Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 Árni Sigurðsson skrifar um Sir Winston Churchill á 20 ára dánarafmæli hans í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari, stóðu Bretar einir þjóða, gegn sívaxandi áhrifum Þýska- lands nasismans. Bretar neituðu að gefast upp þrátt fyrir litla og næstum enga möguleika á sigri gegn leiftursókn nasismans í Evr- ópu. Töfrandi ræðumennska, hug- prýði og hin óbilandi trú Chur- chills á sigur innan seilingar varð bresku þjóðinni ómetanleg stoð á hinu erfiða tímabili, er alt sýndist tapað. Hann var óþreytandi í að telja kjark og baráttuvilja í þjóð sína og varð brátt tákn hinnar þrotlausu baráttu, þar sem hann stóð, lágvaxinn og þrekinn, með stóran vindilinn í öðru munnvik- inu og aðra höndina reistra, og gerði bókstafvinn „V“ fyrir „Vic- tory“ (Sigur) með tveim fingrum. Churchill skapaði ekki aðeins söguna heldur skrifaði hana einn- ig. Sem stríðsfréttamaður og rit- höfundur sýndi hann frábært vald sitt á hinn ensku tungu og hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1953 sem viðurkenningu fyrir ritverk sín og ræðumennsku. Sem skólapiltur hafði hann stamað og verið smámæltur og var fúx í skóla, ávallt lægstur í sínum bekk. Churchill reit eins og hann talaði — skýrt, fágað og tignarlega. Churchill hafði ekki aðeins ótrúlegan styrk, þolgæði og hreysti andlega heldur og einnig líkamlega. Otrúlegt líkamlegt þolgæði hjálpaði honum til að lifa löngu og viðburðaríku lífi. Á manndómsárunum fékk tak- markalaust þrek hans og þróttur, útrás á vígvellinum en Churchill elskaði hið hrjúfa og erfiða líf her- mannsins þótt hann væri tilfinn- ingaríkur maður. Hann túlkaði þá hlið sína, fagurlega í málverkum sínum. Churchill hóf feril sinn í þjón- ustu Bretaveldis árið 1895 sem flokksforingi í breska hernum undir Viktoríu þáverandi drottn- ingu og endaði feril sinn árið 1964 sem þingmaður í neðri málstofu breska þingsins undir Elísabetu II, drottningar, sem var barna- barnabarn Viktoríu drottningar. Fáir hafa í sögunni gengt þjón- ustu við eitt ríki svo lengi og svo dyggilega sem Churchill, eða í tæp 70 ár. I Manndómsár og menntun Winston Churchill fæddist þann 30. nóvember, 1874 í Blenheim- höll í Oxfordshire, Bretlandi. Hann var elstur tveggja sona Ran- dolphs Churchill lávarðar (1849—1895) og Jennie Jerome Churchill (1854—1921) sem var bandarískrar ættar. Randolph lá- varður var þriðji sonur sjöunda Blaðamynd af Churchill á liðskönnunarferð árið 1940. Hann handleikur forvitinn hríðskotabyssu eins fótgönguliðans, enda sjálfur hermaður á sfnum tíma. ome var bandarískur fjárglæfra- maður sem annaðhvort var vell- auðugur eða bláfátækur. Hinn ungi Winston, klunna- legur glókollur, átti óhamingju- söm bernskuár. Hann bæði stam- aði, var smámæltur og var lélegur némandi. Þrjóska hans og ákafi var öllum til ama og skaprauna auk þess sem foreldrar hans gáfu sér lítinn tíma til að sinna honum. Föður sinn, Randolph lávarð, óttaðist Churchill bæði og virti mjög, en hann sýndi syni sínum litla blíðu og athygli. Jafn frábær lærdómsmaður og Randolph lá- varður átti bágt með að sætta sig við iélegan árangur Churchills í skóla. Móðir Churchills þótti ákaf- lega aðlaöandi kona er hreif alla sem hana hittu, með fegurð sinni og vitsmunum en sem eiginkona Randolphs, sem var einn leiðtoga breska íhaldsflokksins, hafði hún miklum skyldum að gegna og hafði því lítinn tíma til að sinna syni sínum. Síðar skrifaði Chur- chill um móður sína: „Hún skein fyrir mér sem fegursta kvöld- stjarna. Ég unni henni hugástum — en þó aðeins álengdar." Er Churchill var 6 ára gamall, fæddist John bróðir hans. Ald- hélt þeim vafasama heiðri út sína skólagöngu í Harrow. Þrátt fyrir óhamingjusama vist hóf þó áhugi hans á enskri tungu að aukast til muna. Síðar sagði hann: „Þar komst inn í bein mín hin mikil- væga uppbygging hinnar venju- legu og einföldu setningar á enskri tungu.