Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
19
Ríka fólkið
ÞórirS. Gröndal
skrifar frá Flórída
í Flórída er fjöldinn allur af
ríku fólki. Það þarf ekki að
dvelja hér lengi til að sjá merki
feikilegs auðs og íburðar. Glæst-
ar ibúðablokkir tróna niður við
strendur og fjöldann allan af
lúxusvillum er að finna alls stað-
ar á dýrustu og eftirsóttustu
landspildunum. Bátar alls konar
og lystisnekkjur sigla úti fyrir
og á hinum mörgu skurðum og
síkjum, sem hér er víða að finna.
Dýrustu bifreiðir, sem fram-
leiddar eru í heiminum, renna
um götur og stræti.
Hvaða fólk er það eiginlega,
sem býr í þessum blokkum og
villum, siglir á þessum lysti-
snekkjum og ekur í þessum lúx-
usdrekum? Ekki get ég nú leitt
ykkur í allan sannleika í því efni,
en verandi fuglaskoðari, ætla ég
að reyna að flokka það eitthvað
niður og gera ykkur grein fyrir
helztu tegundum þessara fugla.
í fyrsta flokkinn skulum við
setja gamlan auð eða erfðan auð.
Þennan flokk fyllir fólk, sem
ekki hefir þurft að dýfa hendi í
kalt vatn í a.m.k. tvo manns-
aldra. Það lítur niður á aðrar
tegundir ríks fólks og telur sig
langt yfir það hafið. Gamli auð-
urinn í Flórída er mestur í Palm
Beach, rétt fyrir norðan Miami,
og þar eiga margar ríkustu fjöl-
skyldurnar hérna i henni Amer-
iku vetrarhallir sínar. Eins og
farfuglarnir kemur þetta fólk
hingað á vetrum og dvelur fram
á vor. Ýmislegt gerir það sér til
dægrastyttingar, en það er
reyndar efni í aðra grein.
í næsta dilk getum við dregið
fólk, sem unnið hefir hörðum
höndum ailt lífið, orðið ríkt, er
nú hætt að vinna og flutt til
Flórída til að eyða þar ellinni og
einhverju af auðnum. Það flokk-
ast líka undir nýríkt fólk. Margt
af því er af gyðingaættum og
sumt heldur hvumleitt. Því
finnst, að það eigi skilið óskipta
virðingu samborgaranna eftir
erfiða starfsævi og er það oft
fyrirferðarmikið.
Margir karlanna hrökkva
fljótlega upp af, þegar þeir
hætta að vinna, því þeir þola
ekki bílífið og aðgerðarleysið.
Eftir situr fjöldinn allur af rík-
um ekkjum, sem eyða restinni af
lífinu í áhyggjur af auðnum og
hvernig þær eigi að koma í veg
fyrir það, að börnin komist yfir
aurana áður en þær hafa líka
yfirgefið þennan vonda heim.
Æði margar af ríku ekkjunum
vildu eflaust gifta sig aftur, en
það er ekki hlaupið að því. Það er
fátt um fina drætti, þegar að
einhleypum karlfugli kemur, og
svo er hitt, að þær eru sífellt
hræddar um, að menn girnist
þær peninganna vegna. Rikir
ekklar eru hér mjög sjaldgæfir.
Hafi þeir unnið það afrek að lifa
lengur en konurnar, eru þeir
hremmdir umsvifalaust af gráð-
ugum kvinnum, og er stundum
varla búið að hola konugarmin-
um niður í jörðina.
í Flórída er að finna furðulega
stóran hóp skyndi-ríkra manna
og kvenna. Þetta er langmest
ungt fólk, sem sýnir öll ytri
merki mikils auðs, en enginn
virðist vita, hvaðan hann hefir
komið. Hann hefir ekki verið
erfður, ekki verið unnið fyrir
honum og viðkomandi ekki einu
sinni unnið í happdrættinu.
Vegna þessa flokkum við slíka
fugla undir vafasamt fólk og
teljum það ekki alvöru-ríkt á
þessu stigi málsins. Við verðum
heldur ekkert hissa, þegar við
lesum í blöðunum, að einhverjir
hinna skyndi-ríku hafi komist
undir manna hendur. Það er þá
oftast fyrir meiriháttar glæpi
eins og fjársvik eða smygl á
eiturlyfjum.
Ríkt fólk í Ameríku, í hvaða
flokki sem er, á það sameiginlegt
að hafa stöðugar áhyggjur af
auði sínum. Einhvers staðar
verður að koma honum fyrir og
hann verður að ávaxtast. Á að
kaupa fasteignir, verðbréf, dýra
málma eða eitthvað annað?
