Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 36

Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Trúnaður banka við viðskiptayini: Ríkis- og einkabankar neita að svara þingmanni Ríkið hætti eignaraðild að ríkisbönkum, sagði Stefán Benediktsson (BJ) BcAi ríkis- og einkabankar vísuðu til bankaleyndar, gildandi laga og trúnaðar við viðskiptavini er þeir neituðu að svara fyrirspurnum frá Jóhönnu Sigurðardóttur: 1) Hver var heildarfyrirgreiðsla viðskiptabanka og þriggja staerstu sparisjóða til fimm staerstu lántakenda einstakra banka og spari sjóða í árslok 1983 og 1984? 2) Hvert var hlutfall heildarfyrirgreiðslu hvers lánþega um sig af eigin fé stofnunarinnar? 3) Er þar um að ræða lántakend- ur, einn eða fleiri, sem eru svo fjárhagslega tengdir öðrum lántakendum stofnunarinnar að skoða beri heildarfyrirgreiðslu til þeirra í einu lagi? 4) Hvernig var fyrirgreiðslan tryggð í hverju tilviki? TrúnaAur milli lánastofnunar og viðskiptamanna • MATTHÍAS Á. MATHIESEN, ráðherra bankamála, gerði fyrst grein fyrir svörum einkabanka, þ.e. Verzlunarbankans, Samvinnu- bankans, Iðnaðarbankans og Al- þýðubankans, sem og Sambands sparisjóða. Það var samdóma skoðun þessara stofnana að þeim væri hvorki skylt né heimilt að veita þessar upplýsingar. Vísuðu bankaráðin til gildandi laga, sem Alþingi hafi sett, og fælu ekki í sér upplýsingaskyldu til Alþingis um umspurð efni eða önnur, utan það sem kveðið er á um í 39. grein stjórnarskrárinnar um sérstakar rannsóknanefndir. f svari Alþýðubankans er m.a. sagt: „Ekki verða gefnar upplýs- ingar um viðskipti manna við bankann, skuldir þeirra né eignir. Bankaráðsmenn, bankastjórar og aðrir starfsmenn bankans eru bundnir þagnarskyldu uro allt það er snertir hagi viðskiptamanna bankans og þeir fá vitneskju um í starfi sínu .. “. Ríkisbankarnir svöruðu fyrir- spurninni á þann veg að þeim væri óheimilt að veita þær upplýsingar, sem leitað er eftir með fyrirspurn- inni. Vitnað er til umsagnar lög- fræðings Landsbankans, Stefáns Péturssonar, og 1. mgr. laga um Landsbanka íslands: „Bankaráð, bankastjórar og allir starfsmenn bankans eru bundnir þagnar- skyldu um allt það er snertir hagi viðskiptamanna bankans og þeir fá vitneskju um í starfi sínu.“ Lokaðir múrar GUÐRÚN HELGADÓTTIR (Abl.) kvað fróðlegt að komast að því að bankar og sparisjóðir væru lokað- ir múrar utan um þá fjármuni sem til væru í landinu. Til hvers erum við að kjósa þingmenn í bankaráð, spurði hún, máske til þess að þeir þegi með bankastjór- um — eða hygli sínum kjördæm- Matthías Á. Mathiesen, ráðherra bankamála. um. Ég mun ekki taka þátt í kjöri bankaráðsmanna framvegis, fyrst svona er í pottinn búið. Við eigum að hætta að senda þingmenn „inn í frímúrarareglur bankakerfis- ins“. Samtrygging bankakerfisins JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR (A) sagði það vekja furðu sína að aðspurðir skuli skjóta sér bak við bankaleynd. Rjúfa þurfi sam- tryggingu bankakerfisins. Tíma- bært sé að setja hér um skýrari ákvæði í nýja bankalöggjöf. Hún beindi máli sínu til þingmanna, sem jafnframt væru bankaráðs- menn, og spurði, hver væri afstaða þeirra til spurninga sinna og við- bragða