Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 58

Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 „ cróvona litiLL^ivwlur, hoíturhLutur $cm kemur íit ur hxnuin." c&mf 14« Þá byrjar ’ann aftur, fjárans olíu lampinn! Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Hluti af hryllingsmyndböndunum sem geró voru upptæk nýlega en Þorri er óánægður með að sýnd hafi verið sýnishorn úr þeim í Kastljósi. jT Astæðulaust að sýna viðbjóðinn Sendum gömul föt o.fl. til Póllands Ágæti fatasafnari: Hér færðu svar við spurn- ingu þinni frá 11. des. sl., en því miður hef ég ekki komið því í verk að svara bréfi þínu fyrr. Það er ekki von að þér sé kunnugt um það, þar sem því hefur vægast sagt lítið verið haldið á lofti í fréttum, frekar en öðru í okkar mann- úðarstarfi, að Stórstúka ís- lands, IOGT, hefur um árabil sent til Póllands fatnað og hreinlætisvörur sem ýmsir velviljaðir aðilar hafa látið af hendi, án endurgjalds. Þessar sendingar hafa farið til Pólska biskupasambands- ins, og einnig til doktors Ren- ötu Rimler, en hún er for- stöðukona fyrir barnaheimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Ludz. Ekki færri en þrjú hundruð börn munu vera þar að jafnaði. Þessar sendingar hafa komið að mjög góðu gagni, og hafa hlotið viðurkenningu pólsku kirkjunnar. Sá sem haft hefur með þessar send- ingar að gera fyrir Stórstúku íslands er Ingþór Sigur- björnsson, en þeir sem vilja leggja þessari söfnun lið geta haft samband við skrifstofu Stórstúku íslands í síma 17594. Að lokum vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem lagt hafa þessari söfnun lið. F.h. Stórstúku íslands, Guðlaugur Fr. Sigmundsson Sl. föstudagskvöld gat að líta myndabrot í þættinum Kastljós, sem fólk var almennt varað við að horfa á, þ.e. veiklað fólk og og börn. Þessi viðvörun var a.m.k. tvítekin. Vissulega munu margir hafa freistast til þess að horfa á þetta, ekki síst unglingar og börn sem víða munu eftirlitslaust eða lítið öguð glápa á það sem fyrir þau eru borið af ríkisrekna fjöl- miðlinum. Það var rétt eins og einhver ósköp væru að gerast, eitthvað, sem aldrei fyrr hefði verið sýnt á skerminum eða ekkert ámóta ljótt. Vissulega var þetta and- styggð og viðbjóður, sem alls ekki var nokkur ástæða til þess að sýna, það hefði verið nóg að segja hversu mikill viðbjóður væri á boðstólnum af þessu tagi. En ferst sjónvarpsmönnum að tala? Hvað oft skyldu menn hafa mátt þola klám og ofbeldi inni á heimilum sínum frá þessum ríkis- rekna og svokallaða hlutlausa fjölmiðli? Stjórnendur sjón- varpsdagskrár þurftu meira að segja að ganga fram af þjóðinni á sjálfum jólunum. Til voru ein- hverjir, sem hrifust af því þegar jólaljósin voru slökkt með þjó- hnappa-vindgangi á einkar „smekklegan" hátt. Þessháttar fólki hefir væntanlega ekki blöskrað það sem sýnt var í Kastljósi. Það er von margra að hinn nýkjörni útvarpsstjóri verði við óskum alls þorra landsmanna um að klám- og ofbeldismyndum verði ekki dembt yfir þjóðina, inn á frið- helg heimili manna svo til í hverj- um einasta mánuði og stundum í viku hverri. Fólki því, sem hefir geð fyrir svoddan ófögnuð, er vegna auglýsingar