Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 32
S§2 «B MÖKGUMAÐIÐ, SÖNNUÍyÁGt’ff ^.'FÉBRbÁR 1985 félk í fréttum Ljósm. Mbl./Júlíus Hallur Skúlason og Grétar Marin- ósson eigendur Leiðsagnar sf. Á myndina vantar Svövu Guðmunds- dóttur og Lilju Kristófersdóttur, hina eigendurna. " ■ HALLUR SKÚLASON OG GRÉTAR MARINÓSSON Kennsla - ráðgjafarþjónusta „Þörf á slíkri þjónustu fyrir fólk“ Margir þurfa að leita sér leiðsagnar á ýmsum svið- um, en stundum reynist það ekki innan handar, sem að er leitað hverju sinni, þó að skóla og ráðgjafa virðist víða hægt að finna. Blm. uppgötvaði nýlega að til er i borginni kennsla og ráðgjafarþjónusta, sem lætur lítið yfir sér hvað auglýsingar og ytri ásýnd varðar, en hefur þó upp á að bjóða margskyns fræðslu sem mörgum ætti að geta komið að notum að vita af. Við heimsóttum Leiðsögn sf. í Breiðholtið fyrir skömmu og hittum þar fyrir tvo af eigendum þjónustunnar, Grétar Marinós- son og Hall Skúlason. „Við starfrækjum hér kennslu og ráðgjafarþjónustu og skiljum þær deildir að, eftir því sem hægt er. Fræðsluþjónustan hef- ur á sínum snærum námsaðstoð fyrir grunnskóla og fram- haldsskólastig en heldur einnig námskeið fyrir almenning. Það er kannski vert að taka fram að við lftum ekki á þetta sem einkaskóla, því við lútum ekki ákvæðum laga um grunn- skóla- og framhaldsskólamennt- un, heldur aðstoðum við fólk við það nám sem það þarf á að haida og vill læra.“ Ráðgjafarþjónustan aftur á móti býður upp á alhliða ráðgjöf hvort sem er fyrir börn, ungl- inga eða fullorðna, í sambandi við náms- eða starfsval og per- sónulega erfiðleika og einnig langtíma sálfræðilega meðferð fyrir einstaklinga, hjón og fjöl- skyldur. — Hverskonar námskeið eru það sem í boði eni fyrir almenn- ing? „Það eru tungumálanámskeið, þ.e.a.s. þýsku- og itölskunám- skeið fyrir fólk sem er á leið til þýsku- eða ítölskumælandi landa. Það er ný kennsluaðferð hjá okkur sem notuð er hér á landi og kennarinn, Christian Gabriel Favre, hagar henni þannig að hann byggir á mynd- máli og samræðum, þ.e. notar skuggamyndir, bækur með myndum, samtöl og segulband.” Þá erum við einnig með nám- skeið í viðhaldi bíla, sem Elías Arnlaugsson iðnskólakennari hefur umsjón með. Það er bæði bókleg og verkleg kennsla, sem þar er hægt að fá.“ — Hvaða námsgreinar er al- gengast að börn komi og fái hjálp með? „f grunnskólum eru það kjarnafögin, íslenska, stærð- fræði, enska og danska. Þegar lengra kemur eða i framhaldssk- óla eru það aðallega raungrein- ar, enska og þýska.“ —Er einhver aldurshópur sem leitar tii ykkar öðrum fremur? „Enn sem komið er eru það 7., 8. og 9. bekkingar. Það er líklegt að foreldrar yngstu barnanna sem eiga við erfiðleika að etja hafi ekki uppgötvað þetta enn.“ — Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þið lögðuð út í þetta? „Við höfum verið viðloðandi menntakerfið það lengi að við vissum að brýn þörf var á slíkri Hægt er að fá aðstoð fyrir alla sem eru á grunnskóla- og framhalds- skólastigi í Leiðsögn sf. Hér er Stella Eymundsdóttir að kenna tveim- ur ungum stúlkum íslensku. þjónustu fyrir fólk. Það þarf ekki annað að koma til en að sumir nemendur verði veikir, aðrir flytji á nýjan stað og þá þurfa þeir að ná þræðinum upp á nýtt. Við sáum ekki fram á að skólarnir kæmu til móts við þessas þörf, þannig að við ákváð- um að prófa að takast á við þetta. Þetta er alls engin sam- keppni við skólana heldur frekar til stuðnings við þá.“ — Eru kennararnir hjá ykkur ekkert óánægðir með launin? „Við erum með 10 kennara og þeir hafa ekkert kvartað enn sem komið er. Við auglýstum að- eins einu sinni eftir fólki og viðbrögðin voru þannig að við hefðum getað ráðið a.m.k. 30 kennara á stundinni. Eins og fram hefur komið hér fyrr býður þetta fyrirtæki ekki upp á kennslu utan hins opinbera kerf- is og það er auðséð að almenn- ingur er tilbúinn til að greiða fyrir þetta þó völ sé á endur- gjaldslausri kennslu hjá þvi opinbera. Hitt má benda á að þetta býður kennurum upp á betri kjör en þeir fá hjá grunnskólum og framhaldsskól- unum.“ — Er þetta kvöldskóli? „Nei, námsaðstoðin starfar virka daga frá klukkan 8 til 19 og tímarnir eru samkomulags- atriði milli kennara og nemenda, og svo eru kvöldnámskeiðin að auki. Ráðgjafarþjónustan er starfrækt um kvöld og helgar." — Hefur verið mikið um það að fólk hafi leitað til ykkar með vandamál sín í ráðgjöfina? „Það er nú kannski ekki að marka ennþá því ráðgjafarþjón- ustan er eiginlega i burðarliðn- um, en það hafa þó þann stutta tíma komið nokkrar tilvísanir frá skólum og þá sérstaklega skólum er ekki hafa upp á slíka ráðgjafarþjónustu að bjóða." Litrík brúð- kaupsmynd Eins og við greindum frá hér á síðunni fyrir nokkru gekk rokkarinn Ron Wo- od í það heilaga með sinni heittelskuðu, Jo Howard. Mætti Ron í gallabuxum, þröng- um bol og maulandi franskar kartöflur í athðfnina, eins og við greindum frá, og þótti engum í hans vinahópi tiltökumál þótt vegfarendur lyftu augabrúnum. í veislunni um kvöldið mætti Wood hins veg- ar í sínu fínasta pússi svo sem sjá má, en það fer ekki á milli mála á myndinni hver brúðguminn er. Væri gaman ef myndin væri í lit, þá myndi hárauð slaufa Woods njóta sín til hins ýtrasta. Myndin? Já, hún er skrautleg og tekin af veislugestum er liðið var á veisluna og gleðin stóð sem hæst. Þarna gefur að líta fríðan flokk og ýmsa fræga kappa úr rokkheiminum. Standandi f.v. eru Bill Wyman bassaleikari Rolling Stones, ónefndur kvenmaður, Charlie Watts kíkir yfir öxlina á Keith Richard sem leggur vinstri hönd á öxl brúðgumans hamingju- sama. Frú Wood er auðþekkjanleg við hlið Ronnie, en litli kappinn við öxlina á henni er Peter Cook, því næst gamli vinur Roll- inganna, Rod Stewart, með vinkonu sinni Kelly Emberg, því næst ungfrú að nafi Lorrain Kirke. Börnin fremst þekkjum við varla, en lengst til vinstri er Jesse Wood, sonur Ron Wood, Leah, dóttir Ron og Jo, loks Gregory Kirke, sonur Jo. í miðröðinni eru f.v. Lizzie Howard, systir Jo, popparinn Peter Frampton og gítarsnillingurinn Jeff Beck... i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.