Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 15 Hann gekk greinilega ekki í augun á kjóscndum í Oldham, sem flestir voru verkamenn, og tapaði í kosn- ingabaráttunni. Búastríðið hófst í október 1899 í Suður-Afríku. Dagblað í Lundún- um réð Churchill til að flytja fréttir af stríðinu milli Búa (hol- lenskra innflytjenda) og Englend- inga. Stuttu eftir að Churchill kom til Suður-Afríku réðust Búar á vopnaða lest, er hann hafði tekið sér far með. Hann var handsam- aður og settur í fangelsi en náði að flýja á ævintýralegan hátt. Hann klifraði yfir háan fangelismúrinn að næturlagi og komst óséður fram hjá fangavörðunum og gekk út um aðalhlið fangelsisins. Hann klifraði um borð í flutningalest þar sem hann leyndist meðan lest- in brunaði 300 mílur í gegnum óvinaland og komst hann yfir í ör- yggi á austurströnd Afríku. Er hann sneri heim til Englands var hann hylltur sem þjóðhetja, sem hann varð á einni nóttu eftir hinn djarflega flótta. III Upphafsár stjórn- málaferils Aldamótaárið 1900, sneri Churchill alfarið heim til Eng- lands og hóf virkan þátt i stjórn- málum. Honum var fagnað sem þjóðhetju er hann kom til Oldham þar sem hann hafði tapað kosn- ingabaráttu sinni árið áður en nú var hann kjörinn á breska þingið. í janúar 1901 tók Churchill sæti í neðri málstofu þingsins (House of Commons) í fyrsta sinn. Hann hóf fljótt að gagnrýna stefnu íhalds- flokksins í ýmsum efnum og olli það honum talsverðum óvin- sældum rr.eðal flokksbræðra hans. Þremur árum síðar, árið 1904, var svo komið að Churchill undi sér ekki lengur í Ihaldsflokknum. Dag einn er honum var ætlað að taka til máls reis hann úr sæti sínu og tók sæti með þingmönnum Frjáls- lynda flokksins (Liberal Party) undir bauli og púi þingmanna fhaldsflokksins en áköfum fagn- aðarlátum þingmanna Frjáls- lynda flokksins. I næstu þingkosn- ingum þar á eftir, árið 1906, var Churchill í framboði sem frjáls- lyndur og vann. Með gríðarlegum ákafa og orku gegndi Churchill þrerpur opinber- um embættum næstu fimm árin. Hann var skipaður skrifstofu- stjóri (Under Secretary) nýlendu- málaráðuneytisins (1906—1908), viðskiptaráðherra (President of the Board of Trade) 1908—1910) og innanríkisráðherra (Home Secretary) (1910-1911). IV Fjölskyldulíf Að vorlagi hitti Churchill, Clementine Hozier sem var 11 ár- um yngri en Churchill, en hún var dóttir herforingja sem kominn var á eftirlaun. Þau kvæntust síðar sama ár, þann 12. september. Löngu síðar skrifaði Churchill, að hann hefði lifað hamingjusamur allar götur síðan. Hann skrifaði einnig, nokkru síðar, að eitt sitt mesta afreksverk hafi verið að telja konu sína á að gifstast sér. Churchill var hollur faðir barna sinna en þau hjón eignuðust þrjár dætur og einn son. Fjórða dóttirin lést árið 1921, þriggja ára að aldri. V Heimsstyrjöldin fyrri Árið 1911, var Churchill skipað- ur flotamálaráðherra Bretlands af þáverandi forsætiráðherra Breta, Herbert H. Asqith. Hin mikla vígvæðing land- og sjóhers Þjóð- verja hafði sannfært Asquith um að sjóherinn þyrfti á að halda sterkum manni. Churchill var einn þeirra fáu á Bretlandi er gerði sér grein fyrir að stríð var óumflýjanlegt. Hann var skipaður flotamálaráðherra og gerði sem slfkur úttekt á breska flotanum, kom upp kafbátavömum og lagaði flotann að nýjum tímum. Þar að auki kom hann upp fyrstu flug- herdeild flotans. Þegar heims- styrjöldin fyrri skall á 4. ágúst, 1914, var flotinn reiðubúinn. Ári síðar, 1915, hvatti Churchill til að árás yrði gerð á Dard- anella-sundið og Gallipoli-skag- ann sem voru undir stjórn Tyrkja. Ef sú árás hefði tekist, hefði hún getað opnað leið inn að Svarta hafi og hægt hefði verið að senda Rússum aðstoð, en þeir voru band- amenn Breta. En árásin fór á ann- an veg. öll áætlunin mistókst hrapalega og með hörmulegum af- leiðingum, skuldinni var skellt á Churchill. Hann sagði af sér emb- ætti flotamálaráðherra, þó enn héldi hann þingsæti sínu. Eftir þessa útreið leit Churchill á sig sem misheppnaðan stjörnmála- mann og sagði i samtali við náinn vin sinn: „Eg er búinn að vera.