lánastofnana. Við hverja á fyrirspyrjandi VALDIMAR INDRIÐASON (S), sem jafnframt er bankaráðsmað- ur, kvað eðlilegt að ekki væru gefnar upplýsingar um einstök bankamál, sem trúnaður væri um milli banka og viðskiptavinar. Fyrirspyrjandi nefndi að vísu ekki nöfn, en engu að síður væri talað um „fimm stærstu lántakendur" og „lántakendur, sem væru fjár- hagslega tengdir öðrum lántak- endum". Spjótum væri bersýnlega beint að ákveðnum aðilum. Hrein- legra hefði verið að fyrirspyrjandi nefndi hreint út, hverja hún á við. Ríkið afsali sér eignaraðild STEFÁN BENEDIKTSSON (BJ) kvað hér hafa komið í ljós einn megingalla þess að ríkið eigi viöskiptabanka, sem hvarvetna í veröldinni virði bankaleynd gagn- vart viðskiptavinum. Hér sitji pólitiskt kjörnir aðilar uppi með þessar upplýsingar og sitji á þeim. Svo eigi að bregðast við þessum galla að ríkið afsali sér eignarað- ild að slíkum peningastofnunum, — hætti aðild að þeim. Ómerkilegur fyrirsláttur EIÐUR GUÐNASON (A) sagði hér ekki spurt um nafngreinda að- ila. Bankaleynd væri því ómerki- legur fyrirsláttur. Hann sagði Al- þýðuflokkinn ekki kjósa þingmenn í bankaráð. Lögin og reglurnar eru Alþingis Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, sagði löggjöf um banka og sparisjóði Alþingis eins og aðra löggjöf. Alþingi kysi ekki einungis bankakráösmenn til að fara með stjórn ríkisbankanna, heldur einnig endurskoðendur. Ráðherra kvaðst ekki hafa at- hugasemdir við svör bankaráð- anna en myndi að öðru leyti tjá sig frekar um þessi mál er frumvarp um bankamál kæmi til umfjöllun- ar þingsins innan skamms. Upphrópanir og gaspur Garðar Sigurðsson (Abl.), sem er bankaráðsmaður, kvað þing- menn, sem jafnframt væru banka- ráðsmenn, hafa heyjað sér þekk- ingar og yfirsýnar um bankamál, vaxtamál, lánamál o.sv.fv., sem ekki veitti af að væri til staðar í þinginu, þ.e. að um þessi mál væri fjallað af stillingu og rökvísi í stað upphrópana og gaspurs. Garðar sagði ársreininga bankanna opin- ber plögg, sem allir gætu kynnt sér, m.a.s. kvenþingmenn, ef þeir hefðu nenning til. Ef kippa ætti þingmönnum út úr bankaráðum yrði þyngra undir fæti fyrir undirstöðuatvinnuvegi í bankakerfinu. Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið að sinni. Skýrsla iðnaðarráðherra um sjóefnavinnslu: Fyrirtækið er að stöðvast Ríkið er eigandi 87 % hlutafjár „Upphaflega var talið að auðvelt væri að vinna að uppbyggingu Sjóefna- vinnslunnar í áföngum. Talið var að 8 þús. tonna áfanginn mundi geta staðið undir breytilegum framleiðslukostnaði, þannig að sannreyna mætti mark- aðslegar forsendur fyrirtækisins með þeim áfanga. Nú er aftur á móti Ijóst að tæknilegar forsendur eru verulega breyttar og að kostnaður við 8 þús. tonna áfangann er mun meiri en áætlað var í upphafi. Auk þess mundi rekstur 8 þús. tonna áfangans ekki standa undir breytilegum kostnaði og þar með engu skila upp í afskriftir og vexti. Ein meginástæða þess er sú að afköst úr saltpönnum eru innan við helming af því sem áætlað var að næðist miðað við kröfur markaðarins um kornastærð o.fl. Miðað við upphaflegar forsendur eru tæknileg vandamál enn óleyst varðandi framleiðslu á fisksalti, einkum hvað