Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Ár æskunnar Skák Gunnar Gunnarsson Segja má með sanni að ár skák- Kskunnar á íslandi byrji vel. Um belgina 1.—3. febr. sl. fór fram Helgarskákmót á Akranesi með þátttöku fjölda öflugra skákmanna. Meðal annarra þátttakenda voru þrír landsliðsmenn úr síðasta Olympíuliði sem keppti á Ólympíu- leikunum í Grikklandi, þeir Helgi Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins. Enginn þessara manna bar sigur úr býtum og þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir ung- um og efnilegum skákmönnum. Margir efnilegir skákmenn Óvenjumargir efnilegir ungir skákmenn eru nú að hasla sér völl í hinum ýmsu skákmótum sem haldin hafa verið undanfarið og þegar getið sér góðan orðstír. Má taka nokkur nöfn af handahófi, eins t.d. sigurvegarann í fyrr- nefndu Helgarmóti Egil Þorsteins og þann sem varð númer tvö, Hall- dór G. Einarsson frá Bolungarvík. Ennfremur má merkja mjög mikl- ar framfarir hjáþeim Þresti Þór- hallssyni, Davíð Olafssyni, Snorra Bergs, Þráni Vigfússyni og Þorvaldi Logasyni frá Neskaupstað. En auk þeirra má nefna nöfn eins og Lár- us Jóhannesson, Björgvin Jónsson frá Keflavík, Páima Pétursson frá Akureyri, Arnór Björnsson og síðast en ekki sist Hannes H. Stefánsson sem er aðeins 12 ára gamall en mjög efnilegur. Hægt væri í þessari upptaln- ingu að nefna fleiri nöfn en hér skal staðar numið. Hitt væri fróð- legra að velta fyrir sér hversvegna við eigum svo mikinn fjölda góðra skákmanna núna. Uppbygging unglinga- starfs hjá taflfélögum Um áraraðir hefur Taflfélag Reykjavíkur, sem er lang stærsta taflfélag á landinu, staðið í fylk- ingarbrjósti hvað varðar uppbygg- ingu unglingastarfs. Eftir að fé- lagið ásamt Skáksambandi ís- lands réðst í það þrekvirki árið 1967 að kaupa hæð að Grensásvegi 46 gjörbreyttist öll aðstaða og hægt var að halda þar reglu- bundnar æfingar fyrir skákmenn á öllum aldri og ekki síst fyrir unglingana. Fram að þeim tíma hafði Taflfélag Reykjavíkur verið á sífelldum hrakhólum með hús- næði og var í gamla daga ekki al- veg öruggt að hægt væri að halda hin hefðbundnu skákmót eins og skákþing Reykjavíkur vegna hús- næðisvandræða. Taflfélög úti á landsbyggðinni hafa flest sömu sögu að segja, en mörg þeirra hafa fengið að vera inni í skólum eða i gömlum bæjarbyggingum. Á und- anförnum árum hefur verið mikil gróska í skáklífinu í Bolungarvík og ennfremur stendur Taflfélag Seltjarnarness með miklum blóma. Akureyringar hafa alltaf reynt að halda uppi unglingastarfi, en erf- iðlega hefur gengið með verulega öflugt skáklíf í stóru kaupstöðun- um, Hafnarfirói og Kópavogi. Skólaskák Segja má að verulegur skriður hafi komið á skólaskák árið 1965 þegar Æskulýðsráð Reykjavíkur í samvinnu við Skáksamband ís- lands kom á reglubundnum sveita- keppnum milli gagnfræðaskóla í Reykjavík og nágrenni. Hefur þessi keppni verið mikil lyftistöng fyrir skákina í yngri aldursflokkum og þátttaka verið mjög mikil. Hefur sigursveitin í þeirri keppni ávallt fengið að launum að taka þátt í Norðurlandamóti grunnskóla í skák eða allt frá árinu 1977. Ennfremur er haldið íslandsmót framhaldsskólasveita í skák og komast sigurvegarar í þeirri keppni einnig í Norðurlandamót framhaldsskólasveita. Að lokum skal minnst á fjölmennasta skákmótið sem haldið er árlega en það er einstaklingskeppni í skóla- skák sem haldin er á vegum Skák- sambands íslands. Hefur verið áætlað að í henni taki þátt allt að 5.000 unglingar. Keppt er í tveim- ur aldursflokkum, í eldri flokki fyrir 7.