Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 28
28^B»— MORGUNBLAÐIt), SUNNUDAGÚR 24. FEBRUAR 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Til eiginmanna á konudaginn Einfalt Matreiðslu Idag, á konudaginn, birtist hér formáli fyrstu íslensku mat- reiðslubókarinnar. Höfundur að bókinni er skráður frú assessorianna Marta María Stephensen. Maður hennar, Stefán Stephensen, amtmaður í Vesturamti, skrifar for- málann. Þó er ekki talinn vafi á að bróðir hans, Magnús Stephensen, dóm- stjóri, skrifaði bókina. Hann var mjög áhuga- samur um mat. í ferða- minningum hans frá Nor- egi, en þar dvaldist hann við nám, minntist hann oft á mat, og var hlegið að því. Ekki er ólíklegt að hann hafi að einhverju leyti samið bókina í Nor- egi. Eftir Magnúsi Step- hensen er haft að hann hafi skrifað bókina í nafni Mörtu Maríu af því „að það hæfði betur hennar standi". Bókin er prentuð á gotnesku letri og með stafsetningu ólíkri þeirri sem við notum í dag. Þá birtist formálinn: T 1 Vegna konu minnar ber mjer að afsaka hjer með einni línu, að hún framsel- ur þetta Vasaqver til að leggjast fyrir almennings- augu, enn þótt þess upphaf- leg útkast væri henni sjálfri einungis ætlað til minnis. Valda því tilmæli okkar elskulega Bróðurs hra Jústis-Ráðs og Justiti- arii M. Stephensens hverj- um ekki þótti þessu Vasa- qveri ofaukið, þó findist í nokkuð fleiri heldri manna húsum. Fyrir þess háttar menn en ekki eginlega al- múga, er það og ætlað, og Vasa=Quer. fyrir Keldri manna húss«freyjur ’Utgeíií at frú Assessorinnu Mórtu Maríu Stephensen Selst aimennt innbundið 1‘iikilA. <5* ' ' =*> Leirárgírðum við I.eirá,1800 PrenUð i kortnað íilanls konunjifju Upp. Ineðin *»r •Stiptunar. at faktóri ag bók/ryjejard &1 Skagfj««ð. veizlu borðhalds þá viðligg- ur. — Samt sem áður von- ast að almúga fólk gjeti hjer af margt til hagnaðar og velsæmandi tilbúnings hreinlegs og ljúffengs mat- ar numið, og þessvegna eptir fyrirmanna efnum og ýmissu standi lagað, bæði með einfalda en þó velhent- andi matreiðslu og aðra vandhæfnari til hátíða og ekki yðrist eptir, að ljá hjer sýndri meðferð á mat auga, enn J>ótt meiri partur qversins sé æðri manna borðhaldi samboðnari. Sjálfur verð ég að biðja velvirðingar á orðfæri og stýl qversins, að því leiti, sem almenningur kann að ætla mjer, að hafa hann nokkuð lagfært fyrir konu mína, áður en blöð þessi gæfust pressunni; því játa má ég mjer um þessháttar efni mjög svo ótamar Rit- gjörðir. Hvanneyri, þann 18da Októbr1800 S. Stephensen.“ Nú er öldin önnur, enginn hlær að karlmanni sem skrif- ar um og hefur áhuga á mat. Sjálfsagt er að eiginmennirn- ir eldi matinn til jafns við eiginkonurnar. En í dag, á konudaginn, ber þeim að gefa konunni frí og sjá um matinn. Ekki veit ég hvað keypt hefur verið í matinn eða til er í frystikistum heim- ilanna. Því birti ég fjóra rétti úr fjórum tegundum kjöts. Vona ég að eiginmennirnir, jafnt þeir vönu sem hinir óvönu, geti matreitt eftir þessum uppskriftum. Sem eftirrétt ráðlegg ég þeim að fara út í „sjoppu“ og kaupa ís og sjálfsagt er að færa kon- unni kaffi að máltíð lokinni. Lambalæri eða hryggur með grænmeti Handa 5—6 1 læri rúm 2 kg eða hryggur heldur létl- ari, 2 tsk. salt, V\ Lsk. nýmalaður pipar, 1 msk. milt sinnep, 2 dl vatn, I blaðlaukur eða 2—3 venjulegir laukar, 4—5 stórar gulrætur, 10 meðalstórar kartöflur, '/r súputeningur eða 'h tsk. soðkrafLsduft, 1 dl vatn -t- '/2 msk. hveiti út í sósuna. 1. Nuddið salti og pipar inn í lærið eða hrygginn, smyrjið síðan sinnepi yfir. 2. Setjið lærið eða hrygginn í steik- ingarpott eða skúffuna úr eldavélinni og steikingarpappír yfir. 3. Hitið bakaraofninn í 160°C og setjið kjötið í ofninn þegar hann er orðinn heit- ur. Þegar 45 mínútur eru liðnar af steik- ingartímanum er kjötið tekið úr ofninum og soðinu sem myndast hefur ausið yfir. Síðan eru 2 dl af vatni settir í pottinn eða skúffuna og kjötið látið steikjast áfram í 30 mínútur. 4. Þvoið laukinn ef þið notið blaðlauk, hann er oft óhreinn milli blaðanna. Sker- ið hann síðan í bita, notið grænu blöðin með ef þau eru falleg. Ef þið eruð með venjulegan lauk er hann afhýddur og skorinn í fernt. 5. Afhýðið gulræturnar og kartöflurnar. 6. Setjið laukinn, gulræturnar og kart- öflurnar í pottinn með kjötinu. Steikið áfram í 30 mínútur. 