Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar á Broadway. Fyrst kemur vers, svo kemur viðlag „Rúnar var bassaleikaralegastur af vinunum." á skemmtunum Ríó-tríósins, sem notið hefur mikilla vinsælda á Broadway að undanförnu. Sam- starf þeirra Gunnars og Ríó-fé- laga á sér þó lengri sögu: „Samstarfið hófst með því að þeir báðu mig að aðstoða sig við plötugerð. Fyrst var það plata sem tekin var upp á hljómleikum í Há- skólabíói og síðan önnur sem tekin var upp á lagernum í Fálkanum. Við fórum svo saman í nokkurra mánaða reisu um Bandaríkin, sem var afskaplega góður tími og skemmtilegur. Það er alltaf gam- an að vinna með Ríó. Þeir eru allt- af léttir og engin vandamál. Þetta er allt tekið á bjartsýninni og það skín í gegn, að þeir hafa svo inni- lega gaman af því sem þeir eru að gera að það smitar út frá sér. Þeir hafa þá hæfileika, sem ekki allir skemmtikraftar hafa, að vera skemmtilegir og ná upp stemmn- ingu, og það er skýringin á vel- gengni þeirra. Eitt það skemmtilegasta við vinnuna í Broadway er að setja upp svona stórsýningar og við leggjum metnað okkar í að gera þetta eins vel og mögulegt er. Það er dýrt að setja upp svona sýn- ingar en ég er viss um að þetta skilar sér. Við viljum með þessu skapa ákveðna hefð í íslensku skemmtanalífi þar sem fyrst og fremst er hugsað um gæðin. Það hefur verið alltof mikið um það í skemmtanabransanum hér, að menn eru eingöngu að hugsa um að græða sem mest með því að leggja sem minnst í það sem þeir eru að gera. Það hefur líka vantað einhverja miðstöð hér, sem skipu- leggur starf skemmtikrafta. Menn koma úr hinum og þessum skúma- skotum með þá einu hugsun að reyna að græða." Gunnar verður hugsi um stund en bætir síðan glottandi við: „Það var mátulegt á Alþýðuflokkinn að fá Áma.“ Eigum við nokkuð að tala um „Lónlí Blú Bojs? „Því ekki það. Ég skammast mín ekkert fyrir „Lónlí Blú“. Þetta var svona útvíkkuð mynd af Hljómum, nema að í „Lónlí Blú Bojs“ gerðum við okkur grein fyrir að við vorum að gera skemmtimúsík. Eins var það með „Lummurnar". Mér finnst að slíkt eigi alveg eins rétt á sér og hvað annað. Að gera skemmtimúsík er ekkert til að skammast sín fyrir, ef menn leggja sig fram um að gera það eins vel og þeir geta.“ ALLT ER FERTUGUM FÆRT Frá skemmtimúsíkinni vindum við okkur snarlega yfir í lista- mannalaunin, en Gunnar varð þess heiðurs aðnjótandi árið 1975. Ég spyr hvernig honum hafi orðið við: „Ég átti náttúrulega alls ekki von á þessu, mér datt það hrein- lega ekki í hug. En þetta var ákveðin viðurkenning fyrir þenn- an bransa sem ég var í, svona eins konar yfirlýsing um að þetta væri ekki allt saman tómt rusl. Hins vegar læðist að manni sá grunur, að þetta hafi verið til málamynda. Það hefur að minnsta kosti lítið verið gert af hálfu hins opinbera til að styrkja þessa starfsemi, eins og til dæmis plötugerð. Það er alltaf verið að tala um að styrkja íslenska kvikmyndagerð og að hún geti orðið gjaldeyrisskapandi. Ég er alveg viss um að útflutningur á íslenskri tónlist gæti orðið það líka ef rétt er á málum haldið. Þessu hefur bara ekkert verið sinnt.“ VIÐ BJOÐUM í SUMAR BEINT FLUG TIL TVEGGJA FEGURSTU STAÐA ÍTALÍU. ÍTALSKA RIVIERAN Á Verð frá kr. 20.400.- 3 vikur A ÍTALSKA RIVIERAN: Vinsælasti ferðamannastaður Ítalíu. Mjög góð aðstaða til þess að iðka sund, brettasiglingar, tennis, bocce og fleiri iþróttir. Fjöldi góðra veitinga- og skemmtistaða, diskótek o.m.m.fl. Fjölbreyttar skoðunarferðir, t.d. FLÓRENS, PÍSA, NICE, CANNES, PORTOFINO, MONACO, MONTE CARLO, KORSÍKA o.fl. GISTING í FYRSTA FLOKKS ÍBUÐUM OG HÓTELUM. NÝIR MJÖG ÁHUGAVERÐIR SERSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ BERIÐ SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA Hringið og fáið nánari upplysingar í síma 2 97 40 og 62 17 40 FERÐASKRIFSTOFAN LAUGAVEGI 28, 101 REYKJAVIK. GARDAVATN: Allir róma fegurð Gardavatns. Þeir sem hrifist hafa af sumarhúsum norðar í Evrópu kunna að meta aðstöðuna við Gardavatn. Kjörinn staður til þess að hafa börnin með. Fjölbreyttar skoðunarferðir, t.d.: FENEYJAR, ÓPERAN í VERONA, FLÓRENS, INNSBRUCK í AUSTURRÍKI o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.