-9. bekk grunnskólans, og í yngri flokki fyrir 1.—6. bekk. Unglingaleiðtogar Til þess að geta haldið uppi öfl- uga unglingastarfi þarf ötula hug- sjónamenn sem fórna vilja tíma sínum til þess að dvelja með ungl- ingunum og skipuleggja starf með þeim. Slíka menn þurfa hin ýmsu taflfélög að hafa innan sinna vé- banda til þess að gefa unglingun- um tækifæri á að æfa sig og spreyta sig við aðra. í Taflfélagi Reykjavíkur hefur einn maður borið höfuð og herðar yfir alla sem sinnt hafa unglingastarfi í skák á undanförnum árum, en það er Olafur H. Ólafsson. Hann hefur svo sannarlega borið hag ungl- inganna fyrir brjósti og reynt að skapa þeim verkefni og veitt þeim viðurkenningu. Hefur inn á Grensásvegi 46 verið rekin nokk- urskonar uppeldismiðstöð fyrir unglinga undir yfirstjórn Ólafs í mörg ár. Má hiklaust rekja hinn mikla fjölda góðra skákmanna sem nú spretta upp til þessa starfs Ólafs. Auk reglulegra skákæfinga fyrir börn og unglinga eru veittar leiðbeiningar í skák og aðgangur er að mjög góðu skákbókasafni. Ólaf- ur segir sjálfur í grein um þetta unglingastarf: „Menn kunna að spyrja hver árangur hafi orðið af þessari starfsemi. Fyrst og fremst er það ánægjuefni að geta veitt miklum fjölda unglinga heilbrigða og þroskandi tómstundaiðju, sem þeir taka þátt í af áhuga og eru virkir þátttakendur, en ekki þiggj- endur. Unglingasveit TR á skákferðalagi á Akureyri 1978. í röð frá vinstri: Jóhann H. Ragnarsson, Eyjólfur Ármannsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir. 2. röð f.v.: Elvar Guðmundsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Jóhannes Gísli Jónsson, Árni Ármann Árna- son, Stefán G. Þórisson, Egill Þorsteins og Ragnar Magnússon. 3. röð f.v.: Lárus Ársælsson, Páll Þór Hallsson, Lárus Jóhannesson, Davíð Olafsson, Karl Þorsteins, Hrafn Loftsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og Arnór Björns- Undrabörn í skák Að lokum verður til gamans sagt frá undrabarni í skák. Skák- sagan segir frá tveimur undra- börnum í skák, þeim Poul Morphy og Jose Capablanca. Poul Morphy var orðinn svo öflugur skákmaður aðeins 10 ára gamall að hann sigr- aði auðveldlega skákmeistara fæðingarbæjar síns New Orleans. Morphy lagði alla áherslu á fljóta liðskipan manna sinna og fléttaði og fórnaði og vann yfirieitt með leiftursókn. Capablanca tefldi allt öðru vísi, með rólegri blæ, en nú verður sögð stutt saga af Capa eins og hann var oft kallaður. Hann tefldi sína fyrstu skák þegar hann var fjögurra (4) ára. Frá- sögnin af þessum atburði er bæði heillandi og lærdómsrík. Capa fæddist árið 1888 á Kúbu í Havana og var faðir hans undirforingi í spænskri riddarasveit þegar Capa er 4 ára og þessi saga gerist. Capa umgekkst mikið hermennina og lifði sig inn í þeirra líf og eitt sinn er hann kom inn í herbergi föður síns sat faðir hans að tafli með einum af yfirmönnunum. Þetta var í fyrsta skipti sem Capa sá skáktafl. Hann byrjaði að fylgjast með taflinu og varð fljótlega hugf- anginn, þegar hann byrjaði að skynja samræmið í atferli tafl- mannanna og hinna raunverulegu hermanna sem hann hafði alist upp með og heyrt um margar sög- ur. Eftir drykklanga