í Kastljósi bent á hvar sé hægt að verða sér úti um þesskonar ómenningu til þess að velta sér uppúr. Það er því engin ástæða fyrir sjónvarpið að hella þessu yfir það fólk, sem ekkert kærir sig um klám og ofbeldi inni í stofum sínum, af nógu virðist vera að taka hjá kaupahéðnum, sem ekki virðast fara að lögum og almennu velsæmi. Þorri Þessir hringdu .. . Skammtímalánin höfuðverkurinn 0192-2998 hringdi: Manni skilst að hjálpa skuli þeim sem hafa fengið húsnæð- ismálalán en ég tel þau ekki vera höfuðverkinn. Ég hefði haldið að skamm- tímalánin væru aðalhöfuðverk- urinn enda eru þau að ganga af fólki dauðu um þessar mundir. Gangbraut við Glæsibæ 5908-6454 hringdi: Gangbrautin hjá Glæsibæ í Álfheimum er stórhættuleg að verða gangandi vegfarendum. Ég hef oft lent í vandræðum við að komast þar yfir og stundum næstum verið ekið á mig. Er nú ekki hægt að koma þarna upp gönguljósum? Strætisvagnar stoppa beggja vegna götunnar og fólk á oft í stökustu vandræðum með að komast þar yfir. Hvar býr Le Bon? Ragnar spyr: Er einhver sem veit hvar Sim- on Le Bon, meðlimur Duran Duran, er búsettur á Bretlandi? Af dagskrárgerðar- manni útvarps Útvarpshlustandi skrifar: Mig langar svo að fá upplýs- ingar um ungan listamann, sem hefur verið með þætti í Ríkisút- varpinu. Sá heitir Sigurður Ein- arsson. Hann hefur svo einstak- lega hljómþýða rödd og hefur flutt svo framúrskarandi þætti um ýms tónskáld, bæði innlend og erlend. Hafa þættirnir bæði verið fróðlegir og skemmtilegir. Nú hef ég ekki heyrt til hans nokkuð lengi. Hvað veldur? Er hann hættur hjá útvarpinu eða hefur hann kannski aldrei verið fastur starfsmaður þess? Von á stærri umbúðum? Ásdís Sveinbjörnsdóttir hringdi: Mig langar til að spyrja Lýsi hf. hvort að von sé á stærri um- búðum utan um nýju Magna- mín-lýsispillurnar? Væri þá vonandi að pillurnar lækkuðu um leið í verði, en þær eru óheyrilega dýrar. Nú eru um 70 pillur í glasi og kostar það á fjórða hundrað krónur sem þýðir að hver pilla kostar rúmar fimm krónur. Innfluttar lýsispillur kosta þó ekki nema krónu stykk- ið. Sektum sóðana! Reykvíkingur hringdi: Mér finnst að sekta ætti sóð- ana! Látum fólkið greiða fjár- sektir fyrir að henda rusli og svina út landið, hvort sem það er í borg eða bæ. Það er alger skömm að sjá hvernig fólk geng- ur orðið um landið og ekki er hægt að horfa á það þegjandi og hljóðalaust. Erlendis eru þung viðurlög við því að henda rusli á víðavangi og er ég viss um að ef slíkt yrði tekið upp hér myndi fólk minnka eða hætta slíkum sóðaskap. í sumum fylkjum Bandaríkjanna er fólk, sem stað- ið er að verki við að brjóta flösk- ur á götum og gangstéttum, sett í það að hreinsa allt upp eftir sig og meira til. Því ekki það sama hér? Með þessu væri jafnframt hægt að fá peninga í ríkiskass- ann sem væru „„vel fengnir". Fugl á fæð- ingardeild Gunnlaugur hringdi: Fuglinn minn flaug inn á Fæð- ingardeild og var 10 klukku- stundir á leiðinni. Um kl. þrjú e.h. lagði hann af stað og um kl. þrjú eftir miðnætti kom hann í Fæðingardeild Landspítalans. Við héldum að við myndum aldr- ei finna hann aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.