Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 A DROITINSWEI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir EÞIOPIA, land menningar, stolts og hungurs Um áramótin fóru þeir Arni Gunnarsson og séra Bernharður Guðmundson til Eþíópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar til að undirbúa þátttöku íslenzku þjóð- kirkjunnar í hjálparstarfinu þar. Ég spurði séra Bernharð hvað hon- um væri efst í huga um þessa ferð nú þegar nokkur tími er liðinn frá því að hann kom heim. Ég hef nú síðan ég kom heim farið all víða og sagt frá þessari ferð. m.a. í skólum. Það hefur vakið mér ugg hvað fjölmiðlar hafa gefið eintóna og þar með skekkta mynd af landi og þjóð í Eþíópíu. Áherzlan hefur legið á hungurmyndinni. Þetta er kannski eðlilegt. En það er að- eins ein hliðin. Myndin, sem börnin fá af Eþíópíu er mynd af hungri. En þar býr stolt þjóð með mikinn og margvíslegan menningararf sem hefur okkur miklu að miðla. Líklega á þessi þjóð hvað lengsta sögu í heimin- um. Þar hafa t.d. fundizt þriggja og hálfrar milljón ára gamlar leifar elstu mannveru, sem vitað er um. Lucy er hún kölluð. Þjóð ævagamailar menningar Þetta er þjóð, sem lifir með sinni sögu, sem gerðist fyrir þús- undum ára. Þjóð, sem á sér mikil listræn verðmæti i myndum, tónum og máli. Þegar ég hef tal- að við börnin í skólunum virðist mér þau hafa fengið þá mynd að í Eþíópíu séu einvörðungu deyj- andi börn. Það er svo hætt við því að börnin okkar hugsi að við séum þau, sem bjargi, þetta fólk sé upp á góðmennsku okkar komið. Þctta kann að lita af- stöðu þeirra til þriðja heimsins yfirleitt. Við skulum ekki gleyma því að það eru forrétt- indi að fá að gefa og geta gefið. Stuðningur við þau, sem eiga í Sr. Bernharður Guðmundssoi bjóða alla möguleika til fisk- veiða. En þekkinguna skortir, tækni og fjármagn. Ég held að íslendingar hafi þar af mjög miklu að miðla, tækniþekkingu í fiskveiðum og jarðfræðiþekk- ingu. Eþíópía er eldfjallaland og jarðfræðiþekking okkar ætti að koma mjög að gagni við vatnsleit og vatnsboranir, sem er afar brýnt mál á þessu þurra landi. Auk þess er sú staðreynd að við erum lítil þjóð, sem einu sinni var nýlenduþjóð. Þess vegna ættum við að skilja aðstæður Eþíópíu sem þiggjenda. Það er ekki auðvelt að þiggja sífellt gjafir frá öðrum löndum og halda samt fullri reisn og sjálfs- virðingu. Eþíópsku konurnar ( matgjafabúðunum eru farnar að elda mat og það birti yfir andlitum barnanna. Lífið er aftur að komast í eðlilegt horf. Þátttaka Eþfópanna f sUrfinu er nauðsynleg. Hér vinna menn fyrir fæði með þvf að byggja kamra. erfiðleikunum, er stuðningur við okkur sjálf sem mannkyn. Hjálp tii sjálfshjálpar Þessi stuðningur verður að halda áfram a.m.k. út þetta ár. Ef vel rignir ætti uppskera að fást fyrir jól. En auk þessa þarf mikið og margvíslegt þróunar- starf, hjálp til sáluhjálpar. Þarna er jörð, sem getur brauðf- ætt sitt fólk, sjór og vötn, sem Friður fvTÍr bæn og starf Á föstudaginn kemur, hinn 1. marz, er Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna. Samkomur verða þá víða um land. Ind- verskar konur hafa undirbúið dagskrána sem hefur verið send út um allan heim. Þær völdu yfirskriftina Friður fyrir bæn og starf. Lótusblómið er þjóðarblóm Indlands. Það líkist vatnalilj- unni, vex í lygnu vatni, rótfest f botnleðjunni. Með löngum stilknum teygir það sig upp úr vatninu eftir sól og lofti. Þetta blóm hefur tvo liti, rauðan og hvítan. Botnleðjan er tákn þjáningarinnar, sársaukans, óréttlætisins og friðleysisins í þjóðfélögum okkar. Vatnið lygna er sem kyrrðin, sem ríkir á yfirborðinu í heimi átaka, firringar og afneitunar raun- veruleikans. Blómið, sem leitar upp á við, er tákn baráttunnar í bæn og starfi fyrir innri og ytri friði. Siðrænt vandamál Það var mjög uppörvandi að koma í matgjafabúðirnar og hitta hraustlega krakka, sem höfðu fengið mat um nokkra vikna skeið, og sjá muninn á þeim og hinum nýkomnu, sem voru að berjast til lifsins. Þar sást hver vonin var. Starfslið búðanna á við mikil vandamál að etja ekki sízt siðræn. Víða kemur miklu fleira fólk til matgjafa- búðanna