Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 11 Freigátan komst „langleiðina yfir Eystrasaltið í átt til Svíþjóðar en var þá snúið við af sovéskum orustuflugvélum og skipum“ Sjá: Brestur í kerfinu IUPPATÆKI IBELGRAD/RETTARHÖLDI Skák með öðru sniði Nýtt tilbrigði við skákina, sexhyrnt borð með 36 mönnum, var kynnt nú fyrr í mán- uðinum á leikfangasýningu í Nurnberg í Vestur-Þýskalandi. Segir höfundur þess, Wladyslaw Glinski, kaupsýslumaður í Lond- on, að nú þegar séu meira en 400.000 menn um allan heim farn- ir að tefla nýju skákina og að möguleikarnir, sem hún hafi upp á að bjóða, geri hana að hættulegum keppinaut hefðbundinnar skák- listar. Glinski, sem er 64 ára gamall, er fæddur í pólska bænum Kartuzy skammt frá Eystrasaltsströndinni þar sem faðir hans var starfsmað- ur á bæjarskrifstofunum. Þegar hann var unglingur í skóla síðast á fjórða áratugnum var hann byrj- aður að velta fyrir sér nýju skák- inni og ástæðan fyrir því var sú, að þótt hugsanlegir leikir í venju- legri skák séu stjarnfræðilega margir, þá er farið að fækka möguleikunum á nýjum leikflétt- um. „Skákmönnum stendur ekki lengur til boða að uppgötva skák- ina fyrir sjálfa sig,“ segir Glinski. „Þeir geta aðeins reynt að muna það, sem aðrir hafa komið fram með. Þegar stórmeistarar eigast við er sá líklegri sigurvegari, sem hefur betra minni, nema honum verði á afdrifaríkur fingurbrjótur. Margir stórmeistaranna, sem nú reyna með sér, kunna skákfræðin utanbókar. Þeir komast hvorki aftur á bak né áfram, eins og t.d. Karpov og Kasparov í Moskvu, og hjakka í sama farinu þar til annan brestur úthaldið. Sexstrenda skákin er að því leyti frábrugðin, að þar er allt ókannað enn.“ Glinski er að sjálfsögðu ekki fyrsti maðurinn, sem leitast við að bylta skákinni. Capablanca fann upp skákborð með 100 reitum og 40 mönnum og aðrir hafa fundið upp skák fyrir tvo, þrjá og fjóra menn við hringlaga, krosslaga eða jafnvel aflangt borð. Það er til skák í þrívídd og eitthvað, sem kallast „Amazons", þar sem hvor leikmanna hefur tíu riddara. Til þessa hafa þessi tilbrigði við skák- ina bara verið skemmtileg uppá- tæki og ekki staðist samjöfnuð við vitsmunalega fágun skákarinnar. „Ég tefldi skák daglega sem strákur," segir Glinski. „Eg hafði gaman af því en það var mér ekki nóg. Ég spurði sjálfan mig þeirrar spurningar hvort hægt væri að færa út landamerki leiksins. Smám saman varð mér ljóst, að það var ekki hægt með ferhyrnda borðið. Það er nefnilega fullkomið i sjálfu sér. Það er ekki hægt að gera betur með það form. Þá fór ég að reyna fyrir mér með aðra lögun.“ Á sexhyrnda skákborðinu er 91 sexhyrndur reitur og eru þeir ým- ist ljósir á lit, gráir eða svartir. Hvor keppandi hefur einum bisk- upi og einu pæði fleira en í venju- legri skák. Mönnunum er raðað upp í demantslagaðan fleyg, peðin fremst og öflugri menn aftar en biskuparnir hver fyrir aftan ann- an í miðjunni. Kóngurinn og drottningin geta hreyfst á 12 vegu í stað átta og biskupar og hrókar á sex í stað fjögurra. „Á sexhyrnda borðinu hafa mennirnir miklu meira frelsi," segir Glinski. „Á ferhyrnda