Hvernig á að komast hjá því að
greiða háa skatta og hvaða
skattaskjól á þá að nota? Allt
þetta veldur miklu hugarangri
hjá þeim ríku og virðist sem
sumir þeirra liti varla glaðan
dag. Og þegar sleppir þessarar
veraldar áhyggjum, tekur ekki
betra við: Ríki maðurinn, úlfald-
inn, nálaraugað og allt það...
Þórír S. Gröndal er rædismaður /»
lands í Flórída og framkræmda-
stjóri hji lísksölufyrirtæki í
Miami.
Tvær konur með at-
vinnuflugmannspróf
SAMKVÆMT því sem Morgunblað-
ið kemst næst eru tvær konur í dag
sem hafa atvinnuflugmannsréttindi.
Þær eru Sigríður Einarsdóttir, sem
er aðstoðarflugmaður á Fokker hjá
Flugfélagi íslands, og Jutta March-
er, sem starfar sem flugkennari hjá
Flugskóla Helga Jónssonar. Morg-
unblaðið leitaði í gær upplýsinga um
konur með atvinnuflugmannspróf
hjá Loftferðaeftirlitinu, en þar er
ekki kyngreining á flugmönnum
sem hafa fengið útgefin skírteini svo
að erfítt er um vik að finna konurn-
ar í spjaldskrá stofnunarinnar.
Bæði Jutta og Sigríður eru með
samskonar próf, sem er 3. flokks
atvinnuflugmannspróf. Sam-
kvæmt upplýsingum Loftferðaeft-
irlitsins eru a.m.k. tvær aðrar
konur sem haft hafa slík réttindi,
en þau eru úr gildi fallin. Eru þáð
Erna Hjaltalín, sem lengi starfaði
sem flugfreyja hjá Loftleiðum, og
Ásta Hallgrímsdóttir, en skírteini
hennar rann út árið 1979.
Atvinnuflugmannsréttindi
skiptast í þrjá flokka, 1., 2. og 3.
flokk. Til þess að fá 2. flokks rétt-
indi þarf viðkomandi að hafa lokið
stúdentsprófi.
Fræðshifundur
um brjóstagjöf
FRÆÐSLUKVÖLD verður á veg-
um Áhugafélags um brjóstagjöf i
Kópavogi, fimmtudagskvöld 28.
febrúar, kl. 20.30 í Félagsheimili
Kópavogs, 2. hæð. Fyrirlesari
verður Helgi Valdimarsson pró-
fessor og talar hann um gildi
brjóstamjólkur fyrir ofnæmis- og
ónæmisvarnir. Umræður verða og
félagið verður kynnt. Kaffi og
kökur verða til sölu.
Askriftarsíminn er 83033
Sendiherrann
til enda. Leikstjóri:
J. Lee Thompson.
Aöalhlutverk:
Robert Mitchum, Ellen Burstyn, Rock Hudson,
Donald Pleasence.
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
^GULLPÁLMINN^H
& , CANNES'84
HARRY DEAN STANTON
ASSJA KINSKI
>
XtmcJio
MOTEL
msm
f WIM WENDERS • ikfevel al SAM SHEPAR
— Hsimslrng vsrMaunamynd — Stórbrotið listavwk
som Mkk Gullpélmann á kvikmyndahátlðinni I Cann-
aa 1984.
„Njótiö myndarinnar olt, því aö í hverl sinn sem þiö
sjáiö hana, koma ný áhugaverö atriöi i Ijós."
Extrabladat.
Leikstjori:
Wim Wenders.
Aöalhlutverk:
Harry Dean Stanton og Nastassja Kinski.
... Einhver áhrifamesta, ánægju-
legasta og skemmtilegasta kvikmynd sem
hingaö hefur borist svo mánuöum skiptir.
Morgunblaðið Á.Þ. 21/2 85.
Sýnd kl. 9.
Uraiió krakj&tf
erum búnir
að strumpa okkur
inná myndbönd.
LADDI
hjálpaöi okkur að læra
islensku svo að þlð
getlð alveg sklllð
allt sem vlð segjum.
Byrjið þvi strax að fylgjast
með ævintýrum okkar.
Elnkaréttur á íslandl: Dreifing:
Sfjff'' skokMrhf
Erum búnir að strumpa okkur inná
myndbönd og verðum komnir á all-
ar myndbandaleigur á morgun.