Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 17 Rut Rebekka í Gallerí Borg Myndlist Valtýr Pétursson { vestursalnum hálfum að Kjarvalsstöðum hefur Rut Reb- ekka Sigurjónsdóttir efnt til sýningar á verkum sínum. Rut Rebekka hélt litla einkasýningu á verkum sínum í Bókasafninu í Mosfellssveit fyrir rúmu ári, ef ég hef ekki ruglast í ríminu. En þessi sýning er sú fyrsta þar sem hún sýnir verulegt magn af myndum sínum. Hún hefur einn- ig haldið eina sýningu í Dan- mörku, en þessi sýning á Kjar- valsstöðum er hennar frumraun í okkar augum. Rut Rebekka hefur nokkuð fengist við grafík og nú má sjá grafík hennar og málverk hang- andi i samhengi í vestursalnum. Ég skrifaði nokkrar lfnur um grafík Rutar Rebekku, þegar hún var á ferð í Mosfellssveit, og nú verð ég ekki fyrir vonbrigðum hvað þá grein snertir á sýningu Rutar. En hún fer nokkuð geyst af stað í olíulitum sínum og vinnur í stóra og víðáttumikla fleti, sem sumir hverjir vilja ráða sér sjálfir, eftir því sem best verður seð. Það er gamla sagan; fólk færist mikið i fang af áræðni og dugnaði, en litir og form, í hvaða mynd sem er, eru viðsjálir hlutir og eiga það til að verða ofviða, sérstaklega fólki, sem er að hefja sinn feril á þess- ari erfiðu braut. Persónulega fannst mér skemmtilegast að kynnast verkum Rutar Rebekku, sem eru No. 8 til 13 á þessari sýningu og bera heitið „Hver er ég?“ og það sem snerti mig mest af stærri verkum hennar voru No. 16 „Veður í aðsigi" og No. 18, eitt besta málverkið á þessari sýningu, sem einnig er nokkuð stórt og heitir „Milli lands og manns". Myndröð af konum með hatta er þarna einnig og þar bregður fyrir ýmsum áhrifum frá eldri meisturum, og er það i samræmi við mótun listakon- unnar. Ég hafði skemmtun af þeim verkum. Hér er dugmikil listakona í mótun, sem að vísu er enn nokk- uð óráðin. Hún hefur betri lit- sjón en formtilfinningu og er það algengt hjá þeim, sem leggja fyrir sig myndlist. Fjörutíu og þrjú verk eru á þessari sýningu, og eru þau unnin í olíu, akryl og grafík. Ég held að ég verði að halda mig við þá skoðun sem áð- ur varð mótuð í huga mínum, að Rut Rebekka eigi sér meiri framtíð í grafískum verkum en sjálfu olíumálverkinu. Það þarf að minnsta kosti að verða ákveðnari þróun hjá henni á því sviði til að hægt sé að tala um verulegan árangur. En því er ekki haldið fram, að sllkt sé óhugsandi. Allt tekur sinn tíma, þrátt fyrir atorku og dugnað. Ung prestsmaddama norðan frá Hólmavík er komin til borgarinn- ar og hefur opnað sýningu á myndverkum sfnum. Hún heitir Ásdís Sigurþórsdóttir, hefur stundaö nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands og lokið prófi þaðan úr grafíkdeild. Hún hefur stundað sáldþrykk á eigin verkstæði síðan vorið 1981, og er þetta önnur einkasýning Ásdísar. Á þessari sýningu eru 13 mál- verk og 28 litlar myndir, gerðar með blandaðri tækni. Þetta er ekki mjög veikamikil sýning og hefur óneitanlega nokkuð viðvaningsleg- an blæ. Þarna kemur fyrst og fremst í ljós, að listakonan ræður miklu betur við litlu myndirnar og þá tækni, sem hún notfærir sér við þá myndgerð. Það er ekki ofsagt, að sumar þeirra séu gæddar nokkrum þokka og verki forvitni- legar, en olíumálverk Ásdísar verka svolítið takmarkað og á stundum hvergi sannfærandi í sínum súrrealistíska búningi, sem er mjög áberandi í þeim skáldskap sem um er að ræða. Þessar myndir eru að vísu snyrtilegar og hógvær- ar í Iitameðferð. Efnið nokkuð misjafnt eins og sjá má af titlum, sem ég bendi á: Kona með stein- hjarta, Ég—þú, 17. júní og I djúpi nætur. Af smámyndunum er önn- ur saga, þar kemur fram miklu ákveðnari listakona, sem er á skáldlegan hátt með efni og inni- hald. Sannast að segja fannst mér mkklu meira til þessarar litlu verka koma en alls annars á þess- ari sýningu. Ég sá einhvers staðar á prenti, að prestsfrúin væri erotísk í þess- um verkum, hvað um það? Ung kona á besta aldri, en eftir að hafa séð þessar myndir verð ég að furða Ásdís Sigurþórsdóttir mig á þeirri yfirlýsingu. Sannast sagna fann ég hvergi neitt sem átti skylt við þessa mannlegu kennd og ekkert var eftir af þess- ari auglýsingu, nema ómerkilegt þvaður. Það er að mínum dómi ekkert athugavert við þessi verk frú Ásdísar og væri það heldur ekki þótt allt væri fullt af erótík í þessum verkum. Það verður að nægja að sinni að láta í ljósi nokkra von um, að Ás- dís Sigurþórsdóttir fái næði og tækifæri til að vinna af enn meiri alvöru og tilfinningu að mynd- verkum sínum, hvort heldur um er að ræða málverk eða grafik, en ég get ekki stillt mig um að benda henni vinsamlega á, að blönduð tækni virðist vera henni meira innan handar en annað það, sem hún sýnir i Gallerf Borg að sinni. MÁLLORKA - Sólskin og sjór! 3.- 17. aprfl 15 daga Páskaferð (Pr Verð frá kr. . mann 2 í stúdíó) 24.900.- 50% Bamaafsláttur. Dagflug: Flogið frá Keflavík til Palma kl. 10 að morgni. Þar sem gist verður á íbúðarhótelunum Royal Playa de Palma, Royal Torrenova og Royal Jardin del Mar, sem fjölda íslendinga er að góðu kunn. Sólin skín, sjórinn er volgur og næturlifið er á fullu. Þetta verður ferð sem hvílir og byggir upp alla fjölskylduna. Fáir vinnudagar tapast. Komið til Keflavíkur kl. 20 að kvöldi. fitcfKvm \ Umboö á islandi fyrir OINERS CLUB INTERNATIONAL FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.