Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 3 Áætlun um 1.000 störf við loðdýrarækt eftir 5 ár — Stofnkostnaður 4,3 milljarðar kr. — Gjaldeyristekjur 1,6 milljarðar á ári SAMBAND íslenskra loðdýraræktenda (SÍL) hefur gert áætlun um uppbyggingu loðdýraræktarinnar hér á landi, þannig að eftir 5 ár verði hér 1.000 ársverk í loðdýrarækt. Til þess þarf að að tífalda loðdýrastofninn og leggja í 4,3 milljarða kr. fjárfestingu en gjaldeyristekjur yrðu 1,6 millj- arðar tæpir á ári. Til þess að gera mögulega þá búháttabreytingu sem þessu yrði samfara gerir SÍL ráð fyrir því að útvega þurfi stofn- lán að fjárhæð 2,1 milljarður, auk þess sem hið opinbera leggi fram 490 milljónir kr. á þessu 5 ára tímabili, en það samsvarar þeirri upphæð sem talin er þurfa til greiðslu útflutnings- bóta í ár en loðdýrarækt- aráætlunin mun eyða útflutn- ingsbótaþörfinni ef fram- kvæmd verður. Gert er ráð fyrir að til komi framlag ríkis- ins til að byggja upp leiðbein- inga- og fræðslustarf í loðdýra- ræktinni, alls kr. 75 milljónir kr. og að eigin framlög loðdýra- bænda við uppbygginguna á þessu 5 ára tímabili verði 1.625 milljónir kr. í áætlun SÍL, sem unnin er af forystumönnum loðdýrarækt- enda í samráði við tvo ráðu- nauta Búnaðarfélagsins, er gert ráð fyrir að auk 1.000 ársverka á loðdýrabúunum sjálfum, sem samsvarar 600 fjölskyldubýl- um, komi til 50 störf við fóður- framleiðslu og leiðbeininga- störf auk annarra margfeld- isáhrifa. Stofnkostnaður á búunum fyrir refi og minka sem samsvara þurfa 125 þús- und refalæðum alls, er áætl- aður 3,7 milljarðar og er gert ráð fyrir að það verði fjár- magnað með framlögum að fjárhæð 325 millj., stofnlánum 1.875 millj. og eigin framlögum bænda, 1.550 milljónum. Áætl- að er að 400 skinnaverkunar- stöðvar kosti samtals 150 millj- ónir sem bændur fjármagni með eigin fé og stofnlánum til helminga. Ellefu fóðurstöðvar sem nauðsynlegt er talið að byggja er áætlað að kosti 330 milljónir kr., og verði þær fjár- magnaðar með stofnlánum og framlögum ríkisins til helm- inga. Jón Ragnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri SIL, sagði í sam- tali við Mbl. að fyllilega raunh- æft væri að hrinda þessari áætlun í framkvæmd en til þess þyrftu allir aðilar að vera sam- taka strax frá upphafi. Taldi hann að bændur væru tilbúnir til að breyta til með þessum hætti, einkum vegna þeirra miklu erfiðleika sem steðjuðu að hinum hefðbundnu búgrein- um. Sagðist hann verða var við mikinn áhuga hjá þeim fyrir loðdýraræktinni einmitt um þessar mundir. Unnið við skinnaverkun. íbúðarbyggingar í Reykjavík 1984: Mest byggt af fimm her- bergja íbúðum RÚMLEGA helmingur þess íbúð- arhúsnæðis, sem lokið var byggingu á í Reykjavík í árinu 1984 var ein- býlis-, tvíbýlis eða raðhús. Pessar upplýsingar koma m.a. fram í yfir- liti eftir byggingarfulltrúann í Reykjavík. Er þar um að ræða rúm- lega 25 þúsund fermetra, en alls var lokið við að byggja rúmlega 48 þúsund fermetra íbúðarhúsnæðis f Reykjavík. íbúðarhúsnæði í fjolbýl- ishúsum, sem lokið var við á árinu, er rúmlega 9 þúsund fermetrar. Flestar íbúðir sem lokið var byggingu á voru 5 herbergja og eldhús. samtals 193, því næst 2 herbergja og eldhús, 85, og íbúðir með 6 herbergjum og eldhúsi voru samtals 83. Ein íbúð í yfir- liti þessu var 9 herbergi og eldhús og var þar um að ræða íbúðarhús úr timbri. Af þjónustuhúsnæði og félagsheimilum var lokið við að byggja samtals 3.495 fermetra, verslunar- og skrifstofuhúsnæði var samtals rúmlega 16 þúsund fermetrar, iðnaðar- og verk- smiðjuhús eru tæplega 11 þúsund fermetrar og bílskúrar, geymslur og fleira tæplega 25 þúsund fer- metrar Meðalstærð nýbyggðra íbúða á árinu 1984 er um það bil 511 rúmmetrar eða 42 rúmmetrum stærri en 1983. í smiðum um ára- mót voru alls 1413 íbúðir þar al 775 fokheldar eða meira. Á árinu hefur verið hafin bygging á 807 nýjum íbúðum. Lokið var við 145 færri íbúðír árið 1984 en 1983 Á árinu 1984 samþykkti bygginga- nefnd 80 áður gerðar íbúðir. ir ■o tL— Þjónusta; anhússarMtekt á staðnum Við íslendingar eyðum miklum hluta ævinnar innandyn - skiptir því máli hvernig híbýli okkar eru innréttuð og h svo að plássið nýtist sem best. Innanhússarkitekt okkar hjálpar viðskiptavmuAíKF skipu- leggja plássið með það fyrir augum að öllum líðfvel innandyra. Það er sérsvið okkar að innrétta á smekklegan hátt þar sem hver lófastór blettur nýtist að fullu. Komdu til okkar með óskir þínar. Við teiknum fyrir þig, smíðum utan um hugmyndir þínar og gerum tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.