Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985
Enn af Duran Duran
Frá því greinin um Duran Duran birtist fyrir háifum mánuði
hefur varla iinnt símhringingum með nánari upplýsingar um
meðlimi hljómsveitarinnar. t>að kom í Ijós að þær upplýsingar
sem Þungamiðjan hafði aflað sér og ættaðar voru frá GMI-
útgáfunni voru ekki nógu ítarlegar og munu hér á eftir koma þær
viðbótarupplýsingar sem við fengum.
Simon Le Bon mun heita fullu
nafni Simon John Charles Le
Bon og er fæddur 27. október
1958 (ártalið féll síðast niður
vegna mistaka). Foreldrar hans
heita John og Anne Le Bon og á
hann tvo yngri bræður, David og
Jonathan. Það fer tvennum sög-
um af þvi hver háralitur hans sé,
sumar heimildir segja að hann
hafi ljóst hár en aðrar að hann
hafi dökkbrúnt hár. Uppá-
haldstónlistarmenn eru: David
Bowie, Thompson Twins, Big
Country, Doors og Rolling Ston-
es. Uppáhaldslitur er blár.
Uppáhaldsleikari er Donald
Sutherland. Uppáhaldsmatur er
sjávarréttir og uppáhaldsdrykk-
ir eru kampavín og te. Hann er
trúlofaður Clair Stansfield sem
ættuð er frá Kanada og eitthvað
eru þau að hugsa um að gifta sig
á næstunni.
John Taylor heitir fullu nafni
Nigel John Taylor. Foreldrar
hans heita Jack og Jean Taylor
og er hann einkabarn þeirra.
Hann er nærsýnn og þarf því að
nota gleraugu en oftast er hann
þó með linsur. Uppáhaldstónlist-
armenn eru: Roxy Music, Chic,
David Bowie, Yellow Magic
Orchestra og Abba. Uppáhalds-
matur og drykkir er steik,
kampavín og appelsínusafi. Áður
hefur komið fram að hann hefur
mikinn áhuga á James Bond
þannig að það kemur ekki á
óvart aö uppáhaldsleikarar eru
Sean Connery og Roger Moore.
Uppáhaldslitir hans eru svart,
hvítt og rautt. Hann heldur mik-
ið uppá rithöfundana Alistair
MacLean, James Clavell og F.
Scott Fitzgerald. Fyrir utan
áhugann á James Bond safnar
hann japönskum blöðum. Það
hefur líklega ekki minnkað
áhuga hans á James Bond að
vinkona hans, sem heitir Janine
Andrews, lék í myndinni „Octo-
pussy".
Nicholas James Bates (Nick
Rhodes) er einkabarn og heita
foreldrar hans Silvia og Roger
Bates. Enn ber heimildum ekki
saman um háralit hans, sumir
segja hann hafi svart hár en aðr-
ir að það sé rauöbrúnt. Uppá-
haldslitir eru bleikt og grátt.
Uppáhaldsmatur og drykkur eru
jarðarber og kampavín. Uppá-
haldstónlistarmenn eru: David
Bowie, Roxy Music, Talking
Heads, Yellow Magic Orchestra.
Uppáhaldsleikari er John Hurt. í
ágúst í fyrra giftist hann Juli-
anne Friedman sem ættuð er frá
Ohio i Bandaríkjunum. Nick hef-
ur mikinn áhuga á ljósmyndun
og hefur gefið út bók með eigin
myndum sem nefnist „Interfer-
ence“.
Andy Taylor heitir réttu nafni
Andrew Arthur Wilson Taylor.
Foreldrar hans heita Ronnie og
Sandra og á hann einn bróður,
Ronnie, og tvær hálfsystur.
Sumar heimildir halda því fram
að hann sé ekki 168 sm á hæð
heldur 170 sm. Uppáhaldstón-
listarmenn eru: Bruce Spring-
steen, Stevie Wonder og Talking
Heads. Uppáhaldsdrykkur er te
og uppáhaldsmatur er indversk-
ur. Uppáhaldslitir eru svart og
hvitt og uppáhaldsleikarar eru
Dustin Hoffman og Harrison
Ford. í ágúst 1982 giftist hann
Tracy Wilson og eignuðust þau
son 20. ágúst 1984 sem heitir
Andrew James.
Að lokum er það Roger Taylor.
Foreldrar hans heita Jean og
Hughes Taylor og á hann einn
bróður. Uppáhaldsdrykkir eru
mjólk og pilsner. Uppáhaldsmat-
ur er MacDonalds-hamborgarar.
þungA
MIÐJAN
FINNBOGI MARINÓSSON
JENS ÓLAFSSON
Uppáhaldsleikari er Marlon
Brando. Uppáhaldstónlistar-
menn eru Roxy Music, Stevie
Wonder, Yellow Magic Orch-
estra og Chic. Uppáhaldslitur er
svartur. í júlí í fyrra giftist hann
Giovönnu Canton í Napólí á ít-
alíu, en Giovanna er af ítölskum
ættum.
Með þessu eru líklegast komn-
ar helstu upplýsingarnar um
meðlimi Duran Duran og er þó
ekki allt talið með sem barst
Þungamiðjunni. Af ásettu ráði
var sleppt upplýsingum um skó-
númer og þess háttar og verða
þau sem hafa áhuga á þess hátt-
ar vitneskju að leita annað. Að
lokum vil ég þakka þeim sem
hringdu eða skrifuðu til okkar.
