Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1986 FÖNG Bolli Gústavsson SNH) OG IJTBLÆR I Listræn amboð Þegar við skoðum amboð frá þeim tímum, er tóvinna var veiga- mikill þáttur í daglegu lífi fólks á íslenskum sveitaheimilum undr- umst við það oft af hve miklu list- fengi og vandvirkni þessi áhöld hafa verið gerð. Snældustokkar voru stundum úrskornir, lyppulár- ar margir hverjir gersemar og rokkar gátu verið völundarsmíði; jafnvel hesputrén. Mataráhöld og ílát, svo sem spænir og askar, voru ósjaldan gerð af miklum hagleik, prýdd útskurði og gædd formfeg- urð. Það gefur augaleið, að vel gerðir hlutir hafa helst varðveist og þá sjáum við um þessar mundir sem safngripi eða dýrmæta heim- ilisprýði á heiðursstöðum í stof- um. Hitt er víst, að mikill munur gat verið á amboðum og þá ekki síst þeim, sem notuð voru til mold- arverka eða heyskapar. Oft heyrði ég talað um lipur orf á árum áður. Þau voru þá létt og vel gerð, en önnur þóttu þung og óhentug. Því er þetta rifjað upp nú, að í spjalli sem ég átti við Helga Vil- bergs, skólastjóra Myndlistarskól- ans á Akureyri, bar hönnun mjög á góma. Með kennurum skólans hefur Helgi verið að móta stefnu, sem mun víkka starfssvið stofnun- arinnar og gera hana einstæða í íslensku menntakerfi. Sumarið 1983 var lokið gerð áætlunar um þróun skólans á árunum 1983 til 1990. Sú áætlun var gefin út í vönduðu formi síðla sumars 1983. Einkunnarorðin, sem skólastjór- inn valdi ritinu, gefa nokkra hugmynd um, hvert skal stefnt, en þau eru á þessa leið: „Snið og lit- blær hlutar skiptir jafn miklu máli og vandað málfar eða vel kveðin vísa.“ Raunar felst f þess- um orðum sú stefna, sem hefur reynst íslenskri menningu hald- best í aldanna rás. II „Bíddu, Helgi Vilberg!" Um miðjan dag sitjum við Helgi á skrifstofu hans f Myndlistar- skólanum, sem er á efstu hæð f fjögurra hæða verslunar- og skrifstofuhúsi nyrst við Glerár- götu. Út um stóra vesturglugga ber snævikrýndar Súlur við heið- an vetrarhimin. Ljós og skuggar leika í klettabeltunum neðar og næst okkur opnast dalverpi til suðvesturs upp af verksmiðjum SfS. Það hvílir þokki yfir þessari björtu skrifstofu, sem er búin virðulegum en þægilegum hús- gögnum og í gluggakistum er röð af fjölbreyttum, smágerðum kakt- usum. Helgi Vilberg er borinn og barn- fæddur Akureyringur. Snemma kveðst hann hafa fengið brenn- andi löngun til myndlistarnáms. Foreldrar hans höfðu bæði áhuga fyrir ljósmyndagerð, notuðu frf- stundir til myndatöku og gerðu töluvert af því að lita myndir með olíulitum. Var drengurinn ein- dregið hvattur til þess að teikna og einnig fór hann snemma að föndra með liti. í Barnaskóla Ak- ureyrar lærði Helgi teikningu hjá þeim Jens Sumarliðasyni og Aðal- steini Vestmann. Aðalsteinn, sem er lærður húsamálari, hafði einnig lokið teiknikennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla fs- lands. Þegar á þessum árum var Helgi ákveðinn í því að verða listmálari. Ekki kvað hann það hafa dregið úr þeirri ákvörðun sinni, er hann fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í myndmennt við burtfararpróf úr barnaskólan- um vorið 1964. Hróðugur kom hann heim með Maleriets historie. Þá þegar hafði hann og notið leið- sagnar Einars Helgasonar, list- málara og íþróttamanns, á kvöld- námskeiðum í meðferð olíulita. Einar varð síðan kennari hans í gagnfræðaskóla. Hafði hann og lokið prófi frá Myndlistaskólanum eins og Aöalsteinn. — Þeir voru minir menn, þessir kennarar, seg- ir Helgi brosandi, — og ekki leit ég upp til neinna hér í bæ eins og til þeirra ágætu myndlistar- manna, enda risu þeir vel undir því. Þeim var sannarlega lagið að glæða áhuga nemenda sinna, enda vel menntir hæfileikamenn. Að loknu landsprófi vorið 1969 tók Helgi próf inn í Myndlista- og handíðaskóla fslands, sem þá var undir stjórn Harðar Ágústssonar. Eftir tveggja vetra forskóla valdi hann málunar- og kennaradeildir. Kennarapróf vildi hann hafa til góða, en áhuginn beindist mest að málverkinu. Aðalkennarar hans voru þeir Einar Hákonarson og Bragi Ásgeirsson, einnig naut hann tilsagnar Kjartans Guð- jónssonar og Þorbjargar Hös- kuldsdóttur o.fl. Þegar ég spyr Helga, hvort hann hafi ekki tekið þátt í sýningum á þessum árum, hristir hann höfuðið. — Nei. Það var ákveðin regla, að menn gerðu það ekki á námsárunum, nema á vorsýningu skólans. Alls ekki utan hans. Fyrst sýndi ég myndir árið 1974 í Myndsmiðjunni á Akureyri með þeim Aðalsteini Vestmann, Erni Inga og Hallmundi Krist- inssyni. Við Hallmundur höfðum verið samtímis í Myndlistaskólan- um. Þar voru þá einnig meðal ann- arra þau Magnús Kjartansson, Ása Ólafsdóttir vefari og Stein- unn Bergsteinsdóttir hönnuður. Þá má ég nefna Örlyg Kristinsson og Valgerði Erlendsdóttur vefara, sem nú eru búsett á Siglufirði, áreiöanlega ti heilla fyrir lista- og menningarlífiö þar. Það var mikiö lff í Myndlistaskólanum á þessum árum og töluverð ólga. Á þriðja og fjórða ári þóttust nemendur vita öðrum betur, hvernig reka ætti Helgi Vilberg slíkan skóla. Ég minnist þess, að eitt sinn hélt ég langa tölu á fundi nemenda og kennara og taldi mig geta sýnt fram á það, hvernig bæri að stjórna skólanum. Þá spratt Hörður Ágústsson á fætur og sagði: „Bíddu, Helgi Vilberg, þar til þú kemst í sömu aðstöðu og ég!