Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B t 41» í 1 ^ VELVAKANDI SVARAR f SfMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hífrmáá L) If Hvers vegna lengri flugbraut? Bréfritara finnst það furðulegt að lengja eigi fhigbrautina á Reykjavíkur- flugvelli á sama tíma og flugvélaverksmiðjur eru að keppast við að smíða flugvélar sem þarfnast stuttra flugbrauta. Nýlega hefur flugmálastjóri komið með þá tillögu að lengja austur-vestur-flugbraut Reykja- víkurflugvallar út í sjóinn í Skerjafirði fram undan Ægisíðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem áþekk tillaga kemur fram, því að fyrrverandi flugmálastjóri gekk með þá hugmynd að færa flug- brautina til, þannig að hún stefndi ekki á suðurrætur Öskjuhlíðar, heldur stefndi niður undir fjöru Öskjuhlíðarmegin og upp á Lynghaga að vestanverðu. Þá var engin byggð á sunnanverðum Högunum, og hefði aldrei orðið, ef tillaga þessi hef-i náð fram að ganga. Þá byggi borgarstjórinn okkar ekki á Lynghaganum. í þeirri umræðu, sem fram hef- ur farið, hef ég ekki séð minnst á aðalatriði málsins: hvers vegna lengri flugbraut? Nú er vitað, að austur-vestur-flugbrautin er nægilega löng fyrir flugvélar þær, sem notaðar eru í innanlandsflugi, enda nota þær hana daglega, og lenda og hefja sig til flugs á mun styttri flugbrautum úti á landi. Og þær flugvélartegundir sem Flug- leiðamenn hafa rætt um að kaupa til endurnýjunar á Fokker-vélun- um, geta notaö miklu styttri flugbrautir, enda er það einn aðal- kostur þeirra. Ein þessara fram- tíðarflugvéla hefur undanfarið verið hér á landi við tilraunir, og er hún fjögurra hreyfla miðlungs- stór þota, sem fór létt með að nota flugbrautina á Egilsstöðum, og lenti hér á Reykjavíkurflugvelli á austur-vestur-flugbrautinni hinn 10. þ.m. Hún virtist ekki þurfa nema um helming þeirrar braut- arlengdar, sem Fokker-flugvél- arnar nota. Þessi vél er ensk, en Kanadamenn hafa líka komið hingað og sýnt Flugleiðamönnum flugvél, sem til greina kemur fyrir innanlandsflugið, og hefur þessi vél einnig hlotið athygli fyrir það, hve stuttar flugbrautir hún þarf. Með tilliti til þessa, er tillaga flugmálastjóra út í hött, nema eitthvað annað búi að baki. Það skyldi þó ekki vera, að hann hugs- aði sér Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir þotur? Hvað skyldi nú þetta ævintýri eiga að kosta? Skyldi þetta verða arðbær fjárfesting? Ætli landsmenn hafi ekki nóg með að borga Saltverk- smiðjuna og Kröflu? Annað vandamál, sem mjög tengist flugvellinum, er hávaðinn, sem margir borgarbúar verða stöðugt að þola. í Morgunblaðinu frá 6. ágúst 1980 er frétt sem heit- ir „Næturflug takmarkað um Reykjavíkurflugvöir. Þar er haft eftir Birgi ísleifi Gunnarssyni að takmarkanir næturflugs séu „til- komnar vegna endurtekinna kvartana borgaryfirvalda við flug- málayfirvöld yfir óþarfa hávaða við völlinn á nóttum". Sagt er í fréttinni, að Flugráð hafi ákveðið, að flugtak sé ekki leyft að nætur- lagi (nema fyrir sjúkra- og neyð- arflug) og að lendingar þota og fjögurra hreyfla véla séu heldur ekki leyfðar (nema Keflavíkur- flugvöllur sé iokaður eða um neyð sé að ræða). Afrit af bréfi Flugr- áðs til Samgönguráðuneytisins um þetta efni var lagt fyrir borgarráð 5. ágúst 1980. Nú vill svo til, að það er hægt að sjá, hvernig yfir- völd á Reykjavíkurflugvelli brugð- ust við, einmitt í ágústmánuði 1980, er blekið á bréfi Flugráðs Af bjórnum Ingþór Sigurbjörnsson skrifar: Er ekki lífsframtíð unglinganna meira virði en peningar augna- bliksins? Reynast tökin ráðherranna í reyndinni ekki nokkuð stór, ef þeir gengi unglinganna ætla að selja fyrir bjór. var rétt þornað. Dagana 21.