Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 B 5 8 ú myndi gera gæfumuninn ef við gætum það. Það ýtti líka undir að þessir strákar úti í Englandi sömdu sjálfir. „Kannski getum við þetta sjálfir," sögðum við hver við annan og settumst niður til að semja. Svo kom þetta tiltölulega áreynslulaust." Nú fékk platan mjöggóöa dóma og með lögunum, sérstaklega „Bláu augun þín“ varð mörgum ljóst, að kominn var fram á sjón- arsviðið efnilegur tónsmiður, sem var Gunnar Þórðarson. Hvernig virkaði þetta á þig? „Ég var dálítið hreykinn að hafa getað þetta. En ég hafði samt ekki mikla trú á sjálfum mér í þessum efnum. En síðan þetta gerðist hef- ur mér alltaf fundist það skemmtilegasti hluti vinnunnar, að semja og ganga frá lögunum til enda, þar til þau koma út á plöt- um. Smátt og smátt fór maður svo að gæla við þá hugmynd að vera eingöngu i því að semja, útsetja og taka upp, og sleppa því að spila á böllum. Þessi hugsun leitaði sterkt á mig þegar komið var fram á árið 1968. Þá voru Hljómarnir búnir að vera á fullu í 4 ár, fimm til sex kvöld í viku allt árið um kring og un þín“, „Þitt fyrsta bros“ og „Vetrarsól“. Þessi lög koma svona fyrst upp í hugann. En ég vil líka taka fram, að það liggur fullt af efni eftir mig, sem ég hefði betur látið ógert. Þá á ég ekki eingöngu við að lagið sjálft hafi verið slæmt heldur getur upptakan hafa mis- tekist eða útsetningin farið úr skorðum. Það að semja gott lag er ekki bara það að semja sjálft lag- ið. Það verður líka að vera vel spil- að, vel útsett og upptakan verður að vera góð. Allir þessir þættir eru partar af samningu lagsins." Ég heyrði eitt sinn Árna Elvar spila lögin „Bláu augun þín “, „Þú og ég“ og „Ástarsælu“ á píanó og sannfærðist þá enn betur um hversu góð lög þetta eru í raun- inni. Hvernig finnst þér að heyra lögin þín leikin af öðrum ? „Ég þakka hólið. Ég heyrði líka Árna spila þessi lög einhvern tíma og fannst það mjög gott hjá hon- um. Yfirleitt finnst mér gaman að heyra aðra taka lögin mín þótt ég hugsi kannski ekki: „Mikið helvíti er þetta nú gott lag hjá þér.“ En það yljar manni alltaf svolítið að heyra lögin vel spiluð." Fylgja því miklir verkir að Gunnar á gangi ásamt eiginkonunni Toby Herman og syninum Karli Brooke Herman Gunnarssyni. MorRunbia»i4/RAX Kngilbert syngur „Bláu augun þín“ á afmælishátíð FÍH fyrir nokkrum árum. Á trommunum er Pétur Östlund, sem lék með Hljómum um skeið. það gerðist árið 1962. Þá fékk ég að taka í með hljómsveit Guð- mundar Ingólfssonar, sem var mesti rokkarinn á Suðurnesjum á þeim árum. Þetta var í Krossinum alræmda og var mikil upplifun fyrir mig.“ Síðan stofnuðuð þið Hljóma. Það er fræg sagan af því hvernig þið völduð bassaleikarann í hljóm- sveitina, fóruð í bíó og völduð þann úr hópnum sem var bassa- leikaralegastur í útliti? „Já, það er fótur fyrir þessari sögu. Áuðvitað spilaði inn í að Rúnar var vinur minn og annað kom ekki til greina en að einhver af vinunum yrði fyrir valinu. Rún- ar var bassaleikaralegastur af vinunum. Rúnar hafði aldrei snert hljóðfæri þegar hann var ráðinn bassaleikari í Hljóma. Hann hafði farið til Skotlands í fótboltaferð og kom heim með magnara, sem var með tveimur innpúttum og „ekkó“ og annað eins tæki hafði aldrei sést í Keflavík. Það