Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1986
Churchill, með Clementine konu sína sér við hlið, veifar hattinum á framboðsferð árið 1924.
ekkert minna. Er Churchill sneri
aftur til Lundúna fékk hann
slæma lungnabólgu en sigraðist á
henni með ótrúlegum mætti.
X
Risarnir þrír
Fyrsti sameiginlegi fundur
Churchills Stalíns og Roosevelts
var í nóvember, 1943 í Teheran í
íran. Risarnir þrír, eins og þeir
voru kallaðir, ráðgerðu árás
bandamanna í Frakkland næsta
vor. Á leið sinni til Englands fékk
Churchill aftur slæma lungna-
bólgu en náði sér ótrúlega vel á
skömmum tíma.
Aftur hittust þeir í Yalta í
Rússlandi, í febrúar 1945. Sigur
virtist í sjónmáli og leiðtogarnir
þrír komu sér saman um að taka
sameiginlega yfir Þýskaland eftir
algjöra uppgjöf þess. Churchill
vantreysti Stalín og óttaðist að
Rússar myndu halda eftir land-
svæðum í A-Evrópu sem hersveit-
ir þeirra héldu þá þegar. Roose-
velt, sem þá var orðinn náinn vin-
ur Churchills, lést aðeins tveimur
mánuðum eftir fundinn og Harry
S. Truman, varaforseti, varð for-
seti Bandaríkjanna.
Þjóðverjar gáfust upp þann 7.
maí 1945, næstum fimm árum eft-
ir að Churchill tók við forsætis-
ráðherraembættinu. í júlí hitti
Churchill þá Truman og Stalín í
Potsdam í Þýskalandi til viðræðna
um stjórnun og skiptingu Þýska-
lands. En Churchill sneri fljótt
heim aftur til Lundúna er ijóst
var að hann var ekki lengur for-
sætisráðherra. íhaldsmenn höfðu
gjörtapað þingkosningunum er
fram höfðu farið fáum vikum áð-
ur. Verkamannaflokkurinn hafði
gjörsigrað kosningarnar en þeir
höfðu lofað talsverðum sósíalísk-
um breytingum auk þess sem fólk
greiddi þeim atkvæði til að losna
við áhrif íhaldsflokksins, sem ver-
ið hafði við völd frá því fyrir stríð,
um að hafa ekki undirbúið Breta
sem skyldi fyrir þátttöku þeirra í
heimsstyrjöldinni síðari. Kosn-
ingaósigurinn varð Churchill
þungt áfall sem hann tók nærri
sér. Clement R. Attlee varð næsti
forsætisráðherra Breta.
XI
Leiðogi stjórnar-
andstöðunnar
Churchill varð leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í neðri málstofu
breska þingsins eftir að hann lét
af embætti forsætisráðherra.
Hann hvatti þingið til að skipu-
leggja varnir þjóðarinnar og var-
aði hinn frjálsa vestræna heim við
hinum sívaxandi áhrifum út-
þenslustefnu Sovét-kommúnism-
ans í Evrópu. Þann 5. mars 1946
hélt Churchill sína frægu ræðu í
Fulton í Missouri í Banda-
ríkjunum, þar sem hann fjallaði
um ógnir kommúnismans og sagði
að svo væri komið, að járntjald
hefði verið strengt eftir endilangri
Evrópu. Enn aftur var hann ásak-
aður fyrir stríðsæsimennsku.
Stjórnmál, fyrirlestrahald,
listmálun og ritstörf héldu
Churchill uppteknum. En samt
var það ekki nóg til að fullnægja
ótrúlegri athafnaþrá hans. Hann
fann sér margt til dundurs í
kringum Chartwell Manor, sveita-
setur sitt i Kent. Hann lagði mikla
vinnu og stolt í ræktun nautgripa
og veðreiðahesta. Árið 1948 kom
út f.Tsta bindi ritverks hans um
heimsstyrjöldina síðari en sjötta
og síðasta bindi þessa vandaða rit-
verks kom út árið 1953.
