Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 37 Frumvarp um náttúruvernd: 66 „Ekki spillist að óþörfu líf og land — „né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft“ Ragnhiidur Helgadóttir, menntamálarádherra, hefur lagt fram stjórnarfrumvarp til laga um náttúruvernd. Frumvarpið er í fimm köflum og þrjátíu og átta greinum og fjallar um markmið, gildissvið, stjórn náttúrverndarmála, umgengnis- rétt og umgengnisskyldur, friðlýsingu og ýmis ákvæði. Fyrsti kafli laganna (markmið) hljóðar svo: „Sá er tilgangur laga þessara, að samskipti manns og náttúru verði með þeim hætti, að ekki spillist að óþörfu líf og land, né mengist sjór, vatn eða and- rúmsloft. — Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun ís- lenzkrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess, sem þar er sérstætt eða sögulegt. — Með lögum þessum er stefnt að því að auðvelda þjóðinni um- gengni við náttúru landsins og auka kynni af henni." Frumvarpið er samið að til- hlutan Náttúruverndarþings. í meðförum menntamálaráðu- neytis vóru gerðar á því lítils- háttar breytingar og lagfær- ingar í samráði við formann Náttúruverndarráðs. Helztu breytingar frá gildandi lögum: • Efnisröðun er töluvert frá- brugðin • Fyllri ákvæði eru um það, hvernig framfylgja megi ákvörð- unum um náttúruverndarmál, sérstaklega um ýmsa stjórnsýsluþætti • Tengsl Náttúruverndarráðs við náttúruverndarnefndir er styrkt og valdi dreift í sambandi við meðferð stað- og héraðs- bundinna mála Kagnhildur Helgadóttir • Skýrari reglur eru settar um almannarétt; kveðið nánar á um skyldur og réttindi bæði landeig- enda og almennings • Lögð er áherzla á að tryggja svo sem aðstæður leyfa viðun- andi umgengni úti í náttúrunni • Sett eru ákvæði um tillit til sjónarmiða náttúruverndar við skipulagsgerð • Reglur um friðlýsingu eru samræmdar • Fyllri ákvæði eru um náttúru- minjaskrá • Meðferð friðlýsingarmála er gerð einfaldari • Numin eru úr gildi nokkur úr- elt lagaákvæði. Kjartan Jóhannsson: Frelsi í útflutnings- verzlun — tillaga til þingsályktunar „Alþingi ilyktar að fela viðskipta- ráðherra að gefa útflutning á vörum frá landinu frjálsan í stað þess að binda hann leyfum eins og nú er gert... Felur Alþingi ráðherra að breyta ákvæðum reglugerðarinnar til samræmis við framangreindan vilja sinn.“ Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem Kjartan Jóhannsson og fimm aðrir þingmenn Alþýðu- flokks flytja. í greinargerð segir að á sama tíma og innflutningur hafi verið að mestu frjáls ríki alger leyfisbinding á útflutningi, sem auki á skrifræði og feli i sér skömmtunarkerfi. Skömmtunar- kerfið dragi úr frumkvæði og nýj- ung og þrótti i útflutningsverzlun- inni. Hvaða nauðsyn ber til að kinda- kjötsútflutningur sé á einni hendi spyrja flutningsmenn og í greinar- gerð. Iðnþróunarsjóðir landshluta: Efling atvinnulífs í strjálbýli — Hluti af „jómfrúrræðu" Óla Þ. Guðbjartssonar (S) HÉR FER á eftir kafli úr fyrstu þingræðu Óla Þ. Guðbjartssonar (S), er hann mælti fyrir frumvarpi til laga, sem hann flutti um iðnþróunarsjóði landshluta: Ég mæli hér fyrir frv. til laga um Iðnþróunarsjóði landshluta, sem ég hef leyft mér að leggja fram á þskj. 512. Frumvarp þetta er samið að tilhlutan sveitar- stjórnarmanna og raunar flutt að þeirra beiðni. Það þarf í sjálfu sér ekki að gegna furðu þó að frumvarp af þessu tagi komi ein- mitt úr þessari átt. Fáum ætti að vera ljósara en sveitarstjórnar- fólki sá margháttaði vandi, sem nú steðjar að víða um land um framvindu atvinnuþróunar þess- arar þjóðar. Sá vandi er marg- þættur. Ég á hér vitaskuld ekki við hið hefðbundna og nær árstíða- bundna hlutskipti stjórnmála- manna, Alþingis og ríkisstjórnar auk forystufólks í