—29. ágúst 1980 mældi Heilbrigðiseft- irlit ríkisins hávaða frá Reykja- víkurflugvelli dag og nótt (sjá „Rit Heilbrigðiseftirlits ríkisins" nr. 1/1981). í ljós kom, að næturhá- vaðinn var á bilinu 44—60 desibel, en viðmiðunarmörk í öðrum lönd- um eru víða 40—45 desibel. Skyldi þessi mikli næturhávaði hafa all- ur verið vegna sjúkra- eða neyðar- flugs, eða skyldi Keflavíkurvöllur hafa verið lokaður á þessum tíma? Yfir daginn mældist hávaðinn 63—69 desibel, en viðmiðunar- mörk í öðrum löndum eru víðast hvar talin 45—55 desibel. Þessar mælingar benda ekki til, að yfir- völd á Reykjavíkurflugvelli hafi farið mikið eftir fyrirmælum Flugráðs, a.m.k. ekki hvað varðar næturflugið. í fyrrgreindri skýrslu er þess sérstaklega getið, að „kvartanir íbúa beindust m.a. að stöðugu yf- irsveimi æfinga- og kennsluflug- véla, sérstaklega um helgar og utan vinnutíma fólks". Er alveg furðulegt, að yfirvöld á Reykjavík- ursvæðinu skuli láta þetta mikla hringsól smávéla afskiptalaust yf- ir höfðinu á meirihluta lands- manna. Slíkt myndi hvergi annars staðar vera liðið. Hver ber ábyrgð, ef ein þessara smárellna fellur niður yfir bæinn og veldur eigna- og líftjóni? Geta þessir menn ekki hringsólað yfir Faxaflóa, þá valda þeir ekki tjóni nema á sjálfum sér, ef illa tekst til? Það er tími kom- inn til, að borgarráð semji reglur um flugumferð yfir borgarland- inu. Það gera yfirvöld víða annars staðar, og er þess skemmst að minnast, er borgaryfirvöld í New York gáfu Flugleiðum undanþágu til lendinga þar, til skamms tíma þó. Þótt Reykjavíkurflugvöllur verði sjálfsagt ekki lagður niður í náinni framtíð, verður að huga að ýmsu og minnka hávaðann. Alveg er stórfurðulegt, ef nú á aða fara að lengja flugbraut á sama tíma og flugvélaverksmiðjur eru að keppast við að smíða flugvélar, sem þarfnast stuttra flugbrauta. Kunnugur Vfsa vikunnar Ég hef aðdáun á honum Jóni, hann er einskonar Stjórnmála-Skjóni sem er lagður á brokk og þarf að bera sinn flokk og mér finnst ekki furða að hann prjóni. Hákur I EmhgUI frmmlotgiMlMCjóra hg« m«t Persónuleg aðför flokksformanns — segir mju í bókun framkvæmdastjór- ans, sem gekk af skrifstofu sinni daginn eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar FR£M TÖLVUSKÓLI TÖLVUNÁMSKEIÐ Einkatölvur og stýrikerfiö MS-DOS Markmiö námskeiösins er aö veita þátttakendum þekkingu á uppbyggingu og möguleikum einkatölva og stýrikerfisins MS-DOS. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriöi: * Uppbygging og sérstaöa einkatölva. * Notkunarmöguleikar einkatölva. * Notendahugbúnaöur fyrir einkatölvur. * Skipulagning og uppsetning geymslumiöla. * Helstu skipanir og mögulegar aögeröir í MS-DOS. * Uppbygging og möguleikar skipanaskráa. * Útprentun og meöhöndlun ólíkra prentara. * Afritataka og meöhöndlun afrita. * Æskileg umgengni og meöferö tölvubúnaöar. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 39566, frá kl. 10:00 til 18:00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27, 108 REYKJAVÍK. S: 39566. Brúðarskór og fermingarskór Örlítið brot af úrvalinu í hvítum skóm. Yfir tug tegunda. Ef myndin er ófuilnægjandi, viljum við benda á að sjón er sögu ríkari. Allir úr ekta skinni, margar hæla- hæðir og leðursólar. Verð frá 1.395.- — 3.380.- Domus Medica. S. 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.