borð- inu er það alltaf vandamálið að koma hrókunum í taflið. Hrókfær- ing flytur annan hrókinn út að miðju en hinn er enn kvíaður af. Á sexhyrnda borðinu geta báðir hrókarnir komist út á mitt borð í tveimur eða þremur leikjum. Það, sem ég hef gert, er að skora skákina á hólm. Hún er nú eins og frumskógahernaður. Menn verða að vera reiðubúnir að bregðast skjótt við óvæntri árás. Á fer- hyrnda borðinu likist hún mest eyðimerkurhernaði. Þar sjá menn til óvinanna í fjarska og vita að hverju dregur." - LAURENCE MARKS Uppreisnin á Storozhevoy Aður en birti af degi 8. nóv- ember árið 1975 sigldi sov- éska eldflaugafreigátan Storozh- evoy hljóðlega út úr höfninni í Riga í Lettlandi og stefndi til hafs. Bandarískur sjóðliðsforingi, sem hefur rannsakað þetta mál, segir, að i nokkrar klukkustundir hafi enginn veitt því athygli, að skipið var farið. Á þennan hátt hófst einhver Övenjulegasta uppreisn um borð í skipi nú á dögum, uppreisn, sem að lokum endaði með algerum ósigri þeirra, sem að henni stóðu. í nýrri frásögn af þessum atburði e segir, að áður en lauk hafi Stor- ozhevoy komist langleiðina yfir Eystrasaltið í átt til Svíþjóðar en þá verið snúið við af sovéskum orrustuflugvélum og skipum. Réttarhöldunum yfir þremur júgóslavneskum mennta- mönnum, sem þátt tóku í „opna háskólanum" svokallaða, lauk i raun með niðurlægjandi ósigri fyrir ákæruvaldið. Sakborn- ingarnir voru dæmdir í eins til tveggja ára fangelsi fyrir „fjand- samlegan áróður" en þá hafði saksóknarinn hins vegar neyðst til að draga til baka miklu alvarlegri ákærur um samsæri gegn stjórn- völdum. Niðurstaðan er vissulega áfall fyrir harðlínumennina, sem vilja halda þjóðinni í greipum valds og ótta, en. hún er þó ekki afdráttar- laus sigur fyrir frelsisunnandi fólk. Mennirnir þrír hafa nú áfrýj- að dómnum til æðri réttar. „Opni háskólinn“ svokallaði er umræðuhópar fólks, sem komið hefur saman í sjö ár á einkaheim- ilum til að skiptast á skoðunum um stjórnmál og efnahagsmál í Júgóslavíu. Réttarhöldin yfir þre- menningunum komu i kjölfar þess, að lögreglan réðst inn á einn slíkan fund í apríl í fyrra. Réttarhöldin voru ólík öðrum pólitískum réttarhöldum að því leyti, að vitnin létu ekki hræða sig til að gefa rangan vitnisburð. Þegar harð- línumönnunum brást bogalistin jafnvel þótt þau sem þátttakendur í „opna háskólanum" gætu átt yfir höfði sér sömu ákærur og sak- borningarnir og hugsanlega 15 ára fangelsi. Með vitnisburði sínum niðurlægðu þau harðlínumennina og sum sögðu frá hótunum og illri meðferð. Þær tiltölulega mörgu konur, sem voru kvaddar til að bera vitni — líklega 1 þeirri von, að þær sýndu í raun, að þær væru af veik- ara kyninu og hræddari en karl- mennirnir um að missa starfið, voru enginn happadráttur fyrir saksóknina. Þær voru óhræddar við að verja réttindi sín. Lögfræð- ingar sakborninganna létu heldur ekki kúga sig eins og venjan hefur þó verið. Þeir vörðu rétt skjól- stæðinga sinna af mikilli einurð og má það heita næstum einsdæmi í sögu Júgóslavíu undir kommún- isma. Blaðamennirnir sýndu líka á sér ýmsar hliðar, bæði góðar og