atvinnulífinu, að finna höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar rekstrargrundvöll. Ég á miklu fremur við þau þátt- askil sem að flestra dómi eru að verða í skiptingu mannafla á milli aðalatvinnuveganna, þeirra sem skapa hin raunverulegu þjóðarverðmæti og þjónustu- greinarnar hvíla í rauninni á. Vitaskuld er og verður mikill vaxtarbroddur í þjónustugrein- unum, í þjóðfélagi sem verður æ margslungnara með degi hverj- um, en sá vöxtur á sér þó ætíð þau takmörk sem felast í grósku grunngreinanna þaðan sem þjóð- arauðurinn er sprottinn. Það skiptir því ekkert litlu máli, að menn sameinist um þau megin- verkefni i atvinnumálum íslend- inga á næstu árum og áratugum að stuðla að hagstæðri iðnþróun, enn hagstæðari en í dag, um allt land. Sameinumst um það á þann veg: í fyrsta lagi að beina fjár- magni inn á þær brautir að leiði til hagkvæmrar iðnþróunar og í annað stað að hið takmarkaða fjármagn nýtist sem best í því að verkja hugvit og haga hönd með sem bestum árangri. I þeim til- gangi er frv. þetta til laga flutt til þess að verða lóð á vogarskál og einn af vegvísum á braut farsæll- ar iðnþróunar. í fremur stuttri greinargerð sem frv. fylgir segir með leyfi virðulegs forseta: „Fjöldamörg verkefni líðandi stundar einkennast af þeirri staðreynd, að frumatvinnugrein- arnar tvær, sjávarútvegur og landbúnaður, taka tæpast við meiri mannafla að tiltölu í náinni framtíð. Þegar haft er í huga hve umskipti þessi verða í rauninni snögg og er samtímis í frum- greinunum báðum er ekki að undra þótt margháttaður vandi fylgi, sem erfitt reynist að bregð- ast við.“ Hér er vitaskuld átt við þá staðreynd að það verður nokkurn veginn jafnsnemma að tekin er upp að verulegu leyti skipulögð veiðistjórn í sjávarútvegi sem aftur þýðir takmörkun mannafla og tækja sem áður tæpast þekkt- ist. En svo til samtímis verða kröfur æ háværari um að miða landbúnaðarframleiðsluna við innanlandsmarkað einvörðungu. Hér er í sjálfu sér um svo rót- tækar breytingar að ræða, sem að vísu verða ekki frekar krufnar til mergjar hér, en eru það afdrifa- ríkar um velferð og afkomu al- mennings, að óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim á fjölda- mörgum öðrum sviðum á tiltölu- lega skömmum tíma. Og þar er iðnþróun eina raunhæfa lausnar- orðið en á því sviði er margt hæg- ara sagt en gert. í samanburði við búskap og sjósókn er iðnaður hér á landi fremur ung atvinnugrein. Með flestum þjóðum sem fram úr hafa skarað á sviði iðnaðar hefur slík þróun tekið áratugi og hvílt á hefð margra kynslóða. Svo virðist að auki sem Islendingum sé oft ýmislegt betur gefið en að til- einka sér markaðstækni og þá alúð í starfi sem yfirleitt alltaf er lykillinn að árangri á þessum sviðum. Þó ber vissulega að við- Óli Þ. Guðbjartsson urkenna að stundum hefur mjög vel til tekist svo sem um sölu ým- issa sjávarafurða okkar. Því má þó síst gleyma að vöruþróun og markaðstækni er ennþá mikil- vægari þáttur þegar um raun- verulega iðnþróun er að ræða. Sveitarfélög um allt land finna nú æ betur hvar skórinn kreppir í þessu efni. Þess vegna hefur á nokkrum stöðum verið stofnað til sjóðsmyndunar til þess að létta undir í þeirri sókn sem framund- an er. Menn gætu e.t.v. álitið að frv.