“ Síðar það ár, i nóvember 1915 gekk Churchill i þjónustu breska hers- ins i Frakklandi. Hann gegndi herþjónustu um stutta hríð sem major í 2. Grenadier. Guards. Stuttu siðar var hann hækkaður í tign og gerður að undirofursta og færð í hendur forsjá yfir sjötta konunglega skoska fótgönguliðs- herfylkinu. Eftir að David Lloyd George var skipaður forsætisráð- herra í desember, 1916, skipaði hann Churchill hergagnamálaráð- herra í júlí 1917. Meðan hann hafði gegnt stöðu flotamálaráð- herra hafði hann fyrirskipað hönnun og tilraunir með skrið- dreka sem þá voru óþekktir en nú í forstöðu fyrir hergagnafram- leiðslu Breta, hóf hann fjölda- framleiðslu á skriðdrekum. Hann fór all oft i skoðunarferðir á á vígvöllinn og fylgdist með mikil- vægum hernaðarátökum í Frakk- landi úr lofti. Þessi mynd var tekin á fyrsta degi Churchills sem forsætisráðherra. Övenjuleg vinátta: Churchill, Truman og Stalin ( Potsdam árið 1945. VI Millistríösár Heimsstyrjöldinni fyrri lauk í nóvember 1918. I ársbyrjun 1919, var Churchill skipaður her- og flugmálaráðherra. Sem hermála- ráðherra hafði hann umsjá með afvopnun breska hersins er tugir þúsunda hermanna sneru heim af vígvellinum, til kvenna og barna. Árið 1921 skipaði Lloyd George, Churchill nýlendumálaráðherra. Aðeins þremur dögum fyrir kosningarnar 1922 fékk Churchill heiftarlegt botnlangakast og þurfi að leggjast inn á sjúkrahús í hasti þar sem botnlanginn var fjarlægð- ur. Vegna þessa var hann einungis fær um að taka takmarkaðan þátt í kosningabaráttunni og tapaði því þingsæti sínu. Hann stóð því allt í einu, eins og hann sagði sjálfur frá síðar: „Án embættis, án þing- sætis, án flokks og ofan á allt saman, án botnlanga." Churchill tók aftur sæti í breska þinginu 1924, er hann hafði snúið frá Frjálslynda flokknum og geng- ið að nýju í sinn gamla flokk íhaldsflokkinn og náð kosningu í Epping kjördæminu. Hann var síðar skipaður fjármálaráðherra af þáverandi forsætisráðherra Stanley Baldwin en faðir Chur- chills, Randolph lávarður hafði gengt sömu stöðu næstum 40 ár- um fyrr. íhaldsmenn töpuðu kosn- ingunum 1929 og Churchill sagði því skilið við fjármálaráðherra- embættið. Hann gegndi ekki ráð- herraembætti aftur fyrr en 1939 er hann varð forsætisráðherra, en hélt þó þingsæti sínu þetta tíma- bil. Á árunum milli heimsstyrjald- anna tveggja varði Churchill að miklu leyti til ritstarfa og listmál- unar. Hann hóf ekki að mála fyrr en á fimmtugsaldri og kom list- gagnrýnendum á óvart með færni sinni með pensil og striga. Honum féll vel við að nota djarfa, bjarta liti. Mörg málverka Churchills hanga nú í Kongunglegu lista- akademíunni I Lundúnum. Listmálun var Churchill hvíld og ánægja, en hann leit á ritstörf sem sína aðalatvinnu að undan- skyldum stjórnmálaafskiptum. f fjögurra binda ritverki sínu, er hann nefndi „World Crisis" (1923—1929), skráði hann á snilld- arlegan hátt, sögu og framvindu heimsstyrjaldarinnar fyrri. Eftir að hafa látið af embætti fjármála- ráðherra, árið 1929, var hann næstu þrjú árin rektor Edinborg- arháskóla og skrifaði á þeim árum ævisögulegt ritverk um forfeður sína, í 6 bindum. Marborough his Life and Times (1933—1938). Á árunum eftir 1932 reyndi Churchill í bæði ræðu og riti að vara bresku þjóðina og reyndar heiminn allan við þeirri ógn er þeim stafaði af uppgangi nasism- ans í Þýskalandi. Hin mikla hern- aðaruppbygging sem þar átti sér stað hringdi varnaðarbjöllu í huga Churchills. Hann var málsvari þess að Bretar byggðu upp öflugan flugher. En allt kom fyrir ekki, fáir hlustuðu og Churchill var kallaður stríðsæsingamaður. VIII Baráttan um Bretland Bretland stóð nú eitt í striðinu gegn Þýskalandi. Fólk