Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 64

Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 64
SmMBrUNSIMUHl /4.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1985 AP/Símamynd Vigdís forseti ræðir við Karl BreUprins og Dfönu prinsessu í upphafí tónleikanna í Royal Festival Hall í gærkvöldi. „Tónlistarhíisiö verður að veruleika U „þfTTA var stórglæsilegt og hefur sannfært okkur öll um að tónlistarhús í Reykjavík verður að veruleika áður en langt um líður,“ sagði Ármann Örn Ármannsson, formaður stjórnar SamUka um byggingu tónlistarhúss, í samUli við Mbl. að loknum tónleikum Fílharmóníu- hljómsveiUrinnar í Lundúnum í Royal Festival Hall þar í borg í gærkvöldi. Heiðursgestir tón- lcikanna, sem haldnir voru til styrkUr byggingu tónlisUrhúss í Reykjavík, voru Vigdís Finn- bogadóttir forseti fslands og verðandi konungur og drottning BreUveldis, Karl prins af Wales og Díana prinsessa. „Tónleikarnir voru mjög glæsilegir, eins og maður gat reyndar sagt sér fyrirfram," sagði Ármann er Mbl. hafði tal af honum eftir tónleikana í móttöku hjá íslenska sendiherr- anum í London, Einari Benediktssyni. Þar voru m.a. forseti fslands og Vladimir Ashk- enazy, stjórnandi Fílharmóníusveitarinnar á tónleikunum, einnig Elisabet Söderström söngkona og fleira stórmenni. Ármann sagði að meðal nærri þrjú þúsund gesta á tónleikunum, sem var útvarpað beint til íslands um gervihnött, hafi verið mennta- málaráðherra Bretlands, Gowrie lávarður. „Hann átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni,“ sagði Ármann, „og lýsti eindregnum stuðningi við áform fslendinga um byggingu tónlistarhússins, jafnvel þótt hann þyrfti að borga með þremur sinfóníuhljómsveitum í Lundúnaborg einni og fleiri sveitum víðar um landið!“ Hann sagði að á tónleikunum hefðu safn- ast á milli 600 og 800 þúsund krónur til bygg- ingar tónlistarhússins í Reykjavík. Endanleg tala myndi ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga. Kanadískir fiskframleiðend- ur kærðir í Bandaríkjunum Bandarísk rannsóknanefnd átelur ekki gengisfellingar íslendinga Kennaradeilan: Endurmats- nefnd skilar áliti á morgun NEFND sú, sem skipuð var af menntamálaráðherra til að endur- meta störf kennara, skilar áliti á morgun, að sögn formanns nefndar- innar, Ingu Jónu Þórðardóttur. í nefndinni eiga sæti þrír full- trúar menntamálaráðuneytisins og þrír fulltrúar kennara. Hefur nefndin unnið mikið starf á undan- förnum vikum. Samninganefnd ríkisins ber að taka tillit til niðurstöðu nefndar- innar þegar samið er um laun kennara, bæði innan BHM og BSRB. Sjá nánar um kennaradeiluna ábls.4. Hlaut varanlegar heila- skemmdir við fæðingu: Tá milljón króna bótakrafa vegna meintra mistaka lækna FORELDRAR fjögurra ára drengs, sem hlaut varanlegan heilaskaða við fæðingu á fæðingardeild Landspítal- ans, hafa höfðað mál á hendur ríkis- valdinu og krafíst liðlega 7,5 milljóna kr. í skaða- og miskabætur vegna meintra mistaka lækna við fæðingu barnsins. Barnið er 100% öryrki. Kröfur fyrir hönd barnsins eru saman- lagðar 6,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Krafist er skaða- bóta fyrir hönd móður að upphæð 650 þús. kr. og föður að upphæð 400 þús. kr. Málavextir eru þeir, að konan var lögð inn á fæðingardeild Landspítalans haustið 1980 og kom í ljós að fóstur var ekki í réttri