Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 Ég verð með kynningu á Stendahl-snyrtivörum á morgun, mánudag, frá kl. 13.00—18.00. Dana Hafnargötu 49, Keflavík. Bestu kveöjur Yolande Keizer sérfræöingur frá Stendahl París Fjöltefli í MÍR Sovéski stórmeistarinn í skák, Artúr Júsúpov, veröur gestur MÍR og teflir fjöltefli viö allt aö 25 manns í félagsheimilinu Vatnsstig 10 mánudaginn 25. febrúar kl. 19.30. öllum áhuga- mönnum er heimill ókeypis aögangur. Þeir sem vilja tefla viö skákmeistarann hafi meö sér töfl. Æskilegt er aö menn tilkynni þátttöku sína í síma 17928 milli kl. 14 og 16 í dag eöa á morgun, mánudag, eftir ki. 17. MÍR. Rauöi kross íslands efnir til námskeiös fyrir fólk sem hefur hug á aö taka aö sér hjálparstörf erlendis á vegum félags- ins. Námskeiðið veröur haldiö í Munaðarnesi dagana 8.—14. apríl nk. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyröi sem sett eru af Alþjóða Rauöa krossinum og RKÍ og eru m.a.: 1. Lágmarksaldur 25 ár. 2. Góð menntun. 3. Góö enskukunnátta. 4. Gott heilsufar. 5. Reglusemi. 6. Nauðsynlegt er aö geta fariö til starfa með stuttum fyrirvara ef til kemur. Leiöbeinendur á námskeiöinu veröa frá Alþjóöa- sambandi Rauöa kross félaga, Alþjóðaráöi Rauöa krossins og Rauöa krossi íslands. Kennsla fer fram á ensku. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu RKÍ aö Nóa- túni 21. Þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar, sími 26722. Námskeiöiö er ókeypis en fæóis- og húsnæöis- kostnaður er kr. 3.000 sem þátttakendur greiöa sjáffir. Umsóknum ber að skila fyrir 8. mars nk. Rauði kross íslands Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðsdóttir áttræð Áttræð er í dag Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðsdóttir, hús- freyja að Langholtsvegi 20 í Reykjavík. Hún er fædd hinn 24. febrúar árið 1905 að Stað í Súg- andafirði. Foreldrar hennar voru Þorvarður Brynjólfsson prestur á Stað, f. 15. maí 1863, d. 9. maí 1925, og kona hans, Anna Stefánsdóttir, f. 25. okt. 1874, d. 5. mars 1960. Séra Þorvarður hafði áður þjón- að fríkirkjusöfnuðum á Austur- landi en fékk Stað árið 1901. Hann var sonur Brynjólfs Oddssonar bókbindara í Reykjavík og á ísa- firði og Rannveigar Ólafsdóttur frá Kalastöðum á Hvalfjarðar- strönd. Frú Anna, kona hans, var dóttir Stefáns Péturssonar, prests á Desjarmýri og Hjaltastað og Ragnhildar Bjargar Metúsalems- dóttur frá Möðrudal. Hún lauk námi í Kvennaskólanum á Ytriey á Skagaströnd og tveim árum seinna, í september 1899, giftist hún séra Þorvarði. Honum er svo lýst að hann væri glaðsinna og hið mesta ljúfmenni. Tók hann, og þau hjónin bæði, ríkan þátt í fé- lags- og menningarlífi Súgfirðinga og nutu mikillar virðingar. Þótti skarð fyrir skildi er séra Þorvarð- ur dó úr blóðeitrun árið 1925. Frú Anna lifði mann sinn nær- fellt 35 ár og lést á 86. aldursári. Hún mun hafa átt þrjú ár ólifuð þegar ég sá hana fyrst. Þá var hún enn hvatleg í hreyfingum og bein í baki. Anna var góð kona og sam- valin manni sínum en auk góð- mennskunnar einkenndi hana röggsemi og dugnaður. Hún var einörð vel og ákveðin í skoðunum. Ragnhildur tengdamóðir mín erfði marga af bestu kostum for- eldra sinna og hefur nýtt þá ágæta vel, eins og sést af lífi hennar og starfi. Hún þótti glæsilegur kvenkostur, falleg og vel gefin og var sett til mennta. Fyrst fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi en síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1925. Kennarafer- ill hennar