Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 25
M0RGUNBLAÐIÐ> SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 25 Þórir Jónsson ávarpar gesti. Benedikt Gröndal sendiherra af- hendir félaginu nýjan fundarhamar að gjöf. Gunnar Benediktason, raeóumaður kvöldsins. an forystumenn félagsins og voru ósjaldan geröar samþykktir af pólitískum toga, sem yfirleitt gengu í vinstri átt. Peningamál stúdenta voru iðulega til umræðu á bernskuárum félagsins og eru það reyndar enn í dag. í einni fundargerð frá 1939 má lesa að fundurinn skori á ríkisstjórn að gera ráðstafanir til að bæta ís- lenskum námsmönnum erlendis upp þá erfiðleika, sem lækkun krónunnar óhjákvæmilega hljóti að baka þeim o.s.frv. Snemma fóru því gengisfellingar fslensku krón- unnar að leika ísl. stúdenta grátt. í apríl 1945 beitti lslendingafé- lagið sér fvrir matar- og fatasend- ingum til Islendinga í Noregi, sem þá voru farnir að líða skort vegna stríðsins. Varð að ráði að íslend- ingar í Stokkhólmi skutu saman skömmtunarmiðum sínum til vörukaupa. Ekki fór félagið varhluta af um- ræðunni um herstöðvamál og urðu um það heitar umræður og deilur innan félagsins er ollu úrsögn flestra stjórnarmanna úr félaginu þann 9. des. 1945. Fyrstu árin voru flestar sam- komur félagsins með formlegu málfundarsniði en það breyttist með árunum og tók á sig frjáls- legri blæ. Formfesta var þó nokk- ur á skemmtunum, þar sem ræður voru ætíð haldnar undir borðum og iðulega krafist samkvæmis- klæðnaðar. Eins og gengur með allt félags- starf hefur starfsemin í kringum þetta félag verið mismunandi kraftmikil í gegnum árin. Fundar- gerðir hafa seinni árin oft verið í opinskáum stíl. Eitt deilumál varð lífseigara en öll önnur, en það var deilan um heiti félagsins, sem stóð í 27 ár. Félagið hét upphaflega Félag ís- lenskra stúdenta í Stokkhólmi. Tillaga um breytingu á því var borin upp 1942 en var ekki sam- þykkt í núverandi mynd fyrr en 1969. Margir heiðursfélagar hafa verið kjörnir og að öðrum heið- ursfélögum ólöstuðum ber nafn dr. Sigurðar Þrarinssonar hæst. Að sögn Jóns Daníelssonar hefði verið hægt að skrifa heila bók um störf Sigurðar í þágu félagsins. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og mörgu sleppt sem e.t.v. hefði átt heima í þessu stutta söguágripi íslendingafélagsins. Þeim sem áhuga hafa á að verða sér út um þetta merka afmælisrit félagsins, vil ég benda á að snúa sér til Þóris Jónssonar, Rynke- bysvángen 65/401, S-Stockholm. Afmælishóf íslend- ingafélagsins Afmælishóf Islendingafélagsins f Stokkhólmi var haldið á veit- ingastaðnum Admiralen á Djur- gárden (Stokkhólmi). Hóf þetta var sérlega vel heppnað og þeim sem að stóðu og gestum til hins mesta sóma. Þar var saman kom- inn samstilltur hópur íslendinga, um 150 manns, sem var ákveðinn að minnast þessara timamóta á skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Undirbúningur skemmtiat- riða hefur greinilega verið gífur- lega mikill og margar fúsar hend- ur lagt þar hönd á plóginn. Hófið hófst með ræðu formanns íslendingafélagsins, Þóris Jóns- sonar, en síðan tók veislustjóri kvöldsins, Birgir Jakobsson, við og stjórnaði borðhaldi og kynningu skemmtiatriða. Var það samdóma álit manna að Birgir hafi leyst þetta vandasama verk skörulega og vel af hendi. Benedikt