var bæði hægt að spila bassann og gít- arinn í gegnum magnarann og þetta þótti æðisleg tækni. Um þetta leyti kom Eggert Kristjáns heim frá námi í Englandi og bar með sér ýmsar ferskar hugmyndir þaðan. Bítlarnir voru þá komnir fram á sjónarsviðið og við fórum að gefa þessum hræringum gaum. Annars vissum við lítið hvað við vorum að gera. Það var farið blint af stað en við urðum þess fljótlega varir að það var eitthvað í þessu hjá okkur sem virkaði. Við byrjuð- um að spila á böllum í Sandgerði, Höfnum og Vogum. í Krossinn komumst við ekki, Guðmundur Ingólfsson var þar fyrir, en Kross- inn var sterkasti staðurinn og þangað sótti meðal annars fólk úr Reykjavík." Upphaf bítlaæðisins hér á landi er oft miðað við hljómleika í Há- skólabíói, þar sem Hljómar frá Keflavík gerðu allt vitlaust. Mannstu eitthvað eftir þeim hljómleikum ? „Já, hvort ég man. Þessir hljómleikar skiptu sköpum fyrir okkur. Bandið komst þarna í fyrsta skipti í blöðin. Við urðum umdeildir, sem þýddi að það var eitthvað nýtt við okkur. Kannski voru það bara leðurvestin og það, að við vorum með svolítið meira hár en hinir. En við fengum fullt að gera bara eftir þessa einu tón- leika. Þetta varð meðal annars til þess að við troðfylltum á hverjum einasta stað í ferð um landið þá um sumarið.“ BLÁU AUGUN ÞÍN Svo kom fyrsta islenska bítla- platan út með lögum eftir Gunnar. Hann hafði ekkert fengist við að semja fyrir þann tíma: „Mér hafði aldrei dottið í hug að þetta væri hægt. En okkur fannst að við yrð- um að vera með eitthvað frum- samið á fyrstu plötunni, það það var komin mikil þreyta í mig. En sennilega gerðum við okkur þó ekki grein fyrir því þá hversu gíf- urlegt álag þetta var því það var mikill samhugur í bandinu og okkur fannst gaman að vinna saman. Þegar þarna var komið leitaði samt mjög sterkt á mig að hætta þessu og snúa mér eingöngu að því að semja, útsetja og taka upp. En kannski er maður nú bú- inn að gera alltof mikið af því líka.“ Eru einhver laga þinna sem þér þykir vænna um en önnur, einhver sem þú ert sérstaklega hreykinn af? „Mér hefur alltaf fundist að „ballöðurnar" standi upp úr sem tónsmíðar. Af einstökum lögum get ég til dæmis nefnt „Bláu aug- semja lag, — notarðu einhverja sérstaka aðferð við að semja? „Lögin koma flest áreynslu- laust, það er bara spurningin hvenær þau koma. Yfirleitt hef ég samið undir pressu, ég sest niður og segi við sjálfan mig: „Nú verður þú karl minn að semja nokkur lög“. Síðan hef ég kannski fundið mér eitthvað „tempó" og því næst fæ ég mér gítar og byrja að syngja eitthvað. Ánnað hvort kemur svo eitthvað út úr þessu eða ekki. Annars hefur aðferðin við að semja breyst nokkuð á seinni ár- um með nýrri tækni og ég nota nú talsvert „synthesizer" við að semja auglýsingar. Ég þarf endi- lega að sýna þér „stúdíóið" mitt hérna niðri. Það er að vísu ekkert sérstakt, en verður kannski ein- hvern tíma sæmilegt, það er að minsta kosti draumurinn." Gunnar kveðst lítið sem ekkert hafa samið af nýjum lögum síð- ustu tvö árin. „En ég er svona að herða mig upp í það núna,“ segir hann og allt í einu færist áhyggju- svipur yfir hann, eins og hann sé ekki viss um að honum takist þetta. „Mig langar til að gera að minnsta kosti eina góða plötu í viðbót. En til