Morgunblaðið - 28.02.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Sjómannadeilan:
Rætt um liugsan-
legar aðgerðir
ríkisvaldsins
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar sat fundi
deiluaðila í gær og fyrrinótt
SAMNINGAFUNDI í sjómannadeilunni var haldid áfram í gær og stóð fundur
enn er Morgunblaðið fregnaði síðast í gærkvöldi. Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sem sæti á í samninganefnd Sjó-
mannasambandsins, sagði í gærkvöldi að sér virtist lítið hafa miðað f sam-
komulagsátt, en að öðru leyti vörðust fulltrúar deiluaðila allra frétta af gangi
mála.
Verkfall sjómanna á fiskiskipum
hefur nú staðið í tíu daga og eru
uppsagnir þúsunda starfsmanna í
fiskvinnslu um allt land farnar að
koma til framkvæmda. Má búast
Rektorskjör:
Prófkosning í
HI á morgun
PRÓFKOSNING vegna rekt-
orskjörs fer fram í hátíðasal Há-
skóla íslands fóstudag 1. mars
kl. 9—18. Kjörgengir eru allir
skipaðir prófessorar, 77 að tölu,
segir í frétt frá Háskóla íslands.
Atkvæðisrétt eiga allir pró-
fessorar, dósentar og lektorar,
þar með taldir dósentar og
Iektorar í hlutastöðum, svo og
erlendir sendikennarar. Enn
fremur háskólamenntaðir
starfsmenn háskólans og
stofnana hans, sem fastráðnir
eru eða settir til fulls starfs.
Loks allir stúdentar, er skrá-
settir voru í Háskóla íslands
fyrir 2. febrúar 1985.
Greidd atkvæði stúdenta
gilda sem einn þriðji hluti
greiddra atkvæða alls.
við að í næstu viku fari starfsmenn
í fiskvinnslu að fá bætur úr
atvinnuleysistryggingasjóði takist
ekki samningar í sjómannadeil-
unni.
í gærdag og fyrrinótt sat Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, fundi með deiluaðilum
og ríkissáttasemjara enda snúa
veigamiklir liðir kröfugerða sjó-
manna að ríkisvaldinu. Þeir varða
lífeyrismál, fæðismál, breytingu á
kostnaðarhlutdeild og skattalækk-
anir. „Það er verið að reyna að
komast að niðurstöðu um hvað
væri hugsanlegt að gera af hálfu
ríkisvaldsins ef og þegar samkomu-
lag tekst í deilunni," sagði Jón Sig-
urðsson í samtali við blaðamann
Mbl. síðdegis í gær. „Menn eru að
reyna að glöggva sig á málunum en
það er óhætt að segja að enn ber
talsvert í milli."
Guðmundur Hallvarðsson sagði,
að enn hefðu engar afgerandi til-
lögur komið frá ríkisvaldinu varð-
andi þessi atriði. „Okkur heyrist að
forstjóri Þjóðhagsstofnunar sé með
hugmyndir um hvernig megi taka á
málunum en það er ekkert farið að
útfæra þær hugmyndir," sagði
Guðmundur. „Það má segja að mál-
in standi nokkurn veginn eins og
þau gerðu um síðustu helgi."
Rannsóknin á GT-húsgögnum:
Sá þriðji í varðhald
í GÆR var kveóinn upp úrskurður
um gæzluvarðhald fram á fóstudag
yflr þriðja manninum vegna rann-
sóknar RLR á ætluðum söluskatts- og
bókhaldssvikum forráðamanna
GT-húsgagna. Rannsóknarlögreglan
setti fram kröfu um gæzluvarðhald á
þriðjudag og tók dómari sér sólar-
hringsfrest til að úrskurða.
Fyrrum framkvæmdastjóri og
tveir starfsmenn GT-húsgagna
sitja því nú í gæzluvarðhaldi vegna
rannsóknar málsins. Bú GT-hús-
gagna var tekið til gjaldþrota-
skipta I vetur og nema kröfur í búið
um 15 milljónum króna. Sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknar-
deildar ríkisskattstjóra er vantalin
söluskattsskyld velta fyrirtækisins
á síðastliðnu ári talin vera um 9
milljónir króna.