vond- ar. Sumir neituðu að skrifa um A KÖLDUM KLAKA Góö menntun, afleit afkoma Um 1600 ungar konur hvað- anæva af Ftalíu fóru fyrir skömmu til bæjarins Como, þar sem þær gengust undir samkeppn- ispróf. Allar höfðu þær lokið námi sem veitir þeim réttindi til kennslu í forskólum og samkeppn- isprófið sem þær þreyttu bæði munnlega og skriflega átti að skera úr um hverjar væru hæfast- ar. Sá er hins vegar galli á gjöf Njarðar að próf þetta breytir sáralitlu um framtíðarhorfur stúlknanna. Það er nefnilega eng- in störf að hafa í forskólum á ít- alíu. Þær sem beztan árangu sýndu fá að vísu nöfn sín sett á biðlista. En þær munu þurfa að þreyja þorrann og góuna. Slíkt sam- keppnispróf var síðast haldið fyrir þremur árum, og þær sem þá höfðu heppnina með sér hafa ekki komist lengra en á biðlistann. Hvarvetna í Vestur-Evrópu hef- ur fæðingum fækkað með þeim af- r r r leiðingum að starfsliði skóla hefur verið fækkað, mörgum skólum verið lokað og kennarar misst vinnuna. En ástandið mun vera sýnu alvarlegast á (taliu, eins og ofansögð saga sýnir. Og það mun enn fara versnandi, ef marka má nýlega könnun. Samkvæmt henni mun nemendum í forskólum á Langbarðalandi fækka um 30,5% næstu 15 árin. Fækkunin verður Tólf sjóliðar a.m.k. féllu i upp- reisnartilrauninni og upphafs- maður hennar var dæmdur til dauða. Sovétmenn hafa aldrei viður- kennt uppreisnina um borð í Stor- ozhevoy en rannsóknir bandarisks sjóliðsforingja á atburðinum hafa leitt ýmislegt í ljós. Þar segir m.a. frá aðbúnaðinum um borð, sem var ákaflega slæmur, frá ungum foringja, pólitískum eftirlits- manni, sem náði skipinu á sitt vald þegar flestir skipverjar voru í landi og reyndi að flýja til Vestur- landa. Höfundur frásagnarinnar er Gregory Young, en rannsóknir hans vöktu heldur litla athygli þar til nú fyrir nokkru þegar þær birt- ust í tímaritunu „Sea Power". Young, sem nú er kennari við málið á þann hátt, sem ritstjórun- um hafði verið fyrirskipað að matreiða það, en blöðin fengu fréttirnar aðeins frá Tanjug, hinni opinberu fréttastofu, sem lögfræð- ingar varnarinnar sökuðu um fréftafölsun og flestir telja bara útibú stjórnmálalögreglunnar. í fyrsta sinn í júgóslavneskri sögu var um aðra fréttamennsku að ræða, ítarlega og nákvæma. Hún birtist í blaði eða blöðungi, sem dreift var daglega þrátt fyrir tilraunir lögreglunnar til að stöðva það. Almenningur lét held- ur ekki hræða sig frá að mæta við réttarhöldin, öfugt við það, sem áður var. Hundruð manna komu dag hvern mánuðum saman. Kona nokkur lét það meira að segja ekki á sig fá þótt lögreglan hefði tekið 14 ára gamlan son hennar tali og varað hann við afleiðingunum. Niðurstaða réttarhaldanna sýn- ir þó, að stjórnmálalegt frelsi er ekki á næstu grösum í Júgóslavíu. Enginn veit fyrr en dómur hefur gengið fyrir æðri dómstólum hvort Júgóslavar geta sest niður, tekið sér penna í hönd og tjáð hug sinn allan án þess að þurfa að óttast pólitísk réttarhöd, pynt- ingar og fangelsisvist. - PETER RISTIC 40,7% í grunnskólum og 35,5% í framhaldsskólum. Ástand þetta er enn ein hlið á vandamáli á Ítajíu, þ.e. offjölgun