Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 Ásmundur Pálsson bridgespilari ístuttu spjalli Hann heitir Ásmundur Pálsson, er lögfræðingur að mennt og starfsmaður Sjóvá um margra ára bil. Þó er Ásmundur senni- lega betur þekktur sem einn besti bridgespilari landsins um áratuga skeið en sem lögfræðingur eða deildarstjóri hjá Sjóvá. Hann hefur unnið alla meiriháttar titla í íslensku bridgelífi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, og spilað nokkuð reglu- lega fyrir íslands hönd á erlendum stórmótum frá 1960. Ásmundur er 57 ára gamall, og segist varla spila nokkuð núorðið, að- eins þessi „föstu mót“, sem ýmsum þykir allnokk- uð, að meðaltali önnur hver helgi og eitt kvöld í miðri viku. En hver maður hefur sinn mælikvarða, og Ásmundur telur þetta „ekki nándar nærri nóg“. Hvenær byrja menn að spila bridge? Það fer eftir því hvað maður kallar að spila bridge" snýr Ásmundur út úr þeirri spurn- ingu hvenær hann fór fyrst að fikta við spilið, en það kemur upp úr kafinu að hann var aðeins smápatti þegar hann kynntist spilinu fyrt í heimahúsum. „Nú, við strákarnir spiluðum mikið i menntaskóla og á Gamla Garði, þegar að því kom. Ég kynntist Einari heitnum Þor- Finnssyni á háskólaárunum, við borðuðum oft saman og töluðum um bridge. Það var góður skóli. En keppnisbridge fór ég ekki að spila fyrir alvöru fyrr en undir 1960. Spilafélagar mínir á þess- um árum voru nokkrir, þeir Indriði Pálsson, séra Þorleifur Kristmundsson og Jóhann Jónsson, eða Jói Sigló, en með honum vann ég minn fyrsta titil. Við Hjalti Elíason byrjuðum aö spila saman haustið 1959 og okkar samvinna stóð sleitulaust í ein 18 ár, en báðir spiluðum við þó mikið við Einar Þorfinnsson inn á milli síðustu árin.“ Spilafélagi Ásmundar er nú Karl Sigurhjartarson, forstjóri Úrvals, og sveitarfélagar þeirra í hinni sigursælu Úrvalssveit eru Hjalti Elíasson, Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson. Þeir eru núverandi bikarmeist- arar og BR-meistarar, en tókst ekki að verja Reykjavíkurtitilinn þetta árið, höfnuðu þar í öðru sæti á eftir sveit Jóns Baldurs- sonar. — En Ásmundur, hvers vegna spila menn bridge? Er þetta ekki tímasóun og vitleysa?! „Ætli maður hafi ekki bara svona gaman af þessu! Það er varla önnur skýring. En ég hef aidrei litið á bridge sem tíma- sóun og sé ekki eftir einni ein- ustu mínútu sem ég ver við spilaborðið. Og það stafar kannski af því að bridge er svo fjandi líkt lífinu sjálfu." — Hvernig þá? „Það eru sams konar ákvarð- Ásmundur Pálsson við spilaborðið. anir sem menn taka við bridge- borðið og í lífinu, menn þurfa iðulega að taka afstöðu án þess að hafa nægar upplýsingar og standa síðan eða falla með henni. Svo má ekki gleyma því að hvergi kynnist maður skap- gerð manna betur en einmitt við bridgeborðið." — Hvaða eiginleika þurfa menn að hafa til að verða góðir bridgespilarar? „Fyrst og fremst áhuga, held ég-“ — Er það nóg? „Já, fyrir flesta." Antí-bridge Ásmundur er ekki einn þeirra manna sem halda nákvæmt bókhald yfir afrek sín við bridgeborðið — „mistökin eru eftirminnilegri," segir hann, og á þar marga skoðanabræður. En eitt gott spil er Ásmundi þó ofarlega í huga þegar á hann er gengið. Það kom upp fyrir nokkrum árum á móti hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og er Ásmundi minnisstætt fyrir það hversu undarlegt það er. „Ég hef aldrei séð nokkuð þessu !