varð ekki langur, aðeins einn vetur, er hún kenndi við Unglingaskólann að Hesti í Borg- arfirði, sem séra Eiríkur Alberts- son stýrði. Næsta haust, hinn 3. október 1926, giftist hún örnólfi Valdimarssyni, kaupmanni og út- gerðarmanni á Suðureyri (f. 5. janúar 1893). örnólfur var þá ekk- JT KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR KUHNAk Bananar Del Monte — Appelsinur Jaffa — Appelsínur Maroc — Appelsínur PAX — Epli rauö USA INDEPEND- ENT — Epli rauö USA — Epli rauð ungversk — Epli gul — Epli græn Granny Smith — Sítrónur Jaffa — Greipfruit Kýpur — Greipfruit rautt — Melónur Brasilía — Melónur hvítar Jamaica, Vínber græn Cape — Vínber blá Cape — Perur ítalskar — Plómur rauöar — Plómur gular — Avocado — Kókoshnetur — Kiwi — Ferskjur — Nektar- ínur — Ananas. Einnig mikið úrval grænmetis á góöu veröi. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. ill. Fyrri kona hans, Finnborg Kristjánsdóttir, lést úr spönsku veikinni árið 1918 frá nýfæddri dóttur þeirra, Finnborgu. Ekki mun ofsögum sagt, að heimili þeirra örnólfs og Ragn- hildar hafi verið miðpunktur mannlífs á Suðureyri um langt skeið. Þótt örnólfur stundaði um- fangsmikinn atvinnurekstur hlóð- ust á hann fjölmörg trúnaðar- störf. Má nefna að hann var 15 ár oddviti hreppsnefndar, sýslu- nefndarmaður lengi, formaður skólanefndar á Suðureyri um fjölda ára og formaður skóla- nefndar Núpsskóla frá stofnun hennar 1930 til 1945 er hann flutt- ist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Marga þræði fleiri hafði Örnólfur I höndunum þó að hér verði eigi rakið. Það gefur augaleið að starf Ragnhildar á hinu þekkta heimili var geysilega umfangsmikið. Þangað sótti fjöldi gesta, æðri sem lægri, og margir þjóðkunnir menn urðu ævivinir Örnólfs og Ragn- hildar frá þeim dögum. Fjölskyld- an varð og stór. Börn þeirra voru níu er upp komust og öll nema yngsta dóttirin fæddust á Suður- eyri. Þau eru: Þorvarður, Anna, Valdimar, Ingólfur óttarr, Arn- björg Auður, Þórunn, Margrét, Guðrún (Jlfhildur og Sigríður Ásta. Eina dóttur, Guðrúnu, misstu þau þriggja ára gamla. Síðustu æviárin var Örnólfur oft þjáður af hjartasjúkdómi sem hann bar með karlmennsku. Reyndi þetta mjög á Hildi, en bæði nutu þess að eiga sér bjarg- fasta Guðstrú. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir i lífi Hildar, en hún hefur ætíð verið bjartsýn og trúuð á hið góða. Aldrei hef ég heyrt hana hallmæla nokkrum manni og hverju góðu málefni fylgir hún fram eins og kraftar leyfa. í lok þessa greinarkorns vil ég þakka þér, Hildur mín, samfylgd- ina á liðnum árum og óska þér alls hins besta. Eg veit að þeir eru ótal margir sem þannig hugsa til þín, með virðingu og hlýjum huga, nú á þessum tímamótum. Ég vil geta þess að lokum að Ragnhildur er að heiman í dag. Kristján Jóhannsson Unglingakvöld hjá KFUM & K UNGLINGAKVÖLD i vegun KFUM & K verða haldin í húsi fé- laganna að Lyngheiði 21, Kópavogi, nk. mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. Af dagskráratriðum má nefna: Rokk úr Keflavík, leiki og skemmtan, sönghópur syngur og leikrit út frá yfirskrift ungl- ingakvöldanna, sem er „Jesús lif- ir“. Guðni Gunnarsson, starfsmaður félaganna, flytur hugleiðingu bæði kvöldin. Eftir eiginlega dagskrá verður boðið upp á söngstofu, rabbkrók og myndbandssýningu. Sætaferðir verða frá öllum fé- lagshúsum KFUM & K í Rvk. kl. 20.00 bæði kvöldin og til baka aft- ur að lokinni samverustund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.