7. Takið kjötið úr ofninum og setjið á eldfast fat. Setjið grænmetið til hliðar á fatið. Setjið í ofninn. Hafið hurðina opna. 8. Hellið soðini’ sem hefur myndast, í pott, skolið síðan pottinn eða skúffuna vel að innan með 1 dl af volgu vatni og hellið saman við. Setjið súputeninginn eða soðkraftsduftið saman við. Fleytið fituna ofan af og fleygið. Látið sjóða og gætið þess að teningurinn hafi leystst vel upp. 9. Setjið helming vatnsins í hristiglas, setjið síðan hveitið ofan á og loks hinn helming vatnsins. Hristið vel saman. Hellið síðan í bunu út í soðið og hrærið vel á meðan. Látið sósuna sjóða við hæg- an hita í 4—5 mínútur. Hrærið öðru hverju í henni. 10. Berið fatið með kjötinu á borð. Ef þið eruð með hrygg er best að skera með- fram beininu og síðan út frá því og losa kjötið frá hryggnum. En ef þið eruð með læri er það skorið í sneiðar langsum. 11. Hellið sósunni í sósuskál og berið með. Pottréttur með tómatmauki og lauk 1 kg magurt kjöt, það sem til er, 5 msk. matarolía, 2 hvítlauksgeirar, I stór laukur, Vh tsk. salt, 6 piparkorn eða '/* tsk piparduft, Vh tsk. cayennepipar (má sleppa), 1 lítil dós tómatmauk (puré), 5 dl vatn, '/2 kg kartöflur, 3 msk. rjómaostur án bragðefna, 1 hálfdós grænar baunir eða maís. 1. Skerið kjötið í litla bita. Bein má vera í þeim. 2. Hitið helming matarolíunnar á pönnu og steikið helming kjötsins. Setjið síðan hinn helming olíunnar á pönnuna og steikið síöari helming kjötsins. Gott er að skola pönnuna milli þess sem steikt er meö V-i di af vatni og setja í pott. Setja síðan kjötið í pottinn, þegar búið er að steikja það. Setjið vatn, pipar og cay- ennepipar út í. 3. Hrærið tómatmaukið út með vatninu og hellið yfir kjötið. Setjið lok á pottinn og látið sjóða við hægan hita í 60 mínút- ur. 4. Þegar kjötið hefur soðið í 60 mínútur, eru hvítlauksgeirarnir og laukurinn af- hýdd, hvort tveggja skorið smátt og sett út í pottinn. Síðan eru kartöflurnar af- hýddar og settar út í pottinn. Ef þær eru stórar eru þær skornar í sundur. Látið sjóða í 20 mínútur. 5. Hrærið rjómaostinn út í, setjið síðan baunirnar eða maísinn saman við og lát- ið sjóða upp. Athugið að hella soðinu af baununum eða maísnum. Meðlæti: Snittubrauð eða soðin hrís- grjón. Hrísgrjón eru soðin þannig að á móti 1 hluta hrísgrjóna eru 3 hlutar vatns. Örlítið salt sett í vatnið. Hrís- grjónin eru soðin í 12 mínútur og látin standa í lokuðum pottinum eftir suðu í 10 mínútur. Svínakótelettur med sinnepi og osti 6 svínakótelettur, 2 msk. matarolía, I msk. smjör, 1 Lsk.salt, '/2 tsk. nýmalaður pipar, 150 gr rifinn feitur ostur (það sem til er), I msk. milt sinnep. 1. Skerið upp í brúnina á kótelettunum svo að þær vindi sig ekki. 2. Hitið smjör og matarolíu á pönnu. Steikið síðan kóteletturnar í 7 mínútur á hvorri hlið. Þegar þið hafið snúið þeim við er salti og pipar stráð á þær. 3. Setjið kóteletturnar á eldfast fat. Smyrjið þær með sinnepi, setjið síðan ostinn ofan á í sneiðum. 4. Hitið bakaraofninn í 180—190°C. Setjið kóteletturnar inn í ofninn og steikið í 20—30 mínútur. Meðlæti: kartöflur, gulrætur, ananas- sneiðar og hrásalat. Glóöarsteiktur kjúklingur llanda 3 1 kjúklingur, 2 tsk. salt, Vh tsk. pipar, Vt tsk. einhverra þessara tegunda: Basil- ikum, tarragon, merian, chicken-season- ing, 2 msk. smjör. 1. Þvoið kjúklinginn með hreinum klúti undnum upp úr volgu vatni. Takið pok- ann með innmatnum innan úr kjúklingn- um. Þvoið kjúklinginn líka að innan og stráið 'k tsk. af salti inn í hann. Bindið hann síðan upp þannig að lærin og væng- irnir liggi þétt að búknum. Best er að nota bómullargarn til þess. 2. Setjið kjúklinginn á snúningstein ef þið hafið hann í bakaraofninum, en ann- ars er hægt að glóðarsteikja hann á grind, en þá þarf að snúa honum öðru hverju. Hitið glóðarristina í 10 mínútur áður en þið byrjið að glóða. 3. Bræðið smjörið, setjið Vi tsk. pipar og krydd út í það. 4. Takið kökupensil og smyrjið kjúkling- inn öðru hverju með kryddsmjörinu með- an á steikingu stendur. 5. Eftir 45 mínútur ætti kjúklingurinn að vera fullglóðaður. 6. Sjóðið innmatinn í litlu saltvatni, not- ið soðið siðar eða búið til sósu úr því. Meðlæti: Hvítkáls/ananasalat: Síið 1 hálfdós af kurluðum ananas, skerið 200 g af hvítkáli smátt. Blandið saman og hrærið út í 1 box af sýrðum rjóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.