en hægt er að sinna. Þá eru börnin mæld og þau sem ná ekki ákveðnu máli, fá ákveðinn matarskammt. En á aö sinna þeim, sem lengst eru leidd og lft- il von er um að haldi lffi og falla kannski í næsta mótbyr? Eða á að sinna þeim, sem komast lík- legast af? Eþíópskar mæður velja þau sterkustu og gefa þeim matinn en fela frekar þau, sem eru veikburða. Þetta er andstætt þeirri reynzlu og þjálfun, sem heilbrigðisstéttirnar hafa í að bjarga skuli lífi. En á að verja hluta úr degi eða heilum degi f að mata dauðvona bam? Eða á að nota tímann til að sinna stór- um hópi barna? Og hvað um öll börnin sem ekki koma í mat- gjafabúðirnar, fólkið uppi í fjöll- unum, sem er of veikburða til að komast þangað? Enginn veit með vissu hvað margir deyja í landinu af völdum hungurs um þessar mundir. „Fæði gegn vinnu“ Það var ánægjulegt að sjá skipulagið „Fæði gegn vinnu", sem var sett á fót í búðunum og vfða um landið. Það var skipu- lagt starf, sem fólkið fékk mat fyrir að vinna. Þetta er megin- mál til að viðhalda sjálfsvitund og frumkvæði. Við vitum öll að ofmötun, hvar og hvernig sem hún er, getur haft neikvæðar af- leiðingar. Það var líka lærdóm- srikt að sjá að hjálparstarfið gengur bezt þar sem kristniboð starfar. Við kristniboðið er fólk, sem þekkir til málanna, hefur úrræði og nýtur trausts. Hung- ursneyðin er nefnilega engin ný bóla. Fyrir 10 árum t.d. geysaði hungursneyð og kristniboðarnir m.a. skipulögðu hjálparstarf. Við hittum írskar, kaþólskar nunnur, sem höfðu starfað þarna lengi. Þær sögðu að það væri stórkostlegt að fá hjálparfólkið, sem kæmi til aðstoðar. En svo hvcrfur flóðljós fjölmiðlanna af Eþíópíu og færist yfir á önnur lönd. Þá fer hjálparfólkið heim og matgjafir hætta. En við erum hér áfram og höldum áfram að starfa, sögðu nunnurnar. Það er mikill fjöldi hljóðlátra hjálpar- manna, sem starfar. Og það er einmitt áhyggjuefni þeirra að Flestir, sem vinna I matgjafabúð- unum, eru að sjálfsögðu Eþíópar. Með umhyggju sinni og vernd kemur þessi eþíópska kona barn- inu litla til fjörs og heilsu. áhuginn muni dvína og matar- sendingar hætta. Það er siðferði- legt brot að halda lífi í fólki en draga svo að sér hendina svo að ekkert bíði nema dauðinn. Marxismi og ófrelsi Þetta var erfið ferð. Ég hafði starfað þarna fyrir nokkru og séð fólkið við betri aðstæður en undir hinum marxíska hæl, ófrelsis, skriffinnsku og hung- urvofu. En fólkið er svo stolt að það leitar ekki til matgjafabúð- anna fyrr en það hefur selt allt, sem það á, húsdýrin, vopnin og skartgripina og allt annað. Þá kemur það með eina litla skjóðu. Mér fannst líka átakanlegt að sjá nauðungarflutningana, þar sem fólk úr fjallahéruðunum var flutt á lágsléttuna, þar sem allt var öðruvísi, annað tungumál, önnur menning, aðrir sjúkdómar geysa og það kann ekki til verka. Vestmanneyingar myndu skilja þetta. Þegar ég kem heim eftir að hafa verið þarna og séð í sífellu mörk lífs og dauða virðast sum umkvörtunarefni okkar hér ekki knýjandi. Þó er það dapurlegt hvað maður fellur sjálfur fljótt inn í það lífsmunstur aftur. Væri það ekki hollt og gagnlegt ef rík- isstjórnin gengist fyrir því að sem flestir Islendingar gætu heimsótt hin fátæku lönd. Ætli við sæjum þá ekki okkar eigin aðstæður í sannferðugra Ijósi. Lima-skýrslan Við höfum, kæru lesendur, verið að kynna ykkur hina merku Lima-skýrslu, árangur af fimmtiu ára samræðum hinna stærstu kirkjudeilda um skírnina, kvöldmáltíðina og þjónustuna. Sænskur prófess- or, dr. Per Erik Person, kom hingað í vikunni í boði Guð- fræðideildar Háskóla íslands til að halda fyrirlestra um skýrsluna og standa fyrir um- ræðum um hana. Styrktarsjóð- ur Guðfræðistofnunar HÍ fékk styrk frá Elliheimilinu Grund til að bjóða hingað erlendum fyrirlesara og valdi dr. Per Er- ik Person. Hann hélt fyrir- lestra í guðfræðideildinni og fyrir kirkjustarfsfólk í Reykja- víkur- og Kjalarnesprófasts- dæmum. Það er til marks um áhugann á þessu starfi að prestar komu frá Vestfjörðum og af Snæfellsnesi til að hlýða á fyrirlestrana og taka þátt i umræðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.