íkt, Morgunblaðið/Gunnlaugur Ragnarsson hvorki fyrr eða síðar," segir Ásmundur, enda kallar hann vinningsleiðina „antí-bridge“: Vestur Norður ♦ KD4 ♦ ÁD4 ♦ K102 ♦ ÁK65 Austur ♦ 9763 ♦ Á1085 ♦ 982 il ♦ G3 ♦ G73 ♦ ÁD9 ♦ G82 ♦ D973 Suður ♦ G2 ♦ K10765 ♦ 8754 ♦ 104 Vestur Norður Austur Suður — — 1 grand Pass Pl88 Dobl Pass 2 hjörtu P«M 3 hjörtu Pl88 Pass Pass 4 hjörtu Grandopnun austurs lofaði 12—14 punktum og N-S hefðu orðið nokkuð sælir af þvi að sitja í grandinu dobluðu eða spila 3 grönd, sem er einfaldur samn- ingur. En þá hefði Ásmundur heldur aldrei fengið tækifæri til að vinna fjögur hjörtu með glæsilegum „antí-bridge“. Vestur spilaði út laufgosa, sem var annað hvort þriðja eða fimmta hæsta. Ásmundur drap á ás og fór strax í spaðann. Austur gaf fyrsta slaginn, en tók næst á ásinn og spilaði þriðja spaðan- um. Hver myndi trúa því að óathuguðu máli að lykilspila- mennskan á þessu stigi væri að henda laufi heima, ekki tígli?! Slita samganginn við blindan! Lítum á hvernig Ásmundur hugsaði spilið. Hann vissi auð- vitað að austur hlaut að eiga tíg- ulásinn fyrir opnun sinni. Og hann taldi líklegt að spaðarnir væru 4—4, úr því að vestur hreyfði sig ekki úr grandinu. Og útspil vesturs í laufi var senni- lega frá þrílit, sem þýddi að austur var með 4—4 í svörtu lit- unum og 3—2 á annan hvorn veginn í hjarta og tígli. Það var til í dæminu að spila austur upp á ásinn annan í tígli með því að spila tvisvar smáum tígli, en Ásmundur fann betri leið, sem réð einnig við tvö hjörtu og þrjá tígla á austurhendinni. Inni á spaðanum í blindum, trompaði hann lauf heim og tók siðan kóng, ás og drottningu í hjarta. Staðan áður en hann spilaði hjartadrottningunni leit þannig út: Norður ♦ - ♦ D ♦ K102 ♦ K6 Vestur Austur ♦ 9 ♦ 10 ♦ 9 il ♦ - ♦ G73 ♦ ÁD9 ♦ G Suður ♦ - ♦ 107 ♦ 8754 ♦ - ♦ D9 Hverju á austur að kasta í hjartadrottninguna? Ekki laufi, svo mikið er víst, því þá verður laufsexan tíundi slagurinn. Spaða kannski? Ja, þá verður honum spilað inn á lauf og hann verður að gefa sagnhafa tíunda slaginn á tígulkónginn í borðinu. Það virðist því vera skást að henda tígulníunni, og það var reyndar það sem vestur gerði. Ásmundur spilaði þá litlum tígli, sem austur fékk á drottn- inguna og spilaði spaða. Ás- mundur trompaði, kastaði lauf- sexunni úr borði og spilaði aftur litlum tígli frá báðum höndum. Austur átti ekkert nema lauf eftir og láglitakóngarnir í borð- inu fengu tvo siðustu slagina. Nú fyrst skilst það almenni- lega hvers vegna nauðsynlegt var að kasta laufi undir þriðja spaðann, en ekki tígli. Þá tapast spilið á styttingi. Lítum sem snöggvast á stöðuna sem kæmi upp: Norður ♦ - ♦ D ♦ K102 ♦ 6 Vestur Austur ♦ 9 ♦ 10 ♦ 9 llllll ♦ - ♦ G73 ♦ ÁD9 ♦ - Suður ♦ - ♦ 106 ♦ 875 ♦ - ♦ D Nú hefur austur efni á því að kasta tígli í hjartadrottninguna, því hann á tvö hæstu spilin í svörtu litunum, getur notað ann- að þeirra til að taka síðasta trompið af suðri og hitt til að innbyrða fjórða slag varnarinn- ar. Nei, austur gaf ekki spilið með því að spila spaða til baka inni á spaðaás. Það breytir engu þótt hann spili laufi, því þá geymir Ásmundur sér spaðavaldið þar til hann hefur tekið þrjá efstu í trompinu og kannað afköstin. Iæsandinn getur leikið sér að því dæmi ef hann nennir. GPA BRIDGE er eins og lífið sjálft kólar í nglandi Meads School í Eastbourne er mjög vandaður skóli í fallegu umhverfi á suðurströnd Eng- lands. Aðeins 85 mínútur í lest til London. Búið hjá völdum fjöl- skyldum. Námskeið fyrir full- orðna, unglinga og börn. Skemmtanir og íþróttir. Ferða- lög um Suður-England til helstu merkisstaða. Næstu námskeið: 23. mars — 22. júní (13 vikur). Sumarnámskeið hefjast: 31. maí, 28. júní, 26. júlí og 23. ágúst. Vönduðustu skólarnir. Bessie, Sólvallagötu 28 (kl. 12—14 daglega). Sími 25149. Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur endingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farið gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venju- lega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvotta- efni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önn- ur sterk sápuefni á Koik-o- Plast. Einkaumboó á ísland: Þ. Þorgrímsson & Co„ Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.