snertir samspil afkasta, kornastærðar og styrkleika saltkrist- alla. Sjóefnavinnslan hf. og ráðgjafar fyrirtækisins hafa lagt til að lokið verði við 8 þús. tonna áfangann a.m.k. og að svokallaðri finsaltsdeild yrði bætt við upp úr því til að bæta rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Með hliðsjón af lögum um Sjó- efnavinnsluna hf. frá maí 1981, og með hliðsjón af skýrslu um 8 þús. tonna saltvinnslu frá febrúar 1981, álítur Iðnaðarráðuneytið að hér sé um að ræða mjög svo breyttar forsendur varðandi upp- byggingu fyrirtækisins og skuld- bindingar hins opinbera þar að lútandi. Ráðuneytið hefur komizt að þeirri niðurstöðu að forsendur þessa fyrirtækis hafi verið vafa- samar frá upphafi og hafi auk þess veikzt með tímanum. Helztu atriði í þessu sambandi eru eftir- farandi:“ 1. Söluhorfur „Horfur um saltsölu frá fyrir- tækinu hafa versnað af þremur ástæðum: a) Fyrirsjáanlegt er að innlend saltnotkun verður minni en áætlað var. b) Markaðshlutdeild innlends salts verður aldrei 100% eins og áætlað var, vegna sam- keppni frá innfluttu salti. c) Verð á innfluttu salti, sem er viðmiðun varðandi arðsemi sjóefnavinnslu, hefur lækkað upp á síðkastið, m.a. vegna samkeppni innlendu skipfélag- anna. Vonir um afgerandi hærra verð fyrir Reykjanessalt hafa ekki rætzt. (Verð á salti frá verksmiðjunin er nú kr. 2600 pr. t en eimsalt mun selt á kr. 2250 pr. t í Hafnarfirði og kr. 2580 pr. t á Akureyri. Hjá Saltsölunni hf. mun gilda eitt verð fyrir allt landið, þ.e. kr. 2490 pr. t.)“ 2. Aukaafurðir „Áætlað var að sala á aukaaf- urðum, kalsíumklóríði o.fl., mundi standa undir meira en helmingi heildartekna fyrirtækisins. Sala þessara efna á erlenda markaði á viðunandi skilaverði er mikilli óvissu undirorpin. Ekkert hefur komið fram sem dregur úr þeirri óvissu sem þetta hefur í för með sér um afkomu fyrirtækisins." 3. Fjármögnun og arðsemi „Fjármögnun rannsókna- og þróunarstarfs með lánsfé er ætíð varhugaverð. Dollaralán hafa reynzt fyrirtækinu erfið og hækk- un raunvaxta á innlendum og er- lendum lánamörkuðum leiðir óhjákvæmilega af sér mun hærri kröfur um arðgjöf. í þessu tilliti hafa forsendur breytzt nokkuð síðan unnið var að frumvarpi um sjóefnavinnslu 1980—1981. Þó má segja að upphaflega áætluð arð- semi upp á um 7% hafi ætíð verið óviðunandi, jafnvel þó að allt færi samkvæmt áætlun. Sjóefnavinnsl- an hf. hefur nýlega áætlað arð- semi viðbótarfjárfestingar til lúkningar 40 þús. tonna áfanga um 7% en 5% af heildarfjárfest- ingu. Slík niðurstaða byggist á þeirri forsendu að öll framleiðslan seljist og á viðunandi verði. Þessar niðurstöður eru því með öllu óvið- unandi með tilliti til óvissu í markaðsmálum og raunvaxta upp á 8—10%.“ 4. Hlutafé „Upphaflega var gert ráð fyrir að a.m.k. 25% hlutafjárframlaga kæmu frá öðrum aðilum en ríkinu. Hlutur annarra er nú aðeins um 13% en auk þess hefur hlutfall hlutafjár og lána farið hríðversn- andi. Eftir á að hyggja virðist það hafa verið misráðið og óraunhæft að stofna hlutafélag um tilrauna- starfsemi af þessu tagi, þar sem ábyrgð ríkisins er í raun ótak- mörkuð." 