þess verð ég að semja ný lög, því ég er ekki eins og sumir sem eiga lög á lager." MÉR LRIÐ ILLA ITRUBROT „Ástæðan fyrir því að við stofn- uðum Trúbrot var að okkur fannst kominn tími til að brjóta þetta upp. Það voru komnar nýjar stefn- ur í músíkinni og þessi margradd- aði söngur, sem var sterkasta hlið Hljómanna, var orðinn svolítið gamaldags. Eins var „besetningin" of einhliða. Mér fannst Trúbrot góð hljómsveit til að byrja með. Eins tókst okkur ágætlega upp þegar við gerðum „Lifun". Þess á milli var þetta ekki nógu gott. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér þetta hafa verið leiðinlegur tími. Mér fannst Trúbrot ekki góð hljómsveit i það heila. Á tímabili leið mér beinlínis illa í þessari hljómsveit. Mórallinn var oft fyrir neðan allar hellur og hver höndin upp á móti annarri. í þá daga var það oft þannig að allir vildu ráða, hljómsveitin var bara hópur þar sem allir áttu að geta komið sínu fram. En sannleikurinn er sá að þetta gengur bara ekki svoleiðis. I bandinu mínu núna er það alveg klárt að það er bara einn hljóm- sveitarstjóri. I Trúbroti varð að ræða alla hluti fram og tiibaka og allir þurftu að vera samþykkir. Þetta var tímafrekt og afrakstur- inn eftir því, lélegar plötur, nema „Lifun". Én það sem gerði „Lifun" góða var að við æfðum frá 10 til 5 alla daga vikunnar þegar við vor- um að undirbúa hana. Allt annað sem við gerðum var með hangandi hendi, í hassvímu." Þið lentuð í einhverju klandri út af því? „Það var reyndar þegar við vor- um í Hljómum. Þá lýstum við því yfir í viðtali að við hefðum neytt marijuana, og það varð eitthvað vesen út af því. En svo maður tali bara hreint út, þá var fíkniefna- neysla partur af „kúltúrnum" hjá poppurum á þessum árum. Menn héldu að þeir spiluðu í meiri „fíl- ing“, en þegar hlustað er á þetta eftir á, þá sér maður að þetta var ekkert sérstakt. Menn eru nefni- lega ekkert vel skipulagðir eftir að hafa fengið sér í tvær blandaðar og eina óblandaða." Eitt sinn var haft eftir þér í við- tali að poppbransinn hefði verið harður skóli. Hvað áttirðu við? „Óregla hefur lengi loðað við hljómlistarmenn, bæði brennivín og dóp, og margur góður drengur- inn hefur farið illa út úr þessu. Þetta stafaði í og með af því, að menn þurftu að vera hressir fyrir framan fólkið, kannski kvöld eftir kvöld og þá var freistandi að fá sér í glas og svo seinna í pipu eða nös, eftir að sá „kúltúr“ var kom- inn upp. En þetta hefur breyst mikið, að minnsta kosti hjá okkur „eldri“ mönnunum í bransanum, og ég verð að segja alveg eins og er, að það er allt annað líf að vera með „streit" band eins og núna. Við Hljómarnir reyktum hass í fyrsta skipti úti í Svíþjóð, þegar við vorum að spila eitt sinn í Stokkhólmi. Þar var rótari, sem okkur var útvegaður, en hann var á kafi í þessu og kom okkur á bragðið. Svo sátum við uppi á herbergi og skellihlógum allan daginn. Okkur fannst þetta aldeil- is æðisgengið, en þegar frá leið fór glansinn að fara af þessu. Menn fóru að fara inn í sig og ég hætti þessu einfaldlega af því að mér leið illa. Þá var allt gamanið farið og bara vandamálin eftir.“ GAMAN AÐ ,VJÍNNA MEÐ RIO Gunnar Þórðarson hefur haft veg og vanda af tónlistarflutningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.