- ins Landa, kórstarfið og útvarpið. Félagsstarfið í íslendingahúsinu Við höfum „opið hús“ á hverjum laugardegi i fslendingahúsinu í Lillsjönás G&rd, sem er stór og gömul sumarhúsbygging frá 17. öld. Hús þetta stendur á stórri lóð með trjágarði við vatnið Lillsjön. Húsið hefur verið opið alla laug- ardaga árið um kring frá kl. 14—17. Fólk getur þá lesið ís- lensku dagblöðin og hlustað á ís- lenska músik. Þarna er líka fyrir- taks leikaðstaða fyrir börnin ásamt leikföngum og ósjaldan er farið i leiki með þau. Við höfum haldið fjölskyldu- og barnaskemmtanir á tveggja mán- aða fresti með skemmtiatriðum, sem börnin sjálf hafa æft og leikstýrt. Hins vegar höfum við orðið að halda þorrablót annars staðar f Stokkhólmi, þar sem hús- ið rúmar illa 250—300 manns. Að öðru leyti er aðstaðan eins góð og hægt er að hugsa sér. — Hvernig fjármagnið þið starf- semina? Við fáum styrk frá Stokkhólms- kommun sem nemur árs húsaleigu eða um 70.000,- Skr. Ef Stokk- hólmsborg myndi ekki styrkja okkur á þennan hátt væri starf- semin ekki svona öflug og virk og erum við íslendingar hér ákaflega þakklátir ráðamönnum borgar- innar fyrir þetta rausnarlega framlag. Við höfum einnig hefðbundnar tekjur svo sem árgjöld auk ann- arrar sölustarfsemi í íslendinga- húsinu. Þar geta félagsmenn feng- ið sér bjór, kaffi, gos og sælgæti. — Nú hafið þið fest kaup á dýr- um tækjum? Þar sem öll vinna er sjálfboða- liðsvinna og skemmtanir eru tíð- ar, hefur salan staðið undir kaup- um á t.d. píanói, sjónvarpi, stereosamstæðu og ljósritunarvél. Þetta eru allt nauðsynlegir hlutir fýrir starfsemi sem þessa. — Þið gefið út fréttablað? Já, fréttablaðið Landi kemur út 6—8 sinnum á ári og er þá venju- lega um 350 eintökum dreift í hvert skipti. Uppistaða blaðsins eru fréttir um starfsemina og það sem fréttnæmast er frá íslandi. I ritnefnd sitja 3 menn, þeir Björn Garðarsson, Jakob S. Jónsson og Gunnar Karlsson, — allt reyndir blaðamenn. — Er nokkur áhugi fyrir íþrótt- um? Ég er nú hræddur um það. Við erum með knattspyrnudeild innan félagsins, sem nefnist ÍS-united. Við í ÍS-united æfum einu sinni í viku innanhúss að vetri til en utanhúss á sumrin. — Hafið þið tekið þátt í einhverj- um mótum? Við höfum tekið þátt I háskóla- keppninni bæði vor og haust og höfum staðið okkur mjög vel enda margir knáir fótmenntamenn inn- an vébanda félagsins. Við höfum einnig spilað við lið í lægri deild- unum. Formaður ÍS-united er Ársæll Guðmundsson, gamall FH-spilari. — Síðan er það útvarpið. Útvarp Islendingafélagsins hef- ur sérstakt stúdíó í samvinnu við Portúgali og ítali. Félagið hefur hálftíma til umráða á laugardög- um í Stokkhólmsútvarpinu. Þætt- irnir eru unnir í fjórum hópum, sem skiptast á um dagskrárgerð- ina. Eru þar fluttar fréttir að heiman ásamt öðru efni. Þættirnir hafa náð miklum vinsældum og þótt áheyrilegir. Ég tel þetta framlag ómissandi þátt í starf- semi félagsins. Forsvarsmaður út- varpsdeildarinnar er Þorgeir ólafsson. — Kórstarf virðist í blóma hjá ykkur um þessar mundir? Já, kórinn hefur verið mjög akt- ívur sl. þrjú ár undir stjórn Berg- lindar Bjarnadóttur, söngkonu. Fyrir utan það að syngja á skemmtunum félagsins hefur hann komið fram víðsvegar í Stokkhólmi. — Nú er þetta greinilega mikið starf, — fer ekki mikill tími f þetta? Eins og með alla starfsemi af þessu tagi þá kallar hún á mikinn tíma og fórnfýsi. Ég hef verið heppinn með að hafa góða og sam- stillta samstarfsmenn, sem hafa óþreytandi lagt á sig mikla vinnu i þágu félagsins. Ég vil nota tæki- færið og þakka þeim öllum fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf bæði í kringum 50 ára afmælishóf- ið og félagið almennt. Afmælisrit Islendingafélagið í Stokkhólmi gaf út nú rétt fyrir jólin veglegt afmælisrit í tilefni 50 ára afmælis félagsins. Rit þetta nefnist Kol- onía I hálfa öld og er Pétur Björn Pétursson ritstjóri og ábyrgðar- maður þess. Blað þetta er hið vandaðasta og myndarlega að því staðið. Fjöldi greina prýða ritið og hafa þar margir lagt blaðinu lið. Um 25 greinarhöfundar hafa skrifað í blaðið og ber þar mest á endur- minningum manna frá náms- og starfsárum sínum í Stokkhólmi. Hæst ber þó að öðrum ólöstuðum frásögn Þórbergs Þórðarsonar frá 1926, þar sem greint er frá íslandsvinafélaginu svonefnda. Þórbergur gaf Félagi íslenskra stúdenta í Stokkhólmi handritið og féll það í gleymsku fram til árs- ins 1981, er það var dregið fram í dagsljósið á ný. Handritið er birt í blaðinu í sinni upprunalegu mynd og sýnir vel fallega og læsilega rit- hönd Þórbergs auk hinnar skipu- lögðu framsetningar, er hann hafði tamið sér. Jón Daníelsson rekur sögu félagsins í grein sinni og mun hér stiklað á stóru og grip- ið hér og þar í frásögn hans um félagið. Það voru 12 íslendingar, sem stofnuðu félagið 18. nóv. 1934. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Jóni Magnússyni form., Sig- urði Þórarinssyni ritara og Hall- dóri Jónssyni gjaldkera. Dr. Sig- urður Þórarinsson jarðfræðingur tók við af Jóni 1936 og sat sem formaður fram til ársins 1943. Enginn sat því jafn lengi í stjórn félagsins og Sigurður heitinn. Um tilgang félagsins sagði svo orðrétt: „Að efla samheldni og fé- lagslíf íslenskra stúdenta f Stokkhólmi og annarra Islendinga er í Svíþjóð dvelja." Félagið beitti sér snemma fyrir réttindum islenskra stúdenta f sænskum skólum, þ.e. að þeir fengju prófréttindi við sænska há- skóla. f dag er eitl af helstu hags- munamálum félagsins ferðamál félagsmanna en að öðru leyti starfar íslendingafélagið fyrst og fremst sem skemmtifélag. Skemmtisamkomur félagsins voru fátíðar hér áður fyrr og var fyrsta skemmtunin haldin 1. des. 1936, rúmlega tveim árum eftir stofnun félagsins. Pólitískur áhugi einkenndi jafn- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.