Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
5
FLUGLfc
MorKunblaÖið/ólafur
Rúnar Pálsson, umdæmisstjóri Flugleiða, færði Sigríöi Einarsdóttur
flugmanni blómvönd við komuna til Egilsstaða.
er
Anægjuleg
frumraun
— segir Sigríður
Einarsdóttir, flugmað-
ur í innanlandsflugi
Flugleiða
Egilastöóum, 25. febrúar
ÞEGAR Fokker-vél Flugleiða,
TF-FLN Náttfari, lenti á Egilsstaða-
(lugvelli nú síðdegis sat Sigríður
Einarsdóttir við stjórnvölinn ásamt
flugstjóranum Gunnari H. Guðjóns-
syni.
„Þetta var mjög eðlilegt fyrir
mig og auðvitað ánægjulegt,"
sagði Sigríður er tíöindamaður
Mbl. spurði hana hvernig henni
hefði liðið í þessari fyrstu áætlun-
arferð sinni sem flugmaður í inn-
anlandsflugi Flugleiða. Sigríður
var ráðin sem flugmaður til
Flugleiða síðastliðið haust, fyrst
íslenskra kvenna. Síðan hefur hún
verið í sérstakri starfsþjálfun sem
nú er lokið. Hið daglega starf
blasir nú við að frumrauninni lok-
inni. Sigríður sagði flug til Húsa-
víkur bíða sín að Egilsstaðaflugi
loknu, en algengt er að flugmaður
fari í 2 til 3 áætlunarferðir á dag.
Starfsmenn Flugleiða á Egils-
stöðum fögnuðu komu Sigríðar og
samglöddust henni. Ólafur
Fjórðungsmót hestamanna í Reykjavík:
Verulega hertar kröf-
ur til kynbótahrossa
ÁKVEÐNAR hafa verid lágmarks-
einkunnir kynbótahrossa inn á fjórð-
ungsmótið, sem haldið veröur í
Reykjavík á sumri komanda. Stóð-
hestar og hryssur, 6 vetra og eldri,
þurfa að ná 7,90 í aðaleinkunn, 5
vetra hross þurfa að ná 7,80 og 4ra
vetra hrossin þurfa aö ná 7,70. Stóð-
hestar og hryssur með alkvæmum
þurfa að ná 7,70.
Með þessu lágmarki eru kröfur
hertar verulega og var Þorkell
Bjarnason hrossaræktarráðunaut-
ur spurður hvort þetta væri raun-
hæft og svaraði hann á þá ieið, að
sér fyndist ágætt að geta sett
markið hátt, því það tryggði betri
og skemmtilegri sýningu.
„Það voru allir í framkvæmda-
nefnd mótsins spenntir fyrir því að
setja markið þetta hátt og því ekki
hægt að segja að ég sé sérstakur
talsmaður þess. Það er óneitanlega
ánægjulegt ef þetta er hægt, því
það er alltaf rennt nokkuð blint í
sjóinn með þetta lágmark fyrir for-
skoðun. Ég býst við að það séu allir
mér sammála um að hafa beri
strangt lágmark, svo ekki komi
hross á sýninguna sem ekki standa
sig sem skyldi,“ sagði Þorkell
ennfremur.
Á síðustu fjórðungsmótum hefur
markið verið 0,10 stigum lægra í
öllum flokkum.
Þá hefur lágmarkstími til þátt-
töku í kappreiðum verið ákveðinn
sem hér segir: í 250 m. skeiði 25,0
sek., 150 m. skeiði 16,5 sek., 250 m.
stökki 19,5 sek., 350 m. stökki 26,0
sek, 800 m. stökki 63,5 sek. og 300
m. brokki 40,0 sek. í ráði er að
halda töltkeppni þar sem aðeins
mæti til leiks úrvals töltarar og
þurfa þeir að hafa náð 85 stigum til
að öðlast þátttökurétt, sem er mjög
strangt lágmark.
Forskoðun kynbótahrossa mun
hefjast 7. maí og stefnt að því að
henni verði lokið fyrir 31. maí.
Fegurðardrottning
íslands 1985
Fegurðardrottning
Reykjavíkur 1985
Leitin er hafin að þátttakendum
í fegurðarsamkeppni fslands 1985.
Eins og undanfarin 2 ár verður mikið um dýrðir á
lokakvöldinu sem fram fer um mánaðamótin maí-júní.
Æfingar og undirbúningur með þátttakendum
hefst 25. marz.
Jana Geirsdóttir tekur við ábendingum á skrifstofu
Broadway ( síma 77500.
BKt)AÍDWAr I