“ Og víst var skólinn góður, þótt við værum með eitthvert „múður“! Kennararnir reyndust okkur góðir félagar og Herði skólastjóra var umhugað um velferð sérhvers nemanda. Hann var röggsamur og einnig víðsýnn kennari. Ekki má ég heldur láta hjá líða að geta þess, að Björn Th. Björnsson kenndi listasöguna með þeim hætti, að engum gleymist. Hann gæddi hana lífi og einstöku seið- magni. III Upphaf Myndlistar- skólans Það var vorið 1973, sem Helgi tók lokapróf frá skólanum eftir fjögurra ára nám. Þegar á næsta hausti réðst hann kennari við Glerár- og Oddeyrarskóla á Akur- eyri og kenndi þar eldri hópum myndmennt. Þetta sama haust var Myndsmiðjan stofnuð af Mynd- listarfélagi Akureyrar í gamla Verslunarmannahúsinu við Gránufélagsgötu. Eins og fyrr hefur komið fram hér í Föngum var Guðmundur Ármann skóla- stjóri fyrsta árið, en Helgi átti sæti í skólanefnd með Aðalsteini Vestmann, Ullu Árdal, Erni Inga og Steinunni Pálsdóttur tekstil- hönnuði. Þótt Helgi kenndi ekki við skólann var þar nógu að sinna, því nefndin hélt vikulega fundi. Reyndust viðhorf aðstandenda þessa skóla harla ólík og þvi var tekist á um ýmsar leiðir og áform. Svo fór, að Myndsmiðjan var lögð niður næsta vor. Var þá leitað til Akureyrarbæjar um að hann tæki við rekstri skólans, en því var ekki ansað. Um haustið 1974 kom Helgi að máli við Aðalstein Vestmann og bar þeim saman um að eigi að síður skyldi stofnaður myndlist- arskóli á Akureyri, sem yrði þá sjálfseignarstofnun. Sólveig Stefánsson var ráðin kennari og gegndi hún því starfi allt til vorsins 1977. Allan þann tíma var skólinn til húsa í Versl- unarmannahúsinu. Helgi, Aðal- steinn og Ulla Þormar áttu áfram sæti í skólanefnd. Sigurður óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi var mjög áhugasamur stuðningsmað- ur skólans frá upphafi og taldi hann góðar horfur á því, að Akur- eyrarbær myndi ekki bregðast, þegar sýnt yrði að skólinn hefði mikilvægu og vaxandi hlutverki að gegna. Sú varð raunin á, því brátt fór bærinn að styrkja starf hans. Vorið 1977 fluttist skólinn hingað að Glerárgötu 34, eftir að ákveðið var að gamla Verslunarmanna- húsið skyldi rifið. Þá varð að ráði, að Helgi Vilberg tæki við stjórn hans. Var það ekki síst fyrir hvatningu frá Sigurði óla Brynj- ólfssyni, að hann tók sér ársleyfi frá kennslu við Glerárskólann til þess. Helgi hafði þá verið þar í fullu starfi frá haustinu 1975. 1 fyrstu fékk Myndlistarskólinn hálfa hæðina hér eða 190ma. í hin- um hlutanum var Gallerí Háhóll og Innrömmunarverkstæði Arnar Inga. Þetta sama haust var haldin mikil sýning á vegum skólans á verkum, sem margir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar gáfu til stuðnings skólanum. Þeirra á meðal voru t.d. Þorvaldur Skúla- son og Valtýr Pétursson. Það munaði sannarlega um það fram- lag og ekki síður um þann hug, sem að baki bjó. Hann hlaut að verka hvetjandi og auka á líkur fyrir stuðningi annarra aðila við stofnunina. Fyrstu þrjá veturna kenndu þau Anna Þóra Karlsdótt- ir tekstilhönnuður og Guðmundur Sigurðsson innanhúsarkitekt með Helga Vilberg. Síðan hafa margir kennarar starfað við skólann. Hann naut frá upphafi eindregins stuðnings kennara og skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Skrifuðu þeir bæjaryfir- völdum á Akureyri hvatningar- bréf. Einar Hákonarson skóla- stjóri mælti eindregið með því, að hér fyrir norðan yrði stofnuð for- námsdeild. Hófst hún haustið 1979. Helgi Vilberg leggur áherslu á það, að Akureyrarbær hafi stað- ið sig vel gagnvart skólanum, þótt óneitanlega hafi það stundum kostað nokkra eftirgangsmuni að fá nauðsynlegan fjárstuðning. Þá má heldur ekki gleyma því, að auk þess hafa menningarlega sinnaðir einstaklingar komið skólanum til aðstoðar, þegar syrti í álinn, — bætir hann við. — Enginn stjórn- málamaður innan bæjarstjórnar hefur sýnt jafn mikinn áhuga og stuðning og Sigurður heitinn óli. Það var ævinlega gott til hans að leita og hann gaf jafnan góð og heil ráð. Kom Sigurður á hverja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.