stund kom að því að faðir Capa lék ólög- legum leik, en stráksi beið þangað til taflinu lauk og benti þá pabba sínum á að hann hafi leikið röng- um leik. Mennirnir, sem vissu að Capa litli hafði aldrei séð taflborð áður, urðu fyrst hálfergilegir yfir þessari athugasemd, en eftir stutta athugun komust þeir að því að hann hafði rétt fyrir sér. Til þess nú að kanna hvort sveinninn kynni eitthvað að tefla bauð faðir hans honum í skák, og bjóst við að vinna sveininn unga fljótlega. En þá gerðist kraftaverkið: föður Capa til mikillar undrunar varð hann eftir smástund að játa sig sigraðan. Hinn ungi Capablanca hafði unnið sinn fyrsta sigur í skák aðeins 4 ára gamall. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Dagvist á einkaheimilum Tilkynning til þeirra sem hafa hug á aö gerast dagmæður. Athygli skal vakin á því að veit- ingu leyfa veröur hætt í bili 15. mars nk. Leyfi veröa aftur veitt frá 1. ágúst til 31. október nk. Umsjónarfóstrur, sími 22360. Höfum flutt skrifstofu okkar frá Laugavegi 120 aö Borgartúni 24, 3. hæö. Sími 28399. Skil sf., löggiltir endurskoöendur, Bjarni Bjarnason, Birgir Ólafsson, Þórdís K. Guömundsdóttir. kennsla Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast mánudaginn 4. mars. Dagtímar og kvöldtímar. Engin heimavinna. Uppl. og innritun í símum 76728 og 36112. Vélritunarskólinn. Suðurlandsbraut 20. Sími 685580. Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst í^Ljósmæðraskóla íslands 2. september 1985. Inntökuskilyröi eru próf i hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæöra- skóla íslands fyrir 1. júní nk. ásamt prófskírteinum og heilbrigðisvottorði. Umsóknareyöublöð fást í skólanum. Nánari uppl. eru veittar i skólanum mánudaga frá kl. 9.00-16.00 og fimmtudaga frá kl. 13.00-16.00. Reykjavík 15. febrúar 1985. Skólastjóri. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð á Kambahrauni 50. Hverageröi, eign Jóns Þórissonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. mars 1985 kl. 13.30, eftir kröfum Grétars Haraldssonar hrl. og Veödeildar Landsbanka Islands. Sýslumadur Árnessýslu Nauðungaruppboð á Kambahrauni 33, Hverageröi, eign Bergs Sverrissonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. mars 1985 kl. 14.00, eftir kröfum Grétars Halldórssonar hrl. og Veódeildar Landsbanka Islands. Sýslumaöur Árnessýslu Nauðungaruppboð á fasteigninni Kvistir i Öltushreppi, eign Ragnars Böövarssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 5. mars 1985 kl. 14.00 eftir kröfu Brynjólfs Eyvindssonar hdl. Sýslumaöur Árnessýslu Austurbær - mynd- bandaleiga Vorum að fá í sölu myndbandaleigu í verslunarmiðstöö í austurbænum. Ca. 600 spólur, tæki, innréttingar o. fl. Góð velta. Uppl. á skrifstofu okkar. 28444 HÚSEICNIR SKIP VELTUSUNDI 1 SIMI 28444 DanM Árnason, lógg. faat. örnólfur örnólfaaon, aóluat) húsnæöi óskast 300—400 fm húsnæði óskast til leigu fyrir læknastofur í Reykjavík. Tilboö óskast sent augld. Mbl. merkt: „BB- 1718“ sem fyrst. Lagerhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 100-250 fm lagerpláss helst meö innkeyrsludyrum. Einnig mætti vera skrifstofuaðstaða. Æskileg staðsetning Múlahverfi eða austur- hluti Reykjavikur eða Kópavogur. Leigutími 10-12 mánuöir. Verslunin Markið, Suðurlandsbraut 30. Simi 35320.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.