Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 Cougar norðursins plotur Siguröur Sverrisson Bryan Adams Reckiess AM/Steinar Þeir hafa kallað hann John Cougar norðursins. Þeir, sem vitnað er til, eru Bandaríkja- menn og norðrið er í þessu tilviki Kanada. Bryan Adams er mað- urinn og samlíkingin við John Cougar er hreint ekki svo vit- laus. Ekki aðeins hafa þeir kumpánar á stundum nauðalika rödd heldur eru lög þeirra af sama meiði. Fremur lítil deili veit ég á Adams þessum, en veit þó að hann hefur átt a.m.k. fjögur lög, sem náð hafa á Top-40 í Banda- ríkjunum. Run to You heitir nýj- asti smellurinn hans og það var einmitt það lag, sem kveikti áhuga minn á þessum kanadíska rokkara. Það lag er þrusugott og platan sjálf er í senn feikilega áheyrileg og sannfærandi, þó að því gefnu að menn hafi gaman af rokki á borð við þetta, þ.e. bandarísku millivigtarrokki. Á plötu sinni nýtur Adams að- stoðar manna, sem allir vita upp á hár hvers krafist er af þeim, og skila verki sínu óaðfinnanlega. Það er kannski helst, að hljóð- færaleikurinn sé stundum einum of agaður en annað færi vart vel í tónlist sem þessari. Auk góðra hljóðfæraleikara fær Adams Tinu Turner til þess að syngja á móti sér í laginu It’s Only Love, sem er eitt af bestu lögum plötunnar ásamt Run to You, Long Gone (sem er reyndar ansi hreint líkt Bad Company- lögunum mörgum hverjum), og Heaven. Þar sýnir Adams á sér spariraddböndin og er nauðalík- ur Dan McCafferty, söngvara Nazareth. Svo mikið er víst, að vilji menn ná sér í plötu, sem hægt er að leika frá upphafi til enda án þess að finna dauðan punkt þá er Reckless gripurinn. Aðdáendur bandarísks (kanadísks i þessu tilviki, hvað með það) rokks ættu að íhuga kaup á þessai skífu. Hún er auranna fyllilega virði. KAUPMANNASAMTÖK ISLANDS ’A VE6VM KAUFMANNASflMTAKA ^SIANÞS OQ VEKZWNARSKÖIA ÍSIANDS tiZTST riMHTUDAGINN WTTTAKA TILKVNNI5T I SÍ M A 687811 Tannlæknastofa Hef opnaö tannlækningastofu aö Borgartúni 33. Viö- talstimi 8-19 virka daga og laugardaga 10-12. Sími 25299. Margrét María Þórðardóttir, tannlæknir. DAIO Athugiö að panta hin vinsælu og vönduðu DATO húsgögn tímanlega fyrir fermingarnar. Sendum bæklinga ef óskað er. DATO húsgögnin hafa verið valin til sýningar hjá íslenskum húsbúnaði, Langholtsvegi 111. TOPPHÚSGÖGN Smíðastofa EyjólfsEðvaldssonar Bíldshöfða 14 Reykjavík, sími 687173

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.