beið innrás- ar Þjóðverja með öndina í hálsin- um, því hún virtist óumflýjanleg. í ræðu í breska þinginu, daginn eft- ir uppgjöf Frakka, sagði Chur- chill: „Látum oss þess vegna taka á skyldum okkar og verkum af dugnaði og krafti og haga svo verki að ef breska heimsveldið og samveldislönd þess standa i þús- und ár, muni fólk segja: Þetta var þeirra skærasta stund." Þjóðverjar urðu að brjóta á bak aftur styrk breska flughersins (RAF), áður en þeir gátu gert inn- rás í Bretland. í júlí hóf þýski flugherinn, Luftwaffe, sprengju- árásir á breska flugvelli og hafnir. f september hófu Þjóðverjar svo sprengjuárásir á London að næt- urlagi. Breski flugherinn barðist hetjulega þrátt fyrir ofurefli þýska flughersins. Churchill færði þeim þakkir bresku þjóðarinnar fyrir ofurmannlegt framtak flug- mannanna og sagði: „Aldrei fyrr I sögu átaka, stríða og styrjalda, hafa svo margir staðið í svo mik- illi þakkarskuld við svo fáa.“ Þegar baráttán um Bretland stóð sem hæst virtist Churchill vera allstaðar. Hann gekk per- sónulega úr skugga um að loftvarnaflautur virkuðu rétt og gekk um stræti og þá borgarhluta er hvað verst höfðu orðið úti í sprengjuregninu nóttina áður. Hann skoðaði aðalstöðvar RAF, rannsakaði strandvarnir og heim- sótti fórnarlömb loftárásanna. Hvar sem hann kom, hélt hann ávallt upp tveim fingrum í „V“ fyrir „Victory" (sigur). Meðal íbúa bandamanna varð þetta tákn afl- mikið tól í að efla baráttuþrek og úthald fólks. Churchill hafði sterka tilfinn- ingu fyrir hernaðarlegu raunsæi. Hann hafði neitað bón Frakka um hernaðaraðstoð í formi flugvéla, þar sem hann gerði sér fulla grein fyrir að Bretar þörfnuðust þeirra meira fyrir eigin loftvarnir. Hann ákvað að franska flotanum í Oran í Alsír þyrfti að sökkva, ellegar hefðu frönsk herskip e.t.v. gefist upp, styrkt þýska flotann og verið notuð gegn Bretum. Hann sendi fullvopnaða herdeild frá Englandi til Egyptalands. Hann ályktaði svo, að ef innrás Þjóðverja í Bret- land væri óumflýjanleg kæmi ein herdeild að litlu gagni. En þessa herdeild væri aftur á móti hægt að nota gegn Þjóðverjum í Egypta- landi. IX Fundir með Roosevelt í ágúst 1941 hittust Churchill og Franklin D. Roosevelt, þáverandi forseti Bandríkjanna, á skipi und- an ströndum Nýfundnalands. Þeir settu saman Atlantshafssátt- málann, þar sem mótuð eru helstu sameiginlegu markmið ríkjanna tveggja að styrjöldinni lokinni. Þeir skiptust á yfir 1700 skilaboð- um og hittust níu sinnum fyrir lát Roosevelts árið 1945. Bandaríkin hófu þátttöku sína í stríðinu eftir að Japanir höfðu gert árás á Pearl Harbour þann 7. desember 1941. Síðar þann mánuð hittust Churchill og Roosevelt til skrafs og ráðagerða í Wasington D.C. í Bandaríkjunum. Þann 26. desember ávarpaði Churchill Bandaríkjaþing og sagði m.a.: „... Sé til framtíðarinnar litið, mun bæði breska þjóðin og sú bandaríska ... ganga í samein- ingu, hlið við hlið, tignarlega, í réttvísi og í friði.“ Hlýr vinskapur var ávallt milli Roosevelts og Churchills þrátt fyrir að þá greindi á í ýmsu. Churchill vegsamaði breska heimsveldið, en Roosevelt van- treysti nýlendustefnu Breta. Churchill vantreysti Rússum, Roosevelt ekki. I ágúst 1942 ferðaðist Churchill til Moskvu til viðræðna við Stalín, en Rússar höfðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur í júní 1941 eftir innrás Þjóðverja. Stalín fór taf- arlaust fram á að Bretar kæmu upp vígstöðvum í vestanverðri Evrópu til að draga úr álaginu á Rússum á austurvígstöðvunum. Churchill skýrði Stalín frá að það væri glapræði að koma upp öðrum vígstöðvum, þar sem bandamenn væru ekki reiðubúnir. Roosevelt og Churchill hittust aftur til viðræðna í janúar 1943 í Casablanca í Marokkó. Þar lýstu þeir yfir að bandamenn myndu að- eins sætta sig við algjöra uppgjöf Þýskalands, Ítalíu og Japan og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.