Gröndal, sendiherra, hélt svo stutt og gamansamt ávarp. Síðan söng Berglind Bjarnadóttir, söngkona, nokkur lög við frábærar undirtektir gesta. Aðalræðu kvöldsins flutti Gunnar Benediktsson og var góður rómur gerður að ræðu hans. Haukur Þorsteinsson, formaður Lands- sambands íslendingafélaganna í Svíþjóð, flutti stutt ávarp og óskaði „afmælisbarninu" heilla. Þá fluttu þeir Jakob S. Jónsson, vísnasöngvari, og Jón Rafnsson, bassaleikari, gamanvfsur, og var þeim ákaft fagnað. Kórkvintett ís- lendingafélagsins söng við góðar undirtektir nokkur vel valin lög undir stjórn Berglindar Bjarna- dóttur. Hápunktur kvöldsins var útnefning heiðursfélaga. Formað- urinn, Þórir Jónsson, heiðraði þrjá félaga, þau Áslaugu Skúladóttur starfsmann f sendiráðinu, Hinrik Guðmundsson, trésmið, og Hall- dóru Briem, sem ekki gat verið viðstödd. Að lokum skemmtu ómar Ragn- arsson og Haukur Heiðar af sinni alkunnu snilld. Tókst Ómari svo vel upp að haft var á orði að menn mættu þakka fyrir að fara ekki úr kjálkalið. Eitt er vfst að daginn eftir voru margir með harðsperrur i andlitsvöðvum enda samdóma álit að ómar hafi farið á kostum og tekist sérstaklega vel upp þetta kvöld. Því næst var stiginn dans fram eftir nóttu. Framtak af þessu tagi er mjög lofsvert og er mér kunnugt um að allir veislugestir kunna stjórn ís- lendingafélagsins undir forystu Þóris Jónssonar hinar bestu þakk- ir fyrir góða skemmtun. Toto lítur ekki um öxl Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Toto Isolation CBS/Steinar Almennt voru menn þeirrar skoðunar að félögunum í Toto kæmi til með að reynast erfitt að bæta um betur eftir að plata þeirra, IV, kom út 1982. Eftir rúmlega tveggja ára bið hafa þeir sexmenningar sent frá sér nýja plötu, sem ber nafnið Isolation. Þótt það kunni að hljóma ótrúlega er ég hreint ekki frá því að hún standi IV enn framar. Sú breyting hefur orðið á liðs- skipan Toto frá því IV kom út, að söngvarinn Bobby Kimball (hann var „böstaður" fyrir að vera með kókaín í fórum sínum) er ekki lengur með og í hans stað kemur Fergie Frederiksen. Sá hefur mjög svipaða rödd og Kimball og verður því ekki til þess að breyta Toto- mynstrinu neitt. Þá hefur David Hungate, bassaleikari, helst úr lestinni og sæti hans tók þriðji Porcaro-bróðirinn, Mike. Þótt yfirbragð tónlistarinnar hjá Toto sé um flest svipað því sem var þá, eru lögin beittari, sem m.a. stafar af kröftugri trommum og meira áberandi gítarleik. „Sándið“ hefur líka verið hreinsað upp og er ekki eins slípað og áður. Lögin eru sem fyrr mjög sterk mörg hver, sum hreinustu perlur, og eru þeim eiginleikum gædd að hlusta þarf á þau nokkrum sinnum til þess að þau síist inn. Fyrir vikið vinnur Isolation á við hverja hlustun og eftir þá sjöttu (þegar þessi dómur er skrifaður) stendur hún í 4 stjörnum af 5 stjörnu-skali væri notaður. Hefur unnið sig upp úr 2 við fyrstu og aðra hlustun. Vel má vera að mörgum þyki ekki mikið til tónlistar Toto koma. Hún er fáguð, hljóðfæraleikurinn afbragðs og annað eftir því. Iðnað- arrokk er þetta kallað og er kannski ekkert annað. En það er leikur einn að hafa af þvi gaman. Bestu lög; flest. Magnús Brynjólfsson, fréttarítari Mbl í Uppsölum, SvfþjóÖ. á konudaginn i-MIOMLAVINITH VIÐ MIKLATORG Hafnarstræti 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.