stöðu. Venja mun að gera keisara- skurð í slíkum tilvikum. Við fæð- ingu leið barnið af súrefnisskorti og hlaut varanlegan heilaskaða. I fyrra voru gerðar kröfur á hendur ríkisspítölunum um bótaskyldu vegna meintra mistaka lækna og hjúkrunarfólks, en þeim var hafn- að. Málið er höfðað fyrir Borgar- dómi Reykjavíkur. Kröfurnar munu vísvitandi vera háar vegna hins langa tíma, sem málið fær í dómskerfinu. Alþjóðaverslunarnefnd Banda- ríkjanna fjallar nú um kæru á hendur kanadískum framleiðend- um sem flytja inn físk til Banda- ríkjanna. Kæran er lögð fram af bandarískum fískframleiðendum, sem telja að með fjárstuðningi við kanadískan sjávarútveg sé verið að greiða niður físk sem fer á Bandaríkjamarkað. Rannsókn vegna þessa máls hefur einnig beinst að íslendingum. í skýrslu sem alþjóðaverslun- arnefndin hefur látið vinna VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. vegna kærunnar á Kanadamenn er skýrt frá athugun á því, hvort íslendingar felli gengi krónunn- ar til styrktar sjávarútvegi. Þar segir orðrétt: „Því hefur verið haldið fram af fulltrúum kanad- ísks sjávarútvegs og af kanad- ískum stjórnvöldum í tengslum við rannsókn þessa, að ríkis- stjórn íslands felli gengið oft og vísvitandi. Gengislækkanir séu notaðar sem stjórnunartæki til að halda uppi og auka útflutning á fiskframleiðslu." Höfundar skýrslunnar fundu enga sönnun þess, að um vísvit- andi gengisfellingarstefnu væri að ræða af hálfu íslenskra stjórnvalda. Ennfremur var dregið í efa, að slík stefna væri vænleg til árangurs í jafn opnu hagkerfi og því íslenska. Alþjóðverslunarnefnd Banda- ríkjanna á eftir að úrskurða í kærumálinu á hendur Kanada- mönnum. Verði kanadísk sjáv- arútvegsfyrirtæki fundin sek í þessu máli verður þeim refsað með hækkun tolla á kanadískar fiskafurðir. Sjá nánar í grein eftir Sigmar Þormar og Halldór Pétur Pálsson í miðopnu blaðsins í dag. Flensufaraldurinn í uppgangi en bóluefni þrotið: „Besta ráðið er að fara vel með sig“ - segir borgarlæknir sem sjálfur er lagstur í flensu ,„Svo virðist sem fíensan sé frekar í uppgangi og má búast við þremur til fjórum vikum áður en hún fer aftur að réna,“ sagði Lúðvík Ólafsson, borgarlæknir, er Morgunblaðið hafði samband við hann á heimili hans, en sjálfur er hann nú lagstur í flcn.su. Lúðvík sagði að algengast væri að menn lægju í 3 daga en þó gætu veikindin dregist á langinn, einkum ef menn gæta þess ekki að fara vel með sig. „Þetta er á byrjunarstigi hjá mér, sem lýsir sér með höfuðverk, hrolli og verkjum í augum,“ sagði Lúðvík er hann var spurður um sjúkdómslýsingu. „Annars eru einkennin þau að fólk fær bein- verki, höfuðverk, aðallega í enn- inu og við augun, særindi fyrir brjósti og hjá sumum fylgir þessu niðurgangur. Hiti er venjulega töluvert hár,“ sagði Lúðvík. Borgarlæknir var spurður hvort hann gæti gefið mönnum einhver góð ráð í veikindunum: „Eina ráðið sem hægt er að gefa fólki, að liggja á meðan það er lasið og reyna ekki mikið á sig.“ Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík hef- ur verið mikil áskókn í bólusetn- ingu að undanförnu og þraut allt bóluefni á landinu í gær. Næsta sending er ekki væntanleg fyrr en eftir um það bil hálfan mánuð. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Bólusett í Heilsuverndarstöðinni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.