-flutningur af því tagi sem hér er uppi hafður, væri óþarfur þar sem þegar væru nægilegir möguleikar að ná árangri á þess- um sviðum án slíkrar lagasetn- ingar. Svo er þó ekki, vegna þess að tekjuöflun til þessa verkefnis er þá nær óhugsandi nema ein- ungis frá sveitarfélögunum sjalf- um, sem fyrir eru yfirhlaðin verkefnum. Auk þess sem sam- ræmdar aðgerðir með löggjöf eins og hér er lögð til mun reyn- ast hvati í sjálfu sér til raun- hæfrar iðnþróunar. Skv. 1. gr. þessa frv. er lagt til að landshlutasamtökum sveitar- félaga verði heimilt að stofna iðnþróunarsjóð í landshluta er vera skuli sjálfstæðir sjóðir í eign sveitarfélaganna. Megintilgangi iðþróunarsjóða landshluta er lýst í 2. gr. frv., sem er að efla atvinnu í landshlutunum. Tilgangi sínum skulu sjóðirnir leitast við að ná á eftirfarandi hátt: 1. Með lánveitingum til nýrra framkvæmda einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til langs eða skamms tíma. 2. Með lánveitingum til sveitar- félaga til framkvæmda sem beint eða óbeint gætu stuðlað að betri þjónustu við uppbygg- ingu atvinnulífs. 3. Með því að kosta eða styrkja eða veita áhættulán til sér- stakra athugana og áætlunar- gerða í sambandi við nýjar at- vinnugreinar, sem hugsanlega kynnu að þrífast á svæðinu. 4. Með styrkveitingum til hag- nýtra athugana á atvinnulífi svæðisins og möguleikum til atvinnuþróunar. 5. Með því að veita lán eða styrki til vöruþróunar, nýsköpunar, náms o.fl. 6. í seinasta lagi með því að verja fé til hlutafjárkaupa í fyrir- tækjum í landshlutunum skv. samþykkt aðalfundar Lands- hlutasamtaka hverju sinni. f þessari seinustu grein væri í raun opnaður möguleiki á að þessir sjóðir kæmu einnig inn á svið fjárfestingarfélaga. Skv. 3. gr. frv. er lagt til að tekjur iðnþróunarsjóða lands- hluta verði árlegt framlag þeirra sveitarfélaga, sem að hverjum sjóði standa og skal það nema allt að 2% af föstum tekjum þeirra, þ.e. útsvari, fasteignagjöldum og aðstöðugjaldi. Ákveða má með reglugerð, að tiltekinn hluti þessa framlags sé bundin inneign sveit- arfélaga hjá sjóðnum og skal hún þá verðtryggð að fullu. Ef mönnum leikur hugur á að vita, hversu háar upphæðir hér væri um að ræða skv. þessari grein, þá námu heildartekjur sveitarfélaganna í landinu á sl. ári tæpum 4.700 millj. kr., þannig að 2% þeirrar upphæðar myndu losa 90 millj. á ári. Jafnvel helm- ingur þeirrar upphæðar hefði þýðingu énda þótt verkefnið sé í raun gífurlegt. Ótalinn er þó sá tekjuliður, sem er einn megintilgangur þessa frv. en um hann er sérstaklega fjallað í 4. gr. þess. Þar er gert ráð fyrir að raforkuver í hverjum lands- hluta greiði iðnþróunargjald, sem nema á 1% af heildsöluverði orku. 33% þessa gjalds renni óskipt til iðnþróunarsjóðs lands- hlutans, en 67% skiptist milli iðnþróunarsjóða í öllu landinu eftir íbúatölu í hverjum lands- hluta 1. des. árið áður. Sérstaka athygli ber að vekja á því að ekki er gert ráð fyrir sérstökum tekj- um úr ríkissjóði skv. þessu frv. en 1% iðnþróunargjaldið á raforku- heildsöluna er hins vegar ekki óeðlilegur grunnur, m.a. af eftir- töldum ástæðum. Raforka er nær hvarvetna grundvallaratriði við hvers konar iðnþróun. Þess vegna eru fram- farir á sviði iðnaðar og þá allt eins smáiðnaðar sem iðnaðar, sem væri smærri í sniðum, ná- tengd stækkun raforkumarkaðar- ins. í annan stað gilda sömu lögmál um verðmyndun raforku sem annarrar þjónustu til handa atvinnulífi og almenningi að stærð markaðar hefur veruleg áhrif á möguleikana á lækkun verðsins. Þess vegna gæti iðn- þróunargjaldið beinlínis stuðlað að lækkun raforkuverðs með auk- inni raforkunotkun í innlendum iðnaði. Og ennfremur gæti gjald af þessu tagi stuðlað að sparnaði og hagkvæmni í rekstri raforku- veranna. Árið 1984 var heildarraforku- salan 2.666 Gigawatt-stundir að söluverðmæti 2 milljarðar og 184 millj. kr. og 1% næmi því tæpum 22 millj. kr. Virðulegi forseti. Megintil- gangur með flutningi þessa frv. er einmitt sá að stuðla að hag- kvæmri iðnþróun um allt land. Á það legg ég áherslu að lokum máls míns. Eg vona að mál þetta fái hér þinglega meðferð og að lokinni þessari umr. verði því vís- að til 2. umr. og iðnn. þessarar deildar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.