Hrínganórinn á heimaslóðum
Morgunblaðið/G. Berg
Hringanórinn Ringeltje, sem Arn-
arflug flutti til landsins á þriðju-
dagskvöldið og greint var frá í
frétt Morgunblaðsins í gær, kom
til Akureyrar í gærmorgun og var
honum sleppt þar í sjóinn. Ástæð-
an fyrir því að farið var með dýrið
norður er sú, að hringanórar halda
aðeins til á tveimur stöðum í
Norður-Evrópu, annar þeirra er við
Eystrasalt og hinn staðurinn er
Eyjafjörður. Selurinn fannst í fjöru
í Hollandi fyrir sex vikum og það
var „Selaspítalinn" í Hollandi sem
leitaði til Arnarflugs um aðstoð við
að koma honum aftur á heimasióð-
ir. Á meðfylgjandi mynd Gunnars
Berg má sjá þegar Ringeltje var
sleppt í Eyjafjörðinn.
Sölutregða hjá graskögglaverksmiðjunum:
Gæti orðið að draga
úr framleiðslunni
í ar
— segir Árni Jónsson, fyrrverandi landnámsstjóri
Graskögglaverksmiðjurnar ís-
lensku eiga nú I greiðsluerfiðleikum
vegna sölutregðu á framleiðslu þeirra
f vetur. Verksmiðjurnar, sem eru sex
talsins, framleiddu 13.100 tonn í
fyrra, sem er 2.000 tonnum meira en
árið 1983. Aftur á móti hafði aðeins
um 15% af framleiðslunni selst um
áramót sem er innan við helmingur
venjulegrar sölu á þeim tíma, að sögn
Árna Jónssonar, fyrrverandi land-
námsstjóra og stjórnarformanns fjög-
urra verksmiðjanna.
Árni sagði um ástæður sölu-
tregðunnar að í sumar hefði verið
mikill heyskapur hjá bændum um
land allt auk þess sem tíðin hefði
verið góð í haust og vetur. Þá væri
mjög lágt verð á fiskimjöli og það
eitthvað notað í stað grasköggla
þess vegna. Þá væri fjárhagsstaða
margra bænda slæm, m.a. vegna
framleiðslusamdráttar í sauðfjár-
framleiðslunni, og reyndu þeir því
að spara sem mest. Sagði Árni að
framleiðslan væri fyllilega sam-
keppnisfær við innflutt fóður, það
er með fóðurbætisskatti en ekki án
hans.
Árni sagði að sölutregðan gerði
það að verkum að verksmiðjurnar
væru með mikið fjármagn bundið í
birgðum og lentu því í greiðsluerf-
iðleikum. Þá væri einnig óvenju
mikið útistandandi hjá bændum
sem gerði stöðuna enn verri. Sagði
hann að ef fram færi sem horfði
yrðu miklar birgðir hjá verksmiðj-
unum í vor sem gæti þýtt að draga
yrði úr framleiðslunni næsta
sumar.
Atburðurinn á Grettisgötu 19b:
Réðst á Sigurð vegna
deilna um áfengisflösku
MAÐURINN, sem úrskurðaður var í
gæzluvarðhald til 20. marz næstkom-
andi, hefur viðurkennt að hafa ráðist
á Sigurð heitinn Breiðfjörð Ólafsson í
íbúð á Grettisgötu 19b, slegið hann
niður og skilið eftir meðvitundariaus-
Islenskur hjartaskurðlækn-
ir við gervihjartaaðgerðir
„FRAM til þessa hefur aðeins einn maður ásamt félögum sínum haft
leyfi til að setja í fólk gervihjarta, en fímm af okkur hafa nú hafið þjálfun
í þessum aðgerðum. Við förum mánaðarlega til Utah, þar sem við þjálfum
okkur í að setja gervihjarta í kálfa. Síðasta ferðin verður í mars og að því
loknu gerum við ráð fyrir að fá leyfi til gervihjartaígræðslu og verða
þannig önnur stofnunin til þess,“ sagði Örn Arnar, íslenskur hjartaskurð-
læknir sem búsettur er í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum, er
Morgunblaðið hafði samband við hann vegna þessa máls.