5. Stærð fjárfestingar „Nú eru komnar um 350 m.kr. í þetta verkefni, en áætlun fyrir 40 þús. tonna verksmiðju hljóðar upp á um 750 m.kr. Kostnaður við 8 þús. tonna áfangann er nú kominn u.þ.b. 80% fram úr upphaflegri áætlun á föstu verðlagi. Endanleg- ur kostnaður við 40 þús. tonna verksmiðju gæti því farið langt fram úr 750 m.kr., en sú upphæð samsvarar upphaflegum áætlun- um. Þróunarverkefni af þessari stærð, þar sem ábatavon er eins lítil og hér um ræðir og í því fjár- svelti sem á Islandi ríkir, er að mati ráðuneytisins með öllu óréttlætanlegt. Áframhaldandi fjárveitingar og lántökur ríkisins til þessa verkefnis fælu í sér mis- munun gagnvart öðrum aðilum í landinu sem vinna að rannsókna- og þróunarstarfi við knappan kost.“ Niðurstöður „Ákvörðun iðnaðarráðherra um að hætta frekari þátttöku ríkisins i tilraunum meö saltvinnslu úr jarðsjó að svo stöddu byggist á framangreindri endurskoðun Iðn- aðarráðuneytisins á forsendum málsins, þar sem m.a. hefur verið höfð hliðsjón af skýrslu Iðntækni- stofnunar (fskj. I) og upplýsingum frá Sjóefnavinnslunni hf. (fskj. II). Varðandi samanburð á upp- runalegum áætlunum og skýrslu iðnaðarráðherra frá 1982 við raunverulegan stofnkostnað og rekstrarafkomu og upplýsingar um sundurliðun stofnkostnaðar og rekstrar ásamt arðsemismati vís- ast til fskj. II. Ráðuneytið mun út- vega þeim þingmönnum er þess óska skýrslu Iðntæknistofnunar íslands. Núverandi staða er sú, að fyrir- tækið er að stöðvast því að rekstr- arfé þrýtur í marz. Ríkissjóður, sem eigandi 87% hlutafjár og ábyrgðaraðili á öllum skuldum, verður að taka ákvörðun um hvað gera skuli. Verði ákveðið að halda áfram og lokið við 8 þús. tonna áfangann þarf um 50 m.kr. fram- lag til fyrirtækisins á þessu ári til viðbótar við um 35 m.kr. afborg- anir og vexti, sem munu falla á fyrirtækið á árinu í öllu falli. Iðn- aðarráðherra hyggst ekki leggja það til. Verði ákveðið að hætta við byggingu verksmiðjunnar, fyrir fullt og allt eða um tíma, kostar það fyrirtækið 6—8 m.kr. á ári að gæta eignanna (kostnaður er þetta hár vegna öryggissjónarmiða). Til greina kemur að semja við aðra aðila um eignavörzluna fyrir lægra verð.“ Tillaga þingmanna Alþýðuflokks: Innflutningur á olíuvör- um verði gefinn frjáls Samkeppni til að lækka benzín- og olíuverð „Alþingi ályklar að fela viðskiptaráðherra að gefa frjálsan innflutning á olíuvör- um með því að nema úr gildi ákvteði i reglugerð nr. 172, 20. marz 1980, sem bindur leyfum innflutning á óhreinsuðum jarðolíum, benzíni, gasolíu og brennslu- olíu, samkvæmt tollskrárnúmerum 27.09.00; 27.10.19; 27.10.60 og 27.10.70.“ Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar, sem Kjartan Jóhannsson og fimm aðrir þingmenn Alþýðu- flokks flytja. í greinargerð segir að tilgangur tillögunnar sé að stuðla að verðlækkun á benzíni og olíum með því að gefa innflutning á þessum vörum frjálsan og koma þannig á samkeppni f þessum mikilvægu viðskiptum. Þá segir ennfremur að verð á olíum og benzíni sé hér hærra en í nágrannalöndum, benzín yfirleitt 20—40% dýrara en í öðrum Evrópu- löndum og oft sé til þess vitnað að íslenzk fiskiskip greiði 40—50% hærra verð fyrir gasolíu hérlendis en þegar þau verzla erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.