Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 27 SVEIFLUR Tónlist Egill Friðleifsson Laugardalshöll 20.2.'85. Flytjandi: íslanska hljómsveitin. Stjórnandi: Guömundur Emilsson. Flutt voru verk eftir ýmsa höfunda. íslenska hljómsveitin efndi til tónleika á öskudag er báru yfir- skriftina „Sveiflur". Og það stóð mikið til. Laugardalshöllin var vettvangurinn, hvorki meira né minna, og þangað mætti álitlegur hópur fólks til að upplifa sveiflu- væðingu íslensku hljómsveitar- innar. Raunar hélt ég að gælur við dægurflugur væru varla í takt við listrænan metnað eða markmið hljómsveitarinnar. En faðmur hennar virðist stór og taka fagn- andi við leikum sem lærðum. Það skal strax tekið frr n, að sá sem þessar línur ritar e. áreiðanlega ekki heppilegasti maðurinn til að fjalla um tónleika sem þessa, en þar sem enginn annar var viðlát- inn á blaðinu, þótti samt rétt að senda hljómsveitinni kveðju. Við- leitni hennar til fjölbreytni og nýsköpunar er virðingarverð. Gróska og kraftur hefur einkennt starf hennar, þó sumar tiltektirn- ar heppnist betur en aðrar. Nú átti sem sé að bregða fyrir sig betri fætinum og slá á hina svokölluðu léttu strengi. Þar var mættur landsfrægur sveiflukynnir, Jón Múli, hæglátur, orðheppinn og launkíminn að vanda. Ekki færri en fimm tónsmíðar voru frum- fluttar. Þar kom hins vegar í ljós að magn er ekki sama og gæði. Tónieikarnir hófust á einkenni- legum samsetningi eftir Ríkarð Örn Pálsson er hann kallar „Part- itetta di Liverpool". Þar tekur hann nokkur Bítlalög og færir i einskonar barokk-búning. Mætti ég biðja ykkur um að láta Bítlana um bítið og Bach um barokkið. Þegar sveiflunni er bætt við verk gömlu meistaranna (það var sem betur fer ekki gert á þessum tón- leikum), virkar það aldrei vel á mig, heldur aðeins sem misjafn- lega ósmekklegur útúrsnúningur. Sömuleiðis er eitthvað ankanna- legt við það, þegar slagarar popp- aranna eru færðir í búning fyrri alda. Það er eins og þegar jurt er tekin úr vermireit og ætlast til þess að hún lifi á köldum klaka. Þegar þessi gömlu Bítlalög eru færð í barokk-búninginn missa þau frummannslegan kraft sinn og óhefta lífsorku, sem breitist í þeim sumum og er órjúfanlega tengd flutningi þeirra félaga. Um leið kemur átakanlega í ljós hve snauð þau annars eru og óhæf sem uppistaða í barokksvítu. Með þessu er ekki átt við að umritun Ríkarðs hafi verið tiltakanlega mislukkuð. Tiltækið var bara mis- skilningur frá upphafi, sem ekki var bjargað, þó stjórnandinn, Leaf Rag“, og þá kom Einar Grét- ar Sveinbjörnsson með fiðluna sína og lék hið fallega lag Ger- shwins Summertime og Liebesleid Kreislers við undirleik önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur. Fyrri hálfleik lauk svo með Broadway- syrpu, sem ólafur Gaukur hafði tekið saman ekki ósnoturlega, þó ekkert kæmi þar fram sem ekki hefur hljómað þúsund sinnum áð- ur. Karnivalforleikur eftir Stefán S. Stefánsson hljómaði fyrst eftir hlé. Stefán rær á suður-amerísk mið i efnisleik og tekur sumstaðar laglega spretti án þess að takast að skapa heilsteypt verk. Þannig rýfur löng einmannaleg tromp- etstrófan eðlilega framvindu verksins og myndar ekki andstæðu við það sem gerist bæði á undan og Fri tónleikum íslensku hljómsveitarinnar í Laugar- dalshöllinni á öskudag. eftir heldur aðeins ósamræmi. Annars voru sólóin hér snoturlega leikin af Ásgeiri H. Steingríms- syni. Þá heyrðum við „Ljóð án orða“ eftir Þóri Baldursson og fannst mér það best þeirra ný- smíða er hljómuðu þetta kvöld, þó einsöngvarinn, Sverrir Guðjóns- son, sem söng orðlausa laglínuna, réði tæpast við hlutverk sitt. Að lokum heyrðum við svo kons- ert fyrir tvo rafmagnsgítara og hljómsveit eftir Vilhjálm Guð- jónsson. Að kalla þennan sam- setning konsert er auðvitað mál höfundar, en í mín eyru myndar grófur, ágengur og lítt sveigjan- legur tónn rafmagnsgítarsins ósættanlega andstæðu við aðra strengi hljómsveitarinnar. Já- kvæði punkturinn þarna var ágæt- ur leikur Björns Thoroddsen, sem sýndi umtalsverða færni á hljóð- færi sitt. Að lokum þustu svo inn ungir ærslabelgir og lömdu tunnu í tilefni dagsins. Þannig fór nú það. Við, velunn- arar íslensku hljómsveitarinnar, óskum henni alls góðs og viljum veg hennar sem mestan. Um leið eru kröfur gerðar um gæðaflutn- ing á gæðaefni. Á þessum tónleik- um slæddust með hortittir og und- irmálsmúsík, sem ekkert erindi á á efnisskrá hljómsveitarinnar. Guðmundur Emilsson, reyndi eftir mætti að blása lifsanda í þennan umskipting, sem á hvergi heima. Þá var átakaminna að hlusta á stofulögin (bjórlíkislögin sagði Jón Múli) í útsetningu Sigurðar I. Snorrasonar, og er þeirri áskorun komið á framfæri við Sigurð, að hann mæti niður á Austurvöll með lúðrana sína þann sama dag og landsfeðurnir láta af þrjósku sinni og hið háa Alþingi leyfir bjórinn, sem nú þegar rennur allt hvort eð er. Scott Joplin átti einnig innhlaup í handboltasalinn með „Maple Snjóbíll til sölu Til sölu Kássbohrer-snjóbíll 1982 meö dísil-mótor og vökvaknúin sæti fyrir 10. Bflasala Alla Rúts, sími 81666 Konur... til hamingju meö daginn! ft?„TudagOrinn | © Vörumarkaöurinnhf. meira fyrir minna. Ármúla 1a, Eiöistorgi 11 V©M®Ks tyOMÍsV LAUGARDAG 10—5 OG SUNNUDAG 1—4 Komið og skoóið úrval innréttinga sem við bjóðum upp á. Eldhúsinnréttingar, baóinnréttingar, fataskápar, stigar og margt fleira. Þjónusta innanhúsarkitekta á staónum. Borgartúni 27 Sími 28450 » cn©m@)^ 'HQwoy* c’Om©*>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.