Drýsill í Safarí
á morgun
Á MORGUN, fimmtudag-
inn 28. febrúar, heldur
hljómsveitin Drýsill tón-
leika í Safarí. Lítið hefur
heyrst frá þeim Drýsildjöfl-
um í nokkrar vikur þar sem
þeir hafa setið sveittir inni í
hljóðveri við upptöku efnis
á væntanlega hljómplötu,
sem kemur út í apríl.
Það eru gamalreyndir kapp-
ar sem skipa hljómsveitina,
þeir Eiríkur Hauksson (söng-
ur), Einar Jónsson (gítar), Jón
Ólafsson (bassi) og Sigurður
Reynisson (trommur). Þeir fé-
lagar hafa vakið athygli fyrir
áheyrilega tónlist og hressilega
framkomu og er óhætt að
hvetja fólk til þess að mæta á
hljómleikana með þeim. Auk
þeirra í Drýsli kemur fram ný
hljómsveit sem nefnist Gipsy,
og mun þetta vera fyrstu tón-
leikar hennar.
Linurít samkvæmt dönskum
0 10 20 30 40 50 60 120 mm
Á línuritinu kemur fram að steinull
þolir yfir 1000°C eld í allt að 2 klst.
Magnús Hjörleifsson, trésmiður, starfsmaður Húseinangrunar sf., blæs ein-
angrun í gólf.
Húsnæðisstofnun ríkisins:
Lánar ekki til orkusparandi
framkvæmda undir 120 þús.
— segir Gylfi Páisson, starfsmaður Húseinangrunar sf.
HÚSAEINANGRUN sf. er fyrir
taeki sem starfað hefur í um 4 ár við
að endureinangra gömul hús. Fyrir-
tækið beitir all nýstárlegri aðferð við
einangrun, því steinullinni, sem ein-
angrað er með, er blásið inn í hol-
rúm veggja, í gólf og ofan á loft.
Eingöngu er notuð „Rockwool" A
steinull, vatnsvarin og eldtraust.
Það sem þessi aðferð hefur fram
yfir aðrar er, að ekki er nauðsynlegt
að rífa niður þiljur, einangra og
klæða að nýju.
Að sögn Gylfa Pálssonar,
starfsmans Húseinangrunar sf.,
sendir fyrirtækið mann í sinni
þjónustu til væntanlegra við-
skiptavina og metur hann ástand
hússins, segir til um hvort hægt er
að beita þessari aðferð og gerir
áætlun um kostnað. Þessi þjón-
usta er viðskiptavininum að
kostnaðarlausu.
Fyrirtækið hefur á þessum fjór-
um árum, einangrað hús um allt
land og notað til þess tvær flutn-
ingabifreiðir búnar tækjum og
efni til einangrunar. Nú þegar
hafa um 500 hús verið einangruð
með þessum hætti hér á landi með
góðum árangri.
„Með því að einangra betur
gömlu húsin má spara miklar
fjárhæðir í hitunarkostnaði, sér-
staklega í þeim hlutum landsins
þar sem hitað er upp með olíu,“
sagði Gylfi. „En lánafyrirkomulag
hjá Húsnæðisstofnuninni er þann-
ig að ekki er veitt lán til orkuspar-
andi aðgerða, ef kostnaður við lág-
marksendurbætur er undir
120.000,00 kr. Þetta þyrfti að laga
því stór hluti þess fólks, sem býr í
timburhúsum, er eldra fólk með
lágar tekjur.“
Kristín Guðmunds-
dóttir kjörin formaður
Bandalags kvenna
ARSÞING Bandalags kvenna í Reykjavík, sem í eru 28 félög með um 13 þúsund
félaga, var haldið um helgina í Átthagasal Hótels Sögu. Unnur S. Ágústsdóttir,
formaður Thorvaldsensfélagsins, sem gegnt hefur formannsstörfum undanfarin
9 ár, baðst undan endurkosningu og voru henni þökkuð mikil og góð störf fyrir
bandalagið.
Formaður var kjörin Kristín
Guðmundsdóttir, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Voru tvær í kjöri, Kristín og Vigdís
Jónsdóttir.
Á þinginu voru tekin fyrir fjöl-
mörg mál og margar ályktanir
gerðar, m.a. um hagsmunamál fjöl-
skyldunnar, neytendamál, heil-
brigðis-, trygginga- og skólamál og
umhverfismál. Þá var bandalaginu
falið að taka upp hagsmunamál
kvenna á vinnumarkaðnum og
hvatt til samstöðu um aðgerðir sem
fyrirhugaðar eru í tilefni
kvennaáratugar Sameinuðu þjóð-
anna á dögum, sem konur hafa
helgað sér á Islandi. Aðalmál þings-
ins voru fíkniefnamál og skorað á
ríki og borg að koma upp heimili
fyrir unga fíkniefnaneytendur.
Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík með fráfarandi, formanni Unni S.
Ágústsdóttur, lengst til hægri, og nýkjörnum formanni, Kristínu Guðmunds-
dóttur, næstyst til hægri. Aðrar í fremri röð eru Sigríður Jónsdóttir, sem gekk
úr stjórninni, og Ingibjörg Magnúsdóttir. í aftari röð frá vinstri: Steinunn
Jónsdóttir, Ragna Bergmann, Svanlaug A. Árnadóttir, Vigdís Jónsdóttir,
Sigrún Sturludóttir. Á myndina vantar llelgu Guðmundsdóttur.