menntamanna. Áratugum saman hefur þjóðfélagið ekki getað nýtt starfskrafta mikils fjölda karla og kvenna sem lokið hafa námi í há- skólum og öðrum æðri mennta- stofnunum. Hvarvetna eru doktor- ar í heimspeki, sérfræðingar í listasögu eða bókmenntasögu, sem geta ekki með nokkru móti notað sérmenntun sína og hæfileika til að sjá sér farborða. Sumir þeirra aka leigubílum eða starfa sem leiðsögumenn fyrir ferðafólk eða vinna einhver andlaus störf í kerf- inu. Og þeir teljast heppnir. Þúsundum saman halda menn áfram námi til þess eins að hafa eitthvað fyrir stafni. í háskólum á Ítalíu er fjöldi stúdenta sem stundar nám að hálfu eða öllu leyti í greinum, sem þeir munu ekki geta starfað við í framtíðinni, eins og nú horfir. Þess vegna eru próf eins og það sem haldið var í Como á dögunum kölluð „hátíðir örvæntingar". — FRANCO FERRARI SOVÉSKUR SJÓLIÐI: Pólitíski eftirlitsmaðurinn dró taum félaga háskólann í Colorado, sagði nú ný- lega, að hann hefði komist yfir leynileg skjöl um uppreisnina um borð I Storozhevoy en aðallega hefði hann þó stuðst við aðrar heimildir, t.d. sovéska innflytjend- ur, sem bjuggu áður í Riga og komust inná fjarskipti sovéska hersins þegar uppnámið var sem mest. Young segir, að foringi upp- reisnarmannanna á Storozhevoy, 3800 tonna skipi og þriggja ára gömlu árið 1975, hafi verið Valery Mikhaylovich Sablin, kapteinn og svokallaður „zampolit“ um borð en það er pólitískur eftirlitsmaður í hverju skipi, sem á að gæta þess, að áhöfnin víki í engu frá komm- únískri kenningu. Sablin var mjög óvenjulegur varðhundur að sögn Youngs og alltaf tilbúinn til að hlusta á kvartanir skipverja jafnframt því sem hann fræddi þá um kommún- ismann. Síðasta fyrirlesturinn um hina kórréttu kenningu flutti hann síðdegis þann 7. nóvember 1975 þegar margir skipverja, bæði yfirmenn og óbreyttir, voru í landi til að halda upp á októberbylting- una. Segir Young, að aðfaranótt þess 8. hafi Sablin, annar foringi að nafni Markov og um tólf aðrir lægra settir foringjar, lokað skip- stjórann inni í klefa sínum, bund- ið aðra yfirmenn um borð og skip- að sjóliðunum, sem enn voru um borð, aðallega 18 og 19 ára gamlir, að sigla skipinu út úr höfninni. Þegar skipið sigldi af stað tókst einum sjóliðanna að stökkva fyrir borð, augljóslega án þess að Sabl- in vissi af, og eftir tvær klukku- stundir var hann kominn til aðal- stöðvanna þar sem honum tókst loks að sannfæra menn um, að ekki væri allt með felldu um borð í Storozhevoy. Það var þó ekki fyrr en einum foringjanna um borð tókst að losna úr fjötrunum og ná talstöðv- arsambandi við land, að yfirvöldin áttuðu sig raunverulega á hvað hafði gerst. Þá var Storozhevoy komið út úr Rigaflóa og sigldi hraðbyri í átt til Gotlands hjá Sví- þjóðarströnd. Stablin kapteinn og nokkrir aðrir menn voru teknir af lífi fyrir uppreisnina. „Meginástæðurnar fyrir uppreisninni eru athyglis- verðar," segir Young, „en þær voru helst óánægja og slæmur aðbún- aður um borð, togstreita milli manna af ólíkum þjóðarbrotum og drykkjuskapur." — NORMAN BLACK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.