Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUKNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 21 sýningu, sem hér var haldin, og fylgdist vel með öllu. IV 200 nemendur Árið 1980 fékk Myndlistarskól- inn alla hæðina hér til umráða eða 380m*. Um þessar mundir starfa 8 kennarar við hann og auk þess koma hingað 4 til 6 gestakennarar á hverjum vetri og kenna einn mánuð í senn. Tala nemenda er nú komin upp í 200. Starfsemin er tvíþætt. Ánnars vegar er öflugt námskeiðahald í hinum ýmsu greinum sjónmennta og hins veg- ar starfræksla fullgilds dagskóla, sem sniðinn er eftir því, er tíðkast við Myndlista- og handiðaskóla ís- lands. Sömu kröfur eru gerðar við báða skólana hvað varðar inntöku nýrra nemenda og við námsmat. Nú geta nemendur lokið listnámi sinu hér og á næsta vori, 1985, mun Myndlistarskólinn á Akur- eyri brautskrá nemendur, sem lokið hafa fjögurra ára fullgildu námi i málunardeild. Með þvi er mikilvægum áfanga náð i sðgu skólans. Árið 1978 var hafin sam- vinna við Menntaskólann á Akur- eyri. Kemur myndlistarbraut hans bæði inn á námskeiðin og dagskól- ann. Fyrstu stúdentar á myndlist- arbraut munu útskrifast i vor. Ég er mjög ánægður með samstarfið við MA. Tryggvi Gíslason skóla- meistari hefur sýnt eindreginn vilja til þess að vel megi takast og jafnframt gerir hann mjög ákveðnar kröfur, sem ég kann vel að meta. Málefni skólans hafa nú fengið ítarlegri umfjöllun í ráðuneyti og Fjárveitinganefnd. Framlag rikis- ins til skólans hækkaði um 80% milli áranna 1983—1984 og á fjár- lögum 1985 kemur skólinn inn sem sérliður i fyrsta sinn, auk þess sem framlagið hækkar enn veru- lega og verður kr. 1.600.000 árið 1985. Þessar góðu undirtektir verða forráðamönnum Myndlist- arskólans mikil hvatning. V Hönnunardeildir Þá nálgumst við það viðfangs- efni, sem væntanlega mun vekja sérstaka athygli á skólanum á næstu árum. — Já, það er fyrir- hugað að hefja starfrækslu hönn- unardeilda næsta haust og hefur verið gengið frá ráðningu hönnun- ar til að veita deildinni forstöðu. Einnig hefur skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri, Bern- harð Haraldsson, lýst sig reiðubú- inn til samstarfs og samvinnu skólanna á þessu ári. Ég bind miklar vonir við þessi áform og hefi kynnt mér þátt listamann- anna í margvíslegri hönnun er- lendis. Englendingar leggja sér- staka áherslu á þessi mál og því heimsótti ég m.a. Central Scool of Art & Design í London. Þar komst ég að raun um, að það er með ólík- indum hve fjölþætt verkefni geta beðið listamanna á sviði iðnaðar. — Því til áréttingar sýndi Helgi mér þykka bók, sem þessi enski skóli gaf út árið 1982. Þar er gerð grein fyrir viðfangsefnum fjölda hönnuða og kennir þar ýmissa grasa. Listamenn leggja þar á ráð- in um ytra útlit smárra og stórra hluta, allt frá eldhúsáhöldum og leikföngum upp í bíla og gervi- hnetti. I bókinni er vitnað í um- mæli Margaret Thatcher þar sem hún leggur áherslu á gildi hönn- unar fyrir breskan iðnað, ef hann á að standast samkeppni á heims- markaði. Er nú svo komið, að þau framleiðslufyrirtæki á Englandi, sem ekki sjá sér fært að ráða sér hönnuði, fá ókeypis hönnunar- þjónustu á vegum ríkisins, til þess að þau dragist ekki aftur úr og spilli fyrir öðrum. Ég bið Helga að gera nánari grein fyrir stefnu Myndlistarskólans á þessu sviði. — Eins og þú vékst að hér að framan lauk gerð áætlunar um þróun skólans 1983—1990 sumarið 1983. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að stofnaðar verði hönn- unardeildir við skólann. Hug- myndin að stofnun þessara deilda er ekki ný. Við höfum undanfarin ár bent á nauðsyn þess að mennta hér góða hönnuði. En nú teljum við það orðið svo brýnt fyrir ís- lenska iðnþróun, að tekið verði á markvissan hátt á þessum mikil- væga grundvallarþætti. Við, sem að þessari áætlun höfum unnið, erum þess fullviss, að við íslend- ingar höfum alla aðstæður og möguleika til þess að ná betri árangri á sviði vandaðrar iðnaðar- framleiðslu. Hluti framleiðslu- þáttanna er fyrir hendi, hæfir iðn- aðarmenn, vélar og aðstaða, en hönnunarþættinum hefur verið mjög ábótavant. Hann hefur því miður oft gleymst. Frá þessu eru þó ánægjulegar undantekningar. Það hefur komið í Ijós, að þegar íslensk fyrirtæki hafa lagt áherslu á hönnunarþáttinn, hefur árangur ekki látið á sér standa. Þegar talað er um góða hönnun, er einkum átt við tvennt, þ.e. fag- urfræðilegt útlit og notagildi. Ef annan þessara tveggja þátta vant- ar, hlýtur framleiðslan að vera dæmd til að mistakast sem sölu- vara. Gæðamat fólks er og hefur verið að breytast og fyrir því eru margar og margslungnar orsakir. En vantrú fólks á því, sem íslenskt er, má ugglaust rekja til þess m.a. að aðrar þjóðir standa okkur mun framar hvað alla hönnun snertir. Enda hafa þær þjóðir sem státað geta af góðri hönnun hvergi spar- að, þegar stofnanir á borð við list- iðnað- og hönnunarskóla hafa ver- ið annars vegar. Traustið kemur með vandaðri hönnun, endur- skipulagningu fyrirtækja og sam- ræmingu á framleiðslunni. Þetta er sá grundvöllur, sem traustur útflutningsiðnaður hlýtur að byggjast á. Markmið okkar ætti því að vera, að koma á fót sterkri og öflugri menntastofnun á sviði hönnunar hverskonar. Þar sem listræni þátturinn er forsenda vandaðrar og góðrar hönnunar er sjálfsagt og raunar nauðsynlegt að stofna hönnunardeildir við við- urkenndan listaskóla þar sem fag- urfræðilega þættinum er skipað í öndvegi ásamt öðrum grundvall- arþáttum hönnunar. Þar er að finna þann skapandi anda, sem nauðsynlegur er, og viljann til sóknar og framfara. Það er sama hvert litið er, hvarvetna blasa við verkefni fyrir sérmenntað fólk á þessu sviði, í rafeindaiðnaðinum, húsgagnaiðnaðinum, skinnaiðnað- inum, ullariðnaðinum og fjöl- mörgum öðrum greinum. Með til- liti til þeirrar fjölbreyttu iðnað- arstarfsemi, sem fyrir er á Akur- eyri, teljum við eðlilegt að hér rísi öflugur myndlista- og hönnun- arskóli. Til þess hníga bæði félags- leg og menningarleg rök. Rík áhersla yrði lögð á nána samvinnu skólans við iðnfyrirtæki, verk- smiðjur og Verkmenntunarskól- ann á Akureyri. Að okkar dómi er nauðsynlegt að samstarf verðandi iðnaðarmanna og hönnuða hefjist á neðan á námi stendur. Slíkt er vænlegra til farsællar samvinnu og árangurs í framtíðinni. Fagleg- ur þáttur hönnunarnámsins yrði innan veggja Myndlistarskólans á Akureyri, en úrvinnslan og prófun færu fram á verkstæðum, verk- smiðjum og í smiðjum Verk- menntaskólans. VI Eftirsóknarvert hús Af þessum orðum Helga Vilberg má ráða, að hér er á ferðinni gagnmerk áætlun, sem væntan- lega mun gera Myndlistaskólann á Akureyri að einstæðri stofnun í íslensku skólakerfi. Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé þegar tímabært, að skólinn komist í eig- ið húsnæði. — Það er auðvitað ekkert áhorfsmál. Við erum hér í leigu- húsnæði, sem er skólanum kostn- aðarsamt, auk þess sem það er óneitanlega óþægilegt að vera hér uppi á fjórðu hæð. Við sjáum eftir þeim fjármunum, sem Akureyr- arbær leggur okkur til og fara til greiðslu á húsaleigu. Bærinn hefur hins vegar verið að gera upp göm- ul hús, sem ennþá er óráðstafað. Þar kemur helst til greina gamli barnaskólinn (Hafnarstræti 53), sem Soffía Guðmundsdóttir benti á sem æskilegt húsnæði fyrir listasafn i þætti hjá þér. Auðvitað er listasafn nauðsynleg stofnun hér á Akureyri og síst ætti ég að mæla gegn þvi. En við rennum eigi að siður hýru auga til barnaskól- ans fyrir starfsemi Myndlistar- skólans. Það er ekki ný hugmynd. Fyrir nokkrum árum vöktu þrir bæjarfulltrúar máls á þvi, hvort þetta húsnæði myndi ekki einmitt henta skólanum. Það voru þeir Tryggvi Gislason, Gísli Jónsson og Helgi Guðmundsson. Nú vill svo til að þeir eru allir hættir störfum í bæjarstjórn. Þrátt fyrir það höf- um við árætt að senda nýlega bréf til bæjarstjórnar þess efnis, að þetta húsnæði yrði vel þegið, ef skólanum stendur það til boða að loknum endurbótum. Á aðalhæð þessa gamla húss myndu fást fjór- ar rúmgóðar kennslustofur, jafn stórar hæðinni hérna. En auk þess væri hægt að innrétta rúmgóðan fyrirlestrasal i risi og á jarðhæð yrði aðstaða fyrir verkstæði. Ég vona að sú ósk okkar rætist og þurfi samt ekki að koma i veg fyrir uppbyggingu listasafns á Ákureyri. Þess verður heldur ekki langt að bíða að það verði til. Við Helgi Vilberg göngum nú yfir i kennslustofur. I málunar- deild standa nemendur eða sitja við trönur og vinna af kappi við myndir af nöktu „módeli". Fyrir- myndin er horfin á braut, enda eru málverkin öll komin vel á veg, ýmsum hindrunum hefur verið rutt úr vegi og hljóðlát sköpunar- gleðin greinileg í öruggum vinnu- brögðum. { næstu stofu móta menn ýmis form i leir. Þar er hvíldarstund og nemendur spjalla saman. Við Helgi göngum inn í þriðju skólastofuna, sem er þakin glaðlegum listaverkum, máluðum með þekjulitum. Hér hafa ýngstu nemendur verið að verki. í skólan- um geta menn hafið listnám 5 ára gamlir. Ekki er að efa, að hér er lagður grundvöllur að nýjum við- horfum til myndmenntar og listar. Um það segir Helgi Vilberg; — Ég er ekki viss um að nemendum sé ævinlega ljós tilgangurinn með skólagöngu sinni. En þó veit ég, að aðalástæða þess að fólk vill ganga í þennan skóla er öllum sameigin- leg. Það er að vilja leita á nýju stigu, að fullnægja þrá sinni og láta vonir sinar rætast. Þess vegna er það eitt af höfuðmark- miðum skólans að hlú að þroska- þrá nemenda sinna og vekja með þeim listræna áhuga og víðsýni. En það er hvorki einfalt né vanda- lítið verk. Það er von mín að Myndlistar- skólinn á Akureyri geti orðið nem- endum að nokkru liði í því efni, að auka skilning þeirra á hinum æðstu gildum lífsins, veki með þeim tilfinningu fyrir fegurðinni, sem ekki er mynd einhvers sem augað nemur, heldur mynd sem lifir í hjartanu og ómar í sálinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.