XII
Forsætisráðherra í
annað sinn
íhaldsflokkurinn komst aftur til
valda árið 1951, og var Churchill
skipaður forsætisráðherra í annað
sinn, þá 77 ára að aldri. Sem áður
helgaði hann utanríkismálum
mestan hluta krafta sinna. Hann
heimsótti m.a. Bandaríkin 1952,
1953 og 1954.
f apríl 1953 var Churchill sleg-
inn til riddara af hæstu gráðu
sokkabandsorðunnar af Elisabetu
II drottningu. Churchill hafði ver-
ið boðinn þessi heiður 1945, en
hann hafði afþakkað vegna kosn-
ingaósigursins 1945. Hann hafði
auk þess afþakkað jarldóm og
hertogatign, þar sem það hefði
komið í veg fyrir að hann hefði
getað setið í neðri málstofu breska
þingsins (House of Commons). í
júní 1953 fékk Sir Winston nokkr-
um sinnum slag sem olli því að
vinstri hlið hans lamaðist, en
hann náði sér á undraverðum
tíma.
Síðla árs 1953 voru Churchill
veitt bókmenntaverðlaun Nobels
fyrir ritstörf sín og frábæra ræðu-
mennsku. Ári siðar, þann 30. nóv-
ember 1954, hélt Churchill upp á
áttræðisafmæli sitt. Fólk úr öllum
stjórnmálaflokkum kom saman til
að heiðra hann. Gjafir og afmælis-
óskir hrönnuðust upp frá öllum
heimshornum. Sú virðing og hug-
látsemi er Churchill var sýnd,
snerti hann djúpt.
XIII
Endir langrar starfsævi
Churchill sneri sér að ritstörf-
um og listmálun. Hann vann að
fjögurra binda ritverki sínu um
sögu hinnar enskumælandi þjóð-
ar, (History of the English Speak-
ing People 1956—1958) en hann
hóf að vinna að því 20 árum áður.
Þingsæti sínu hélt Churchill, þó
líkami hans væri beygður af elli.
Þar sem rödd hans hafði hljómað
svo snjallt áður, sat hann nú þög-
ull.
Bandaríkjaþing gerði Churchill
að heiðursborgara Bandaríkjanna
árið 1963. Með þessu lét það í ljósi
þakklæti bandarísku þjóðarinnar
til þess manns er svo mikið hafði
unnið í þágu friðar og lýðræðis í
heiminum.
Hinn einstæði starfsferill
Churchills endaði 1964 er hann
ákvað að sækjast ekki eftir endur-
kjöri í breska þingið. Hann hafði
setið í breska þinginu frá
1901-1922 og frá 1924 og þar til
hann dró sig í hlé 40 árum síðar.
Churchill fékk slag þann 15.
janúar 1965 og lést 9 dögum síðar,
níræður að aldri. Að lokinni glæsi-
legri og virðulegri opinberri útför
var hann jarðsettur nálægt fæð-
ingarstað sínum, Blenheim-höll í
Oxfordshire.
Arni Sigurdsson er skiptinemi í
Bandaríkjunum.
HVERFAFUNDIR BORGARST JÓRA1985
Hvað hefur
áunnist?
Hvert stefnum
við?
DAVÍD ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU
OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA
■FUNDUR
Árbæjar- og
Seláshverfi
Sunnudagur 24. febrúar kl. 15.00 í Fé-
lagsheimilinu Ársel viö Rofabæ.
Fundarstjóri: Vilhjálmur B. Vilhjálms-
son, deildarstjóri.
Fundarritarí: Jóhannes Óli Garöarsson,
framkvæmdastjóri.
Davíö Oddsson, borgarstjóri, flytur
ræöu og svarar fyrirspurnum fundar-
gesta.
Á fundinum veröa sýnd líkön, lit-
skyggnur og skipulagsuppdrættir.
r
v.
REYKVÍKINGAR!
FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA.
KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST
UMHVERFI YKKAR BETUR.