Dr. Örn starfar hjá Minnesota Gervihjarta var fyrst sett í
Heart Institute, en ráðgert er að mann árið 1982 í Utah. Sfðan
aðgerðirnar verði framkvæmdar hafa ekki margar slikar aðgerðir
á Abbott Northwestern Hospit-
al. Þessar aðgerðir eru háðar
leyfum Food and Drug Admin-
istration í Bandaríkjunum, þar
sem þær eru ennþá á tilrauna-
stigi. Sagði Örn að þeir reiknuðu
með í sumar að fá til bráða-
birgða leyfi til að framkvæma
tíu slíkar aðgerðir. Jafnframt
þessum aðgerðum hyggst hópur-
inn einnig framkvæma hjarta-
flutninga.
verið framkvæmdar, en örn
sagði að sér væri kunnugt um
tvo menn sem nú lifðu með
gervihjarta. Á öðrum hefði að-
gerð verið framkvæmd fyrir
2—3 mánuðum, en hinum fyrir
2—3 vikum. Hann sagði aðal-
ástæðuna fyrir því að gervi-
hjarta væri sett í fólk vera þá,
að ekki væri nægilegt framboð á
hjörtum fyrir hjartaþega. Þróun
gervihjartna væri en á frum-
Örn Arnar hjartaskurðlæknir
stigi, en gert væri ráð fyrir mikl-
um framförum í þeim efnum á
næstu 5—10 árum.
Gervihjarta samanstendur af
tveimur hlutum og er annar
þeirra loftdæla utan líkamans.
Örn kvað hjartaðgerðirnar ekki
sérstaklega erfiðar, þær tækju
3—3‘A tíma og ýmsar þjóðir
íhuguðu nú að taka upp gervi-
hjartaaðgerðir. Örn kvað ýmsa
kosti við gervihjartað, þó ekki
væri hægt að jafna því við
mannlegt hjarta. Hann sagði að
fólk gæti oft á tíðum ekki beðið
eftir að fá hjarta sem passaði
því og þá gæti gervihjartað kom-
ið að liði, þar til að það fengist.
Örn Arnar læknir fæddist í
Reykjavík 1933, sonur hjónanna
Bernharðs Arnar og Rannveigar
Arnar. Að loknu læknaprófi frá
Háskóla íslands 1959 hélt hann
til framhaldsnáms í Bandaríkj-
unum. Hann stundaði lækningar
hér á landi 1970—1972, en hefur
starfað í Bandaríkjunum síðan.
an síðastliðið fóstudagskvöld. Maður-
inn, sem er 37 ára gamall, skýrði frá
því við yfírheyrslur að til átaka hefði
komið vegna deilna, sem spruttu út af
áfengisfíösku. Hann hefði talið sig
eiga áfengisflösku á heimili Sigurðar
heitins, en ekki fundið hana og ráðist
þá á Sigurð og slegið hann niður. Dán-
arorsök liggur ekki fyrir fyrr en að
lokinni krufningu, en hinn látni var
tvíkjálkabrotinn auk áverka á andliti.
Eftir að fólkið var handtekið á
laugardagskvöldið, neitaði það í
upphafi yfirheyrslna að til átaka
hefði komið. Sólarhring síðar
skýrði konan frá því að til átaka
hefði komið í íbúðinni og breytti
maðurinn framburði sínum í fyrra-
kvöld og skýrði frá því, að til átaka
hefði komið.
Eftir að hafa slegið Sigurð heit-
inn niður svo hann féll meðvitund-
arlaus i rúm sitt, yfirgaf fólkið
íbúöina en snéri til baka í hádeginu
á laugardag. Sá þá að Sigurður lá
latinn í rúmi sínu, hringdi á sjúkra-
bíl og bað um að sjúkur maður yrði
sóttur á Grettisgötu 19b. Að því
loknu yfirgaf fólkið íbúðina.
Drengur fyrir bíl
FIMM ára drengur varð fyrir bíl
við gangbrautarljós á Bústaðavegi
um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.
Ekki var nákvæmlega vitað með
hvaða hætti slysið varð er Morgun-
blaðið leitaði upplýsinga þar að
lútandi í gærkvöldi, en meiðsli
drengsins munu ekki vera talin al-
varleg.