“ Randolph lávarður tók eftir því að Churchill gat leikið sér með tindáta sína svo klukkutímunum skipti. Hann ákvað að her- mennska væri eini vænlegi starf- inn er hin „takmarkaða" greind sonar hans leyfði. Árið 1893, 18 ára að aldri, var Churchill tekinn inn í konunglega herskólann í Sandhurst, eftir að hafa fallið á inntökuprófinu tvisvar og rétt náð í þriðja skiptið. Ári síðar útskrif- aðist hann áttundi í röðinni úr hópi 150 skólabræðra sinna. Árið 1895 var Churchill skipaður annar flokksforingi í 4. deild hinnar stoltu Hussars-riddaraliðssveitar. II Herþjónusta og stríðsfréttaritari Hinn 22 ára gamla Churchill flokksforingja þyrsti í ævintýri en fyrir hermann merkir það vana- lega átök. Einu átökin um þessar mundir voru á Kúbu þar sem eyja- skeggjar höfðu hafið uppreisn gegn spænskum húsbændum er fóru með stjórn eyjunnar. Chur- chill var í leyfi frá skyldum sínum í hernum og færði sér í nyt áhrif og sambönd fjölskyldu sinnar til að komast inn undir hjá Spánverj- um sem sendu hann til Kúbu. Dvöl sína þar notaði Churchill til að skrifa fimm litríkar greinar um byltinguna fyrir dagblað í London. Er hann sneri aftur til London hafði vaknað með honum hrifning á góðum Havana vindlum, er átti eftir að endast honum alla ævi eins og frægt varð. Riddaraliðssveit sú er Churchill tilheyrði var send til Bangalore á suðurhluta Indlands árið 1896. Þar vaknaði áhugi hans á póló og hann las margar bækur er hann hafði vanrækt að lesa í skóla. Höf- undar eins og Edward Gibbon og Thomas B. Macaulay vöktu þar helst áhuga hans. Árið 1897 frétti Churchill af því að átök höfðu brotist út í norð- vesturhluta Indlands, milli breskra hersveita og Pathana- ættflokksins. Hann fékk leyfi frá skyldum sínum við riddaraliðs- sveit sina og fékk tvö dagblöð til að ráða sig sem fréttaritara. Churchill gekk í lið með framvarð- arsveit Malakand hersveitarinnar og tók úr návígi, þátt í blóðugum bardögum. Er hann sneri aftur til Bangalore reit hann sína fyrstu bók er hann nefndi: „The Story of the Malakand Field Force“ (1898). Churchill var friðlaus. Hugur hans, djarfur og áhættugjarn var ávallt í leit að nýjum ævintýrum. í Egyptalandi var verið að koma upp breskum herafla til þess að gera innrás í Súdan. Churchill fékk nasaþef af þessu, fékk sig fluttan til þessa herafla og varð sér aftur úti um fréttaritarastarf. 1898 tók hann þátt í síðustu miklu riddaraliðsárás breska hersins í orustunni um Omdurman. Churchill sneri heim til Englands og skrifaði bók um dvöl sína og ævintýri í Súdan er kölluð var: „The River War“ (1899). Er Churchill vann að fyrr- greindri bók sinni (1899) heima á Englandi, sagði hann skilið við hermennskuna og sagði sig úr hernum. Hann sóttist eftir þing- sæti í breska þinginu sem íhalds- maður fyrir Oldham kjördæmið. hertogans af Marlborough. Fyrsti hertoginn af Marlborough var á sínum tíma einn besti og frægasti herforingi Bretlands. Móðir Churchills var kunn fyrir fegurð sína en faðir hennar Leonard Jer- ursmunur kom í veg fyrir að þeir yrðu nánir vinir. Tólf ára gamall var Churchill sendur í hinn virta enska heimavistarskóla Harrow. Hann var innritaður sem lægsti nemandinn í lægsta bekknum og Óbifanlegur situr riddaraliðslautinantinn Churchill hér eftirlætishest sinn. Nlyndin er tekin á Indlandi árið 18%. „Blóð> tár, strit og sviti Þann 24. janúar 1965 lést Sir Winston Churchill og eru því nú liðin 20 ár frá láti ans. Sir Winst- on Leonard Spencer Churchill varð einn mesti og virtasti stjórnvitringur sögunnar og hef- ur löngum verið kallaður stjórn- málamaður aldarinnar. Hann stóð á hátindi frægðar sinnar, ferils og frama sem forsætis- ráðherra Bretlands á árum heims- styrjaldarinnar síðari. Á þeim erfiðu tímum sagði hann að hann hefði ekkert að bjóða bresku þjóðinni nema „blóð, tár, strit og svita“ í baráttu hennar fyrir frelsi sínu gegn framrás nasismans í Evrópu. Á sínum langa ferli varð Churchill nafn- kunnur og virtur ræðumaður, rithöfundur, listmálari, hermað- ur og stríðsfréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.